Alþýðublaðið - 15.05.1986, Síða 4
4'
Fimmtudagur 15. maí 1986
„Jú, ég get ekki neitað
því að ég finn fyrir breyt-
ingu hjá fólki í viðmóti
eftir að ég gaf kost á mér
í stjórnmálastarf Flestir
eru vitanlega elskulegir í
viðmóti eins og maður á
að venjast og stjórnmála-
þátttaka hefur engu
breytt hjá þeim. En hjá
öðrum finn ég fyrir svo-
lítilli tortryggni, jafnvel
fyrirlitningu. Svo finnst
kannski sumum að ég sé
ekki á réttum stað í
flokkakerfinu, finnst á ég
œtti að vera í Sjálfstœð-
isflokknum, en ekki
krati. Vitanlega má fólk
hugsa það sem það vill.
En ég get ekki látið þess-
ar skoðanir hafa of mikil
áhrif á mig. Ég tók þá
ákvörðun að gefa kost á
mér í borgarmálastarf
fyrir Alþýðuflokkinn. Ég
er staðráðin að berjast
fyrir ákveðnum málitm,
sérstaklega málefnum
aldraðra. Pólitísk barátta
er ákveðin ögrun og þess
vegna spennandi. Eg veit
ekkert, hvernig ég mun
standa mig í þessari bar-
áttu. Stjórnmálastarf er
eins og hvert annað verk-
efni, sem maður tekur að
sér til ákveðins tíma —
og svo lýkur því eins og
öllu sem maður tekur sér
fyrir hendur á lífsleið-
inni.“
Þannig svaraði Bryndís Schram
fyrir sig í upphafi viðtals á dögun-
um, er hún var spurð hvort hún
merkti einhverja breytingu í við-
móti fólks eftir að hún gaf kost á sér
í stjórnmálabaráttuna í borginni.
En hvað er Bryndís að gera i póli-
tík? Hún hefurstaðiðsig sem kenn-
ari, ritstjóri og skólameistari svo
eitthvað sé nefnt af um tugi starfa,
sem hún hefur gegnt um ævina. En
hefur hún eitthvað að gera í 1. deild
stjórnmálanna, borgarmálin í
Reykjavík?
— Já, hvers konar reynslu á
stjórnmálamaður að hafa? Þarf
hann endilega og alltaf að vera lög-
fræðingur? Ég lít svo á, að einmitt
það að ég hef reynslu af starfi í
menningar- og atvinnulífi, geri mig
hæfa til að takast á við verkefni í
stjórnmálum. Um hvað er pólitík
annars? Hún er ekki fagmennska
um eitthvað sem almenningur ekki
skilur. Hún fjallar um okkar dag-
lega líf frá vöggu til grafar. Þegar
við ferðumst í strætó eða förum á
heilsugæslustöðina, erum við að
nota aðstöðu, sem stjórnmálastarf
hefur skapað. Og ótrúlega mikið af
okkar velferðarmálum er komið á
einmitt fyrir tilstilli okkar jafnað-
armanna.
En eitt skal vera klárt. Ég lít á
þetta sem ákveðið þegnskylduverk.
Ég býð mig fram til þjónustu fyrir
fólkið í þessari borg. Ég veit að
þetta er ekki alltaf skemmtilegt
starf, það er erfitt. En ég gef kost á
mér á þeirri forsendu, að ég ætla að
gera mitt besta.
Nú ert þú ekki þekkt af miklu
starfi innan Alþýðuflokksins,
Bryndís?
— Af persónulegum ástæðum
hef ég ekki getað beitt mér — reynd-
ar ekki fundið þörf hjá mér til þess.
Mér hefur fundist, að það væri nóg
að hafa einn úr fjölskyldunni í póli-
tík. Kannski að ég hafi verið of önn-
um kafin við að dekra við sjálfa
mig; skara eld af eigin köku. En nú
er svo komið, að enginn má Iiggja á
liði sínu, ekki ég frekar en aðrir.
