Alþýðublaðið - 16.08.1986, Síða 11
Laugardagur 16. ágúst 1986
11
gengur of seint
— segir Einar Helgason forstöðumaöur
innanlandsflugs Flugleiða
Það vakti athygli er síðustu árs-
reikningar Flugleiða voru lagðir
fram, að rekstrarafkoma innan-
landsflugs var góð á síðasta ári. En
i gegnum árin hefur oft verið talað
um að þessi rekstur skilaði ekki arði
og það væri ekki nema nokkurs
konar vafasöm byggðastefna, að
lialda uppi flugsamgöngum vítt um
landið við svo búið. Einar Helgason
forstöðumaður innanlandsflugs
Flugleiða var meðal annars spurður
út í þetta í spjalli við blaðamann Al-
þýðublaðsins nú í vikunni.
Byggðastefna
„Nei, við erum fyrst og fremst að
sinna þeim þörfum sem koma upp
á hverjum tíma og halda uppi sam-
göngum sem falla að mestu að því
sem flestir vilja. — Við höfum ekki
verið að reyna að skapa neitt að
okkar eigin vilja í þeim efnum,
heldur reynt að laga okkur eftir því
sem okkur hefur fundist að byggða-
lögin þörfnuðust.
Það má segja að afkoman hafi of
oft verið slæm í gegnum árin. Við
teljum að félagið hafi verið of háð
ströngum verðlagshöftum, þannig
að við höfum ekki fengið að mæta
auknum rékstrarkostnaði með
hækkun fargjalda nægilega fljótt.
Verið dregnir of lengi á hækkunum.
Þannig að þur-ft hefur að ná upp
uppsöfnuðu tapi sem annars hefði
ekki þurft ef hækkanirnar hefðu
komið á réttum tíma.
En nú er öðruvísi að þessum mál-
um staðið og þau tekin af meiri
festu“.
Fargjöld
Aðspurður hvort góð afkoma á
síðasta ári og lækkun eldsneytis-
kostnaðar muni eiga eftir að skila
sér í lækkun fargjalda sagðist Einar
Helgason efins um. „Þetta verður
trúlega ekki til þess að fargjöld
lækka, en þetta getur komið í veg
fyrir hækkanir. — Fargjöld höfðu
t.d. ekki hækkað neitt frá því í des-
ember á síðasta ári þá um 5%, þar
til nú fyrir tveimur vikum er þau
voru hækkuð um 6%. Þessar
hækkanir eru jafnvel undir þeirri
verðbólgu sem er í dag.
„Nei, ég tel að það sé ekki almenn
skoðun að fargjöld innanlands séu
dýr“, sagði Einar Helgason að-
spurður. „í því sambandi má benda
á könnun meðal farþega í öllu inn-
anlandsflugi sem Flugumferða-
stjórn Iét gera hjá þeim flugfélögum
er þennan rekstur stunda. Þar kom
m.a. annars í ljós að þessi þjónusta
er alls ekki talin of dýr“.
Litlu félögin
Fyrir um tuttugu árum síðan
komu fyrstu Fokkerarnir hingað til
lands. Eftir það hefur innanlands-
flug verið nokkuð með þeim hætti
sem menn þekkja í dag. Þá fækkaði
viðkomum fyrirrennara Flugleiða,
Flugfélags íslands, og tekin var upp
samvinna við sérleyfishafa um að
flytja farþega til meginflugvalla frá
nærliggjandi byggðarlögum. Nú
síðustu árin hefur flugið verið
nokkuð notað við samgöngur inn-
an héraða ásamt sérleyfisbifreið-
um. Hafa landshlutaflugfélögin að-
allega sinnt þessu hlutverki.
Þó Flugleiðir fljúgi ekki nema til
um 10 staða á landsbyggðinni þá
eru tengsl við um 40 byggðakjarna.
Vegna þessara tengsla eru Flugleiðir
í sambandi við Flugfélag Norður-
lands og Flugfélag Austurlands og
Flugfélagið Erni á ísafirði. Flug-
leiðir eiga aðild að tveim fyrrtöldu
fyrirtækjunum.
„Þessi flugfélög gegna mjög
veigamiklu hlutverki í héruðun-
um“, segir Einar Helgason. „Þau
eru nokkurs konar öryggisventill
fyrir byggðalögin, því auk þess að
fljúga innan .landshlutanna og
milli, sinna þau oft leiguflugi og
sjúkraflugi“.
