Alþýðublaðið - 09.11.1985, Blaðsíða 23
Laugardagur 9. nóvember 1985
23
Bókafréttir
Nýjar bækur
frá Setbergi
Þá gefur Setberg út þrjár hand-
bækur: „Lófalestur" eftir Peter
West. Um langan aldur hefur
mönnum fundist eitthvað spenn-
andi við að lesa í lófann á sér. En
fæstir vita að lófalestur er vísinda-
leg aðferð, sem getur veitt margvís-
legar upplýsingar um skapgerðar-
einkenni manna og hæfileika þeirra
á ýmsum sviðum. Náttúran hefur
rist óafmáanlega rúnir sínar í hend-
ur okkar, og margt óvænt kemur í
ljós þegar farið er að lesa í lófann.
Margar myndir eru i bókinni. Ósk-
ar Ingimarsson þýddi.
„Matreiðslubókin mín og
Mikka“ kemur nú í nýrri útgáfu. En
þessa vinsælu barnamatreiðslubók
hefur vantað á markað um eins árs
skeið. Hér er að finna skemmtilegar
og auðveldar mataruppskriftir fyrir
stelpur og stráka. Bókin er öll lit-
prentuð, en Guðrún Hrönn Hilm-
arsdóttir húsmæðrakennari annast
útgáfu hennar.
Loks er þriðja handbókin sem
heitir „Bókin um köttinn“. Hér fá
lesendur svör við fjölmörgum
spurningum um köttinn. Hvernig á
að velja kött? Hvað á að gera við
köttinn í sumarleyfinu? Hvað étur
hann og hvaða sjúkdóma fær
hann? Hvernig skal umhirðu hans
yfirleitt háttað? Margar góðar ráð-
íeggingar eru í bókinni um köttinn.
Þýðandi Óskar Ingmarsson, en
Brynjólfur Sandholt dýralæknir
var þýðanda til ráðuneytis. Lokaorð
bókarinnar skrifar Guðrún Á.
Símonar.
Við mótum
Framh. af bls. 6
á stjórnkerfinu. Ef sá listi er settur
saman, um nauðsynleg umbóta-
mál, kemur á daginn að við erum
sammála ca. 90%.
Miðað við staðreyndir um ástand
mála í þessu þjóðfélagi, hvernig
búið er að ungu fólki í húsnæðis-
málum, skattamálum og öðrum
lífskjörum, finnst mér það ekki
lengur verjandi að fólk sem er, segj-
um 90% sammála um grundvallar-
sjónarmið, haldi áfram að dreifa
kröftum sínum — þegar þjóðfé-
lagsástandið beinlínis hrópar á
breytt styrkleikahlutföll og póli-
tískt vald bak við umbótakröfur
jafnaðarmanna. Við slíkar aðstæð-
ur finnst mér fjölgun flokka vera
beinlínis lúxus, sem fólk í fjötrum
hefur ekki efni á.
En ég hef engan veginn gefið upp
alla von um að við náum höndum
saman um það er lýkur. Róm var
ekki byggð á einum degi. Við meg-
um ekki búast við að allt gangi okk-
ur í haginn, fyrirhafnarlaust. Ég er
t.d. þeirrar skoðunar að við getum
vel byrjað, stigið fyrsta skrefið, með
því að taka höndum saman í þeim
borgarstjórnar- og sveitarstjórnar-
kosningum, sem framundan eru.
— Segðu okkur að lokum, Jón
Baldvin: Verðurðu aldrei þreyttur á
öllu þessu argaþrasi og vonlítill um
að það skili árangri? Hvað heldur
þér stöðugt til vinnu í þessu óyndis-
lega vinnuherbergi, yfir þessum
stöflum af skýrslum og blöðum og
tillögum og út um allar grundir til
fundahalda kvöld og helgar?
— Ég er að vísu húðlatur að eðl-
isfari og, eins og aðrir Vestfirðing-
ar, fyrst og fremst áhlaupamaður.
Uppeldi Vestfirðinga, og annarra
þeirra sem aldir eru upp við sjávar-
síðuna, er þannig: Við kunnum vel
að gera okkur dagamun, milli ver-
tíða.
En það sem heldur mér til vinnu
er vinnugleði, vegna verkefnanna;
metnaður, vegna góðs málstaðar;
og samúð með meðbræðrum mín-
um og systrum, sem eiga skilið að
lifa lífi sínu í betra þjóðfélagi en
þeim er nú búið.
—F.Þ.G.
Gúmmívinnustofan
Framhald á bls. 18
vinnustofunnar geta einnig látið
sóla fyrir sig dekk.
