Alþýðublaðið - 15.05.1986, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 15. mai 1986 Viðar Scheving: VIÐ ÓBREYTT ÁSTAND GERIST EKKERT „Ég er múrari,“ segir Viðar Scheving, og segir það eins og að hafa sagt allt. En inn við múrverk- ið leynist auðvitað margt! Maðurinn sem múrar veit upp á hár hvað er undir, ekki satt. „Ég er ungur maður og það er auðvitað kostur út af fyrir sig. Ekki er ég þó reynslulaus og víst er, að ég hef unnið hörðum höndum. Ég horfi á þann, sem ég vil helst fella úr borgarstjórn, ég er rjóður af erfiðri útivinnu, Davíð Oddsson er hvítur, eftir englabossauppeldi í flokks- maskínustöðvum Sjálfstæðis- flokksins. Ég viðurkenni, að hann getur betur en ég komið fram í skemmtiþáttum og sagt brandara. En við erum ekki að kjósa brand- arakallaþ segir Viðar. „Eða er það? Ég kynntist jafnaðarmennsk- unni fyrst þannig, að ég varð póli- tískt ástfanginn af Vilmundi Gylfa- syni heitnum. Þau kynni urðu til- þess að ég gekk í ungliðahreyfingu Alþýðuflokksins og það var reynd- ar í uppsveiflunni ’77—’78, en þá fengu margir að kynnast þessari dá- samlegu stefnu. Þó var það ekki fyrr en ég fór í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna ’81 að ég fór að setja mig inn í málin fyrir alvöru, enda orðinn varaformaður félags- ins. Símon Gissurarson var formað- ur þá og það var virkilega mikil upplifun að taka þátt í þingum SUJ. Og það er ekki að spyrja, maður fann sig“ Skynsemisstefna Hvað var og er það þá í stefnunni sent höfðar svo til þín? „Þar kemur uppeldið mikið til sögunnar. Mér finnst þetta svo mik- il mannúðarstefna. Ég var alinn upp við trú og mér finnst hug- myndafræði jafnaðarmanna koma mikið heim og saman við þá trú sem ég hef. Mannúðarstefnan og mann- gildissjónarmiðið eru efst á blaði. Ég man, að þegar ég var í Tækni- skólanum og þurfti að vinna heim- ildarritgerð þá ritaði ég um sögu al- þýðuhreyfingarinnar og Aljjýðu- flokksins og sú saga er með ólíkind- um. Þegar maður fer að hugsa til þess hve stutt er síðan þessir braut- ryðjendur voru á ferli, þá hlýtur maður að vilja að halda uppi merki slíkra manna. Það, sem einkennir jafnaðar- menn er; hlustaðu fyrst, áður en þú svarar. Það eru engir öfgar. Það er hlustað á rök og þau endurspegla þá afstöðu sem verður yfirleitt of- aná. Þ. e. a. s. skynsemin. Það er reynt að finna lausn sem hentar fjöldanum en ekki duttlungum ein- stakra manna. Ekki það, að jafnað- armenn taki ekki af skarið, heldur hitt að grundvöllurinn er víðari en það sem gengur og gerist þegar einn maður er allt í öllu, eins og nú er. Þó er eins og menn vilji þennan eina mann og kjósi ekki jafnaðar- menn til forystu hér og nú, Alþýðu- flokkurinn er iú ekki stór, ekki satt? „Jú, jafnaðarmenn eru ekki stór- ir í dag, vissulega. Lítið afl í borg- arstjórn og á þingi. En þó, ótrúlega áberandi. Það er kominn mikið meira en tími til að jafnaðarmenn verði sterkt afl. Og fyrsta vígið sem við verðum að vinna til að vinna mótvægi gegn sterkum hægri flokki er að vinna borgina. Það hreinlega verður að gerast og sé ég þá fyrir mér endurtekningu á því sem gerðist ’78 þegar ég