Alþýðublaðið - 09.11.1985, Síða 18

Alþýðublaðið - 09.11.1985, Síða 18
18 Laugardagur 9. nóvember 1985 GÚMMIVINNUSTOFAN HF. Innlend verðmætasköpun og gjaldeyrissparnaður Núna þegar fyrsti vetrarsnjórinn er að falla, þarf að huga að vetrar- akstri og sérstaklega að vetrarhjól- börðum bifreiða. Til þess að ræða þessi mál nánar og sérstaklega til þess að kynna okkur það sem helst er í boði hér á landi í snjódekkjum hittum við Viðar Halldórsson, for- stjóra Gúmmivinnustofunnar að máli. Viðar lagði í upphafi höfuð- áherslu á það, að snjómunstur vetr- arhjólbarða skiptu gífurlega miklu máli í öryggismálum umferðarinn- ar hér á landi. Aðstæðurnar hérna væru mjög sérstakar, einkum vegna hinna snöggu veðrabrigða hér á vet- urna, en slíkt gerði miklar kröfur til hjólbarðanna, ef fyllsta öryggis væri gætt í umferðinni. Sérstaklega benti Viðar á hin miklu slagviðri hér sem kæmu á svellbólgna vegi eða ú vegi þakta snjó. Þetta gerði kröfur á bestu fáanlegu snjómunst- ur og einnig neglda hjólbarða. AUur samanburður við önnur lönd í þessum efnum væri mjög erf- iður vegna þess að þar væri oftast eina vandamálið hálka og ísing en hér hefðum við mikið fannfergi að auki, sem og hin fyrirvaralausu og hættulegu slagveöur, sem ger- breyttu aðstæðunum á vegunum í einu vetfangi. Mikill gjaldeyrissparnaður Viðar sagði að þeir hjá Gúmmí- vinnustofunni hefðu hannað sér- stSflct snjómunstur, sem þeir notuðu í sóluðu dekkin hjá sér og kölluðu þetta NORÐDEKK. Þetta væri af- burðagott snjómunstur og þyldi vel Unnið við hina nýju vestur-þýsku kaldsóiningarvél Gúmmívinnustofunnar: Besta tcekni sem völ er á í veröldinni. Rætt við Viðar Halldórsson, forstjóra Gúmmívinnustofunnar hf um NORÐDEKK, heppilegt snjómunstur fyrir íslenskar aðstæð- ur, íslenska iðnframleiðslu á heimsmœlikvarða, gjaldeyrissparnað og nýja vesturþýska kaldsólningarvél, sem tvöfaldar afköstin og stórbœtir öryggi og gœði dekkjanna. hjólbarðasólun. Öll aðstaða er þar af Ieiðandi betri en þekkst hefur hingað til. Aðalhæðin er að gólf- fleti 2000 m2. Þar er fullkomin að- staða fyrir m.a. sólningu, lager, við- gerðir og móttöku. I kjallara er lag- eraðstaða á 1000 m2 gólffleti. Vörubílaþjónustan býður upp á inniaðstöðu fyrir stærstu flutninga- bíla. Bílstjórar geta valið um að taka undan bifreiðum sínum sjálfir eða notfæra sér þjónustu starfs- manna Gúmmívinnustofunnar. Fólksbílaþjónustan er alveg að- skilin frá vörubílaþjónustunni. Það býður upp á bætta þjónustu á báð- um stöðum. Allir fólksbílar eru teknir inn og einnig þar hafa bíl- stjórar möguleika á að taka undan bifreiðum sínum sjálfir. í vetrar- kuldanum mátti sjá bílstjóra nýta sér inniaðstöðuna með því .að þvo bíla sína og/eða skipta um perur, meðan viðgerð á hjólbörðum fór fram. Gúmmívinnustofan notar öll fullkomnustu tæki sem völ er á, s.s. affelgunarvélar og tölvustýrðar bafancevélar. Ávallt eru til á lager allar helstu stærðir af nýjum og sóluðum hjól- börðum. Hjólbarðar eru sólaðir við kald- sólningu og heitsólningu. Alls stað- ar í heiminum hefur þróun í sóln- ingu verið sú að hagkvæmast sé að kaldsóla vörubíladekk og heitsóla fólksbíladekk. Gúmmívinnustofan hefur tekið í notkun fullkomnustu suðupotta sem völ er á, fyrir heitsólun á radial dekkjum. Hin nýja tækni við þessa suðupotta eykur til muna gæði sólningarinnar og kemur í veg fyrir Sjö nýir heitsólningarpottar tryggja fjörutíu þúsund heitsóluð dekk á ári. Munstrið NORÐDEKK er sérstaklega liannað fyrir hinar erfiðu íslensku aðstœðut. . neglingu. Þessi dekk væru heitsól- uð