Alþýðublaðið - 22.08.1984, Síða 10

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Síða 10
10 Miðvikudagur 22. ágúst 1984 Fanny og Alexander: Regnboginn: Fanny og Alexander Svíþjód, 1982 Handrit og leiksljórn: Ingmar Bergman Kvikmyndun: Sven Nykvist Búningar: Marik Vos Framleiðandi: Jörn Donner Aðalhlutverk: Ewa Fröling, Jarl Kulle, Allan Edwall, Jan Malmsjö, Erland Josephson, Gunn Wállgren, Pernilla Allwin, Bertil Guve, Börje Ahlstedt, Stina Ekblad, Harriet Andersson o.fl. Lengd: 188 mínútur. Það er engin tilviljun að Fanny og Alexander, kvikmynd Ingmars Bergman, endi á tilvitnun í „Draumleik" August Strindbergs. Þessir tveir listamenn bera ægis- hjálm yfir landa sína, hvor á sínu sviði. Báðir voru landflótta hluta úr æviskeiði sínu. Yrkisefnum þessara tveggja andans jöfra svipar líka um margt saman og kemur þar til svip- aður bakgrunnur þó rúm hálf öld skilji á milli fæðingardaga þeirra. Báðir eru upprunnir úr mjög borg- aralegu umhverfi og list þeirra beggja lituð af því. í verkum þeirra beggja er faðirinn fulltrúi þröng- sýni, strangleika og heftingar. Heimur fullorðinna frá siónarhól barna Hann pískar burt alla sköpunar- gleði ogeitrar út frá sér svo lífsgleð- in verður að víkja fyrir angist og hræsni. Það er ýmislegt annað, sem Tillögur áfengismálanefndarinnar:_ Aðgengi fólks að áfengi verði torveldað þessir tveir eiga sammerkt. Þó af- staða þeirra til konunnar, sé langt því frá að vera sú sama, skipar hún öndvegi í verkum beggja. Leik- konugallerí Bergmans er vel þekkt og nægir að nefna nöfn einsog Harriet Andersson, Liv Ullman, Bibi Andersson og nú í Fanny og Alexander, Ewa Fröling. Kvikmyndin hefst á aðfangadag í byrjun aldarinnar. Alexander (Ber- til Guve) eigrar um mannlausa en ríkmannlega íbúð Ekdahl fjöl- skyldunnar. Hann hrópar á for- eldra sína og systur en enginn svar- ar. Strax í þessu byrjunaratriði komumst við að raun um að heim- urinn er ekki allur þar sem hann er séður; stytta í horni stofunnar öðl- ast líf, lyftir upp hönd sinni. Sá heimur, sem Bergman gengur út frá í kvikmynd sinni, er heimur Ekdahl fjölskyldunnar, háborgara- leg fjölskylda, sem rekur leikhús borgarinnar og veitingastaði. í byrjun myndarinnar er okkur boð- ið á jólasýningu leikhússins. Þar er fæðing frelsarans sviðsett og þyngdarpunkturinn lagður á, að það verði að flýja burt með Guðs soninn, vegna þess að Heródes kon- ungur hafi fyrirskipað að öllum sveinbörnum skuli útrýmt, því hon- um hefur borist til eyrna að frelsari ísrael sé fæddur og þar með sé valdi hans ógnað. Eftir sýninguna er haldin veisla fyrir leikhúsfólkið og þá heldur leikhússtjórinn, Oscar Ekdahl (All- an Edwall), faðir Fanny og Alex- anders smá ræðu. Meginboðskapur þeirrar tölu hans er að rétt sé að hlúa að þeim litla heimi sem maður lifir og hrærist í innan leikhússinjs eða fjölskyldunnar því hinn stóri heimur sem er fyrir utan þessar stofnanir sé þess eðlis að við fáum lítt hans böli breytt. Leikhúsið á að opna augu fólks fyrir veröldinni, gefa fólki með augnabliksmyndum ný sjónarhorn á tilveruna, Ijúka upp fyrir áhorfandanum nýjum sannindum um Iífið og dauðann og síðast en ekki síst að fá fólk til að gleyma stað ogstund,skemmta því og losa