Alþýðublaðið - 11.07.1985, Qupperneq 13
Fimmtudagur 11. júlí 1985
13
Kristján Ó. Skagfjörð, tölvudeild
Samræmi,
þægindi og gæði
— er aðall Ericsson tölvanna.
Rœtt við sölumennina
Ingibjörgu
Hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hitt-
um við sölumennina í tölvudeild,
þær Sjöfn Ágústsdóttur og Ingi-
björgu Gísladóttur. Talið barst að
Ericsson-tölvunum og lögðu þær
áhersiu á, að í framleiðslu þeirra
reyndu framleiðendur eins og hægt
væri að aðlaga tölvurnar einstakl-
ingnum — notandanum — en ekki
öfugt. Vinnuvistfræðin væri aðall-
inn í framleiðslu Ericsson-tölv-
anna. Tölvan væri lítil og nett,
hljóðlát og skjárinn sérstaklega
þægilegur fyrir augun og þetta
væru IMB samræmdar tölvur.
Tölvurnar kostuðu á bilinu 91 þús-
und krónur upp í 200 þúsund krón-
ur. Þeir hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð
byðu heildarlausn á tölvuþörf fyrir-
tækja og einstaklinga.
Við sölumennsku á Ericsson PC-
EPC-töIvunum væri lögð áherlsla á
eftirfarandi: 1. Samræmi (IBM PC
compatability). 2. Vinnuvistfræði
(ergonomy). 3. Samskipti við móð-
urtölvu eða einkatölvu og 4. Gæði
(ekki verð).
í kynningarritum Kristjáns Ó.
Skagfjörð segir um einkatölvur, Er-
icsson PC-tölvuna og hina hentugu
nýjung, fartölvuna:
Hvers vegna einkatölva?
Tölva fyrir þig. Til að hjálpa þér
í starfi. Til að auka afköst þín. Til
að hjálpa þér að ná betri árangri.
Til að gera þér kleift að takast á við
ný verkefni.
Fjölhæft tæki, með eiginleikum
sem þú sjálf(ur) stjórnar. Tæki sem
er í rauninni það sem þú ákveður að
það sé.
Töfrar litlu tölvunnar. Ef þú hef-
ur unnið við stóra tölvu en ekki
einkatölvu þá á margt ánægjulegt
eftir að koma þér á óvart. Það sem
þú átt eftir að veita einna mesta at-
hygli, varðar hugbúnaðinn.
Hugbúnaður á stórar tölvur er
óskaplega dýr. Til þess að hægt sé
að réttlæta uppsetningu á sérstök-
um hugbúnaði, verða margir not-
endur að hafa sömu þarfir. Slík
uppsetning tekur þar að auki tíma.
Þetta þýðir að langur tími getur lið-
ið frá því að komist er að raun um
að eitthvað vantar og þar til hægt er
að byrja að nota hugbúnaðinn.
Hugbúnað á einkatölvuna má
kaupa víða, sem gerir það að verk-
um að þú getur byrjað að vinna
strax.
Þrátt fyrir að hugbúnaður á
einkatölvuna kosti aðeins brot af
verði sams konar hugbúnaðar fyrir
stórar tölvur, þá er hann oft mun
afkastameiri og hraðvirkari. Flestir
sem unnið hafa með ritvinnslu
Sjöfn Ágústsdóttur og
Gísladóttur.
bæði á stórri tölvu og einkatölvu,
vita hvað við erum að tala um.
Mun meira úrval er til af hugbún-
aði fyrir einkatölvur en stórar tölv-
ur. Þúsundir hugbúnaðartegunda
sjá um að koma til móts við alls
konar sérþarfir. Mörg þessara for-
rita eiga sér engan jafnoka þegar
stórar tölvur eru annars vegar.
Hvers vegna Ericsson PC?
Einkatölva getur reynst þér stór-
kostlegt hjálpartæki við dagleg
störf. Þó eru ekki allar einkatölvur
eins — þær eru ólíkar innbyrðis.
Þetta á líka við um einkatölvur
sem sagðar eru samræmdar ein-
hverjum viðurkenndum iðnaðar-
staðli. Einhvers konar samræmi
(compatibility) er af flestum álitið
nauðsynlegt, en ekki nægilegt eitt
sér.
Samræmi er aðeins byrjunin hjá
Ericsson en ekki endir í sjálfu sér.
Og Ericsson-staðall felur í sér miklu
meira.