kom inn í þetta, að fyrst féll borgin og Al- þýðuflokkurinn vann síðan stórsig- ur í alþingiskosningunumí’ Stritið er mann- skemmandi Viöar hugsar sig vel og vendilega um, þegar hann er spurður hvernig í ósköpunum eigi að fella borgar- stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Hverjir eru valkostirnir? „Sjálfstæðismenn ganga mjög ólýðræðislega til þessara kosninga. Þeir hamra á því, að annað hvort sé að velja þá — eða glundroða. Þeir afneita því að aðrir geti haft skoð- anir eða haft eitthvað til málanna að leggja. Þetta eru blekkingar og þær þarf að hrekja. Það er svo margt í húfi, svo mörg verkefni framundan, sem núverandi borgar- stjórnarmeirihluta er ekki treyst- andi fyrir. Alþýðuflokkurinn býður upp á stórglæsilega málaflokka, sem hann setur á oddinn. Ég nefni fyrst húsnæðismálin. Sjálfur keypti ég íbúð aðeins 18 ára gamall og hef unnið hörðum höndum síðan. Það var basl sem er ekki á nokkurn mann leggjandi. Samt, nú þegar ég er að kaupa mína aðra íbúð er enn sama basiið við að eignast sóma- samlega íbúð. Tillögur Alþýðu- flokksins nú eru þannig, að ef ég hefði kynnst þeim þegar ég var að basla fyrir minni fyrstu íbúð, hefði ég ekki hikað að styðja Alþýðu- flokkinn. Það er svo mikið lífs- spursmál að ungt fólk þurfi ekki að hreinlega eyðileggja sig með slíkum þrældómi, og þegar loksins þakið yfir höfuðið er komið, þá hefur það kostað svo mikil átök að fórnirnar eru ekki þeirra virði. Þá meina ég að þetta húsnæðisbrjálæði er ein aðal- orsök hjónaskilnaða á íslandi. Stritið er mannskemmandi. Við óbreytt ástand gerist ekkert. Frem- ur ágerist sá veruleiki, að það eru tvær þjóðir í þessu landi. Þjóð sem stritar og þjóð sem fær allt upp í hendurnar." Nú talar þú um launamisrétti og húsnæðisvandamál. Hvað er þá að segja um þátt borgarinnar í þessu sambandi? „Það þarf náttúrlega ekki að segja nokkrum heilvita manni að launin séu of lág. Þó er Reykjavík stærsta og ríkasta samfélag lands- ins og íslendingar með einar mestu þjóðartekjur í heimi. En Reykjavík er samt láglaunasvæði og því er eðlilegt að spyrja; hvert fara þessir peningar? Fara þeir í uppbyggingu í borginni? Nei. Þeir fara eitthvað annað en til þess fólks sem vinnur hörðum höndum fyrir þeim. Launastefnan í borginni er fyrir Halldór Jónsson: „HEF LÖNGUM RIFIST UM PÓLITÍK“ Halldór Jónsson, lœknir, Tómasarhaga 9. Fyrsta handtak segir manni, að það sé gott að hafa hann sem heimilis- lœkni. I bernsku dvaldi hann löngum í „Rauða bœnum“ — ísafirði. Þar lék hann sér við strákana á Túngötunni við gamla sjúkrahúsið sem Vil- mundur lét reisa á nokkr- um mánuðum. Hann heitir Halldór Jónsson. Afi hans var lengi bœjar- stjóri á ísafirði. Reyndar á hann báðar œttir að rekja til Vestfjarða. „Ég var nœstum fluttur til Isafjarðar í haust,“ segir hann þegar við hefjum samtalið. „Ég var alveg að gefast upp á baslinu hérna í borginni. Taldi mig fá betri aðstöðu sem heimilislœknir á ísafirði, en ég bjó þá við hérna í Reykjavík, hversu ótrú- legt sem það kann að hljóma. Annars kom þetta til að hluta vegna þess að ég þekkti vel til á ísa- firði; heimilislæknisstarfið