Alþýðublaðið - 11.07.1985, Síða 12
12
Fimmtudagur 11. júlí 1985
Frumvörp 12
hanna Sigurðardóttir fluttu saman
þingsályktunartillögu um að skip-
uð yrði sjö manna nefnd, er hefði
það verkefni að meta þjóðhagslegt
gildi heimilisstarfa og gera úttekt á
því hvernig félagslegum réttindum
og mati á heimilisstörfum er háttað
samanborið við önnur störf í þjóð-
félaginu.
Ákvæði barnalaga sam-
ræmd skattalögum
Jóhanna Sigurðardóttir flutti
frumvarp er felur í sér samræmingu
á ákvæðum barnalaga um fram-
færsluskyldu því ákvæði skattalaga
sem kveður á um frádrátt meðlags-
greiðenda á helmingi greiddra með-
laga með barni. 1981 voru sam-
þykkt lög þar sem framfærslu-
skyldan fór úr 17 í 18 ár og allt upp
í 20 ár vegna menntunar eða starfs-
þjálfunar barns. Hins vegar
gleymdist að samræma þetta
skattalögum og í þeim tilgangi var
frumvarpið flutt. Frumvarpið var
samþykkt.
Átak til fjármögnunar
krabbameinslækninga-
deildar
Jóhanna Sigurðardóttir og 7 aðr-
ir þingmenn stjórnarandstöðunnar
Iögðu fram tillögu til þingsályktun-
ar um fjármögnun krabbameins-
lækningadeildar, þar sem ríkis-
stjórninni var falið að stofna til
þjóðarátaks, til að fullgera megi
deildina á Landspítalalóðinni á
næstu 3—4 árum.
Endurreisn Viðeyjarstofu
Jón Baldvin Hannibalsson flutti
tillögu um að fjármagni yrði varið
til endurreisnar Viðeyjarstofu.
Samþykkt.
Land í þjóðareign
Þetta frumvarp Kjartans Jó-
hannssonar og annarra þingmanna
Alþýðuflokksins snerist um það, að
öll þau landssvæði, sem aðrir en
ríkið hafa ekki eignarheimildir fyr-
ir, verði eign þjóðarinnar í umsjá
ríkisins og Alþingis. Á þetta við um
öll fasteignaréttindi, svo sem vatns-
réttinda, jarðhita, námuréttinda og
annarra réttinda sem bundin eru
eignarrétti lands, en beitarréttindi
og veiðiréttindi yrðu óbreytt frá því
sem er.
Háhitaorkan sameign
þjóðarinnar
Þetta frumvarp Kjartans Jó-
hannssonar og annarra þingmanna
Alþýðuflokksins fól það í sér að
orka sú, sem fólgin er í háhitasvæð-
um sé sameign þjóðarinnar, þ. e.
djúphiti á háhitasvæðum, en jarð-
varmi á lághitasvæðum yrði háður
einstaklingsrétti landeigenda.
Stjórnarráðið yfirtaki
Seðlabankahöllina
Jón Baldvin Hannibalsson og
Jóhanna Sigurðardóttir fluttu um
það tillögu, að ríkisstjórninni yrði
falið að ljúka byggingu Seðla-
bankahallarinnar sem fyrst, hún
síðan yfirtekin handa Stjórnarráð-
inu, en Seðlabankanum icomið fyr-
ir í húsnæði Framkvæmdastofnun-
arinnar við Rauðarárstíg. Þessi til-
laga var óbeint samþykkt sem
ályktun Alþingis, eftir að hún hafði
verið „milduð“ nokkuð.
Afnám einkasölu á
eldspýtum
Karl Steinar Guðnason og Eiður
Guðnason fluttu um það frumvarp
að afnumin yrði einkasala og inn-
flutningur ríkisins á vindlinga-
pappír og eldspýtum.