Það er hlutverk jafnaðarmanna að
breyta þessu þjóðfélagi, gera það að
réttlátu þjóðfélagi, færa það til
betri vegar“
Þrjár konur af
fjórum efstu
Ertu ánægð með hlut kvenna á
þessum lista ykkar í Reykjavík?
— Já, ég er það. Sveitarstjórnar-
mál skipta konur ákaflega rniklu
máli. Á lista okkar eru þrjár konur
í fjórum efsþr sætunum. Annars
gildir sú regla hjá okkur, að jafn
margar konur og karlar eiga sæti á
listanum. Annars er mér tamast að
Iíta á fólk sem einstaklinga, fremur
en hvort það eru karlar eða konur.
Því miður erum við svo félagslega
vanþroska, að kynferði er oft tekið
fram yfir hæfileika og mannkosti.
Og konur eiga ekki síður sök á
þessu en karlar. Þannig er augljóst
að margar konur treysta konum síð-
ur. Líttu t. d. á prófkjör sjálfstæðis-
manna í Reykjavík; þar eru hverf-
andi fáar konur komnar til áhrifa
og virðist jafnvel stefna í öfuga átt.
Og vitanlega eru það íhaldskonur
engu síður en karlarnir sem mótuðu
þessa niðurstöðu. Ég hef á hinn
bóginn sagt, að við konur getum
það sem við viljum. Alltof margar
okkar eru huglausar og værukærar.
Við látum karlana kúga okkur og
ráðskast með mál sem skipta okkur
miklu. En í stað þess að leggja í ein-
hverja sérvisku og sérhyggju
kvenna eigum við að fara inn á þau
svið þjóðmálanna, þar sem ákvarð-
anir eru teknar. Ef við ætlum að
breyta, þá verðum við að hafa þor
til þess. Vænlegasta leiðin er að gefa
Bryndís með börnum sínum. Frá vinstri: Kolfinna, Glúmur, Aldís og Snæfríður.
„ÞÓ AÐ ÞAD
KOfTI MIG ÆRUNA“
— Bryndís Schram í baráttuviðtali
kost á okkur sjálfum, ekki skorast
undan, heldur takast forystu á
hendur, þegar eftir því er leitað.
Til forystu, segirðu. Er e’ ki við-
búið að þið kratar farið inn í lítinn
minnihluta í borgarstjórninni?
— Ég ætla að minna þig á að
kosningabaráttan er frar.rundan;
hún er ekki afstaðin. Vitaskuld get-
um við lent í þeirri stöðu að verða
áhrifalítill stjórnarandstöðuflokk-
ur í borginni. Vegna sterkrar stöðu
sjálfstæðismanna er sú hætta fyrir
hendi. í rauninni er staða íhaldsins
hérna í borginni óskastaða þeirra.
Þeir telja sig ekki þurfa af hafa
áhyggjur af öðrum skoðanahóp-
um, en þeim sem rúmast innan
Sjálfstæðisflokksins. En það er
ekki gott lýðræði, þar sem meiri-
hlutinn kúgar minnihlutann. At-
hugaðu hvernig þeir hafa notað
þetta vald sitt. Hvernig er staða t. d.
gamla fólksins í þessari borg Da-
víðs? Hvaða félagsleg tæki hefur
það til að láta sér líða vel síðustu
æviárin?
Á annað þúsund manns
á biðlista
Á annað þúsund manns eru nú á
biðlista í borginni eftir hentugu
húsnæði, allt gamalt fólk, sem hef-
ur lagt hönd á plóginn við að gera
þetta velferðarþjóðfélag okkar að
veruleika. Á fimmta hundrað
manns eru á svokölluðum neyðar-
lista. Þessi valdamikli meirihluti
sjálfstæðismanna notar því ekki
hið mikla pólitíska vald sitt til að
gera réttu hlutina. Gamalt fólk og
ellilífeyrisþegar eru hér á vergangi,
búandi í vatnslausum íbúðum í
kjöllurum og uppi á hanabjálka eða
þurfa að flytja inn á vandamenn
sína.
