Alþýðublaðið - 15.05.1986, Síða 20
20
Fimmtudagur 15. maf 1986
Kaffisamsæti
Við bjóðum Reykvíkingum 67 ára og eldri,
ásamt mökum þeirratil kaffisamsætis íveit-
ingahúsinu Ártúni laugardaginn 17. maí kl.
15—18 að Vagnhöfða 11.
Ávörp flytja:
Bjarni R Magnússon, 1. maðurá A-listanum.
Bryndís Schram, 2. maður á A-listanum.
Haukur Morthens og félagar taka lagið og
skemmta.
Þeir sem vilja akstur á staðinn og heim, hafi
samband í síma 15020.
A-listinn í Reykjavík. Listi jafnaöarmanna.
Orðsending frá Lífeyrissjóði
verzlunarmanna
Þessi auglýsing er birt til þess að kynna sjóðfélögum Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna áhrif nýsamþykktra laga um Húsnæðisstofnun ríkisins á
lánsrétt þeirra hjá sjóðnum og Húsnæðisstofnun.
Stjórn sjóðsins hefur tekið þá ákvörðun að verja 55% af ráðstöfunarfé sjóðsins til
kaupa á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar frá 1. janúar 1987. Þessi ráðstöfun mun
tryggja sjóðsfélögum hæsta mögulega lánsrétt hjá Húsnæðisstofnun frá og með
næstu áramótum.
Vakin er athygli á að ekki er unnt að tryggja jafnháan lánsrétt á tímabilinu 1.
september 1986 til 31. desember 1986, eins og frá 1. janúar 1987, en frá þeim
tíma er fullur lánsréttur tryggður. Því bendir stjórn sjóðsins væntanlegum
lántakendum, sem hyggjast fá hámarkslán, á að fresta lántöku fram yfir nk. áramót.
Til þess að tryggja sjóðfélögum hámarkslánsrétt hjá Húsnæðisstofnun var ekki hjá
því komist að endurskoða lánareglur sjóðsins
Eftirfarandi lánaregiur munu því gilda frá og með 1. maí 1986:
1. Lánsupphæð kr. 150.000
2. Lánstími 3-5 ár að vali lántakanda
3. Tveir gjalddagar pr. ár.
LÁNTOKUSKILYRÐI:
4. Þriggja ára greiðslur til lífeyrissjóðs.
5. Fimm ár liðin frá síðustu lántöku.
6. Ekki um lánsrétt að ræða hjá Húsnæðisstofnun.
Þeir aðilar sem lagt hafa inn lánbeiðni hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fyrir 1. maí
1986 fá hana afgreidda samkvæmt eldri lánareglum óski þeir þess.
Upplýsingar og aðstoð við þá sjóðfélaga sem hyggja á lántöku hjá Húsnæðisstofnun
verða veittar á skrifstofu sjóðsins á 4. hæð í Húsi verzlunarinnar.
FRÁ VIN