Alþýðublaðið - 15.05.1986, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 15. maí 1986 Björk Jónsdóttir: „VIL EKKI SVONA EINRÆÐISHERRA“ Björk Jónsdóttir, verkakona, Hábergi 12. Hún telur sig til Siglfirð- inga eins og margir góðir menn, enda þótt hún hafi farið frá Sigló átta ára gömul. Þetta segir tals- vert um Björk Jónsdótt- ur, sem er alin upp í Kópavoginum, en hefur búið sín fullorðinsár í Reykjavík. Hún á heima í Breiðholtinu, á fimm krakka og einn karl, einn hund og einn kött. Segist ánœgð með lífið í Breið- holtinu. „Það er gott að búa hérna, þótt vitanlega sé hœgt að stjórna þess- ari borg miklu, miklu betur“ bœtir hún við. „Já, ég hef stundum verið kölluð félagsmálafrík, það er alveg satt. Alla tíð hef ég verið mikið fyrir að kynnast nýjum hlutum og fólki, nýjum hugmyndum. Að vísu hef ég dregið svolítið úr félagsmálavafstr- inu í seinni tíð, sérstaklega í fyrra, þegar ég fór í fjölbrautina. En það þýðir ekki, að ég sé að setjast í helg- an stein. Alls ekki. Ég kynntist fyrst félagsmála- starfi hjá skátunum í Kópavogi. Þá var égb’ara ellefu ára. Þetta var í Kópavoginum. Mér fannst stór- kostlegt að kynnast skátahreyfing- unni, mikið útilíf og frjálslegt að fá að þroskast í félagslífi skátanna. Ég hef alltaf kunnað vel að meta skáta- starfið og er ennþá skáti. Maður lærir óskaplega margt í þessari hreyfingu, fyrst ýmis atriði í félags- lífi, hvernig maður á að bjarga sér sem einstaklingur og síðan er þetta góður og þroskandi félagsskapur. Ég var líka sex ár í J. C., en hætti þegar ég komst á aldursmörkin. Þau eru um fertugt I þessu félagi og þá verður maður að hætta, hvort sem manni líkar betur eða verr. Ég vann ýmis leiðbeinendastörf hjá J. C. og fékk dómararéttindi í ræðukeppnum. Ég hef t. d. verið með námskeið hérna í fjölbrautinni og það hefur verið gaman að vinna með krökkunum. Nú svo er ég vit- anlega virk í kirkjunni minni, svo ekki sé minnst á Verkakvennafélag- ið Framsókn, þar sem ég starfa á daginn" — Hvernig er að vinna fyrir Framsókn? „Ég hef unnið hjá Verkakvenna- félaginu í um tvö ár. Jú, þetta er alveg ágætt starf, skal ég segja þér, fjölbreytt og yfirleitt mjög skemmtilegt. Ég vinn fyrst og fremst við að veita upplýsingar á skrifstofu félagsins. Það er mikið spurt um réttindi og skyldur og það verða að vera svör við því öllu, hvort sem spurt er um smátt eða stórt. Síðan mæli ég upp pláss í ræsting- unni, en ég vann áður við ræstingar sjálf, þ. e. áður en ég byrjaði hjá Framsókn. Þegar búið er að taka út stykki, sem kallað er, þá förum við yfir þetta, og göngum úr skugga um að allt sé samkvæmt samningum og reglum. Annars fer mikið af mínu starfi fram í símanum, því fólk leit- ar helst eftir upplýsingum í gegnum síma“ Blöskrar stundum samviskusemin — Þú kynnist þá kjörum fólks vel og aöbúnaði? „Já, ég veit hvað þetta fólk er með í kaup, allt niður í 17.000 kr. á mánuði fyrir að skríða í skítnum á gólfum t. d. í bíóunum. Það þarf oft að sækja vatn upp á loft eða niður í kjallara og rogast með það um allt hús. Þetta er sérstaklega slít- andi vinna fyrir lítið kaup. Það veit ég af eigin reynslu. Margar þessar konur eru meðvitaðar um bág kjör og vilja leggja í baráttu til að bæta þau, en hitt er líka of algengt, að þetta fólk festist í ákveðnu fari og komist ekki upp úr því. Stundum blöskrar mér samviskusemin og vinnuharkan. Ég get sagt þér sem dæmi, að ef atvinnurekandi óskar eftir læknis- vottorði í veikindum, þá á hann að greiða fyrir það sjálfur. Ræstingar- konur munar um 300 kr. vottorð, þó að atvinnurekandann muni akkúrat ekki neitt um þann pening. En fæstir atvinnurekendur segja fólkinu sínu frá því, hver eigi í raun að borga þetta. Og konurnar vita ekki alltaf af því, hvernig réttindum þeirra er