Afnám bílakaupa-
fríðinda ráðherra
Eiður Guðnason og Karl Steinar
Guðnason endurfluttu frumvarp til
laga um afnám bílakaupafríðinda
ráðherra — enda stangast slík fríð-
indi á við réttarvitund almennings.
Greiðslubyrði fari aldrei
umfram launaþróun
Þettaer frumvarp Jóhönnu, Jóns
Baldvins og Karvels um breytingu á
lögum um stjórn efnahagsmála,
þar sem einkum er tekið á óhóflegri
aukningu á greiðslubyrði í þjóðfé-
laginu:
Markmið þessa frumvarps er að
fyrirbyggja að versnandi lífskjör
auki greiðslubyrði verðtryggðra
lána langt um fram eðlilega
greiðslugetu fólks. Hugmyndin er
sú að fresta greiðslu á þeim hluta
verðtrygginar sem er umfram al-
mennar launahækkanir í landinu.
Þetta verði gert með lengingu láns-
tímans þannig að hækkun árlegrar
greiðslubyrði sé ekki meiri en sem
nemur hækkun almennra launa á
sama tímabili.
Bjórinn verði leyfður
Jón Baldvin Hannibalsson og
nokkrir aðrir þingmenn lögðu fram
frumvarp til laga um bjórinn, þess
efnis að hann yrði leyfður hér á
landi. Öll vitum við hvernig fyrir
þessu máli fór.
Útrýming heilsu-
spillandi húsnæðis
Kjartan Jóhannsson flutti um
það frumvarp að stjórnir verka-
mannabústaðakerfanna færu með
kaup og sölur á íbúðum er voru
byggðar til útrýmingar heilsuspill-
andi húsnæði, en eftir gildistöku
laga 1980 vantaði hreinlega ákvæði
um endursölu slíkra íbúða. Þetta
frumvarp var samþykkt.
Aðflutningsgjöld af
öryggistækjum
Maríanna Friðjónsdóttir flutti
ásamt nokkrum öðrum þingmönn-
um frumvarp til laga þess efnis að
aðflutningsgjöld yrðu felld niður af
öryggisbeltum, barnavögnum,
hlutum og öryggissætum fyrir börn
í ökutækjum. í tengslum við frum-
varpið um afnám aðflutningsgjalda
af ýmsum öryggistækjum barna
fluttu Maríanna og nokkrir aðrir
þingmenn frumvarp þess efnis að
fellt yrði niður 24% vörugjald af
barnavögnum og hlutum til þeirra.
Þjóðgarður við GuIIfoss
og Geysi
Eiður Guðnason, Jóhanna Sig-
urðardóttir og Sighvatur Björgvins-
son fluttu um það tillögu að ríkis-
stjórninni yrði falið að hefja nú
þegar undirbúning að stofnun
þjóðgarðs umhverfis Gullfoss og
Geysi.
Vaxtafrádráttur til jöfnun-
ar húsnæðiskostnaðar
Jóhanna Sigurðardóttir, Kjartan
Jóhannsson og Karl Steinar
Guðnason fluttu þingsályktunartil-
lögu þess efnis að fela ríkisstjórn-
inni að kanna, hve'rnig skattafrá-
dráttur vegna vaxtagjalda nýtist
húsbyggjendum og íbúðarkaup-
endum til jöfnunar á húsnæðis-
kostnaði með tilliti til mismunandi
tekna og fasteignaveðskulda. Einn-
ig að meta hvort þennan frádrátt
megi nýta betur eftir öðrum leiðum.
Þróunarverkefni á
Vestfjörðum
Sighvatur Björgvinsson flutti
ásamt Þorvaldi Garðari Kristjáns-
syni og Ólafi Þ. Þórðarsyni tillögu
til þingsályktunar, þar sem Fram-
kvæmdastofnun ríkisins var falið
að semja álitsgerð um framkvæmd
þróunarverkefna í atvinnumálum á
Vestfjörðum í því skyni að hraða
nýsköpun í atvinnulífi, örva fram-
tak einstaklinga og félaga, efla vöxt
byggðakjarna og auka fjölbreytni í
atvinnustarfsemi.
