Alþýðublaðið - 16.08.1986, Page 1

Alþýðublaðið - 16.08.1986, Page 1
alþyöu- Til hamingju með 200 ára áfmælið Laugardagur 16. ágúst 1986 Þarf aö greiða fyrir gjöfina? Horfur eru á því að íslenska ríkið verði að borga skatt til franska rík- isins fyrir Listaverk Picasso, því samkvæmt frönskum lögum verður að greiða 6% útflutningsgjald af þeim listaverkum sem úr landi fara. Frú Jacqueline Picasso, ekkja Pablos Picasso færði forseta ls- lands Vigdísi Finnbogadóttur eitt af verkum listamannsins, verkið Jacqueline, en það var kynningar- tákn Listahátíðar í Reykjavík 1986. Aiþýðublaðið hafði samband við Halldór Reynisson forsetaritara og innti hann eftir því hvort franska ríkisstjórnin hefði fellt niður út- flutningsgjaldið, en samkvæmt frönskum Iögum verður að greiða 6% skatt af öllum listaverkum sem úr landi fara. Halldór sagði að þetta væri vandamál sem upp hefði kom- ið og að ekki væri búið að ganga frá þessu endanlega. Þáð yrði leyst þannig að verkið gæti komið til landsins. Halldór vildi ekki gefa upp um hversu háa upphæð væri að ræða. En til nánari útskýringar má geta þess að ef verkið er metið upp á 20 milljónir er þessi skattur um 1200 þúsund. Aldar- minning Ólafs Friöriks- sonar Sjá grein og smásögu inni í blaðinu. Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti, sem leggjast við höfuðstól á 6 mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er ávöxtun Kjörbókarinnar ársfjóróungslega borin saman við ávöxtun bundinna 6 mánaða vísitölutryggðra reikninga og hagstæðari leiðin valin. Kjörbókin er góð bók fyrir bjarta framtíð. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.