Alþýðublaðið - 11.07.1985, Síða 7
Fimmtudagur 11. júlí 1985
7
Einar Þór Vilhjálmsson, framkvœmdastjórí Steypuverksmiðjunnar Ós.
Kristján Guðjónsson, markaðs- og skrifstofustjóri Ós hf
_________„Vönduð vara og hagstœtt verð“:_
Markmið Óss hf.
er að framleiða
ósvikna gæðavöru
— segja þeir Einar Þór Vilhjálmsson, framkvœmdastjóri og
Kristján Guðjónsson,
Hjá Steypuverksmiðj-
unni Ós í Hafnarfirði hitt-
um við þá Einar Þór Vil-
hjálmsson, framkvæmda-
stjóra og Kristján Guð-
jónsson, markaðs- og
skrifstofustjóra. Við innt-
um þá fregna af Steypu-
verksmiðjunni.
„Ós hf., steypuverksmiðja, sem
tók til starfa í nóvember í fyrra, er
samruni Rörsteypunnar hf. í Kópa-
vogi og Byggingarfélagsins Ós. Við
framleiðum hér rör, milliveggja-
plötur, gangstéttahellur, garð- og
götusteina, hleðslu- og skrautsteina
ásamt allri steypu fyrir húsbyggj-
endur.
Til nýjunga telst að við framleið-
um nú í fyrsta skipti rör í tveggja
metra lengjum, sem flýtir allri lagn-
ingu um a.m.k. helming. Við erum
nú að Ijúka framleiðslu á 7.500
skrifstofustjóri hjá Osi
í Hafnarfirði
metra leiðslu fyrir flugstöðina í
Keflavík.
í fyrra lækkuðum við verð á
gangstéttarhellum um 25% og helst
það verð enn. Einnig má segja að
markaðsverð hefur ekkert breyst
einmitt af þessum völdum. Við er-
um með steypu 5% undir skráðu
verði og veitum venjulegan stað-
greiðsluafslátt.
Nýlega gerðum við samning við
íslenska járnblendifélagið um kaup
á tvö þúsund tonnum af kvartsi á
ári. Þetta efni notum við í hellurnar
og náum þannig slitþoli sem er
margtugfalt miðað við þá vöru sem
gengur og gerist á hinum almenna
markaði.
Öll útkeyrsla á steypu og að-
keyrsla efnis hér hjá steypustöðinni
er í höndum verktaka. Ókkar skoð-
un er sú, að þar sem allur þessi
tækjakostnaður var hvort sem er
til í landinu, þá var ástæðulaust að
flytja inn rándýr tæki til þess að
auka enn á fjárfestingarkostnað-
inn. Þetta sparar líka gjaldeyri og
hf steypuverksmiðju
okkur finnst nær að bæta frekar
nýtingu þeirra tækja, sem lands-
menn áttu fyrir, með auknu verk-
efnaframboði.
Þetta kemur lika viðskiptavinun-
um, til góða, því við' höfum getað
verið með 5% lægra verð en skráð
verð.
Steypustöðin sjálf er altölvu-
vædd og hér vinna um 30 manns.
Heildarverðamætasköpun er á ann-
að hundrað milljónir á ári. Þegar
viðskiptavinurinn fær steypu af-
henta þá fær hann einnig útskrifað
blað með sundurliðuðum efnisþátt-
um, sem tölvan vinnur samstundis.
Hann veit sem sagt nákvæmlega
hvers konar steypu hann er að
kaupa og í hvaða ástandi hún er.
Á steypunni eru mjög hagstæð
kjör, verulegur staðgreiðsluafslátt-
ur eins og áður segir og lán í allt að
sex mánuði til að byrja með“, sögðu
þeir Einar Þór Vilhjálmsson og
Kristján Guðjónsson hjá Steypu-
verksmiðjunni Ós að lokum.
Allar nánari
upplýsingar hjá Útsýn.
Feróaskrifstofan
ÚTSÝIM
KÁNTEÝ ’85
Ekta kúrekastígvél á Kántrýhátíðina
Efni: Leður
Litir: Grátt og Baige
Verð aðeins kr. 895,-
Sendum í próstkröfu
AUSTURSTRÆTIÍO
SIMI 27211
Hestamenn
Evrópumót
íslenska hestsins 1985
Hópferð til Svíþjóðar og
Danmerkur í ágúst
Ferðatilhögun:
Flogið til Gautaborgar 15. ágúst og gist þar í 4 nætur á meðan
mótið fer fram í Várgarda.
Frá 19.—25. ágúst verður dvalið á Hótel Marienlyst í Helsing-
ör, sem er eitt af glæsilegri hótelum á Norðurlöndum, staðsett
við eina bestu baðströnd Danmerkur.
Síðustu dagana, 25.-27. ágúst, verður dvalið á Hótel Cosmo-
pol í Kaupmannahöfn.
Verð frá kr. 18.900 15.—21. ágúst.
Verö frá kr. 28.500 15.—27. ágúst.
Fararstjóri hinn kunni
hestamaður Guðlaugur
Tryggvi Karlsson.
Austurstræti 17, sími 26611