Hagsmunaárekstrar
Einar var spurður að því hvort
ekki væri nokkur hætta á hags-
munaárekstrum þegar litlu flugfé-
lögin vildu „teygja sig suður". Sum-
ir bentu á að treysta mætti rekstrar-
grundvöll þeirra mun betur ef kom-
ið væri á beinum leiðum hjá þeim til
Reykjavíkur.
„Nei, það eru ekki miklir hags-
munaárekstrar, þó vafalaust
mundu sumar flugleiðir geta skilað
þeim bættri rekstrarafkomu en alls
ekki allar. Ég tel að við byggjum við
verra samgöngukerfi ef flogið væri
beint frá hinum ýmsu byggðakjörn-
um. Það má t.d. benda á að ýmsar
spaugilegar stöður hafa komið upp^
í þessu sambandi. Það var t.d. flog-
ið beint til Neskaupstaðar á sínum
tíma, en voru engar áætlanir á milli
Neskaupstaðar og næsta hyggðar-
lags, Eskifjarðar. Bréf sem þarna
þurftu að berast á milli fóru jafnvel
til Reykjavíkur áður en áfangastað
var náð. — Það geta átt sér stað öfg-
ar ef þetta er bara á hinn bóginn.
Það fullnægir ekki þörfum allra þó
beint flug væri til Reykjavíkur. Því
tel ég nokkuð öruggt að þetta sé
besta samgöngukerfið, því það
þjónar samgöngum innan lands-
hluta, milli Iandshluta auk flugs til
og frá Reykjavík.
Flugveilir
Einar var spurður að því hvort
ástandið í flugvallamálum hefði
jafnvel bein áhrif á hvar Flugleiðir
héldu uppi áætlunum. Sagði hann
að erfitt væri að spá i það en taldi
þó líklegt að telja að þetta kerfi sem
búið er við í dag hafi verið mótað
áður en farið var að móta stefnu við
gerð flugvalla. Að margir aðrir
þættir en ástand flugvalla kæmu
þar inn í, góður flugvöllur sem slík-
ur skapi ekki góðar flugsamgöngur,
benda megi á flugvöllinn á Sauðár-
króki í því sambandi".
Flugleiðir er nú með fimm Fokk-
era í innanlandsfluginu. Stundum
heyrast raddir um að þessar vélar
séu ekki endilega þær hagkvæm-
ustu til þessa reksturs?
„Jú, við teljum að Fokkerarnir
séu hagkvæmir til þessara nota. En
það má ekki gleyma því að flug-
rekstur er mjög erfiður hér á landi,
bæði vegna landafræðilegra að-
stæðna svo og veðurfarslegra.
Einnig er því ekki að neita þrátt fyr-
ir góðan vilja flugmálayfirvalda,
hefur uppbygging flugvalla hér og
annarra tækja varðandi flugið,
gengið heldur seint. Gerir það
rekstur þannig hér á landi erfiðari
en ella, og dýrari. — Það fer ekki á
milli mála, og það er stundum
kvartað undan því, að vélarnar hér
bili mikið. Því er kennt um að þær
séu gamlar. Ástæðan er ekki síður
sú að vellir eru ófullkomnir. Við er-
um að lenda hér á völlum sem
hvergi þekkjast annars staðar. Það
eykur kostnaðinn að reka flugvél
við þessar aðstæður.
Með þessu er ég ekki að gagnrýna
flugmálayfirvöld út af fyrir sig, það
er i mörg horn að líta varðandi fjár-
magn. Það hefur einnig mikið verið
gert, en maður væri ánægðari ef
það hefði gerst hraðar“.
Þjóðsaga
Stundum er talað um að marg-
þættur rekstur Flugleiða geri þeim
kleift að bókhaldsfæra áföll í ýms-
um þáttum rekstursins óviðkom-
andi innanlandsflugi yfir á þann
þátt rekstursins. Benda menn m.a.
þar á uppihald erlendra stranda-
glópa á hótelum félagsins hér á
landi. — Einar brosti við þegar
hann var spurður að þessu. „Þetta
er eins konar þjóðsaga. Það er ekki
reynt að færa kostnað frá milli-
landaflugi yfir á innanlandsflug. —
Þetta gæti meira að segja hafa verið
á hinn veginn ef eitthvað er“, bætti
hann við. „Við gætum þetta ekki því
við erum háðir verðlagseftirliti og
þurfum að senda frá okkur öll gögn
þegar við sækjum um hækkanir og
það eru hæfir menn sem fara yfir
þau“.