Hver hefði trúað því að valda-
mikill meirihluti sjálfstæðismanna i
hagaði sér þannig á árinu 1986? Við
þekkjum að vísu sögu þeirra.
Áhrifamiklir íhaldsmenn hafa oft
barist gegn miklum réttlætismál-
um, eins og vökulögunum, sjúkra-
tryggingum og verkamannabústöð-
um. En að þessi kreppuhugsunar-
háttur réði enn ríkjum í svo stórum
flokki sem Sjálfstæðisflokkurinn
er, það er með ólíkindum. Kreppu-
hugsunarhætti af þessu tagi þurf-
um við jafnaðarmenn að breyta
þegar við komumst til áhrifa. Það
hefur ætíð verið hlutverk okkar að
ná fram auknu réttlæti í þjóðfélag-
inu. Svo verður áfram.
Smánarblettur á
þjóðfélaginu
Hvernig eigum við að gera það?
— Við eigum að gera stórátak í
byggingu leigu- og þjónustuíbúða
fyrir aldraða. Það á að vera verk-
efni okkar nr. 1 í borginni. Til þess
eigum við að negla niður ákveðið
hlutfall af útsvörum í borginni, þar
til settu marki er náð, þ. e. að þessi
smánarblettur verði afnuminn, að
hún sjái ekki gamla fólkinu sæmi-
lega farborða í velferðinni.
Annað forgangsverkefni?
— Já, húsnæðismál ungs fólks.
Það er hræðileg tilhugsun, finnst
mér, að horfa fram á að börnin
okkar lendi í svipuðu basli í hús-
næðismálum og okkar kynslóð hef-
ur orðið að þola. Ég vil ekki þurfa
að hugsa til þess, að þessir krakkar
eigi eftir að basla í 20 ár og eyða
besta hluta ævinnar í þetta rugl. Al-
þýðuflokkurinn býður einn upp á
skynsamlega og sannfærandi lausn
á þessum vanda. Með kauleigu-
íbúðunum opnast Ieið fyrir alla
launþega að eignast húsnæði á við-
unandi kjörum.
Allir út að sópa
Þetta eru stóru málin. En svo á ég
mér nokkra drauma fyrir Reykja-
vík. Borgin þolir t. d. ekki þessa
miklu bílaumferð. Það sér hver
maður. Bensínið er dýrt og einka-
bíllinn tekur mikið af tekjunum
okkar. Samt notum við lítið strætó,
þótt hann sé langódýrasta lausnin
fyrir alla. í öllum borgum þykir
nauðsynlegt að samgöngutæki eins
og strætó og járnbrautir séu sem
öflugastar. En hjá okkur letja borg-
aryfirvöld fremur en hitt til notkun-
ar almenningssamgangna. Ég held
að við þurfum bæði að breyta leiða-
kerfinu og skoða verðlagninguna til
að koma meira til móts við almenn-
ing í borginni að þessu leyti. Við
þurfum að gera ferð með strætó að-
laðandi og eftirsóknarverða. Svo
mundi ég i sporum borgarstjóra
hvetja fólk til að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Hugsaðu þér hvað
það væri gaman ef borgarbúar
tækju sig til og sópuðu gangstétt-
irnar framan við hús sín reglulega.
Fólk myndi kynnast upp á nýtt og
um leið losa sig við allan þann
óþrifnað sem er á gangstéttum
borgarinnar. Reykjavík hefur farið
aftur að þessu leyti. Þegar Geir
Hallgrímsson var borgarstjóri, var
gert mikið gatnagerðar- og þrifnað-
arátak í borginni. Rykið er eitt
þreytumerkið á stjórn Davíðs og fé-
Iaga hans í borginni. Lítill hlutur
sem verður stór af því hann er látinn
ógerður.
