Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 15. mal 1986 Kristín Jónsdóttir: „VID ERUM SVOLÍTID EIGINGJÖRN KYNSLÓD“ „Ég hef alltaf búið á Hjarðarhaganum, þar til ég flaug úr hreiðrinu og settist að með manninum mínum í þessu nýja hverfi. Það er svo nota- legt að búa í Vesturbœn- um,“ bœtir hún við. Kristín Jónsdóttir er kennari að mennt. Hún býr nú „vestast í Vestur- bœnum“, á Rekagranda, litlum botnlanga út úr Astarbrautinni, nálœgt þeim gamla „gaggó vest“ og K. R. Meðan við Kristín spjöllum um Reykjavík, jafnaðarstefn- una og stjórnmálastarf hennar, situr skrafhreifin dóttir hennar, 9 mánaða Helga Kristín að síðdegis- snarli. Við spyrjum Kristínu hvað hafi orðið til þess að hún laðaðist að Alþýðuflokknum öðr- um stjórnmálaflokkum fremur. — Eiginlega hefur mér alltaf fundist það jafnsjálfsagt lífinu sjálfu að fylgja jafnaðarstefnunni. Upphaflega kom ég inn í starf fyrir Alþýðuflokkinn í stóru bylgjunni 1978, þegar margt ungt fólk gekk til liðs við Alþýðuflokkinn. Ég var um tíma í stjórn Félags ungra jafnaðar- manna og vann að sumrinu á skrif- stofum Alþýðublaðsins. Það fór auðvitað ekki hjá því að maður smitaðist af eldmóði yngri þing- manna flokksins eins og t. d. Vil- mundi heitnum. Eftir sigurinn 1978 var mikill kraftur í öllu þessu unga fólki, ný kynslóð komin til áhrifa innan Éokksins og bjartir tímar framundan. Annars hefur mér allt- af fundist sem innan Alþýðuflokks- ins rúmist mjög breið og frjálslynd lífsstefna. Þetta er flokkur laus við kreddur og ofstæki, hann er um- burðarlyndur og í rauninni er jafn- aðarstefnan ákaflega mikil mann- úðarstefna. Ætti í raun að höfða til allra, enda jafnaðarmannaflokkar víða ráðandi afl á Vesturlöndum, þar sem skoðanamyndun er frjáls. I jafnaðarmannaflokkum hefur tek- ist að brúa þetta vandasama bil milli frelsis einstaklingsins og vilja fjöldans. Auk þess að fylgja Al- þýðuflokknum að lífsstefnu, þá finnst mér bara gaman að vinna með fólki, starfa að málum með fólki sameiginlega. Það er fátt eins örvandi og að finna að maður getur haft áhrif á umhverfi sitt. Við jafn- aðarmenn hér í borginni stefnum að stærri hlut, ná hér áhrifum í borginni og við trúum því að áhrif okkar muni gera Reykjavík að betri borg en hún er í dag. Á móti valddreifingu Er hægt að stjórna Reykjavík betur? — Hvernig spyrðu? Já, það er svo sannarlega hægt að gera. Það er samdóma álit allra þeirra sem fylgj- ast með stjórn borgarinnar í návígi, að stjórn íhaldsins markist alltof mikið af miðstýringu og fámennis- stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn virð- ist vera á móti valddreifingu. Hann vill ekki færa vald út til fólksins. Ég er þeirrar skoðunar, að með því að færa vald í auknum mæli út til fólksins í hverfunum og jafnvel með því að veita fyrirtækjum aukið frjálsræði, en um leið væri krafist af þeim meiri ábyrgðar, þá yrði það til mikillar hagsældar fyrir alla borgarbúa. Svo ég taki dæmi um það sem ég er að segja, þá tel ég að ætíð eigi að halda opna borgara- fundi í hverfum Reykjavíkur, þegar framkvæmdir á vegum borgarinnar standa fyrir dyrum eða einhver stórmál koma upp. íbúarnir eiga að fá að segja skoðun sína á málum og eiga möguleika á að hafa áhrif á það sem verið er að gera. Eitt dæmi um afskiptaleysi borg- aryfirvalda er hér fyrir utan glugg- ann hjá mér. Lengi höfum við íbú- arnir hérna við Rekagrandann von- ast eftir skemmtilegu leiksvæði fyr- ir börnin á hluta af auðu svæði austan við húsin. Fyrir tilviljun komumst við að því að búið var að gera skipulag sem gekk þvert á vilja íbúanna. Mér finnst að i málum sem þessum eigi skilyrðislaust að hafa samráð við íbúana. Fyrir mik- inn þrýsting var þessu skipulagi að vísu breytt, en líklega kemur leik- svæðið aldrei. Á þessu svæði hér á Grandanum er hvergi gott leik- svæði fyrir börn. Manni sýnist að það eigi að nýta allt þetta svæði meira og minna undir byggingar. Hvað með önnur mál. Vilt þú hafa aðra forgangsröð á verkefn- um? — Já, ég tel að það þurfi að stokka upp spilin. Fyrir ungt fólk eins og mig og mína kynslóð þá eru húsnæðismál mál málanna. Fólk verður að geta byggt sér húsnæði eða eignast það án þess að leggja líf og heilsu að veði. I þessu er Alþýðu- flokkurinn einn flokka með heil- steypta stefnu, eitthvað nýtt til að bjóða fólki upp á. Kaupleiguíbúð- irnar eru leið út úr vandanum. Sjálfstæðisflokknum tókst að drepa Búsetahugmyndirnar og því ætti ungt fólk að skoða þennan kost í húsnæðismálum. Með kaup- leiguíbúðunum getum við komist út úr þeim ógöngum, sem við höf- um ratað í undir leiðsögn annarra flokka í þessu brýna hagsmunamáli okkar kynslóðar. Annað forgangsmál eru fleiri dagheimili. Ég lít svo á að það sé hverju einasta barni hollt að fá að fara á leikskóla og dagheimili og dvelja þar með öðrum börnum undir handleiðslu menntaðra fóstra. Það eiga ekki að vera forrétt- indi útvaldra að komast inn á þessi heimili, heldur sjálfsagður réttur hvers einasta barns. Mér finnst allt- of lítil áhersla á þetta í borginni og í rauninni lítil áhersla á hina félags- legu þætti mannlífsins, velferð ungra og aldraðra og þeirra sem ekki geta barist fyrir eigin málum án fulltingis okkar hinna eins og fatlað fólk t. d. Hugsum of lítið um gamla fólkið Sérstaklega finnst mér þetta al- varlegt, þegar við íhugum stöðu aldraðra í borginni. Ég er mikil áhugamanneskja um að stórlega verði bætt úr allri aðstöðu fyrir þetta fólk, sem byggði upp okkar þjóðfélag en situr nú við skarðan hlut. Mér finnst við vera of hugsun- arlaus gagnvart eldra fólkinu. Ungt fólk hugsar jafnvel ekki nægilega vel um þá sem næstir þeim standa, foreldra, ættingja og aðra vanda- menn. Við erum svolítið eigingjörn kynslóð, erum of upptekin af okkur sjálfum til að sjá þarfir annarra. Hér þurfum við að breyta hugsun- arhætti. Svo verðum við flest líka sjálf gömul, er það ekki? Við eigum að líta á það sem forgangsverkefni að búa betur að þessu fólki, sérstak- lega í húsnæðismálum og lífeyris- málum. Það er samhjálp sem við eigum að boða í þessu þjóðfélagi, sem markast alltof mikið af sérhyggju og sérhagsmunum. Og við sem er- um ung, eigum að vera í fararbroddi fyrir betra samfélagi í Reykjavík, þar sem hin félagslegu.viðhorf eru sett í öndvegi. Kristin Jónsdóttir, kennari, Rekagranda 8. Jón Baldur Lorange, skrifstofustjóri, Eskihlíð 14. Jón Baldur Lorange: UPPSVEIFLAN ER Þótt Jón Baldur Lorange sé aðeins 22ja ára gamall er Ijóst að hann œtlar sér stóra hluti á nœstu árum og er þegar kominn í fremstu víglínu. Jón hef- ur brennandi áhuga á stjórnmálum og því þótti fyrirspyrjanda ekki úr vegi að inna hann álits á því hvort unga fólkið í dag vœri pólitískt með- vitað. „Ég vil meina það að fólk á mín- um aldri, þessi stóri hópur 18—25 ára fólks, geri sér grein fyrir því að sú stefna sem fylgt hefur verið í dag í efnahagsmálum og stjórnmálum almennt gengur einfaldlega ekki lengur. Efnahagskerfið er sársjúkt eftir mikla óstjórn undanfarið. Fólk þarf ekki að vera mjög póli- tískt þenkjandi til að sjá þetta; þetta kemur í ljós þegar fólk ætlar að eignast þak yfir höfuðið, fer út á vinnumarkaðinn, er í skóla. Fólk áttar sig nú æ betur á því að það þarf að verða mikil breyting á, að það komi upp pólitískt afl sem get- ur breytt ástandinu til meiri velfarn- aðar. Ef við notum útilokunaraðferð- ina þá kemur í ljós að þetta afl er Alþýðuflokkurinn. Framsóknar- flokkurinn hefur fengið að stjórna samfleytt í fimmtán ár, Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mikið verið í stjórn, á landsvísu og í borginni og Alþýðubandalagið hefur verið í stjórn í átta ár af síðustu fimmtán. Þá er aðeins eftir einn sterkur flokkur sem byggir á gömlum grunni — Alþýðuflokkurinn. Það er sama hvar okkur ber niður þegar við rýnum í stefnu Alþýðuflokks- ins. Meira að segja höfum við skyn- sömustu stefnuna í landbúnaðar- málum! Við getum nefnt skatta- málin, nú hefur nýlega komið í ljós að um 6,5 milljörðum króna er stol- ið undan skatti. Alþýðuflokkurinn hefur margoft flutt tillögur á þingi um hert skattaeftirlit og breytta skattalöggjöf, til dæmis um afnám tekjuskattsins og skilvirkara sölu- skattskerfi." Hvaða mál eru það sem þér eru efst í huga hvað málcfni borgarinn- ar varðar? „Ástandið I borginni er orðið ansi slæmt, sérstaklega þó í hús- næðismálum unga fólksins. Þær tillögur sem Alþýðuflokkurinn leggur fram um kaupleigufyrir- komulagið tel ég vera tímamóta- mál. Hér er um að ræða fyrirkomu- lag sem er auðveldara og' mann- eskjulegra en gengur og gerist. Út- borgun er akkúrat ekki nein, greiðslubyrði mjög lítil og lánstím- inn lengri en í dag þekkist. Annað mál sem snertir flesta borgarbúa er vandi aldraðra. Það hörmungarástand sem er á því sviði í dag lýsir sér í því að 1100 aldraðir eru á biðlistum elli- og hjúkrunar- heimila. Þetta er ógnvekjandi fjöldi. Við leggjum áherslu á þjón- ustuíbúðirnar, á þeim grundvelli sem þeir í Kópavogi eru farnir að framkvæma, þar er enda Alþýðu- flokkurinn í meirihlutasamstarfi vinstri flokka. Þriðja málið sem ég vil nefna og við jafnaðarmenn viljum leggja áherslu á er launamál borgarstarfs- manna. Borgin er stærsti launa- greiðandi hér og það er staðreynd að borgarstarfsmenn eru láglauna- hópur. Þetta þurfa stjórnmála- menn auðvitað að taka fyrir og þá t. d. eins og gert var á Bolungarvík, þar sem tiltekin voru lágmarkslaun. Markmiðið er auðvitað að allir geti lifað sómasamlegu lífi, en til þess þarf að stokka upp allt launakerfið. Ég vil einnig nefna í þessu sam- bandi nauðsyn valddreifingar og aukins sjálfstæðis vinnustaðanna. Borgin verður að ríða á vaðið, dreifa ábyrgð og völdum til yfir- manna vinnustaðanna og þá um leið meiri ákvarðanatöku í launa- málumí' Hvað var það fyrst og fremst, Jón Baldur, sem leiddi þig á braut Al- þýðuflokksins og jafnaðarstefn- unnar? „Ég velti því vel fyrir mér hvaða stefnu ég vildi fylgja og ég kynnti mér vandlega allar stefnurnar. Ég verð að viðurkenna að á tímabili var ég ekki fráhverfur stefnu Sjálf- stæðisflokksins og þá einkum vegna áherslunnar sem á pappírn- um er lögð á frelsi einstaklinganna. En eins og sá flokkur hefur verið rekinn held ég að allir geri sér grein fyrir því að hann er fyrst og fremst flokkur auðmanna, þeirra hópa í þjóðfélaginu sem eru sterkastir fyr- ir og hafa mesta fjármagnið í hönd- unum. Þess vegna hlýtur Sjálfstæð- isflokkurinn alltaf að þjóna þessum hópi framar öðrum — en ekki hags- munum lítilmagnans. Á hinn bóg- inn er það Alþýðuflokkurinn sem með jafnaðarstefnu sinni berst fyrir hagsmunum alls fólksins. Þá erum við m. a. að tala um samhálp og bræðralag, þannig að aðstoð við fólk sem þarf á henni að halda verði ekki veitt sem ölmusa. Við jafnað- armenn lítum á það sem sjálfsögð mannréttindi að stutt sé við þá sem eiga bágt. Um leið leggja jafnaðar- menn áherslu á frelsi einstaklinga og hafa, að þessu leytinu til muna fullkomnari stefnu en sjálfstæðis- menn.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.