Alþýðublaðið - 11.07.1985, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.07.1985, Qupperneq 3
Fimmtudagur 11. júlí 1985 3 G. Srvarahlutir: Innan skamms verða nánari þátt- tökureglur auglýstar og vill Mazda- umboðið á íslandi, Bílaborg hf., hvetja sem flesta íslendinga til þátt- töku. Varahlutaþj ónustan mikilvægur þáttur — í rekstri bílsins Rœtt við Guðmund M. Sigurðsson í G. S-varahlutum um dýra, ódýra og góða varahluti og ýmis mál bílainnflutningsins Guðmundur M. Sigurðsson hjá G. Si-varahlutum sagði ýmislegt vera að gerast hjá varahlutaverslun- inni í bíla þessa dagana. Samkeppn- in væri hörð og sum bílaumboðin væru meira að segja farin að selja varahlutina álagningarlaust til þess að ná kúnnunum inn fyrir dyrnar. Tekjurnar væru bara teknar ein- hvers staðar annars staðar inn og þá væru hlutirnir seldir á margföldu verði. Menn kvörtuðu undan háum tryggingagjöldum á bíla, en vær; litið á verðlagninguna á sumun varahlutum þá væri þetta ekker skrýtið. Þetta væru jú hlutir sen tryggingafélögin þyrftu að kaupa ti þess að annast viðgerðirnar og surr bifreiðaumboð kynnu sér ekki hóf verðlagningu vara sem þeir hefði sjálfdæmið með. Guðmundur sagði að þeir hjé G. Srvarahlutum legðu höfuð- áherslu á að kaupa varahlutina til landsins beint frá framleiðendun- um erlendis milliliðalaust, enda væru þeir umboðsmenn ýmissa varahluta. Margir stæðu í þeirri trú að bifreiðaumboðin gætu alltaf keypt frá erlendu varahlutafram- leiðendunum beint og því væru hlutirnir bestir og ódýrastir þar. Þetta væri þó stundum á mis- skilningi byggt því bifreiðaumboð- in hér væru oft skuldbundin til þess að skipta við framleiðendur bíl- anna sem þau flyttu inn með vara- hluti, en þeir þyrftu ekki að vera upprunalegir framleiðendur vara- hlutanna eða yfirleitt hlutanna sem notaðir væru í bílinn. Bifeiðaum- boðin þyrftu þá að kaupa varahlut- ina gegnum bílaframleiðendurna sem umboðsaðili, og þá væri kom- inn óþarfa milliliður, sem beinir umboðsaðilar varahíutaframleið- endanna losnuðu við. Bílaframleiðendur biðu auk þess oft núna út einstaka verkþætti í bílaframleiðsluna og tækju þá gjarnan ódýrustu hlutina í bílinn, sem auðvitað þyrftu ekki að vera bestir. Aðrir varahlutaframleiðend- ur gætu þá verið með betri hluti í bílinn en sjálfir framleiðendurnir, þótt það væri ekki stimplað sem „original" varahlutur. Einnig virtust sumir hafa lag á Ljósmyndakeppni MAZDA haldin annað árið í röð Nýlega tilkynnti Mazda Motor Corporation að Fjölskylduljós- myndakeppni Mazda yrði nú haldin í annað skiptið. í fyrra bárust á fimmta þúsund myndir til keppninnar frá flesturri þjóðlöndum heims, en ef miðað er við fólksfjölda bárust samt lang- flestar myndir frá íslandi eða 80. Einn íslendingur vann til verðlauna og hlaut hann 3000 bandaríkjadali eða jafnvirði ca. 126 þúsund króna á gengi í dag. Var vinningsmyndin síðan notuð í almanak Mazda fyrir árið 1985. Fjölskylduljósmyndakeppni Mazda fyrir þetta ár verður með svipuðu sniði og í fyrra, öllum er heimil þátttaka og ekki er nauðsyn- legt að þátttakendur eigi eða kaupi Mazda-bíl. Aftur er til mikils að vinna, því veitt verða 12 1. verðlaun, hver að upphæð 3000 bandaríkjadalir (ca. 126 þúsund krónur) og 48 2. verð- laun, hver að upphæð 500 banda- ríkjadalir (ca. 21 þúsund krónur). Frestur til að senda inn myndir til keppninnar rennur út 31. júlí næst- komandi. því að pakka varahlutunum fallega inn og ætluðu greinilega að selja svo umbúðirnar sem gæði. Alla- vega virtist það vera einasta skýr- ingin á verði sumra varahluta, því innihaldið væri ekki pakkningunni samboðið. Guðmundur sagði það greinilegt vandamál á íslandi — þessu fá- menna landi — hversu bílategund- irnar væru margar og af mörgum gerðum. Þegar hann færi t. d. á varahlutasýningar erlendis og gerði pantanir, þá þyrfti hann að panta álíka mörg framleiðslunúmer og maðurinn við hliðina á honum sem væri að panta fyrir milljónaþjóð. Magnið væri bara ólíkt og því ólík aðstaða til bess að hafa áhrif á verð. Framh. á bls. 12 Guðmundur Sigurðsson, forstjóri G.S. Varahlutir. Varahluturþarf ekki að vera betri þótt hann sé vel inn pakkaður. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Fjárfesting eða fjárhættuspil? Á íslandi lítur hópur manna á bílavið- skipti sem fjárhættuspil. Þessir menn, sem stundum eru kallaðir bilabraskarar, fylgjast náið með öllum hreyfingum á bílamarkaði. Þeir bíða rólegir eftir heppilegri „bráð" - bíl sem þeir telja sig geta selt fljótt aftur með hagnaði. Oftast gengur dæmið upp og stundum er hagnaðurinn mikill. En þá tapar Ifka oftast einhver annar, einhver sem ekki fylgist jafn vel með. Sá sem á OPEL þarf ekki að óttast að verða óvart þátttakandi f fjárhættu- spili. Eins og aðrir vinsælir þýskir bílar - MercedesBenz,Audi, BMW ogVWGolf - er OPEL þekktur fyrir mjög góða endingu. OPEL bflarnir eru með þeim allra vinsælustu á bílasölunum - bflar sem alltaf þarf að borga toppverð fyrir. Nýr OPEL er því góð fjárfesting. Og stórskemmtilegur bfll! —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.