Alþýðublaðið - 11.07.1985, Page 17
Fimmtudagur 11. júlí 1985
17
_________Enn ein nyjunsin frá Isfusli:_
„Grillpartýkj úklingur u
Rcett við Alfreð S. Jóhannsson,
framkvcemdastjóra hjá ísfugli í Mosfellssveit
Hjá ísfugli í Mosfellssveit hittum
við Alfreö S. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóra og inntum hann eftir
þvi fréttnæmasta af kjúklinga-
markaðinum hjá ísfugl.
„Það hefur líklega ekki farið fram
hjá neinum á íslandi að ísfugl setti
nýlega á markaðinn hinn gómsæta
Helgarkjúkling, sem einnig hefur
gert stormandi lukku í Danmörku.
Nú bætir ísfugl enn um betur og
skellir á markaðinn enn einni frá-
bærri nýjung, sem kallast „Grill-
partý kjúklingur”. Eins og nafnið
ber með sér er þetta sérstaklega fyr-
ir „grill-partý”, þótt auðvitað sé
hægt að gæða sér á réttinum hve-
nær sem er.
Þessi réttur er kjúklingur sem
hlutaður er niður í níu hluta, síðan
maríneraður og kryddaður sérstak-
lega með „barbicue-kryddi”. Kjúkl-
ingurinn er síðan seldur í sérstökum
grillbakka og má setja hann frosinn
á grillið. Sem sagt beint úr frystin-
um á grillið.
Bragðgæði þessa réttar eru mjög
mikil og hann er mjög ferskur og
safaríkur snæddur beint af eldin-
um”
Alfreð sagði einnig að ánægjuleg
þróun væri í neyslu kjúklingakjöts
á síðustu árum hér á landi. Á þeim
fimm árum sem hann hefði starfað
hjá ísfugl hefði framleiðslan marg-
faldast og fjöldi nýrra kjúklinga-
rétta komið til sögunnar. Greinin í
heild væri í mikilli framsókn á
markaðinum og sífellt væri verið að
benda á nýja og gómsæta rétti úr
kjúklingum. Alfreð lofaði því að
ekkert lát yrði á slíku og spennandi
uppskriftir og gómsætir réttir
myndu stöðugt líta dagsins ljós hjá
þeim í ísfugl í framtíðinni.
Nokkrar gómsætar uppskriftir frá ísfugli
Unghænuréttir
Fyrir þá sem ekki voru vaknaðir
þegar Úlfar Eysteinsson á Pottinum
og pönnunni kom í morgunútvarp-
ið og sagði frá kynnum sínum af
Pekingöndum birtum viö hér upp-
skrift hans, því það er ekki sama
hvaða tökum Pekingönd er tekin.
AÐFERÐ:
Unghænan soðin í 2—-2Vi klst.
Fleytið vel ofan af pottinum meðan
suðan er að koma upp. Bætið salti
og lárviðarlaufi í pottinn. Hreinsið
vel allt græmetið og skerið niður í
hæfilega bita meðan hænan síður.
Þegar ca. 10—15 mín. eru eftir af
suðutímanum setjið þá allt græn-
metið út í pottinn og rétturinn er til-
búinn. Framreitt eins og kjöt og
kjötsúpa með soðnum kartöflum,
grófu salti og dijon sinnepi t.d.
Alfreð S. Jóhannsson, framkvœmdastjóri hjá Isfugl. Stórkostleg aukning
í kjúklingaframleiðslunni. Stöðugt nýjar og spennandi uppskriftir frá ís-
fugl.
Pekingönd
Pekinganda-krydd (fyrir ca. 4—5
endur):
1 bolli sykur
1 bolli salt
(Sama kornastærð af sykri og
salti, annars minna salt)
Vi bolli kjúklingakrydd. (Euro-
spice, Lederhausen)
1 matsk. paprikuduft.
Matreiðsla:
Kryddið öndina og setjið inn í
190° heitan ofn. Steikið í 15 mín.
með bringuna upp, snúið öndinni
við og steikið í 15 mín. Hellið fit-
unni af og geymið fyrir sósuna,
kryddið öndina aftur og steikið í 30
mín. (miðast við 1900 gr önd).
Sósa:
Brúnið innmatinn og vængend-
ana ásamt niðurskomum lauk og
gulrót, hellið vatni yfir og sjóðið.
Rífið appelsínubörk og kreistið
appelsínu út í soðið eftir að hafa
sigtað það. Búið til smjörbollu úr
andafitunni (hveiti + andafita),
bætið sósulit og kjötkrafti út í.
Ef ekki er nóg appelsínubragð af
sósunni má bæta hana með sykur-
lausu Egils-appelsini.
Uppskrift no. 1 (fyrir 4)
HRÁEFNI:
1. stk. meðalstór unghæna
1. stk. egg
25. gr. hveiti
1. dl. franskt sinnep (dijon)
Rasp
2. cl. olía
Salt og pipar
AÐFERÐ:
Unghænan soðin í 2—2Vi klst.
Færð upp úr pottinum og kæld nið-
ur. Síðan er kjötið tekið af beinun-
um velt upp úr hveiti, eggi, (egg og
sinnep slegið saman) og raspi. Bit-
arnir steiktir upp úr olíu á vel heitri
pönnu þar til kjötið er fallega
brúnt.
SÓSA:
Hálfur lítri af soðinu er bakað upp
með smjörbollu (40 gr. hveiti, 40 gr.
smjör) og látið sjóða i ca. 10 mín.
Bætt með sinnepi (dijon ca. 2
matsk.) salt og pipar eftir smekk.
Gott er að bæta rjóma út í.
Uppskrift no. II (fyrir 4)
Petite marmite Hensy IV
HRÁEFNI:
1. stk. unghæna
1. stk. rófa
4. stk. gulrætur
1. stk. seilerí
1. stk. blaðlaukur
2. bl. lárviðarlauf
Salt og pipar
SUZUKI
FOX PICKUP
Bíll sem býður upp á marga möguleika
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100.
PÁV ■ Prentsmid/a Áma Valdemarssonarhf.
—
Idemarssonar hf. I
Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega sparneytinn.
ísparaksturskeppni BIKR ogDV9. júní sl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km.
Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup.
Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir
alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda.
Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 339-000.-
Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 395.000.-
Trefjaplasthús kr. 64.700.-
Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú