Alþýðublaðið - 15.05.1986, Page 9
Fimmtudagur 15. maí 1986
9
Viðar Scheving, múrari, Orrahólum 7.
neðan allar hellur. Til að mynda
þessar nýju og dýru hellur í Banka-
stræti!
Það þarf að skapa þannig að-
stæður að kjarasamningar geti ver-
ið hagstæðari og við verðum að
hætta að hlusta á þetta rugl um að
það sé ekki hægt að borga fólki
mannsæmandi laun. Ástandið í
borginni er ekkert betra en fyrir
fjórum árum þegar íhaldið vann
hana á ný, nema síður sé og einmitt
verra eins og dæmin sýna. Hafa
þessi fjögur ár bætt kjör launa-
fólks? Auðvitað kemur inn í þetta
að við höfum ríkisstjórn sem er
fjandsamleg launafólki, en því má
ekki gleyma að borgarstjórnarmál
málum gamla fólksins. Hentugt
húsnæði vantar. En það sem er mik-
ilvægast af öllu, er að þessu aldraða
fólki sé gert ljóst, að það nýtur full-
komins öryggis, ef eitthvað bjátar á.
Ef aldrað fólk veit að öryggisþjón-
usta er í lagi, þá er það mest um
vert. En við eigum einmitt langt í
land að þessu leyti. Ég segi: Öryggið
er fyrir öllu, það er aðalatriðið,
ekki hallarbyggingar fyrir gamla
fólkið. Ef öryggisþátturinn er í lagi,
þá getur þetta gamla fólk verið
miklu lengur heima hjá sér og allar
kannanir sýna, að það er það sem
fólk yfirleitt vill.
En svo eru það séríslenskar að-
stæður að kraftar okkar eru alltof
dreifðir í þessum málum. Ef þeir
væru samhæfðir, þá mætti að mínu
mati gera miklu meira fyrir aldraða
en gert er í dag“
— Hvernig lítur þú á hlutverk
jafnaðarmanna í borginni í dag?
„Það á að vera aðalsmerki jafn-
aðarmanna, hvar sem þeir komast
til áhrifa að veita fólki kost á að
hafa áhrif á umhverfi sitt. Ég vil
sem jafnaðarmaður sjá allt aðra
hlið á yfirvöldum i Reykjavík en ég
sé í dag. Það er í fullu samræmi við
hugmyndir jafnaðarmanna að
dreifa valdinu meðal borgarbúa og
þar koma hverfastjórnir að mínu
mati vel til greina. Eg tel líka að slík
valddreifing vinni gegn einni aðal-
meinsemd nútímaborgarlífs, sem er
firringin.
Ég sé það líka sem stórt verkefni
jafnaðarmanna að vekja upp sam-
kennd fólks, félagskennd gagnvart
öðru fólki og tilfinningu fyrir sögu
borgarinnar og menningu. Að fólk
upplifi borgina ekki bara sem
markað eða átök milli hagsmuna-
hópa. Stofnanir borgarinnar eru
mjög fjarlægar okkur í dag. Þessu
má öllu koma til betri vegar að
minni hyggju.
— Er garnan að stússast í póli-
tík, Halldór?
„Já, að vísu hefði ég óskað þess
að ég hefði haft meiri tíma í þetta,
sérstaklega hvað varðar stefnumót-
un og umræðu. En það er gaman að
taka þátt í þessu. Ég vil hins vegar
taka það fram, að ég sé sjálfan mig
fyrst og fremst fyrir mér sem heim-
ilislækni. Til þess hef ég undirbúið
lífsstarf mitt og við það vil ég vinna.
Ég lít á pólitíkina sem ákveðinn far-
veg til að koma fram breytingum á
þjóðfélaginu. Það er ástandið í
þjóðfélaginu, sem hefur kallað fólk
eins og mig fram á hið pólitíska
svið. Eg get ekki fremur en aðrir
horft aðgerðalaus á. Ég hlýði kall-
inu!‘
eru líka pólitík og reyndar þunga-
miðjan í landspólitíkinni þegar bet-
ur er að gáð. Þannig finnst mér ein-
sýnt, að ef okkur tekst að fella nú-
verandi borgarstj órnarmeir-ihluta,
þá er ekkert því til fyrirstöðu að Al-
þýðuflokkurinn verði 30'%-flokkur
í næstu alþingiskosningumí*
Spilling ogfyrir-
greiðslupólitík
Hvað er það sem heldur aftur af
fólki? Hvers vegna er Sjálfstæöis-
flokkurinn svo sterkur?
„Það spilar auðvitað margt inn í,
en ég vil nefna dæmi. Góður kunn-
ingi minn hafði verið að sækja um
að byggja við hliðina á húsi sínu, en
þar var gamalt hús sem lengi stóð til
að flytja. Byggingarrétturinn var
fyrir hendi, hann hafði látið teikna
þetta fyrir sig og ekkert átti að vera
til fyrirstöðu, en samt var allt stopp.
Hann stóð í stappi í tæp fjögur ár,
en þá kemur að því að hann er af
manni spurður: „Ertu í flokkn-
um?“ Og viti menn, hann er strax
drifinn í flokkinn — Sjálfstæðis-
flokkinn auðvitað — og þá opnuð-
ust allar dyr! Hvað segir þetta okk-
ur? Þetta er dæmisaga um spilling-
una og fyrirgreiðslupólitíkina. Því
miður hefur flokksskírteinið í
Sjálfstæðisflokknum og kunn-
ingjatengsl þar inn í verið afgerandi
á svo mörgum sviðum. Og kominn
tími til að breyta þessu, einmitt fyrir
þann fjölda sem ekki er vígður í
þessa reglu!‘
Það vita kannski margir, en hvað
er að segja um þann gífurlega
fjölda sem nú er að fara að kjósa í
fyrsta skipti. Er unga fólkið póli-
tískt meðvitað?
„Ég hygg að það megi skipta
unga fólkinu upp í tvo hópa. Þann
sem tekur afstöðu og hinn sem fylg-
ir með. Maður vonar auðvitað að
allir taki sjálfstæða afstöðu, því þá
er valið auðvelt. En því miður
stendur margt ungt fólk frammi
fyrir óbærilegum valkosti; ef þú
velur ekki Sjálfstæðisflokkinn er
hætta á því að þú fáir ekki stöðu,
lóð og allar dyr lokaðar. Við stönd-
um einmitt frammi fyrir því að
metnaðargjarn maður í dag tekur
ekki afstöðu fyrr en í lengstu lög.
Unga fólkið verður að breyta þessu,
það gerist aðeins með því að það
hafni þessu fyrirkomulagi. Hætti
að taka mark á þeim heilaþvotti
sem á sér stað leynt og ljóst í Morg-
unblaðinu. Það á sér stað hægfara,
markmiðsbundin pólitísk mötun,
skal ég segja þér. En tilveran er ekki
bara svört og hvít, hún er allt litróf-
ið!‘
Hverjir eru þá möguleikarnir að
þínu mati. Ertu bjartsýnn?
„Möguleikarnir verða strax góðir
þegar fólk áttar sig á því að það þarf
ekki konfektkassa, blómvendi og
flokksskírteini Sjálfstæðisflokks-
ins til þess að hlutirnir gangi fyrir
sig. Þegar fólk áttar sig á því að
kjósendur eru ekki geymslumið-
stöð — eins og Heilsuverndarstöð-
in, þar sem allt er í lamasessi og
þarfnast gagngerrar umturnunar —
við erumekki fólk sem á að geyma og
gleyma þar til á fjögurra ára fresti.
Við erum fólk sem höfum forgangs-
röð, við drögum mörkin við auð-
gildið og manngildið. Hjá jafnað-
armönnum gengur manneskjan
fyrir. Ég óska borgarbúum til ham-
ingju með afmælið, en við myndum
ekki eyða hundruðum milljóna
króna í afmælishátíð meðan við
getum ekki staðið upprétt frammi
fyrir öryrkjunum, hinum öldruðu
og hinum fátæku. Það gera sjálf-
stæðismenn og ekki roðna þeir!
Heldur fremur hafa smekk til að
syngja um dásamlegheitin í sjón-
varpinu.
Það lagast ekkert af sjálfu sér.
Síst þetta einveldi Davíðs. Og víst er
að straumurinn er með okkur, en
það þarf þrotlaust starf. Ég tel að
við ættum hæglega að geta fengið
þrjá borgarfulltrúa. Við fækkum
sjálfstæðismönnum, sendum
Framsókn í endurhæfingu, höfnum
aðskilnaðarstefnu Kvennalistans og
berháttuðum allaböllum. Við kjós-
um A-listann!‘
LEPHONE
OÐSTOÐAR
HÍNDIMG ÓHAPP ERUNDIS
{Jið starfræHjum neyðarsíma hér heima, einHum fyrirþá sem tala
eHHert erlent tungumál. Meginmálið er þó að wið höfum tryggt
Eurocard Horthöfum þjónustu hins alþjóðlega aðstoðarfyrirtæHis
<ÖE5/H, hendi þá alwarlegt óhapp á ferð erlendis. /Hllir Horthafar fá
sérstaHt spjald með neyðarnúmerum sem gilda hwarwetna í
heiminum.
Með einu símtali geta þeir beðið um:
(^) Hauðsynlegar upplýsingar um viðbrögð við óvæntum vanda, t.d. tapi ferðaskiiríkja.
Ókeypis flutning slasaðs korthafa á sjúkrahús.
Fjárhagsaðstoð, t.d. vegna óvæntrar sjúkrahúslegu.
Lögfræðiaðstoð, verði skyndilega þörf á henni.
Ókeypis farseðla heim, í stað seðia sem ógíidast, t.d. vegna slyss.
Ókeypls heimsókn að heiman, sé korthafi óvænt lagður inn á spítala erlendis
í lOdaga eða lengur.
AuH þessa geta Eurocard Horthafar notið 5lysaábyrgðar ferða-
langa. Bætur geta numið allt að U5D 100.000, samHwæmt
sHiimáium þar urn.
Aðgangur að allri þessari þjónustu er óHeypis, sértu Eurocard
Horthafi. Þú getur fræðst nánar um hana af upplýsinga-
bæHlingnum: „Hendi þig slys erlendis". Hann fæst hjá oHHur, í
ÚtvegsbanHanum, WerzlunarbanHanum og Sparisjóði wélstjóra.
Kreditkort hf. Ármúla 28
Þ