Alþýðublaðið - 22.08.1984, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 22. ágúst 1984
21
stofnunum öðrum, enda er sú
ákvörðun enn alfarið í hendi Seðla-
bankans. Innstæður af ávísana- og
hlaupareikningum fara í 12%, voru
í 5%. Sparisjóðsreikningar sem
bundnir eru til 12 mánaða taka
24% vexti. Þá hefur Verslunar-
bankinn tekið upp nýjan innláns-
reikning, Kaskóreikning, sem á að
veita bestu ávöxtun sparifjár, sem
bankinn býður upp á hverju sinni.
Víxilvextir í Verslunarbankanum
eru 23% og af skuldabréfum 25%.
Vextir af verðtryggðum lánum eru
8% og 9% eftir lánstíma.
Búnaðarbankinn
Sparireikningar í Búnaðarbank-
anum með þriggja mánaða upp-
sögn taka 20% vexti, en með 12
mánaða uppsögn 21%: Þá býður
Búnaðarbankinn nýtt innlánsform;
sparireikninga með 18 mánaða
uppsögn og bera þeir 24% vexti og
25,4% ársvexti. Tékkareikningar
bera 5% vexti, en spariskírteini — 6
mánaða, 23% og verðtryggðir
sparireikningar til sex mánaða,
2,5%.
Forvextir víxla í Búnaðarbankan-
um eru með 22% vexti, en við-
skiptavíxlar taka hærri vexti, eða
23%. Almenn skuldabréf bera
25%, en viðskiptaskuldabréf 28%.
Verðtryggð lán miðuð við láns-
kjaravísitölu bera 4%—5% vexti
miðað við timalengd.
Iðnaðarbankinn
f
Sparisjóðsreikningur með 6
mánaða uppsögn og 1,5% bónus
ber 24,5% vexti í Iðnaðarbankan-
um í 26% á ársgrundvelli. Það eru.
Ávöxtun á sparisjóðsreikningum
með 6 mánaða uppsögn er 23%,
verðtryggðir reikningar með 6 mán-
aða uppsögn bera 4,5% og verð-
tryggðir reikningar með 6 mánaða
uppsögn og 1,5% bónus eins og
bankinn nefnir það, bera 6% vexti.
Forvextir víxla hafa 22,5% vexti,
yfirdráttarlán á hlaupareikningi
22%, ný skuldabréf 25%, verð
tryggð lán í allt að tveimur og hálfu
ári, 9% og ef tímalengdin er yfir 2
og 'A ár, þá eru vextirnir umfram
verðtryggingu 10%.
Alþýðubankinn
12 mánaða sparireikningar í Al-
þýðubankanum bera 23,5% vexti
fyrir sparifjáreigendur og er ársá-
vöxtun þeirra upp á 24,9%. Sex
mánaða verðtryggðir reikningar
hafa 4,5% umfram verðbólgu.
Vextir af ávísanareikningum eru
15%, en af hlaupareikningum 7%.
Innlánsskírteini með sex mánaða
uppsögn bera 23% vexti.
Hvað útlánin varðar, þá eru víxil-
vextir 22%, skuldabréfalánin taka
24,5%, eða á ári 26%. Vextirhir á
verðtryggðu lánunum eru 7,5% ef
lánstíminn er minna en þrjú ár, en
þeir fara í 9% ef lánstíminn er
lengri.
Útvegsbankinn
Sparisjóðsreikningar með 2ja
mánaða uppsögn bera 18% vexti í
Útvegsbankanum, með fjögurra
mánaða uppsögn 21%, en með sex
mánaða uppsögn 24,3%. Verð-
tryggðir reikningar til sex mánaða
eru með 6% vexti, en vextir á ávís-
ana- og hlaupareikningum bera
7%. Innlánsskírteini eru með
24,3% vöxtum.
Forvextir á víxlum eru 20,5%,
skuldabréf bera 23% en verðtryggð
lán eru með 8% vöxtum, ef þau eru
til skemmri tíma en 2Vi ár.
