Alþýðublaðið - 22.08.1984, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Blaðsíða 9
9 Miðvikudagur 22. ágúst 1984 „Heima hjá mér. Hér er heimilis- fangið" Þau kyssast einusinni enn og ungfrú Ásta fer út. Ég læðist út úr skápnum og læsi skrifstofuhurð- inni. „Jæja“, segir Tvífarinn. „Það er Ásta eða dauðinn." „AHt í Iagi“, segi ég sorgmæddur. „Ég skal ekki reyna að telja þig af því lengur. Hun lítur út fyrir að vera ágætis stelpa. Reglulega aðlaðandi. Hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði unnið hér á meðan ég vann hjá fyrirtæk- inu..I‘ Ég sé að Tvífarinn bregst hinn versti við og lýk ekki meining- unni. „En þú verður að gefa mér smáfrest til að kippa þessu í lag“, segi ég. „Hvað ætlarðu að gera? Frá mínum sjónarhól séð geturðu ekki gert neitt“, segir Tvífarinn. „Ef þú ætlast til að ég fari aftur heim til konu þinnar og barna eftir að ég hef fundið Ástu..I‘ Ég þráttaði um frestinn í smátíma. Hvað ég ætlaðist fyrir? Einfald- lega þetta. Tvífarinn skipar nú upp- haflegu stöðuna mína. Nuverandi ástand er óþolandi að hans mati. En þar sem hann hefur meiri lyst á raunverulegu frjálsu lífi, en ég hafði nokkurn tímann, vill hann ekki hverfaaf yfirborði jarðar. Hann vill yfirgefa konu mína og tvær hávær- ar dætur, fyrir hina unaðslegu, barnlausu ungfrú Ástu. Jæja þá, hversvegna skyldi ekki lausnin mín — margföldunin — henta honum einsog hún hentaði mér? Allt er betra en sjálfsmorð. Ég þarf bara frest til að búa til einn Tvífara í við- bót, sem getur dvalist hjá konu minni og börnum og mætt í vinn- una á meðan þessi Tvífari (upp- runalegi Tvífarinn einsog ég mun kalla hann héðan í frá) heldur við ungfrú Ástu. Seinna um morguninn fékk ég lánaða peninga hjá honum svo ég gæti farið í tyrkneskt bað og þrifið mig, látið klippa mig og raka hjá rakaranum og til að kaupa mér- samskonar föt og hann var í. Hann stakk upp á því að við hittumst á litlu vertshúsi t gamla bænum, þar sem óhugsandi var að hann rækist á einhvern sem þekkti hann. Ég veit ekki hvað hann óttast. Að borða há- degisverð og vera staðinn að því að vera að tala við sjálfan sig? Að sjást með mér? en ég er fullkomlega frambærilegur nú. Og ef við sjá- umst saman, hvað er þá eðlilegra en tveir ósundurgreinanlegir fullorðn- ir tvíburar, í samskonar fötum, sem borða hádegisverð saman og ræða málin af miklum móði? Við pönt- um báðir spaghettí al Burro og bak- aðan skelfisk. Eftir þrjá snafsa fellst hann á tillögu mína. Hann fellst á að bíða vegna tillitssemi við konu mína — en ekki mín vegna, endurtekur hann nokkrum sinnum með drembilegri rödd. En bara í nokkra mánuði, alls ekki lengur. Ég bendi honum á að ég heimti ekki að hann sofi ekki hjá ungfrú Ástu á meðan, bara að hann fari leynt með framhjáhaldið. Það er erfiðara að búa til seinni Tvífarann en þann fyrri. Sparifé mitt er búið. Verð á plasthúðlíki og annar efniskostnaður, laun raf- tæknifræðingsins og listamanns- ins, hafa stigið á tæpu ári. Ég gæti auk þess bætt því við að laun Tví- farans hafa staðið í stað þrátt fyrir aukið álit yfirmannsins á honum. Það fer í taugarnar á Tvífaranum þegar ég heimta að hann sitji fyrir hjá listamanninum í stað mín, þeg- ar útlitsmótunin og andlitsmáln- ingin fer fram. En ég bendi honum á að ef seinni Tvífarinn sé mótaður eftir mér er hætta á að eftirmyndin verði ekki nógu nákvæm. Það leik- ur enginn vafi á að einhver útlits- munur er orðinn á mér og uppruna- lega Tvífaranum, þó svo ég eigi sjálfur erfitt með að koma auga á hann. Ég vil að seinni Tvífarinn lík- ist honum í öllum smáatriðum sem ber á milli okkar.