Alþýðublaðið - 09.11.1985, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 09.11.1985, Qupperneq 10
10 Laugardagur 9. nóvember 1985 KRISTINN GUÐNASON HF. BMW gæðingurinn Rœtt við Högna Jónsson, sölustjóra hjá Kristni Guðnasyni, um vestur-þýska hágœðabíla, sem einnig fást sem fjölskyldubílar á skaplegu verði, og um BMW mótorhjólin, sem auglýst eru þannig í Bandaríkjunum; „ tollirðu á því, þá kauptu það” Högni Jónsson, sölustjóri: Þjóðverj- arnir líta á íslenskar aðstœður, sem vissa áskorun á þýskan bílaiðnað. BMW mótorhjólið sem lögreglan i Hafnarfirði er komin á og senn þjónar einnig lögreglunni í Keflavik: Haldið ykkurfast strákar og farið varlega, það erfjórar sek- úndur í hundrað km. hraða. Nýlega varð nokkur lækkun á aöflutningsgjöldum bíla til lands- ins og vakti þaö vonir bifreiðaeig- enda um stefnubreytingu hjá opin- berum aöilum í tollalagningu bif- reiða. Bifreiö er fyrir löngu orðin hrein nauðsyn hér á landi, sem og annarsstaðar í veröldinni, þótt fjar- lægðirnar hér og landshættir geri auknar kröfur á góða bíla. Sérstak- lega með tilliti til öryggis í umferö- inni er óeðlilegt að bifreiðar verði of gamlar, en hætta er á því, ef þær eru of dýrar. Vestur þýskir bílar hafa löngum haft orð á sér að vera sérstök gæða- vara, enda á þýskur iðnaður langa sögu að baki og sumir þýskir bílar þótt í sérflokki hvað varðar gæði og endingu. Það er mikilvægt fyrir þjóð sem treysta verður á endingar- gæði bifreiða að vita af góðum bíl- um. Til þess að fregna nokkuð af þessum frægu bílum og heyra nokkrar tölur um verð, hittum við Högna Jónsson, sölustjóra hjá Kristni Guðnasyni við Suðurlands- braut, en það fyrirtæki flytur inn sjálfan gæðirtginn, vestur-þýska gæðabílinn BMW. Högni. sagði að BMW-inn væri framleiddur í þremur seríum 300, -500, -700 seríunum. Hann hefði verið hannaður upphaflega sem há- gæðabíll og héldi þeim eiginleikum sínum, þótt aukin áhersla væri nú á að framleiða hann sem fjölskyldu- bíl á verðum sem allir réðu við. Nýj- ar verksmiðjur í Regensburg, ná- lægt Munchen tryggðu um hálfrar milljón bíla framleiðslu á ári og ætti þá að vera hægt að anna eftir- spurn, en gífurleg eftirspurn hefði verið eftir BMW undanfarna ára- tugi og bíllinn nánast verið stöðu- tákn um víða veröld. Nafnið eitt væri trygging fyrir endingu og gæð- um auk þeirrar frægðar sem hann nyti á kappaksturs- og rallý-braut- unum. EÖlisávísun Átak á öllum hjólum í aldrifi, bœtir aksturseiginleika og eykur hœfni í snjó og ófœrð. Takið eftir að mölin spýtist undan öllum hjólunum. Þetta er BMW 32S i með aldrifi og fœst nú til afgreiðslu í 1986 módelum. Kj örbókareigendur nj óta góðra kj ara hvenær sem þeir leggj a inn. Þeir sem safna rata á Kjörbókina. Klassiskar linur og fagur yfirsvipur einkennir gœðinginn frá BMW. Þetta er 535 i, meðþriggja og hálfs lítra 160kw/218 PS mótor er hann 7,2 sek. að ná hundrað km. hraða á klst. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir Sem dæmi um verð sagði Högni að Standard BMW 316, fimm manna fjölskyldubíll, fimnv gíra með lituðu gleri, rafdrifnum spegl- um auk sérstakra aukahluta fyrir kalt loftslag („Cold Climate Spesification“) fengist nú glænýr fyrir rúmar sex hundruð þúsundir króna. Þá væri hægt að fá díesel útgáfu, þ.e. BMW 324, fjögurra dyra, módel 1986 á um 750 þúsund krón- ur. Þessi bíll væri einnig til sjálf- skiptur og ykist þá verðið um ca. fimmtíu þúsund krónur. Vélin væri 86 hestöfl með 2,4 lítra brennslu- rými. í>á væri einnig boðið uppá beina innspýtingu (innjection) í 300 týp- unni, þ.e. 323 i. Hann væri einnig núna framleiddur með 2,5 lítra, 171 hestafla vél, gífurlega hraðskreiður, og væri framleiðslunúmer hans 325 i. Fengist hann einnig með drifi á öllum hjólum, (aldrifi) og væri átakshlutfallið 63/37 á aftur og framhjól. Ef bíllinn tæki að spóla tryggði rafeindastýring átaksfærslú á önnur hjól, þannig að hann væri mjög öflugur í ófærð. Þessi bíll væri með ABS-bremsukerfi, splitt- að drif og vökvastýri og væri dýr- asta módelið á um tólf hundruð þúsund krónur. 325 i fengist aftur á móti „standard“ á kr. 900 þúsund. Þá væru hinar frægu 500 og 700 seríur einnig til afhendingar í 1986 módelum og væru verðin á bilinu 750 þúsund (518) uppí 1200 þúsund. (528 i) og 700 serían á bilinu 1280 þúsund (728 i) og uppí tæpar tvær milljónir, (hinn stórkostlegi 745 i), ásamt BMW M635 csi, (2.7 millj.). Högni sagði að samband íslenska BMW-umboðsins við aðalstöðv- arnar í Miinchen væri mjög gott, fulltrúar framleiðendanna kæmu hingað reglulega 'og kynntu sér markaðsaðstæður, einnig færu þeir hjá Kristni Guðnasyni reglulega út til Þýskalands og ræddu þá ýmis sérmál íslenska bílamarkaðarins. Þjóðverjarnir hefðu mjög mikinn áhuga á íslandi og Iitu á það sem vissa áskorun að framleiða bíla sem dygðu vel við íslenskar aðstæður, sem væru vægast sagt all sérstæðar allt frá einstöku vegakerfinu uppí aðflutningsgjöld, sem þrefalda bíl- verðið. Framleiðendurnir væru þó ýmsu vanir, enda seldist BMW- gæðingurinn út um allan heim, meira að segja í Japan. Þeir hefðu þó sérstakan áhuga á að koma til móts við íslenskar aðstæður, enda væri rótgróin vinátta á milli þjóð- anna, sem kristallaðist t.d. í sameig- inlegum menningararfi. Högni benti einnig á, að BMW- verksmiðjurnar framleiddu einnig mótorhjól sem t.d. lögreglan í Hafnarfirði og væntanlega í Kefla- vík notuðu. Þau væru gífurlega afl- mikil og tæki þau t.d. 4 sekúndur að ná 100 km. hraða. í Bandaríkjun- um væru þau m.a. auglýst þannig, __að héldistu á baki, þá skyldirðu kaupa þér hjól. Það væri nú þeirra kímnigáfa fyrir vestan, en auðvitað væri það fyrsta einkenni gæðings- ^ins að knapinn tylldi á baki. BMW- bíllinn hefði alla kosti góðs gæð- ings, auk þeirra vestur-þýsku ná- kvæmni og tækni, sem enn frekar stuðlar að því að gera hann að ein- um eftirsóttasta og þekktasta bíl veraldar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.