Alþýðublaðið - 22.08.1984, Page 11

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Page 11
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 11 fylgja þeim sem lifa. Heimurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Heimarnir eru margir og veröld biskupsins (Jan Malmsjö), sem jarðsyngur föðurinn og giftist síðan móðurinni (Ewu Fröling), er alger andstæða hins glaðværa umhverfis sem börnin hafa lifað í. Umhverfið á biskupssetrinu er mjög nöturlegt, kalt og fjandsam- legt og persónurnar, sem lifa og hrærast í því, allar vægast sagt mjög fráhrindandi. Þetta er steingeltur heimur byggður upp með boðum og bönnum, hótunum og refsing- um. Myndin er séð með augum barn- anna og að hætti barna eru sagan og persónurnar málaðar svart/hvít- ar. Alexander, en mun meira mæðir á honum en Fanny (Pernillu All- win), er með ríkt ímyndunarafl. Hann lendir í útistöðum við stjúp- föður sinn og er refsað grimmúð- lega fyrir. Móðirin sér að hún hefur gert skyssu þegar hún giftist biskupn- um. Hun fær gyðinginn ísak (Er- land Josephson) í lið með sér, til að nema börnin burt. ísak er fjölskylduvinur og er hann forngripasali og okurlánari. Hjá honum kynnast börnin enn einum heimi, veröld töfranna, ævintýrisins. Þar búa munaðar- lausir frændur ísaks, Aron og Is- mael. Nöfn þeirra eru tæpast nein tilviljun. Líkt og nafni sinn í gamla- testamentinu, smíðar Aron sinn eigin guð, sem er reyndar leikbrúða, en hann hefur Iífsviðurværi sitt af leikbrúðusmíði. Ismael er útskúf- aður einsog Ismael sonur Abra- hams og ambáttarinnar Hagar- í Mósebók. Hann er innilokaður og meinuð öll samskipti við menn. Is- mael hjálpar Alexander með hugar- afli að koma biskupnum fyrir katt- arnef. Og nú hefur fastan runnið sitt skeið og hátíð í vændum. Mikil skírnarveisla er haldin því tveir nýir afkomendur hafa fæðst inn í Ek- dahl fjölskylduna. í veislunni held- ur Gustav Adolf veitingahússtjór- inn, ræðu ekki ósvipaða þeirri, sem bróðir hans Oscar hafði haldið í upphafi myndarinnar. Hringnum er svo lokað með því að amman les fyrir Alexander upp- hafið á Draumleik Strindbergs: „Allt getur gerst. Tími og rúm eru ekki til. Á glitrandi bakgrunni veru- leikans breiðir hugarflugið úr sér og vefur ný form!‘ Þessi tilvitnun í Strindberg eru einkunnarorð myndarinnar, í henni er stöðugt eitthvað óvænt á seyði og rakning söguþráðarins hér að fram- an, segir ekki nema brot af efni myndarinnar. Sérstaklega í seinni hluta hennar nýtur hugarflug Berg- mans sín óhindrað, það er einsog losnað hafi um öll bönd í þessu uppgjöri hans við eigin æsku því vissir hlutar myndarinnar eru byggðir á uppvaxtarárum hans sjálfs. Faðir Bergmans var prestur og mjög strangur og siðavandur slíkur. Kvikmyndin segir frá blóma- skeiði borgarastéttarinnar í Svi- þjóð. Skömmu eftir að sögunni lýk- ur knúði nútíminn dyra hjá þessu fólki, fyrri heimsstyrjöldin skall á og stóri heimurinn fyrir utan gleypti litla heiminn. Það eru börn- in Fanny og Alexander, sem þurfa að kljást við þann veruleika og myndin er þeirra bernskuminning og sem slík, eðlilega lituð, því fjar- lægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. í Fanny og Alexander er urmull af tilvitnunum í fyrri myndir Berg- mans, svo og meistaraverk kvik- myndasögunnar. Klukkan hefur löngum verið tákn fyrir forgengi- leika tímans í kvikmyndum Berg- mans og svo er og hér. Vagnatriðinu úr kvikmynd Eisenstein, Potemkin, bregður fyrir, og ef viljinn er fyrir hendi má endalaust finna slíkar augnabliksmyndir, sem tengja kvikmynd þessa fyrri listsköpun Bergmans og kvikmyndasögunni. Fanny og Alexander er mjög margþætt mynd. Sagan, sem var rakin að framan, er bara ein af sög- unum sem eru sagðar. Ættarhöfuð- ið, ekkjan Helena Ekdahl, er kannski sú persóna, sem stendur mest ljóslifandi fyrir áhorfandan- um að aflokinni sýningunni. Gunn Wállgren fer á kostum í hlutverkinu og eintal hennar við ísak á aðfanga- dagsnótt er einn af hápunktum kvikmyndarinnar. Gustav Adolf, einn af þrem son- um Helenu, í túlkun Jarl Kulle, er persóna sem öllum hlýtur að þykja vænt um, þrátt fyrir að hann sé veikgeðja og gölium hlaðinn. Hon- um hlýtur að vera fyrirgefið allt, enda er sú raunin. Hann getur hald- ið framhjá konu sinni með þjón- ustustúlku á heimilinu og engum dettur í hug að áfellast hann fyrir það, ekki einu sinni konu hans (Mona Malm). Sú saga er krydduð skopi og erótík, er bæði kitlandi og jafnframt laus við alla fordóma, sem gjarnan fylgja slíku efni. Þriðji bróðirinn er Carl (Börje Ahlstedt). Hann er hálf mislukkað- ur, sekkur stöðugt dýpra í skulda- fenið, er drjúgur við sopann og sér enga leið út úr ógöngunum. Eftirá saknar maður þess að hafa ekki fengið sögu hans rakta lengur því hann dettur út eftir jólaveisluna í upphafi myndarinnar. Ekki er óliklegt að vandamálum hans séu gerð betri skil í annarri út- gáfu af myndinni, sem er rúmir fimm klukkutímar og var gerð með sjónvarpsflutning í huga. í viðtali við Erland Josephson, sem lék ísak í Fanny og Alexander, í sænska timaritinu 3NioNio, kemur fram að fimm tíma útgáfan er mun ríkari og kraftmeiri en sú, sem Regnboginn býður okkur upp á um þessar mundir. Við skulum bara vona að íslenska sjónvarpið kaupi sýninga- rétt á þeirri útgáfu. Allir leikararnir skila hlutverkum sínum mjög vel og skiptir þá ekki máli hvort um stór eða smá hlut- Framhald á bls. 23 •• enaðrirbankartyóta Þaö er engin spurning, lönaöarbankinn býður aðrar sparnaöarleiöir. Viö bjóöum þér BANKAREIKNING MEÐ BÓNUS í staö þess aö kaupa skírteini. Þú tynir ekki bankareikningi. Rú þarft ekki aö endurnyja banka- reikning. Rú skapar þérog þínum iánstraust meö bankareikningi. Iðnaðarbankinn Fereigin leiðir -fyrir sparendur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.