Alþýðublaðið - 09.11.1985, Page 8

Alþýðublaðið - 09.11.1985, Page 8
8 Laugardagur 9. nóvember 1985 Dóra Ingvarsdóttir með starfsfólki sínu í húsakynnum Búnaðarbankans í Mjóddinni. Ljósmynd Róbert BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Seljaútibú flytur í Mj óddina Seljaútibú Búnaðarbankans var næði að Stekkjarseli l í Reykjavík, stofnað 11. desember 1981. Frá upp- en það var hugsað sem bráða- hafi hefur útibúið verið í leiguhús- birgðahúsnæði og rann leigutíminn út 1. nóvember. Ætlunin var að byggja nýtt hús fyrir útibúið í Selja- hverfi en ekki tókst að fá hentuga lóð. Á þessu ári var því afráðið að festa kaup á hluta af húsi verslunar- innar Víðis í Mjóddinni og flytur Seljaútibú nú starfsemi sína þang- að. Hörkugóður bíll með mikið notagildi í Isuzu Space Cab fara saman rúmgóð skúffa og rúmgott hús og það skapar honum sérstöðu meðal vinnuþjarka - fágætur eiginleiki sem kemur í ótrúlega góðar þarfir. Isuzu pickup -traustur, þægilegur, fallegur- og spennandi. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 • 4x4 • 5 gíra • aflstýri • bensín/diesel Útibúið annast öll innlend og erlend bankaviðskipti og getur nú boðið næturhólf og geymsluhólf til afnota fyrir viðskiptavini. Starfsmenn útibúsins eru nú átta talsins og útibússtjóri er Dóra Ingvarsdóttir. Gerist nú áskrifendur og styrkið starfið í þeirri sókn, sem Alþýðuflokk- urinn hefur nú hafið til að styrkja aila sína innviði og auka fylgi, er nauðsynlegt að hafa málgagn. Á undanförnum árum hefur verið dregið verulega úr útgáfu Alþýðu- blaðsins. Þetta hefur verið gert til að stöðva skuldasöfnun. Segja má, að blaðið hafi verið einskonar dag- legt fréttabréf til jafnaðarmanna. Á síðustu misserum hefur út- gáfan nokkuð verið aukin með prentun stórra blaða, sem bæði hafa farið til áskrifenda og dreift hefur verið ókeypis í stóru upplagi. Þetta blað er eitt þeirra. Þessar út- gáfur verða nú reglulegri um leið og öll útgáfumál flokksins verða end- urskoðuð með það fyrir augum að auka og efla útgáfustarfið. Það er mjög mikilvægt að flokksfólk og jafnaðarmenn yfir- leitt kaupi Alþýðublaðið. Það er ein af leiðunum til að efla útgáfu þess. Við viljum skora á Alþýðuflokks- fólk, sem ekki kaupir blaðið, að gerast áskrifendur. Það er oft gletti- lega mikið lesefni í því, fræðsla, upplýsingar og fróðleikur um flokksstarfið og jafnaðarstefnuna. Um leið og þið kaupið blaðið, styrkið þið allt innra starf flokks- ins. Við drögum nefnilega enga dul á það, að flokkurinn og blaðið eru eitt. SKrifstofa Alþvðuflokksins Hverfisgötu 8—10 er opin daglega frá kl. |1—5. Sími 29244. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.