er fjöl- breyttara úti á landi en hér, en síðast en ekki síst var ég að gefast upp á aðstöðuleysinu, sem ég bjó við hérna í Reykjavík. Það sem hefur blasað við ungum læknum á höfuð- borgarsvæðinu undanfarin ár, er alger stöðnun á uppbyggingu heilsugæslustöðva. Það voru byggðar nokkrar heilsugæslustöðv- ar í Reykjavík, en svo hefur ekkert gerst á þessu sviði síðustu árin. Það sem ungir læknar í Reykjavík hafa staðið frammi fyrir þ. e. heimilis- læknar er að hefja störf sem að- stöðulaus skrifstofublók. Þetta er ekki beint árennilegt, en samt sem áður vantaði marga heim- ilislækna í Reykjavík, þegar ég var að koma frá námi. í rauninni getum við sagl, að þjónusta heimilislækn- anna sé ennþá að mestu einyrkju- búskapur. Og niðurstaðan verður svo sú, að heimilislæknarnir sinna aðeins hluta af verkefnum sínum, þeir reyna að þjóna sjúklingum sín- um sem best, en fyrirbyggjandi starf verður að mestu útundan. All- ir sem kynna sér læknisþjónustu gera sér hins vegar ljóst að það þarf að auka einmitt þann þátt, þ. e. heilsuverndina, en það er ekki hægt við núverandi aðstöðu lækna í Reykjavík. Að efna kosningaloforð Það má því segja, að á kjörtíma- bilinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki efnt kosningaloforð sín um eina heilsugæslustöð í borginni á ári, þó að hann hafi bæði haldið um yfirstjórn heilbrigðismála hjá ríki og borg á sama tíma. Og það er fróðlegt að sjá, hvað hefur verið gert á þessum tíma. Það hefur verið samþykkt ein staða, á heilsugæslu- stöð í heilsuverndarstöðinni, við hliðina á stærstu Iæknamiðstöð landsins. Þetta heitir nú að efna kosningaloforð! Síðan er verið að opna eina steinsnar þar frá — í Drápuhlíðinni. En uppbyggingin úti í hverfunum, þar sem fólkið býr, í samræmi við það heilsugæslu- skipulag sem veifað hefur verið í áróðursskyni fyrir kosningar, það er hvergi til nema á pappírunum. Sjálfur var ég að hugsa um að flytja frá Reykjavík í haust einmitt vegna þess hvernig ástatt er í þess- um málum, en þá bauðst mér að- staða í hópstarfi, þar sem við sam- einuðumst nokkrir læknar um að r'eka heilsugæslu, sem fellur vel inn í heilbirgðiskerfi borgarinnar. Þetta varð m. a. til þess að ég hélt áfram með þá 2000 manns sem eru á skrá hjá mér. En það er ekki ráðamönn- um að þakka! Heilsugœslustöðvar ekki dýrari Það má benda á í þessu sam- bandi, að á síðasta ári skilaði nefnd um uppbyggingu heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu áliti sínu. Þessi skýrsla hefur ekki verið gerð opinber ennþá, en heyrst hef- ur, að í henni séu upplýsingar, sem benda til þess að í rauninni séu heilsugæslustöðvar lítið dýrari kostur en sá einyrkjubúsakpur, sem nú ríkir. Ef þetta reynist rétt, þá er komin enn ein ástæða fyrir því að hraða þessari uppbyggingu!1 — Er gaman að vinna þetta starf? „Já, þetta er mjög gefandi starf. Maður kynnist fólkinu í borginni afskaplega vel. Það fer ekki hjá því þegar maður kemur inn á mörg hundruð heimili á ári og hittir fólk í sínu eigin umhverfi. Þá sér maður hvað Reykvíkingar búa raunveru- lega við misjafnar aðstæður!1 — Er of breitt bil? „Já, það er