háttað. Ég held að þetta sé að breytast núna. Fólk er að vakna miklu meira til vitundar um sinn rétt. Félögin eru líka duglegri við að koma upp- lýsingum á framfæri. Ekki veitir af því við þurfum líka að vera vel á varðbergi, sem vinnum hjá félögun- um — ekki síður en verkafólkið sjálft. Ég get nefnt sem dæmi, að oft fjölgar í mötuneytum og álag á konurnar eykst án þess að það sé metið í launum við þær. Stundum er þetta hæg aukning og fólk tekur ekki eftir því fyrr en sæmilega ró- legt starf er orðið að hreinum þræl- dómi“ — Hafið þið gott samband við vinnustaðina? „Já, við reynum það. Stundum er þetta vanþakklátt starf, en yfirleitt mjög gefandi. Mér finnst stundum að konurnar mættu vera virkari sjálfar, hafa meira frumkvæði að breytingum og kröfum, því við vit- um jú að heimurinn breytist ekki af sjálfu sér. Þess vegna þarf stöðugt að virkja fólk og gera það meðvit- aðra um eigin stöðu.“ — Hvað gerirðu svo í fristund- unum? Stúdent fyrir fimmmtugt „Eins og þú sérð, þá fara flestar mínar frístundir í félagsmál og ég get vel hugsað mér pólitískt starf svona meðfram. Þess vegna tók ég vel :í það, þegar leitað var til mín með þetta framboð fyrir Alþýðu- flokkinn. Ég ann réttlætinu, er jafnréttismanneskja, vil jafna kjör og aðstöðu fólks í þjóðfélaginu. Maður fer í pólitík til að ná fram hlutum. Og svo er alltaf gaman að starfa með fólki. Ég hef trú á því að barátta okkar nú skili einhverjum breytingum til hagsbóta fyrir borg- arbúa. Ég vil ekki svona einræðis- herra I borginni eins og núverandi borgarstjóra. Þetta er stór borg og það liggur í augum uppi að mörg sjónarmið þurfa að komast að. Enginn einn maður getur stjórnað þar eftir geðþótta. Lýðræðishug- sjónir jafnaðarmanna og valddreif- ing þarf að komast að í stjórnkerf- inu í Reykjavík. Þær hafa breytt miklu annars staðar" — Áttu þér draum? „Já, fyrir mig persónulega. Að ég verði stúdent fyrir fimmtugt. Síðan ætla ég í félagsfræði. Fyrir utan það hef ég áhuga á að við náum sem bestri kosningu í vor. Til þess þarf mikið starf og vinnufúsar hendur. Ég er reiðubúin að leggja mitt af mörkum. þ. Ragna Jóhannesdóttir, iðnverkakona: „GETUM VEL BOÐIÐ DAVÍÐ BYRGINN“ Hún heitir Ragna Jó- hannesdóttir og vinnur á rannsóknarstofu Hamp- iðjunnar, hefur unnið hjá Hampiðjunni í nokkur ár eins og reyndar eigin- maður hennar líka. Á rannsóknarstofunni eru gœði framleiðslunnar könnuð, vigtaðar prufur frá vélunum, net og kaðl- ar teygðir og togaðir til að þrautreyna gœði þeirra áður en þeir lenda í höndum íslenskra sjó- manna. Ragna er ánœgð með vinnufélagana en segir að margt megi betur fara á vinnustöðum iðn- verkafólks í Reykjavík, hávaði og óhreinindi setji oft svip sinn á vinnu- svœði iðnverkamanna. — Hampiðjan er nokkuð stór vinnustaður, um tvö hundruð manns vinna hérna. Við vinnum bæði hérna, maðurinn minn og ég, en getum hagað því svo til, að við vinnum ekki á sama tíma á vöktum. Það er mikill kostur við að vinna I Hampiðjunni, að hérna er sveigjan- legur vinnutími, þannig að fólk get- ur valið sér tíma eftir þörfum og heimilishögum. Fólk vinnur mikið hérna, reynir að drýgja tekjurnar með aukinni yfirvinnu, vegna þess að dagvinnulaunin nægja engum I dag til framfæris. Fjölskyldan verður útundan Hvað finnst þér brýnast að gera í málefnum iönverkafólks? — Það liggur í augum uppi. Kaupið er alltof lágt. Fólk gerir ekki annað en vinna fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Ég hugsa að flest iðn- verkafólk eigi sér raunverulega mjög fáar frístundir. Það er aðal- lega unnið til að hafa í sig og á, margir eru skuldum vafðir vegna ástandsins í húsnæðismálum og þurfa þess vegna að vinna myrkr- anna á milli. I þessu ástandi verða þeir útundan sem síst skyldi, börnin og eldra fólk, sem