Alþýðublaðið - 22.08.1984, Síða 13

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Síða 13
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 13 Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins: Er verið að hafa fórnir launafólks og aldraðra að háði og spotti? en um langt árabil ef eitthvert mark hættumörk í erlendum lántökum. er takandi á verðbólgumælingum Hún er líka komin iangt yfir það og við erum með einhverja hæstu sem hún lofaði sjálfri sér og þjóð- vexti í hópi sambærilegra þjóða. inni og sumir ráðherrar tóku svo til 001483827 æ SEÐlABANKi •'$} ÍSLANDS ' Peningamálastefna ríkisstjórnarinnar er ekki miðuð við hagsmuni launafólks. Aðrir hagsmunir standa nœr hjörtum stjórnarliða. Orsök viðskiptahallans er ekki aó vextir hafi verið of lágir. Orsökin er of miklar erlendar lántökur. Það sér auðvitað hvert mannsbarn að fyrir þessi erlendu lán er keyptur varningur til landsins. Þetta er það fé sem þjóðin hefur á milli hand- anna umfram það sem hún aflar fyrir með útflutningi. Þess vegna er innflutningur meiri en útflutningur eða með öðrum orðum, halli á við- skiptum við útlönd. Ríkisstjórnin upplýsti þjóðina um það fyrir skömmu að viðskipta- hallinn væri of mikill og útgerðin í kröggum og hvoru tveggja yrði að bjarga. Niðurstaða ríkisstjórnar- innar var að hækka vexti og auka enn á erlendar lántökur. Aukning erlendra lána mun þó enn auka við- skiptahallann eins og öllum ætti að vera ljóst og hækkun vaxtanna mun ekki breyta því. Vaxtahækkun tilefni verðhækkana Fyrir fáeinum mánuðum töluðu ráðherrarnir um lækkun vaxtanna sem lið í hjöðnun verðbólgu. Nú eru þeir komnir í hring og tala um vaxtahækkun til þess að lækka verðbólguna. Samkvæmt þessu eru alltaf rangir vextir og það eitt að breyta þeim ætti að lækka verð- bólguna. Þetta er vitaskuld hunda- logik. Ef við hringluðum nægilega mikið með vextina upp og niður í sí- fellu mundi verðbólgan hverfa sam- kvæmt þessari kenningu. Sannleik- urinn er vitaskuld sá að við ríkjandi aðstæður er hækkun vaxtanna Iík- leg til að verða tilefni verðhækkana og þar með aukinnar verðbólgu. í ofanálag voru hér hærri raunvextir Hættuleg erlend skuldasöfnun Erlenda skuldasöfnunin er hins vegar hættuleg bæði í bráð og lengd. Það er verið að njörva okkur niður á skuldaklafa. Lánin sem tek- in eru núna þýða einungis verri lífs- kjör seinna. Þau á nefnilega að greiða á skuldadögum. Efnahags- Iegt sjálfstæði okkar — og þar með sjálfstæðið sjálft — er í hættu. Lönd hafa tapað sjálfstæði vegna skulda. Og bankastofnanir hafa í raun tekið við efnahagsstjórn hjá ýmsum skuldugum löndum. Þetta má ekki henda hjá okkur. Ríkisstjórnin er komin langt yfir orða að tækist ekki að halda þessi mörk hefði ríkisstjórninni mistek- ist og hún ætti að fara frá. Það var rétt, en jafnvíst virðist, að ríkis- stjórnin stendur ekki við þetta heit sitt og loforð frekar en önnur. Það er partur af hennar móral að gefa fyrirheit, yfirlýsingar og loforð, sem hún gerir ekkert með, stekkur frá og svíkur, þannig að útkoman er ómark og þvaður. Við þessar aðstæður er það kór- ónan á sköpunarverkið að taka meiri erlend lán en frysta jafnframt innlent fé í vaxandi mæli í Seðla- banka. Mörgum þætti skynsam- legra að frysta minna af því fé sem við eigunr en láta ógert í staðinn að auka erlendu lánin. Vaxandi misrétti og aðför að öldruðum Launafólk hefur nú fórnað um fjórðungi af kaupmætti sínum um langa hrið. Ellilífeyrir og örorkulíf- eyrir hefur vérið skertur í sama mæli. Allt var þetta gert og við það unað til þess að takast mætti að eyða verðbólgunni og stöðva er- lenda