Ericsson-staðall. Allt hand-
bragðið ber vott um gæði. Einnig
val á efnishlutum og tæknilegar úr-
lausnir og allt annað sem snýr að
notandanum. Gæði fela líka í sér
meiri hagkvæmni, bæði fyrir not-
andann og einnig fyrir framleið-
andann sem einsetur sér langtíma-
markmið og ábyrgð — fyrir Erics-
son.
Annað sem greinir Ericsson PC
frá öðrum samræmdum einkatölv-
um, er hversu vel tölvan er aðlöguð
notandanum, manneskjunni
sjálfri.
Hvaða gagn gerir afkastamikil
tölva og stórkostlegur hugbúnaður
ef slíkt er ekki notað rétt?
Það er ekki erfitt að sjá að út-
færslan á Ericsson PC er frábær,
enda hefur vinnuvistfræðin (í nýju
orðabókinni þýðing á orðinu „er-
gonomics“) verið lögð til grundvall-
ar. Ericsson-fyrirtækið hefur verið
leiðandi á þessu sviði síðan Erics-
son hóf framleiðslu á tölvuskjám
fyrir meira en fimmtán árum.
Skoðaðu t. d. Ericsson skjáinn
með gulum stöfum á brúnum bak-
grunni. Sérlega heppileg samsetn-
ing fyrir augun. Með 640x400
punkta myndupplausn. Og skján-
um er auðvelt að halla og snúa, svo
þú getur haft hann í þeirri stöðu
sem þér finnst þægilegust. Þá er
hann lítill, svo hann má auðveldlega
hafa á borði sem notað er fyrir aðra
vinnu.
Annar kostur er sá að vélin er hér
um bil hljóðlaus. Eitthvað sem þú í
fljótu bragði gætir haldið að skipti
litlu jnáli, en ef þú hefur haft
Sjöfn Ágústsdóttir, sölumaður.
reynslu af öðru þá veistu um hvað
verið er að ræða.
Og þar sem umræðuefnið er
vinnuvistfræði þá er ekki úr vegi að
nefna lyklaborðið. Það þarf varla
að taka það fram að það er laus-
tengt tölvunni, Iágt og allmiklu
minna og léttara en þau lyklaborð
sem þú hefur hingað til séð, þrátt
fyrir að það sé rýmra. Það hefur
Iíka ljós á lykli fyrir hástafalæsingu
og talnalæsingu. Allt ofangreint
gerir það að verkum að Ericsson
PC gefur þér meiri afköst og þæg-
indi.
Við höfum nú skoðað þrjá
grundvallarþætti í Ericsson-staðl-
inum, samræmið, gæðin og vinnu-
vistfræðina. En ekki er allt komið
enn, ekki hjá Ericsson.
Einkatölva getur orðið of mikil
„einka“-tölva. Þá er hún bara ein og
sér án þess að komast í samband við
umheiminn.
Með ofangreint í huga og einnig
það að Ericsson er með þeim
fremstu í heiminum á sviði fjar-
skiptatækni og skjákerfa, þá er
auðvelt að finna út hvar Ericsson
slær öðrum við. Nefnilega á sviði
Ingibjörg Gísladóttir, sölumaður.
tölvusamskipta. Hvort sem það eru
tölvusamskipti innan fyrirtækisins
eða við einhvern hinum megin á
hnettinum. Hvort sem það er SNA
eða Videotex, IBM eða DEC.
Fjögur grundvallaratriði. Og ár-
angurinn? ERICSSON PC einka-
tölvan.
Nýjung frá Ericsson —
fartölva
Notar þú stundum einkatölvu?
Ef svo er þá veistu hversu mikil
hjálp er að slíku tæki við vinnu
þína. En hvað gerirðu þegar skrif-
borðið er ekki við hendina? Þú gæt-
ir þurft að vinna mikilvæg verkefni
fjarri skrifstofunni og kannski gerir
þú talsvert af því. í slíkum tilvikum
kæmi sér vel að hafa einkatölvu
sem þú getur tekið með þér hvert
sem þú ferð.
ERICSSON kynnti nýlega far-
tölvu sem nýtir sér alla möguleika
ERICSSON PC-einkatölvunnar
sem nú þegarhefur.,slegið í gegn“.
Fartölvan var fyrst kynnt á Hann-
over ’85 tölvusýningunni sem hald-
in var í Þýskalandi í maí sl. Á þess-
ari tölvusýningu voru kynntar allar
nýjungar sem komið hafa fram á
einkatölvumarkaðinum, síðan á
Hannover ’84. Fartölvur, fram-
leiddar í Evrópu og Japan, voru
það sem athygli vakti. Af fartölvun-
um skaraði ERICSSON fartölvan
fram úr fyrir frábæra hönnun og
það að bjóða upp á alla möguleika
einkatölvunnar.