og væri afkastagetan um fjöru- tíuþúsund dekk á ári undir fólks- bíla. Þessi framleiðsla sparaði þjóðarbúinu svona milli 25 og 30 milljónir á ári í gjaldeyri miðað við innfíutning á nýjum dekkjum. Auk þess hefðu milli 35 og 40 manns vinnu hjá fyrirtækinu og allt væri þetta innlend verðmætasköpun. Núna væru þeir hjá Gúmmí- vinnustofunni að taka nýjar vestur- þýskar kaldsólningarvélar í notkun og myndi það tvöfalda kaldsólning- argetu fyrirtækisins. Algengt væri að vörubílaeigendur kæmu með gömlu hjólbarðana og létu kaldsóla þá, en auðvitað væri hægt að kald- sóla öll dekk, Þessi vesturþýsku tæki væru af Autoclafgerð og væru ein þau fullkomnustu sem völ væri á, öll framleiðsla Gúmmívinnustof- unnar seldist jafn óðum og væri nú fyrst með tilkomu þessara tækja hægt að anna eftirspurninni og byggja upp einhvern lager. 75% sóluð dekk Þegar menn kæmu sjálfir með Viðar Halldórsson, forstjóri Gúmmí- vinnustofunnar: Saltausturinn á gö- turnar á veturna er stórvarhugaverður. Saltið leysir upp tjöruna í malbikinu, sest á hjólbarðana og þegar bíllinn lendir á vegi með snjólagi, þá er hann háll sem hann vœri á vel smurðum skiðum. gömlu dékkin til sólningar væri svipaður gjaldeyrissparnaður af starfseminni eins og í heitsóluninni, þannig að gjaldeyrissparnaður bara hjá þessu eina fyrirtæki væri svona Reykvlsk fegurð úr Bolungarvíkinni neglir dekk eins og ekkert sé með bros á vör í lok kvennaáratugarins. um fimmtíu milljónir króna eða um ein og hálf milljón á hvern starfs- mann. Þjóðhagslegt gildi svona starfsemi væri þess vegna augljóst. : Þar sem unnt væri að kaldsóla hjá Gúmmívinnustofunni um tíu þúsund dekk á ári, þá væri heildar- framleiðslan hjá þeim í heit og kaldsólun svona um fimmtíuþús- und dekk á ári. Notkun sólaðra dekkja væri nú um 75% heildar- notkunar á íslandi. Við spurðum Viðar því næst út í sögu fyrirtækisins og helstu atriði kaldsólningar og heitsólningar. Fyrirtækiö Gúmmívinnustofan hf. Fyrirtækið var fyrst til húsa að Laugavegi 71, árið 1939, og hét þá Gúmmívinnustofa Reykjavíkur. Síðar flutti það að Grettisgötu 18 og var rekið þar fram til ársins 1960 er það flutti í nýtt eigið húsnæði f Skipholti 35. Um það leyti var nafn- inu breytt í Gúmmívinnustofan hf. Árið 1969 byrjaði fyrirtækið að sóla hjólbarða og hefur síðan rekið sólningarverkstæði jafnhliða við- gerðarþjónustu, hjólbarðasölu og innflutningi á hjólbörðum. I maí 1982 var tekin fyrsta skóflu- stunga að sérhönnuðu húsi fyrir Gúmmívinnustofuna og þrettán mánuðum síðar eða í júlí 1983 var sólningaverksmiðja og öll vörubíla- þjónusta flutt úr Skipholti 35 og starfsemi hafin að Réttarhálsi 2. Fólksbílaþjónusta ásamt hjól- barðasölu er jafnframt starfrækt á báðum þessum stöðum. Húsnæðið að Réttarhálsi 2 er sér- hannað fyrir hjólbarðaviðgerðir og skekkjur og aflögun dekkja í sóln- ingu. Þessir suðupottar eru frá fyrirtækinu CIMA á Ítalíu, sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu. CIMA hefur framleitt sér- hönnuð sólningarmót fyrir Gúmmívinnustofuna en við fram- leiðslu þeirra var stuðst við áratuga reynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum hvað varðar gerð munsturs á sumar- og vetrarhjól- börðum. Við framleiðum þessa hjólbarða undir nafninu NÓRÐ- DEKK. Aðeins eru sólaðir bestu tegundir af dekkjum til þess að tryggja að seld séu eingöngu sóluð dekk í hæsta mögulega gæða- flokki. Stefnan hefur verið að kaupa eingöngu Michelin dekk til sólunar. Viðskiptavinir Gúmmí- Framhald á bls. 23

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.