Vantar meira líf
í borgina
Svo finnst mér alltof lítið um lif-
andi uppákomur í Reykjavík.
Hugsaðu þér að í öllum borgum í
Evrópu getur fólk brugðið sér í
lystigarðinn á sunnudögum og not-
ið fyrsta flokks skemmtana eða
bara hvíldar. Það er hægt að búa til
svona aðstöðu í Reykjavík — miða
við veður og staðhætti, nota heita
vatnið okkar og skjólgóða staði til
að byggja upp svona umhverfi. í
Reykjavík er Iíka allt uppfullt af
hressu listafólki, leikhópum og öðr-
um, sem hægt væri að fá til sam-
starfs. En þetta fólk fær ekki einu
sinni aðstoð í húsnæðismálum,
hvað þá að forystumenn vilji eiga
við það nokkurt samstarf um þessi
mál. Ég vil beita mér fyrir því að
borgin hafi frumkvæði um að taka
höndum saman við þetta unga fólk
til að gera borgina menningarlegri.
Það má t. d. opna húseignir borgar-
innar, leikhúsin og aðra heppilega
staði fyrir fleiri aðilum. Þá þarf
sunnudagsbíltúrinn ekki lengur að
snúast um að kaupa ís í Edensgarði.
Hvað finnst þér annars um Davíð
borgarstjóra og stjórn sjálfstæðis-
manna svona úr fjarlægð?
— Ég þekki Davíð ekki persónu-
lega. En mér virðist hann snjall
strákur og fljótur að taka ákvarð-
anir. Það hefur sína kosti að hafa
slíkan mann í forystu. Á hinn bóg-
inn virðast sjálfstæðismenn ekki
leggja honum það til lasts að hann
er meira og minna einráður um
málefni borgarinnar. Ég hélt, að
Sjálfstæðisflokkurinn boðaði lýð-
ræði. Ég tel að mestu skipti fyrir
borgarstjóra að hafa skilning á mál-
efnum borgarinnar og geta tekið til-
lit til ólíkra hagsmuna og skoðana
meðal borgarbúa og fulltrúa þeirra.
Þarna virðist veikur hlekkur í
stjórn Davíðs á borginni, enda er nú
svo komið að fólk veit ekki hvað
hinir borgarfulltrúar flokksins
heita, hvað þá meira.
Auðvitað er þetta óþolandi of-
ríki. Einn maður getur aldrei haft
þá yfirsyn og þekkingu til að bera,
að hann fái einn stjórnað öllu.
Enda sjáum við mistökin alveg
himinhrópandi. Meðan gamalt fólk
er á vergangi í Reykjavík hrópar
Grafarvogsævintýrið á okkur með
öllum þeim milljónum, sem varið
var til framkvæmda, en neytendur
reyndust ekki fyrir hendi. Eða
hringlið í kringum hús Verndar í
vetur. Þessi mistök Davíðs eru
reyndar betur gleymd en sum hon-
um til Iítils sóma.
Minna lýðrœði
Enn alvarlegra er að nú stendur
til að fækka borgarfulltrúum í
fimmtán og það dregur fremur úr
möguleikum borgaranna til að hafa
áhrif á gang málanna hjá borginni.
Ég er sjálf mjög fylgjandi því að
fara allt aðra leið. Mér fyndist rétt-
ara að auka lýðræðið í Reykjavík,
fremur en að draga úr því. Ég er
mjög skotin í þeirri hugmynd, að
hvert hverfi í borginni fái sinn
hverfisstjóra og hverfisstjórn. Færa
valdið nær fólkinu. Líttu t. d. á mitt
hverfi í Reykjavík, Vesturbæinn,
þar er skóli í niðurníðslu, sundlaug,
sem þarfnast mikillar viðgerðar og
svo mætti lengi telja. Svo finnst mér
það kolvitlaus stefnumörkun hjá
borgaryfirvöldum að hafa verðlag á