-Ég verð að taka þá áhættu að seinni Tvífarinn sé haldinn sömu mannlegu ástrið- unni, sem eyðilagði notagildi upp- runalega Tvífarans fyrir mér. Loksins er seinni Tvífarinn tilbú- inn. Samkvæmt kröfu minni sér upprunalegi Tvífarinn (með hang- andi haus auðvitað, því hann vill eyða frítímanum með ungfrú Ástu) um þjálfun hans og aðlögunartíma, sem stendur í nokkrar vikur. Síðan rennur stóri dagurinn upp. Seinni Tvífarinn tekur við lífi upprunalega Tvífarans í miðjum föstudags- hornaboltaleiknum í sjónvarpinu, í sjöundu lotu. Því hefur verið kom- ið þannig fyrir að upprunalegi Tví- farinn fari út að kaupa pulsur og kók handa konu minni og börnum. Það er upprunalegi Tvífarinn sem fer út en sá seinni kemur aftur hlað- inn mat og drykk. Upprunalegi Tví- farinn smokrar sér inn í leigubíl, af stað í opinn faðm ungfrú Ástu. Nu eru liðin níu ár. Seinni Tvífar- inn býr með konu minni og hefur það hvorki betra né verra en ég hafði það. Eldri stúlkan er i menntaskóla, sú yngri á unglinga- stiginu, og þau hafa eignast nýtt barn, strák, sem er sex ára nú. Þau eru flutt í sameignaríbúð á Skógar- hæðum; konan mín er hætt að vinna úti; og seinni Tvífarinn er orð- inn aðstoðarmaður aðstoðarfram- kvæmdastjórans í fyrirtækinu. Upprunalegi Tvífarinn fór í fram- — haldsnám og vann fyrir sér sem þjónn á meðan; ungfrú Ásta lauk kennaraprófi. Hann er núna arki- tekt með vaxandi umsvif; hún kennir ensku í gagnfræðaskóla Júlíu Richmann. Þau eiga tvö börn, son og dóttur, og eru aðdáunarlega hamingjusöm. Stundum heimsæki ég báða Tvífarana mína — en aldrei án þess að hressa upp á útlitið áður,' þið skiljið. Ég lít á sjálfan mig sem ættingja, guðföður þeirra, stund- um frænda barna þeirra. Þeir eru ekkert yfir sig ánægðir með að sjá mig, kannski vegna tötralegs útlits míns, en þeir hafa ekki hugrekki til að éísa mér á dyr. Ég stoppa aldrei lengi, en óska þeim gæfu og gengis og óska sjálfum mér til hamingju með á hversu réttlátan og ábyrgan hátt mér hefur tekist að leysa vandamál þessa eina stutta lífs, sem mér hlotnaðist. Þýðing: Sáf. á vörubílahiolbörðum YOKOHAMA frá Japan 900x20-14pl.afturdekk....... Kr. 11.312,- 1000 x 20 -12 pl. framdekk ... Kr. 12.998,- 1000 x 20 -14 pl. framdekk ... Kr. 14.166,- 1000 x 20 -14 pl. framdekk ... Kr. 14.720,- NOKIA frá Finnlandi 11R20-I6pl. framdekk ......... Kr. 17.281,- 11 R 20 -16 pl. afturdekk.... Kr. 18.328,- Frábær greiðslukjör. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Bestu kveðjur, BíLVANGURsf HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300 NÚ LDKSINS AÐ UTANHÚ ÞURFI AÐ AN ÞAÐ HEFUR THOROSE/ GERT í 70 AR GJA ÞEIR MÁLNING THOROSEAL vatnsþéttingarefnið hefur verið notað á ísiandi um 12 ára skeið, með^ góðum árangri. Þar sem önnur efni hafa brugðist, hafa Thoro efnin stöðvað leka, raka og áframhaldandi steypuskemmdir. Kynnið ykkur THORO efnin og berið þau saman við önnur efni. rii StórhÖfða16 sími 83340-84780

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.