Samvinnubankinn
Sparisjóðsreikningar með
þriggja mánaða uppsögn í Sam-
vinnubankanum bera 19,9% vexti,
ef reikningarnir eru til 12 mánaða
þá hækka vextirnir í 22,1%. Verð-
tryggðir reikningar miðað við
þriggja mánaða uppsögn bera 2%
vexti, en sé miðað við sex mánuði,
þá eru vextirnir 4%.
Víxilvextir (forvextir) í Sam-
vinnubankanum eru 22,5%,
skuldabréf með 26% og vextir á
verðtryggð lán til minna en 2 og Vi
árs eru með 8%, en taka 10% vexti
ef tímalengd lánsins er meiri.
Sparisjóðirnir
Sparisjóðirnir á landinu bjóða
allir upp á sömu vaxtakjör. Spari-
sjóðsskírteini taka 23% vexti með
ársávöxtun upp á 24,3%. Spari-
reikningar með 6 mánaða uppsögn
bera 23,5%. Verðtryggðir reikning-
ar með sex mánaða uppsögn taka
5% vexti, en tékkareikningar 12%.
Útlánsvextir hjá sparisjóðunum
eru þannig að forvextir af vixlum
eru 23%, skuldabréfalán 25,5%,
verðtryggð lán í allt að 1 og Vi ár,
8% verðtryggð lán til lengri tima
taka 9% vexti.
í þessari yfirferð hefur verið
drepið á nokkra helstu inn- og út-
Iánaflokka banka og sparisjóða.
Þessi yfirferð er að sönnu ekki
tæmandi. Hins vegar geta lesendur
séð að nokkur munur getúr verið
milli banka á þeim kjörum er boðið
er upp á. Sums staðar eru útlána-
vextir meira að segja lægri en inn-
lánavextir annars staðar.
í lokin skal á það minnt að opin-
berar tölur hafa sýnt svart á hvítu
að það er ekki sauðsvartur almúg-
inn, einstaklingurinn, sem eru hinn
þungi baggi á bankakerfinu, hvað
lánafyrirgreiðslu varðar, því tölur
sýna að einstaklingar taka aðeins í
sinn hlut lítinn hlut af því stóra
hlutfalli sem þeir eiga, þegar litið er
til innlánsreikninga bankanna.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Nokkrir nemar
verda teknir í RITSÍMANÁM
nú í haust.
Inntökuskilyrði eru;
a. Grunnskólapróf
b. Almenn heilbrigði
c. Lágmarksaldur 16 ára
Námið tekur 15 mánuði, bæði bóklegt nám og
verkleg þjálfun og verður hluti þess í bréfaskóla-
formi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði
Landssímahússins við Austurvöll og póst- og
símastöðvum um allt land.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26000.
Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavott-
orði og prófskírteini eða staðfestu afriti af því
skulu berast skólanum fyrir 10. september 1984.
IANDCRUISE
Toyota Land Cruiser kemur fyrstur upp í huga
manna þegar talað er um torfærubíla, enda 28
ára reynsla að baki.
Hann ekur hvern veg á enda og áfram ef þörf
krefur.
Aflmikil vél, vandaður fjaðrabúnaður, sterkt
drif og hæð frá jörðu gera Land Cruiser kleift að
yfirstíga allar hindranir.
Sérhver Land Cruiser er þeim kostum búinn
að hann
uppfyllir ströngustu kröfur hvers og
eins, hvar sem er, hvenær sem er. Á vegi jafnt
sem vegleysum og við öll veðurskilyrði hefur
Land Cruiser sýnt og sannað að hann stenst
öðrum fremur íslenskar aðstæður.
Láttu ekki Land Cruiser fram hjá þer fara, því
þú gerirgóð kaup. Um þaðer reynslan ólygnust.
TOYOTA
Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S 91-44144 Söludeild Hafnarstræti 7 101 REYKJAVÍK S 9125111