Framtíð.
Einar Helgason var að lokum
spurður um framtíðarsýn í flug-
samgöngum og hlutdeild Flugleiða
i framtíðinni.
„Ég hefði helst viljað sjá fram-
tíðina þannig að frekari uppbygg-
ing ætti sér stað á því kerfi sem við
búum við í dag þannig að það sé
flogið frá Reykjavík til aðal þéttbýl-
iskjarna á landinu á góðum miðl-
ungsstórum vélum og þaðan verði
dreifisamgöngur í beinu sambandi
við flugið frá Reykjavík.
Jafnframt verði samgöngur inn-
an héraða og á milli Iandshluta. —
Ég held þetta sé og verði besta kerf-
ið sem hægt er að koma á hér á
landi“
Stóri bróðir.
Um þátt Flugleiða í þeirri upp-
byggingu sagði hann: „Ég sé hann
fyrir mér hlutfallslega ákaflega
svipaðan. Þetta hefur verið Tarsælt
eins og það er, eins að það séu stað-
sett öflug lítil flugfélög í Íandshlut-
unum og sé heidur ekki að þáttur
Flugleiða í þeim'éigi eftir að verða
neitt stærri. — Þessi landsbyggða-
félög ganga öll tíltölulega vel. Flug-
leiðir hafa ekkert á stefnu sinni að
hafa meirihlutaaðild í þessum flug-
félögum og við erum minnihlutaað-
ilar í þessum tvtímúf sem minnst
var á áðan.
Samvinnan Itcfur aö okkar mati
verið mjög góð við litlu flugfélögin.
Málin alltaf leyst áður en nokkur
þarf að sitja hnéfenri i borðið. Við
gætum heldur ék.ki sejt þeim stól-
inn fyrir dyrnán'llótt <Við vildum,
’H^fihald á bls. 15
EFNISGÆÐIN
EKKERT EINKAMÁL
•íXA’^.-í ý*i
MEÐ VAXANDI SKILNINGI Á MIKILVÆGI HOLLRAR FÆÐCl í
BARÁTTGNNI GEGN ÝMSGM MENNINGARKVILLGM EYKST EFTIRSPGRN
EFTIR ÍSLENSKGM FISKI í BANDARÍKJGNGM OG í EVRÓPG. JAFNTOG
ÞÉTT ÞOKAST ÍSLENSKGR FISKGR OFAR OG OFAR Á LISTA YFIR*...
HELSTA LJGFMETI SEM VANDAÐRI VEITINGASTAÐIR ERLENDIS BJÓÐA
GESTGM SÍNGM. OG ÞEÍR EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT MEÐ OKKGR AÐ
LEGGJA METNAÐ SINN I AÐ BJOÐA SINGM ViÐSKIPTAVINGM AÐEINS
ÞAÐ BESTA SEM FAANLEGT ER.
ÝMSGM KANN AÐ ÞYKJA ÞAÐ ÓTRÚLEGT AÐ SÖLGFÓLK S.H. ,
ERLENDIS EIGI í HARÐRl SAMKEPPNI VIÐ ÞÁ SEM SELJA ÚRVAíM.
NAGTAKJÖT OG ENN ÓTRGLEGRA AÐ OFT HAFI ÞAÐ BETGR f v .7
BARÁTTGNNI. ÞAÐ ERG EFNISGÆÐIN, SEM GERA ÞETTA KLEIFT.*;, y ., ,
AFKOMA ÍSLENDINGA RÆÐST AF ÞVf AÐ OKKGR TAKIST AÐ
SÆKJA FRAM Á ERLENDGM MARKAÐI OG HALDA STÖÐG OKK/
GAGNVART SAMKEPPNISAÐILGM. EF Þ(í LEGGGR ÞITT AF MÖRKGM TIL
AÐ TRYGGJA HÁMARKSGÆÐI SJÁVARAFLANS GETGR ÞÚ JAFNFRAMT
TREYST ÞVÍ AÐ S.H. STENDGR VÖRÐ GM HAGSMGNl ÞÍNA Á ERLENDGM
MARKAÐI. >
SH skipulag — aiira hagur
Sölumiðstöð
Hraðf rysti húsánna