Sjávarútvegsráðherra
með fiskiræktarmálin
Kjartan Jóhannsson ásamt
nokkrum öðrum þingmönnum
fluttu tillögu þess efnis að Alþingi
skoraði á ríkisstjórnina að gera
breytingu á fyrirliggjandi reglugerð
frá 1969, sem fæli í sér að fiskeldi,
klak og skyld starfsemi í fiskrækt-
arstöðvum verði á verksviði sjávar-
útvegsráðuneytisins.
Lækkun á bindisskyldu
í Seðlabanka
Eiður Guðnason og nokkrir aðr-
ir þingmenn stjórnarandstöðunnar
fluttu undir lok þinghaldisins
frumvarp þess efnis að bindis-
skylda innlánsstofnana á sparifé
landsmanna í Seðlabanka yrði
aldrei meiri en 15°7o. Bindisskyldan
er 18% og með því að lækka hana
í 15% má losatæplega 800milljónir
króna.
Bankaráðin burt og ný
kosin
Menn muna eflaust eftir því er
upp komst að bankaráð nokkurra
ríkisbanka höfðu samþykkt 450
þúsund króna vísitölutryggðan
launaauka handa bankastjórum
banka sinna i stað bifreiðahlunn-
inda.
Fluttu Jóhanna Sigurðardóttir
og þrír aðrir þingmenn Alþýðu-
flokksins frumvarp til laga þess
efnis að umboð núverandi banka-
ráða yrði fellt niður og ný kosin,
enda vísitölubindingin ólögleg og
siðlaust að veita þannig launa-
hlunnindi, sem samsvara nærfellt
þreföldum lágmarkslaunum og
fjórföldum framfærslulífeyri
fjölda elli- og örorkulífeyrisþega.
FÞG tók saman.
G.S.-varahlutir
Framh. af bls. 3
Sumir gleymdu líka einfaldlega
varahlutaþættinum, þegar þeir
hæfu innflutning á bílum. Um að
gera að hafa tegundirnar bara nógu
margar og bílasýninguna nógu
glæsilega með svona 40 til 50 teg-
undum af sama bílnum, og væri þá
hverju barni augljós óhagræðið í
framhaldinu með varahlutaþjón-
ustuna.
Erlendis tíðkaðist það til dæmis
sums staðar, að yfirvöld settu fram
tryggingarkröfu á varahlutaþjón-
ustu, áður en verslunar- og inn-
flutningsleyfi væru veitt viðskipta-
aðilum með bíla. Menn ættu aldrei
að gleyma þessum málum þegar
þeir keyptu bíl og ef þeir gaum-
gæfðu þetta losnuðu þeir við ýmis
vandamál í bílarekstrinum, sem
annars gætu auðveldlega orsakað
það, að nýlegur bíll væri þeim ónýt-
ur yfir langan tíma.
Varahlutaþjónustua væri mjög
stór þáttur í bílarekstrinum og það
reyndu þeir hjá G. Srvarahlutum að
hjálpa fólki með, sagði Guðmund-
ur M. Sigurðsson að lokum.
Blái
borðinn
og heftibyssa,
til þess að gera þak-
pappan fokheldan.
Heftibyssur í 4 gerðum og heftivír
t 5 stærðum
P>
RAWLPLUG
Með því að hefta CYCLOP
plastborðann á jaðra þak-
pappans, fæst ólíkt betri fest-
ing pappans á þakið, og útilok-
ar, að hann fjúki þó verður
rjúki upp. Þessi aðferð er þeim
mun nauðsyniegri sem lengri
tími líður þar til gengið er
endanlega frá þakinu.
IKRISTJÁN Ó
12 mm. breidd.
Hkristjan o . .
SKAGFJÖRD HF cyklop
Hoimasloð4. 101 Reykjavik s. 24120