alltof breitt, alltof mikill munur í kjörum fólks. Við sjáum vel hópana, sem eiga veru- lega erfitt. Það eru einstæðir for- eldrar, ellilífeyrisþegar og þeir sem eru í húsnæðisbaslinu. Meðal ein- stæðra foreldra getum við séð af- leiðingarnar í meira stressi og meiri sjúkleika, bæði líkamlegum og andlegum en ella væri, þótt erfitt sé að sanna svona fullyrðingar. En þessu fólki er líka nokkur vandi að taka ráðleggingum okkar lækn- anna, vegna þess að það kostar líka peninga og tíma að hugsa um heils- una og fara vel með sig. Jú, læknastarfið hefur gefið mér mikið. En ég hafði hins vegar alls ekki gert mér grein fyrir því, þegar ég fór út í nám á þessu sviði, að ráðamenn væru slíkur þröskuldur í vegi framfara sem þeir eru. Því mið- ur fær maður það á tilfinninguna stundum, að þeim sé í rauninni skít- sama hvernig þessum málum er háttar. Velferðarríki andskotans Þetta kemur líka til af því að hér er að þróast, að minni hyggju upp ólíkt velferðarkerfi frá því sem við þekkjum á Norðurlöndunum og ég nefni Svíþjóð sérstaklega af því ég hef búið þar. Hjá okkur er þetta þannig, að velferðin byggist alltof mikið á því að leita til einhvers fyrir- greiðslupólitíkuss í stað þess að af fá bara venjulega þjónustu. Stjórn- málamaðurinn kippir svo í spotta og þannig virkar kerfið. Ef fólk vill fá eitthvað gert, þá verður það að fara þessa leið, hversu mikla andúð, sem það hefur á svona aðferðum. Þetta er leiðinleg þróun og ekkert annað en rakin spilling. Jafnaðar- menn eiga að breyta þessu. — Hvað varð til þess að þú gekkst til liðs við Alþýðuflokkinn? „Upphaflega var ég alinn upp í Alþýðuflokknum og hef alla tíð verið hlynntur jafnaðarstefnunni. Ég verð að vísu að játa að síðustu ár viðreisnar sálugu voru mér ekki að skapi. Síðan fer ég til Svíþjóðar og sé jafnaðarmenn að starfi þar. En það er ekki fyrr en 1983 þegar ég sé allan þann tilflutning á fjármagni, sem var fyrir hvers manns augum eftir stjórnarskiptin það ár, að ég ákvað að gera eitthvað sjálfur í mál- inu. Maður getur ekki staðið að- gerðalaus hjá. Síðan hef ég starfað í Alþýðuflokknum í Reykjavík m. a. verið í stjórn flokksins. Núna ákvað ég að slá til þegar ég var beð- inn um að taka sæti á framboðslista flokksins, þótt ég hefði gjarnan viljað hafa meiri tíma til að sinna þessu!1 — Hefurðu alltaf veriö pólitísk- ur? „Já, það má segja að ég hafi löngum rifist um pólitík. Ég hef að vísu ekki látið hengja mig á flokks- snagann alla tíð, en alltaf haft viss- ar taugar til jafnaðarstefnunnar, samhjálpar og félagshyggju í póli- tík. Það skortir mjög á að samhjálpin sé í lagi í þessu þjóðfélagi. Hér vinna báðir foreldrar yfirleitt úti og því er ennþá brýnna, að vel sé búið að börnum í þjóðfélaginu. En því miður er það svo, að ráðamenn meta sitthvað meira en góðar dag- vistarstofnanir. Öryggi í stað hallar- bygginga Og af því við erum að tala um fé- lagslega þjónustu, þá verð ég að koma aðeins að gamla fólkinu. Það er rétt, sem ,við jafnaðarmenn höf- um lagt áherslu á í þessari kosn- ingabaráttu, að það þarf að sinna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.