Eini raunverulegi munurinn á
milli Ericsson-fartölvunnar og Er-
icsson-borðtölvunnar er stærðin.
Sami hugbúnaður er notaður og
flytja má gagnadiskettur vand-
ræðalaust á milli fartölvunnar og
annarra samræmdra einkatölva.
Skjár fartölvunnar á engan sinn
líka og var sá eini sinnar tegundar á
Hannover ’85. Þetta er flatur
„plasma“-skjár sem sýnir 25 línur
og 80 dálka eins og á Ericsson-
einkatölvunni. Eins og við var að
búast af Ericsson þá er skjárinn
þægilegur fyrir augað og stafirnir
mjög skýrir. Öll grafík ’kemur einn-
ig mjög vel út á skjánum. Allt þetta
er hægt með skjá sem ekki nær því
einu sinni að vera 40 mm að þykkt!
Lyklaborðið, sem er auðvitað
laustengt, hefur alla sömu lykla og
Ericsson-borðtölvan. Talnalyklarn-
ir eru hafðir aðgreindir á sama hátt
og á borðtölvunni til þess að auka
hraða og nákvæmni við talnainn-
slátt.
Hægt er að fá innbyggðan prent-
ara með fartölvunni og má bæði
prenta á venjulegan pappír og líka á
hitapappír (thermal paper). Prent-
arinn tekur einnig grafík.
Sérstakan 512 Kb-rafeindadisk
má fá með fartölvunni sem gerir
það að verkum að keyra má hug-
búnað mun hraðar en á flestum
borðtölvum.
Innbyggt módem er einnig fáan-
legt sem aukabúnaður svo auðvelt
er að hafa samskipti í gegnum síma-
kerfið við allar gerðir af einkatölv-
um og einnig við stærri tölvur.
Bæta má sérstakri einingu við
fartölvuna sem hefur rými fyrir tvö
viðbótarspjöld. Einnig má tengja
annað diskettudrif tölvunni til við-
bótar við innbyggt 5 !4 diskettudrif-
ið.
Tölvan kemur standard með 256
Kb-vinnslunni sem er stækkanlegt í
512 Kb. Þar að auki er 1 innbyggt
brautartengi (internal bus port),
tengi fyrir viðbótardiskettudrif, 1
raðtengi og 1 samsíða tengi fyrir
prentara. Rafhlöðudrifin klukka er
innbyggð í tölvuna svo og dagatal.
Miðað við allt sem fartölvan býð-
ur upp á, þá gætir þú fengið þá
grillu að hún væri fyrirferðar eins
og ferðataska, en það er langt í frá.
Hún vegur aðeins 7,6 kg í grunnút-
gáfu og málin eru svipuð og á nettri
skjalatösku eða 115x310 mm. Með
ferðatölvu í hendi ertu því fullbú-
in(n) til þess að vinna hvaða verk
sem er, hvar sem er.
Samkvæmt síðustu upplýsingum
þá býst Kristján Ó. Skagfjörð hf.
við að geta boðið yður þessa frá-
bæru fartölvu til kaups með haust-
inu.
Landid helga
og Eggptaland
Ævintýraferð sem aldrei gieymist.
Egyptaland — Kairo — píramídarnir
miklu — sigling á IMíl — Suður-Egypta-
land — Luxor og Asswan. Ekið um
bedúínabyggðir Sinai-eyðimerkur frá
Kairo til Jerúsalem. Heimsóttir sögu-
staðir Biblíunnar: Betlehem — Betania
— Jórdansdalur — Dauðahafið —
Jeriko — Nasaret. Dvalið við Gene-
saretvatn. 2 síðustu ferðadagarnir við
hlýja baðströndina í Tel Aviv.
Hægt að fá Lundúnadaga á heimleið.
Val skipulögð rólogheitaferð um fjögur lönd og
ógleymanlega sögustaði. Athugið verðið. Það er
ótrúlegt.
MALLORCA
Kynningarverd kr. 26.900,-
— 3 vikur, 2 í íbúd
Innifalið flugferðir og akstur milli Landsins helga og Egypta-
lands. Gisting á fyrsta flokks hótelum ásamt morgunverði og
kvöldverði alla ferðina.
Fararstjóri: Guðni Þóröarson sem farið hefur á annan tug hóp-
feröa meö íslendinga um þessar slóöir.
Kynnið ykkur góða feröaáætlun og einstakt verö og pantiö
strax því þegar er búið aö ráöstafa meira en helmingi sæta
áöur en þessi fyrsta auglýsing birtist.
FIUCFERDIR
= SGLRRFLUG
Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 22100.