Alþýðublaðið - 22.08.1984, Page 18
18
Miðvikudagur 22. ágúst 1984
Leitin
að
hinni
fullkomnu
konu
Ein af nektarmyndunum, sem orsakaði það að Vanessa missti krúnuna.
Þátttakendur í keppninni um ungfrú leggjalöng.
Vanessa Williams var f'yrir
nokkru afkrýnd, sem fegurðar-
drottning Bandaríkjanna, nokkr-
um mánuðum áður en hún átti að
afhenda nýrri „ungfrú Ameríku“
krónuna. Hún fékk að kenna á því
að fegurðardrottning á að vera eggj-
andi, en gangi hún of langt, getur
það verið tvíeggjað. Vegna nokk-
urra gamalla nektamynda, sent
mánaðaritið Penthouse birti af
Vanessu, missti hún titilinn.
í Bandaríkjunum eru fegurðar-
samkeppnir milljónafyrirtæki. Al-
heims fegurðarsamkeppninni er
sjónvarpað beint til 50 landa og um
600 milljónir áhorfenda sjá hana.
Fyrirtækið kostar um 9 milljónir
króna og gefur í aðra hönd um 75
milljónir króna.
Þriggja ára fegurðar-
drottning
Ungfrú Ameríka er kosin eftir að
búið er að halda 3000 smærri feg-
urðarsamkeppnir í Bandaríkjun-
um. Þátttakendur eru um 80.000
talsins og er gróðinn af þessum
keppnum um 30 milljón krónur á
ári, er haft eftir hinum 71 árs Albert
Marks Jr., sem hefur verið stjórn-
andi „Ungfrú Ameríka incí‘ í 23 ár.
„Allt í allt þénum við um 150
milljónir á þessu“, segir hann, „og
aldrei er skortur á þátttakendum".
Árlega eru haldnar fleiri þúsund
smá fegurðarsamkeppnir í Banda-
ríkjunum. „Ungfrú frístundaveið-
ari“, og „ungfrú djúpfryst", sem er
haldið á bílastæðum fyrir framan
matvörumarkaði. í þessar keppnir
streyma stúlkur hvaðanæva að í von
um frægð og frama. Það eru líka
haldnar fegurðarsamkeppnir fyrir
Konur eru eins og borgir!
smábörn. Allt niður í þriggja ára
aldur.
Bandaríkin leita með logandi
Ijósi að fyrirmyndum og átrúnaðar-
goðum. Þeir kalla þetta ekki feg-
urðarsamkeppni, því að þeirra mati
þarf meira til en snoppufegurð og
íturvaxinn líkama, svo manneskjan
geti komið fram sem fulltrúi þjóð-
arinnar. Hin eina og sanna „Ungfrú
Ameríka“, verður Iíka að hafa per-
sónutöfra og vera sæmilega vel gef-
in. Dómararnir eiga að velja stúlku,
sem er típískur fulltrúi fyrir kyn
sitt, en auk þess á hún að hafa sín
séreinkenni og hafa óvanalega
mikla persónutöfra. Dómararnir
eru á höttunum eftir hinni „full-
komnu konu“, hún á að hafa heila-
bú, vera ýmsum gáfum prýdd, hafa
formfagran skrokk, bera af sér góð-
an þokka, og hafa hæfileika á ein-
hverju sviði. Snoppan skiptir líka
máli, en þó ekki öllu.
Þær eru eins og borgir
Andstætt við „Ungfrú Ameríku"
keppnina, þar sem dómararnir eru
á launum og eru valdir úr mismun-
andi þjóðfélagsstéttum, eru dómar-
arnir í „Ungfrú alheimur“ keppn-
inni eingöngu þekkt andlit, mest
kvikmyndastjörnur ogeru þeir ekki
launaðir.
Harold Glasser er forstjóri I fyr-
irtækinu „Ungfrú alheimur". í við-
tali sem birtist við hann, segir hann.
„Margir halda að búið sé að ákveða
sigurvegarann fyrirfram, en það er
ekki rétt. Dómararnir verða að
hugsa um mannorð sitt. Þeir fórna
því ekki fyrir svindl. Þeir eru þekkt-
ir úr fjölmiðlum og því mjög hæfir
Framh. á síðu 22