fjölskyldan sinnti áður fyrr. Nú er þetta fólk bara sent á stofnanir. Hvað gerið þið í frístundunum? — Við eigum tvo krakka, búum í verkamannabústöðum uppi í Breiðholti. Sannast sagna reynum við að eyða þeim fáu frítímum sem við eigum með börnunum. Við för- um í sund með krökkunum eða í bíltúr, smáferðalög um helgar og svona. Maðurinn minn vinnur tals- verða yfirvinnu til að endar nái saman hjá okkur. Þegar ég hugsa um þetta dettur mér í hug, að eiginlega vantar mjög mikið alla fjölskylduaðstöðu í Reykjavík. Hvert getur fólk farið með börnin svona um helgar? Við þyrftum virkilega að huga að því að setja upp einhvers konar skemmti- og leikjaaðstöðu eins og gerist í Tívolí erlendis. Svo finnst mér borgaryfirvöld hafa alltof mikið einblínt á lausnir eins og félagsmið- stöðvar fyrir krakka. Það þarf meiri fjölbreytni, fleiri möguleika, því unglingar fara fæstir í félags- miðstöðvarnar. Margir verða út- undan og fara þá að stunda Hlemminn og þannig staði og verða oft vímuefnum að bráð. Sjálf hef ég miklar áhyggjur af vímuefnanotkun krakka og ungl- inga. Mér finnst örugglega, eins og mörgum foreldrum, ekki nóg að gert. Það er ekki nóg að herða toll- skoðun og löggæslu. Fyrst og fremst þurfa að koma til fyrirbyggj- andi aðgerðir. Ég tek t. d. eftir því hve krakkarnir mínir sem eru 6 og 8 ára, strákur og stelpa, eru móttæki- leg fyrir ýmiss konar fræðslu á þessum aldri; úr sunnudagaskólan- um koma þau alveg með greypt í hugann, það sem fram hefur farið. Af hverju ekki að byrja fyrirbyggj- andi starf miklu fyrr og innprenta mjög ungum krökkum hverjar hætturnar eru varðandi fíkniefnin. Kominn tími til breytinga Þú ætlar að taka þátt í baráttunni um Reykjavík? — Já, ég styð Alþýðuflokkinn. Sagan sýnir okkur, að þjóðfélaginu hefur vegnað vel þegar Alþýðu- flokkurinn hefur staðið við stjórn- völinn. Við erum líka með hressan lista í Reykjavík og getum örugg- lega boðið Davíð byrginn; það er kominn tími til einhverra breytinga, finnst mér. Og hverju viltu breyta? — Það eru náttúrlega tvö stór mál sem við setjum á oddinn, sem varla þarf að fjölyrða um; húsnæð- ismálin og málefni aldraðra, sér- staklega húsnæðismál þessa hóps. Mér finnst alveg hrikalegt að fá- tækt skuli vera að búa um sig í Reykjavík að nýju. Þetta hélt mað-' ur að væri úr sögunni. Við verðum að útrýma henni úr borginni, vegna þess að hún er meinsemd, sem nið- urlægir og eyðileggur fólk. Það er líka stór atriði að reyna að hækka grunnlaun, svo fólk eigi meira val á því, hvort það vinnur eða ekki, hvort það vill vinna hlutastarf o. s. frv. Eins og þetta er núna verða bókstaflega allir að vinna úti, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Ég held t. d. að margir myndu vilja vinna hlutastörf meðan börnin eru ung. Svo kemur þetta inn á dagheimil- ismálin. Öll börn ættu að eiga kost á plássi á dagheimili. Mér finnst að við hérna í Reykjavík ættum að sinna betur því fólki, sem stendur höllum fæti í lífsbaráttunni, gamla fólkinu, börnunum og ekki síst fötl- uðum. Það þarf að gera mikið átak til að fatlaðir geti virkilega komist leiðar sinnar í borginni. Það á að vera sómi okkar borgarbúa að styðja við bakið á þessu fólki sér- staklega og AlþýðuÖokkurinn á að vera í fararbroddi að mínu viti. Svo er eitt áhugamál mitt, sem ég verð að nefna i Iokin. Það er stað- greiðslukerfi skatta, þó að það sé kannski ekki beint sveitarstjórnar- mál í eðli sínu. Ég tel, að eitthvert mesta hagsmunamál okkar væri að fá staðgreiðslukerfi í gegn, þannig að við borguðum beint skatta af laununum okkar en ekki eftirá. Þetta mun gera fólki kleift að meta fjármál sín miklu betur á líðandi stundu. Ragna Hrönn Jóhannesdóttir, iðnverkamaður, Suðurhólum 28.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.