Alþýðublaðið - 09.11.1985, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. nóvember 1985
11
Bókafréttir
Nýjar bækur
frá Setbergi
Fyrst skulu nefndar minningar
Jóns Á. Gissurarsonar skólastjóra,
en bókin heitir „Satt best að segja“.
Endurminningarnar hefjast í byrj-
un aldarinnar að Drangshlíð undir
Eyjafjöllum, en þeim lýkur í
Reykjavík, þegar höfundur gerist
þar skólastjóri. Jón Á. Gissurarson
lýsir fólki og átthögum sínum, rifj-
ar upp námsár og starfsár í Hafnar-
firði, á Akureyri og í Reykjavík.
Segir frá dvöl í Þýskalandi Hitlers
og bregður upp skærri mynd af
Reykjavík í skugga stríðsótta og
kreppu. Fjöldi manna kemur við
sögu og skortir höfund hvorki ein-
urð né bersögli. Sitja þar við sama
borð æðstu menn og umrenningar.
í bókinni „Reykjavík bernsku
minnar" segja 19 Reykvíkingar,
fæddir á árbilinu 1900—1930 frá
bernsku og æskuárum í borginni.
Þeir ólust upp við mismunandi að-
stæður og lýsa fjölbreytilegri
reynslu úr hinum ýmsu götum og
hverfum. Þessi eru meðal þeirra
nítján sem segja frá: Vigdís Finn-
bogadóttir forseti íslands, Þorvald-
ur Guðmundsson forstjóri, Jónas
Árnason rithöfundur, Ólöf
Benediktsdóttir menntaskólakenn-
ari, Guðmundur J. Guðmundsson
alþingismaður, Örn Clausen hæsta-
réttarlögmaður, Ágústa Pétursdótt-
ir Snæland og tólf aðrir Reykvík-
ingar. Fjöldi mynda er í bókinni.
Nú kemur þriðja bókin eftir Her-
"mann Gunnarsson fréttamann,
„Hlæjum hátt með Hemma Gunn-
1000 brandarar og gamansögur“.
Hver stenst skotin hans Hemma
Gunn? Hér gerir hann hvorki meira
né minna en 1000 tilraunir til þess
að gleðja okkur með góðu gríni.
Margar skemmtilegar teikningar
eftir Ólaf Pétursson eru í bókinni.
Finnski rithöfundurinn Antti
Tuuri hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1985 fyrir bók
sína „Dagur í Austurbotni“. Sagan
gerist á sólheitum júlídegi í Austur-
botni. Allfjölmenn fjölskylda hef-
ur safnast saman til að skipta með
sér lítilfjörlegum arfi. Fljótlega
kemur í ljós innri spenna milli þessa
fólks, enda hefur því vegnað mis-
munandi vel í lífinu. Þótt sagan ger-
ist einungis á einum degi, þá er
blóði drifin saga héraðsins á bak-
sviði. Sagan er afhjúpun úreltrar
hetjuhugsjónar, sem harla lítið
stendur eftir af. Mótvægi við hina
málglöðu karlmennsku bræðr-
anna, skapar móðir þeirra, hin
sannkallaða hljóða hetja - því að
lífinu verður að lifa hvað sem yfir
dynur. Þýðandi bókarinnar er
Njörður P. Njarðvík.
Hin þekkta leikkona Liv Ullman
sló í gegn á nýju listsviði, þegar hún
sendi frá sér fyrstu bók sína „Um-
breytinguna“. Nú fáum við í hendur
þessa nýju bók „Þáttaskil“, sem
fylgir hinni fyrri vel á eftir. Hér
stillir Liv Ullman sér upp í miðju
mannlífsins sem leikari, manneskja
og ekki hvað síst ástfangin kona,
sem hlustar, sér, finnur, skilur og
segir frá. Lesendur munu njóta
þessarar ferðar með Liv Ullmann í
gegnum brim og boða mannlífsins-
og verða auðugri eftir. Þýðandi
bókarinnar er frú Guðrún Guð-
mundsdóttir.
„Klukkubókin“ auðveldar börn-
um að læra á klukku. Þetta er lit-
prentuð harðspjaldabók með létt-
um texta og skýrum myndum. Og
fyrir litlu börnin byrjar nú bóka-
flokkurinn um Pöndu, en fyrstu
þrír titlarnir eru: „Panda læknir“,
„Panda könnuður" og „Panda
töframaður“. Ofanskráðar fjórar
bækur hefur Vilbergur Júlíusson
skólastjóri þýtt og endursagt.
Og ný bók, hin sjötta í röðinni,
eftir Danielle Steel. Þessi heitir
„Vegur ástarinnar“ í þýðingu Skúla
Jenssonar.
Að endingu skal þess getið að
Setberg gefur út þriðju bókina eftir
Robert Ludlum, sem oft er nefndur
meistari spennusögunnar. Þessi
nýja bók heitir „Scarlatti-arfur-
inn“. Þýðandi er Gissur Ó. Erlings-
son. Framh. á bls. 2.3
Borgarbókavörður
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
• Reykjavikurborg auglýsir lausa stöðu borgar-
bókavarðar I Reykjavík til umsóknar. Staðan veit-
ist frá og með 1. janúar 1986.
Samkvæmt ákvæðum laga skal forstöðumaður að jafr>
aði vera bókasafnsfræðingur.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skal skila til borgarstjórans í Reykjavík eigi síðar
en 1. desember nk.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Reykjavík-
urborgar í síma 18800.
Borgarstjórinn i Reykjavik.
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• Staða forstöðumanns íþróttavalla í Laugardal (vall-
arstjóra) er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og
með 1. febrúar 1986.
Upplýsingar um starfið veitirframkvæmdastjóri Iþrótta
og tómstundaráðs, Fríkirkjuvegi 11, sími 21769.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um-
sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00, þriðju-
daginn 19. nóvember 1985.
STÚRVEISIA
GJORIÐ SVO VEL
Nú bjóðum við til stórveislu.
Við höfum um stundarsakir lækkað
heildsöluverð á kindakjöti um 20%.
íslenska Iambakjötið mun vera eitt hið
gómsætasta í heimi enda nærast
íslensku lömbin á safaríkum gróðri í
ómengaðri náttúru. Þetta verður því
veisla í lagi og í þetta sinn fyrir
íslendinga sjáffa.
Við treystum kaupmönnum auðvitað
til þesss að láta lækkunina ganga til
neytenda eins og til er ætlast.
Þetta ætti að vera meðalverð nú:
Lambalæri kr. 281 pr.kg.
Lambahryggur kr. 225 pr.kg.
Ennþá veglegri verður veislan þegar
keyptir eru heilir skrokkar í einu, þá er
kjötið ótrúlega ódýrt 175 kr. kg. í
smásölu. Þá fær kaupandinn sem svarar
Vi skrokki ókeypis miðað við sölu í
stykkjum.
Þó er skrokkurinn niðursagaður að vild.
Nú verður veisla í hverju húsi.
Framkvæmdanefhd búvörusamninga