Alþýðublaðið - 09.11.1985, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. nóvember 1985
15
LANDSBANKI ISLANDS
Minnkar
gengisáhættu
1. nóvember s.l. tók Landsbanki
íslands upp skráningu afurða- og
rekstrarlána útflytjenda sjávaraf-
urða í 3 gjaldmiðlum til viðbótar
sérstökum dráttarvöxtum (SDR)
það eru Bandaríkjadalir, Bresk
pund og Vestur-þýsk mörk.
Landsbankinn hefur kynnt sölu-
samtökum útflytjenda sjávaraf-
urða vinnubrögð sín við fram-
kvæmd þessarar kerfisbreytingar.
Það er afurðalánadeild aðal-
banka Landsbankans og útibú
bankans sem fjalla um óskir um
myntbreytingar með eftirfarandi
hætti.
— Aðalreglan er að veðsetning af-
urða sé í væntanlegri sölumynt
hennar, veðsetji framleiðandi í
annarri mynt en SDR.
— Upphafleg veðsetningarmynt á
að fylgja vörunni alla leið, frá veð-
setningu til skila á afurðaverði.
— Þeir sem þess óska geta breytt
um veðsetningarmynt á eldri fram-
leiðslu (framl. fyrir 1.11.1985) innan
þeirra marka sem áður greinir.
Við véðsetningu afurða á að skila
einni framleiðsluskýrslu (birgða-
skýrslu) fyrir hverja tegund gjald-
eyris, sem láns er óskað í, og skal
gjaldeyrisins getið á skýrslueyðu-
blaðinu.
Sækja þarf um breytingu á láni
úr SDR í annan gjaldmiðil, og verð-
ur þá að fylgja með framleiðslu-
skýrsla (birgðaskýrsla) yfir hlutað-
eigandi birgðir og magn.
Notað verður miðgengi (þ.e.
meðaltal kaup- og sölugengis) við
uppgreiðslu á SDR en kaupgengi á
þeirri mynt sem breytt er í.
Lánum vegna framleiðslu frá
1984 er ekki hægt að breyta í aðrar
Rannsóknir
á sam-
vinnumálum
Eiður Guðnason alþingismáður
er meðal flutningsmanna ályktun-
artillögu um rannsóknir á sam-
vinnumálum sem nú liggur fyrir
Norðurlandaráði. Þar er lagt til að
ráðið mæli rrieð því við Norrænu
ráðherranefndina að 'samin verði
samnorræn rannsóknaáætlun fyrir
samvinnufélög, útvegað verði fjár-
magn til þess hluta hennar sem
einkum beinist að málefnum neyt-
endasamvinnufélaga, og að stuðlað
verði að eflingu nýrra hugmynda og
framþróunar jafnt að því er varðar
samvinnufélög framleiðenda og
neytenda. Tillagan er mjög ítarleg
og í henni er m.a. lögð áhersla á
nauðsyn þess að samvinnufyrir-
tækin geti haldið áfram að þróast
sem mikilvægur þáttur í norrænu
efnahagslífi. Dregið er í efa að
þekking á málefnum samvinnu-
rekstrarins sé nægilega útbreidd
meðal Norðurlandabúa, og úr því
verði að bæta með því að stórauka
fjárframlög til rannsókna á því
sviði. Þetta eigi við allar rannsóknir
á samvinnumálum, og einkum þó
rannsóknir á fyrirtækjum sem
starfa að neytendasamvinnu.
Tillaga þessi er Iögð fram af átta
þingmönnum frá Norðurlöndun-
um öllum. I þeirra hópi er m.a.
Anker Jorgensen frá Danmörku.
Tillagan er nú til umfjöllunar í
efnahagsmálanefnd Norðurlanda-
ráðs, og hefur hún sent hana all-
mörgum aðilum til umsagnar, m.a.
Sambandi ísl. samvinnufélaga og
fleiri aðilum hér á landi. Að þeim
umsögnum fengnum verður samið
um hana nefndarálit, og síðan gert
ráð fyrir að hún verði tekin til af-
greiðslu á næsta þingi Norður-
Iandaráðs í Kaupmannahöfn í mars
næsta vor.
myntir.
Séu margar veðsetningarmyntir í
gangi kunna að koma upp erfið-
léikar með innborganir á lánin.
Þess vegna er óskað eftir því við
framleiðendur að við útskipun vöru
sé tilgreint í hvaða mynt hún var
veðsett. Sölusamtökin þurfa síðan
að sjá um það við skil til Lands-
bankans að þess3r upplýsingar fylgi
með.
Framleiðslulánasamningar verða
endurnýjaðir um áramót og verður
núverandi texta í samningunum
breytt. Vilji menn breyta í aðrar
veðsetningarmyntir nú 1. nóv. gilda
umsóknareyðublöð sem bráða-
birgðasamningur til áramóta.
ft
SJ Heilbrigðisfulltrúi
Staða heilbrigðisfulltrúa við HeiIbrigðiseftirlit Reykja-
víkursvæðis er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15.
des. nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og
skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt
síðari breytingum.
Urnsækjendurskulu hafalokið háskólaprófi I heilbrigð-
iseftirliti eða skyldum greinum svo sem I llffræði, mat-
vælafræði, hjúkrunarfræði eða hafa sambærilega
menntun.
Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf
skulu hafaborist formanni svæðisnefndar Reykjavíkur-
svæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 1. desember
nk., en hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir-
lits veitir nánari upplýsingar.
Borgariæknirinn í Reykjavík.
Orðsendmg
til fyrirtækja
og einstakiínga í atvinnurekstri
Skattrannsóknarstjóri hefur ákveðið að kanna bókhald þeirra aðila sem eru skyldir til að gefa út reikninga í
viðskiptum sinum við neytendur. Kannað verður hvort farið er eftir þeim reglum sem gilda um skráningu
viðskipta á nótur, reikninga og önnur gögn. Dagana 23. september til 7. október verða 400 fyrirtæki úr 27
atvinnugreinum heimsótt af starfsmönnum Skattrannsóknarstióra í þessu skyni.
Könnunin nær til fyrirtækja úr eftirtöldum atvinnugreinum:
■
: ■
■
I
H
1
m
■
Éi
fm
Sft
Númeratvlnnu- grelnar: Heltl atvlnnugrelnar.-
261 Trésmfði, húsgagnasmlði
262 Bólstrun
332 Gleriðnaður, speglagerð
333 Leirsmíði, postulínsiðnaður
339 Steinsteypugerð, steiniðnaður
350 Málmsmíði, vélaviðgerðir
370 Rafmagnsvörugerð, raftækiaviðgerðir
383 Bifreiðaviðgerðir, smurstöðvar
385 Reiðhjólaviðgerðir
395 Smíði og viðgerö hijóðfæra
410 Verktakar, mannvirkjagerð
420 Bygging og viðgerð mannvirkja
491 Húsasmíði
492 Húsamálun
493 Múrun
494 Pípulögn
495 Rafvirkiun
496 Veggfóðrun, dúklagning
497 Teppalögn
719 Ferðaskrifstofur
826 .Tannlækningar
841 Lögfræðiþjónusta, fasteignasalar
842 Bókhaldsþjónusta, endurskoðun
843 Tæknileg þjónusta
847 Innheimmtustarfsemi
867 Ljósmyndastofur
869 Persónuleg þjónusta ót. a„ t.d. heilsuræktarst.
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI
g
mm
■
I
WÉk
BB
■
■
mmmmm