Alþýðublaðið - 09.11.1985, Síða 14
14
Laugardagur 9. nóvember 1985
ISLENSKAR GETRAUNIR
Hjá íslenskum getraunum i
Iþróttamiðstöðinni í Laugardal
hittum við framkvæmdastjórann,
Birnu Einarsdóttur, viðskiptafræð-
ing og spurðum hvernig gengi með
íslenskar getraunir.
— Hverer munurinn á Getraunum
og öðrum happdrættum?
Munurinn á getraunum og öðr-
Potturinn
nálgast tvær
millj ónir
Rœtt við Birnu Einarsdóttur,
framkvœmdastjóra íslenskra
getrauna um þessa miklu lyftistöng
íslenskra íþrótta
um hefðbundnum happdrættum er
aðallega sá að í getraunum er þátt-
taka þín meiri, þú getur haft einhver
áhrif á vinningslíkur þínar. í get-
raunum er alltaf greitt út helmingur
af sölu í vinning. Engir óseldir mið-
ar . . .
— Er ekki nauðsynlegt að hafa
marga seðla til að vinna?
Birna Einarsdóttir viðskiptafrœðingur og framkvœmdastjóri íslenskrar getrauna:
íþróttahreyfingin algjört karlaveldi.
Birna með fjallhressu starfsfólki sínu á skrifstofu íslenskra getrauna í íþróttamiðstöðinni i Laugardal. Þessar fraukur eru á
góðri leið með að afla islenskri íþróttahreyfingu yfir hundrað milljóna tekna á ári. Gerið betur strákar.
Það er alls ekki nauðsynlegt að
spila stórt til að vinna en auðvitað
eru möguleikarnir meiri ef þú ert
með fleiri seðla rétt eins og í öðrum
«:« m
1. november.
Öll innlend og erlend
• /
Næturhólf — geymsluhólf.
Símanúmerið er óbreytt, 78855.
Verið velkomin, það er alltaf heitt
á könnunni.
BliNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI
happadrættum. Þó það heyrist
kannski mest í þessum stórtippur-
um þá fer stærri hluti vinningpotts-
ins til þeirra sem aðeins spila á einn
seðil.
— Þarf maður ekki að vita allt um
ensku knappspyrnuna til að vinna?
Það geta allir tekið þátt í getraun-
um, þetta er einfalt og spennandi.
Úrslit í fótbolta geta verið svo ótrú-
leg þannig að oft getur verið best að
vita sem minnst um hann. Enda
sýnir það sig að hér fær ótrúlegasta
fólk vinning.
— Hvernig er sölufyrirkomulagið?
íþrótta- og ungmennafélög sjá
um sölu og dreifingu á getrauna-
seðlum. Þessir aðilar fá oft stærsta
hluta tekna sinna af getraunasölu
og fjármagna þannig þjálfaralaun
og annan kostnað. Svo að um leið
og þú kaupir þér seðil þá ertu um
leið að styrkja gott málefni.
— Nú hef ég heyrt að eitthvað sér-
stakt sé á döfinni í 14. leikviku?
Já í 14. leikviku 23. nóvember þá
ætlum við að hafa sérstaka get-
raunaviku. Umboðsmenn um allt
land ætla þá að selja meira en
venjulega þannig að vinningspott-
urinn ætti að fara nokkuð yfir tvær
milljónir.
— Svo við snúum okkur að þér
sjálfri hvernig var að byrja svona
ung nýkomin úr námi í slíkri
ábyrgðarstöðu?
Það hefur gengið ágætlega, þótt
því sé ekki að neita, að stjórn
íþróttamála sé algert karlaveldi. En
hér er gott samstarfsfólk sem tók
mér strax mjög vel. Salan hefur
gengið vel og vinnan þannig farin
að skila árangri og það er alltaf
ánægjulegt, sagði Birna Einars-
dóttir að lokum.
Komið úr felum!
Samtök aðstandenda
vtmuefnasjúkra
rw'vj'.A. <
Kjörörð okkar:„Éitur aí eyju“
* V 1- r .1
Stofnaði9c6. 1985. Gíró 63890-0 Áhðlta ÖSkað
Nánari -tupplýsingar SAVES Post restante R-9 Réykjavík
Byggjum hyítdárheimiii fyrir þreytta aðstandendur.
Skráning almennra féletga er að hefjast.