Mjög fullkominn tölvustýrður
raspur er tii þess að raspa niður
dekk og eykur hann mjög ná-
kvæmni sem og stöðugleika dekkj-
anna.
Kaldsólun
1. Hjólbarðinn skoðaður og gert
við minniháttar skemmdir.
2. Hjólbarðinn raspaður með
mestu mögulegri nákvæmni.
3. Raspað með litlum handrasp
upp úr öllum sprungum.
4. Hjólbarðinn límborinn.
5. Allarholurogmisjöfnurfylltar
með fylligúmmíi, síðan er lagt á
millileggsgúmmí.
6. PRUbaninn, sem kemur soð-
inn og mótaður frá Ellerbrock í
Vestur-Þýskalandi — Topp vara
—er límborinn og síðan lagður
á hjólbarðann í vél sem stýrir
bananum nákvæmlega á hjól-
barðann.
7. Utan á hjólbarðann er lagt
plast og grisja sem auðveldar
lofttæmingu, síðan er sett
gúmmíumslag utan um allt
saman. Slanga er sett í hjól-
barðann og síðan er hjólbarð-
inn settur á felgu.
8. Hjólbarðinn á felgunni er sett-
ur inn í stóran þrýstipott. Þegar
Hjólbarðinn er kominn inn í
pottinn er loftbarka kúplað við
slönguna, síðan er annar barki
sem liggur út úr pottinum settur
á umslagið sem er utan um hjól-
barðann. Við það að setja 7 kg
þrýsting inn í hjólbarðann og 9
kg í pottinn, Iofttæmist um-
slagið utan á hjólbarðanum og
myndar pressu á banann. Suðu-
tími við 95°C hita er um 5 klst.
Aðalkosturinn við þessa aðferð
þ.e. kaldsólunina, er lágt hita-
stig sem veldur minna álagi á
hjólbarðann við suðuna og
þrýstingurinn í hjólbarðanum
er sá sami og undir bílnum.
Hjólbarðinn heldur sinni réttu
lögun meðan á suðunni stend-
ur.
9. Hjólbarðinn tekinn úr pottin-
um. Felga og slanga tekin úr
hjólbarðanum, plast og grisja
rifið af.
10. Hjólbarðinn er skoðaður
gaumgæfilega áður en hann er
afhentur viðskiptavininum.
Heitsólun
1. Hjólbarðinn grandskoðaður,
aðeins eru sólaðir fyrsta flokks
hjólbarðarl
2. Hjólbarðinn raspaður. Ein-
göngu eru notaðir raspar af
bestu gerð, þvi nákvæmari sem
raspurinn er því nákvæmari,
betri og stöðugri verður hjól-
barðinn.
3. Hjólbarðinn límborinn.
4. Slitgúmmí lagt á hjólbarðann.
Notaðar eru eingöngu bestu fá-
anlegu gúmmíblöndur, fram-
leiddar hjá Ellerbrock í Vestur-
Þýskalandi.
5. Hjólbarðinn hjá okkur er heit-
sólaður. Lagt er á hliðarnar
svokallað hliðarefni til styrktar
og til þess að útlitið verði eins
og á nýjum hjólbarða.
6. Suðan. Teknir hafa verið í notk-
un fullkomnustu suðupottar
sem völ er á fyrir radial hjól-
barða. Hin nýja tækni við þessa
suðupotta eykur til muna gæði
sólningarinnar og kemur í veg
fyrir skekkju og aflögun hjól-
barðans. í stað þess að nota
10—12 kg loftþrýsting inn í
hjólbarðanum er notað heitt
vatn með 15 kg þrýstingi. Það
gefur jafnari hita í gegnum
hjólbarðann og styttir suðu-
tímann og minnkar þar með
álag á belginn.
7. Eftir suðuna er nýsólaður hjól-
barðinn trukkprófaður og
skoðaður til þess að koma í veg
fyrir að frá okkur fari annað en
fyrsta flokks vara.
8. Hvítur hringur settur á hjól-
barðann, sagði Viðar Halldórs-
son, forstjóri Gúmmívinnu-
stofunnar að lokum.
Við kynnum nýjan og stærri
Suzuki Swift, 5 dyra og
fáanlegan með sjálfskiptingu.
Komið og kynnið ykkur
sparneytnasta bíl sem fluttur er til
íslands, og nú á verði sem
keppinautarnir öfunda okkur af.
Eyðsla frá 3,8 Itr. pr. 100 km.
(sparakstur BÍKR).
Verð frá kr. 328.000.- (3d. GL)
(gengi 20/10’85).
SUZUKI
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100