það undan fargi eigin vandamála. Þetta er nákvæmlega það sem Bergman gerir í Fanny og Alexander. „Aftur eru komin jól, aftur eru komin jól og þau munu rikja fram að páskum, en það er ekki rétt, það er ekki rétt, því á milii þeirra kemur fastan", syngja veislugestir í jóla- boði hjá Helenu Ekdahl (Gunn Wállgren), og með þessum gamla sænska jólasöng má segja að Berg- man leggi beinagrind að kvikmynd- inni fyrir áhorfandann. Auðvitað væri æskilegt að eilíf veisla ríkti, en lífið er sem betur fer margþættara en svo. I veislunni ríkir gáski og fjör og þar fáum við að kynnast meðlimum fjölskyldunnar. Þær eru dregnar upp með skýrum dráttum og verða strax í upphafi ljóslifandi fyrir áhorfandanum, jafnt þær persónur sem mest mæðir á, svo og allar hin- ar. Það er natni og skarpskyggni höfundarins, sem einkennir allt verkið, að ógleymdri tiltilfinningu hans fyrir spaugilegum hliðum lífs- ins. Einsog áður sagði kemur fastan á milli jóla og páska. Hún hefst með því að faðir barnanna, leikhússtjór- inn, geispar golunni þegar hann er að æfa hlutverk í Hamlet. „Nú myndi ég slá í gegn sem vofan í leik- ritinu", segir hann rétt áður en hann gefur upp öndina. Og mikið rétt — Bergman tekur hann á orðinu og lætur hann spila vofuna í sorgar- gleðileik sínum, því faðirinn yfir- gefur ekki sviðið þó hann deyi. Hann er alltaf nálægur. í kvikmynd Bergmans eru mjög ógreinileg skil milli lífs og dauða. Hinir dauðu Tillögur stjórnskipaðrar áfengis- málanefnóar, sem vinnur að heild- arm ör kun opinberrar áfengismála- stefnu ha.a vakið mikla athygli. Þær eru heldur ekki óumdeildar. Tillögurnar eru að flestu leyti grundvallaðar á þvi, að minnkandi aðgengi að áfengi verði til þess að draga úr heildarncyslunni og þar með áfengissýki. Tillögurnar skýra sig að öllu leyti sjálfar. Þær fara hér á eftir eins og þær komu frá áfengismálanefnd: 1. Torveldað verði aðgengi að á- fengi með eftirtöldum ráðum: a) Afengisútsölum og vínveit- ingastöðum verði ekki fjölg- að næstu tvö árin, eða á meðan nefndin starfar. b) Sett verði hnitmiðuð ákvæði um framkvæmd skoðana- kannana um opnun og lokun áfengisútsala þannig að þær skuli auglýstar með minnst eins mánaðar fyrirvara. c) Standi til að opna nýja áfeng- isútsölu í Reykjavík eða á öðrum stöðum þar sem á- fengisútsala er þegar leyfð, skal meiri hluti kjósenda vera því samþykkur. d) Skoðanakannanir, sbr. b- og c-lið, fari eingöngu fram urn leið og sveitastjórnarkosn- ingar. e) Endurskoðaður verði opn- unartími áfengisútsala með styttingu fyrir augum og til- liti til hátíðisdaga (t.d. að-. fangadags og gamlársdags). 0 Undir engum kringumstæð- um verði heimilað að veita Framhald af bls. 14 Ein aðaluppspretta áfengisneyslunnar ku fyrirfinnast á skemmtistöðunum. 24,9% Arsávöxtun - stutt binding Hafnfiröingar, nágrannar, kynniö ykkur nýju ávöxtunarkjörin í Sparisjóðnum. Til dæmis bjóöum viö nú um 24,9% ársávöxt- un á sparireikningum meö aöeins 6 mánaöa bindingu. Allt starfsfólk Sparisjóösins er þér innan handar varöandi hagkvæmustu ávöxtunar- kjörin. 5PARIEJÚÐUR HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna Strandgötu 8—10. Reykjavíkurvegi 66.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.