skuldasöfnun. Sanrt er verð- bólgan enn á bilinu 12-15% sam- kvæmt opinberu mati og ríkis- stjórnin heldur áfrarn að hlaða upp erlendum skuldum, sérstaklega til þess að reka ríkissjóð. Afleiðingar stjórnarstefnunnar hafa jafnframt birst í auknu launa- misrétti og vaxandi skattbyrði. Ó- réttlætið í skattamálum tekur á sig hrikalegar rnyndir, eins og skatt- leysi lóðakaupenda í Stigahliðinni ber nýjasta og ljósasta vitnið um. Þannig hefur misréttið, sem ærið var fyrir, stóraukist á undanförnum misserum. Það gildir varðandi launafólk almennt en sérstaklega gagnvart öldruðum og öryrkjunt þeim sem læknishjálpar þurfa að njóta. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnunnar. Ríkisstjórnin hæðist að fólkinu Sú fórn sem launafólk hefur fært var ekki gerð i þessum tilgangi. Hún var heldur ekki færð til þess að rík- isstjórnin héldi áfram að auka er- lend lán. Þvert á móti var hún færð Kjartan jóhannsson formaður Al- þýðuflokksins. einmitt til þess að sú aukning yrði stöðvuð. Með framferði sínu er ríkis- stjórnin í raun að hæðast að fólk- inu í landinu. Hver háðungin rekur aðra á þeim ferli. Þegar halli var fyrirsjáanlegur á ríkissjóði var lausnarorð rikisstjórnarinnar ekki að draga úr útgjöldum eða auka tekjur heldur að taka erlent lán. Þegar viðskiptahalii var fyrirsjáan- legur voru viðbrögðin eins, nefni- lega, að auka erlend lán, sem hefur þau áhrif að auka enn á viðskipta- hallann! Þannig hefur stjórn ríkisfjár- mála og peninganrála mistekist, enda er þolinmæði fólks að þrjóta. En svo mikið er víst, að launafólk, aldraðir og öryrkjar hafa þegar fórnað svo miklu, að þeir eiga kröfu á ábyrgum og markvissum aðgerð- um af hálfu stjórnvalda sjálfra á eigin heimili. Og þeir hafa fórnað of miklu til þess að það megi gerast að verðbólgan rísi á ný. Verkefnið er að bæta kjörin svo ekki verði land- flótti og koma fram við sjúka og aldraða af mannúð. Verkefnið er að sneiða ofan af skuldasöfnuninni er- lendis. Því miður stefnir ríkis- stjórnin í þveröfuga átt. LANGBEZTA VHS MYNDBANDSTÆKID HER BEZTIVESTUR-ÞÝZKALANDI,. 'T* s*4-- video Vestur-þýzka tímaritið VIDEO prófaði nýlega öll helztu myndbandstækin á vestur-þýzka markaðinum; 100 tæki frá 30 framleiðendum, en vestur-þýzki mark- aðurinn er án efa stærsti og kröfuharðasti markaðurinn í Evrópu. Niðurstaða sér- fræðinga tímaritsins, sem birtist í apríl- heftinu, var sú, að ORION væri bezta VHS myndbandstækið, í almennum verðflokki, á vestur-þýzka markaðinum. „GULLGRÍSINN“ j FINNLANDI iii Finnska tæknitímaritið TM (Tekniikan Maailma: Heimur tækninnar), sem er stærsta tímarit sinnar tegundar á Norður- löndum, prófaði myndbandtæki frá ORION í nóvember-hefti sínu. TM veitti ORION myndbandstækinu „Gullgrís- inn“, sem er táknræn heiðursverðlaun tímaritsins fyrir frábæra eiginleika, tækni- lega fullkomnun og hagstætt verð; „beztu kaupin“. 32.900 STAÐ.GR. MEÐ FJAR.ST. n. ívitzu rjAn.ö i. j j y y AF HVERJIIODYRAST AISLANDI? Utanlandsdeild NESCO, sem er einkaumboðsaðili fyrir ORION verksmiðjurnar á Norðurlöndum, er orðin einn stærsti, ef ekki stærsti, seljandi myndbandstækja á Norður- löndum, og kemur u.þ.b. sjötta hvert myndbandstæki, sem selst á Norðurlöndum í ár, frá utanlandsdeild NESCO? Þetta gerir innanlandsdeild NESCO kleift, að bjóða ORION mynd- bandstækin hér með um 20% verðlækkun. i tæki bera Luma. Nesco oq Xenon vörumerki, auk Onon vörumerkisins. LAUGAVEG110 SIMI27788 FYRIRTÆKIÐ. SEM LÆKKAR VÖRUVERÐ Á ÍSLANDIMEÐ ÞÁTTTÖKU í ALÞJÓÐA VIÐSKIPTUM 6jARN> DAGUÞ AjGI Tf KNtS'Of A

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.