Alþýðublaðið - 16.08.1986, Side 15

Alþýðublaðið - 16.08.1986, Side 15
Laugardagur 16. ágúst 1986 15 Flugvellir Framhald af bls. 11 L>ar sem við eigum ekki meirihluta i þeim“. En, þið hafið komið inn í þegar þrengingar eiga sér stað? „Það má segja að við höfum komið inn í Flugfélag Austurlands þegar þrengingar voru hjá þeim og áföll dundu yfir. Hins vegar kom- um við inn í Flugfélag Norðurlands þegar það var stofnað í núverandi mynd. Þegar fyrri eigandi ákvað að selja gerðist það að nokkrir starfs- menn hjá honum, flugmenn og flugvirkjar, og Flugleiðir keyptu af honum“. Nú hefur nokkuð verið talað um að Arnarflug gefi eftir sínar leiðir í innanlandsflugi. Munu Flugleiðir sækjast eftir að taka við því flugi? „Það hefur ekki verið til umræðu hér að flugleiðir sæki um þessar leiðir og ég sé það ekki fyrir mér að Flugleiðir komi þar beint inn í þó af þessu yrði. — En þetta er nú ekki nema orðrómur ennþá og ef til vill heldur Arnarflug bara áfram með þessar áætlunarleiðir sínar. Hins vegar hafa Flugfélag Norðurlands og Flugfélagið Ernir lýst því yfir, að koma þarna inn ef þetta yrði laust“, sagði Einar Helgason forstöðu- maður innanlandsflugs Flugleiða að lokum. Húsnæðismál Framh. af bls. 9 þreföldun á gleri. 3. Endurnýjun á rafkerfi. 4. Endurnýjun á lagnakerfi. 5. Utanhússklæðning. 6. Endureinangrun á þaki og veggjum. Óheimilt er að lána til eftirtal- inna framkvæmda nema um sé að ræða heildarendurnýjun á íbúðar- húsnæðinu; Venjulegt viðhald á íbúð svo sem: a. Málningarvinna úti og inni. b. Endurnýjun á innréttingum. c. Endurnýjun á gólfefni. Sérstök lán til einstaklinga með sérþarfir Heimilt er að veita ellilífeyrisþeg- um og fötluðum, sem búa við skerta starfsorku eða eru hreyfihamlaðir, sérstök lán. Þetta á við þegar upp- lýst er að mati Húsnæðisstofnunar að sérþarfir ofangreindra einstakl- inga leiði til aukins viðbótarkostn- aðar. Einnig er heimilt að veita þeim lán sem hafa orðið fyrir meiri háttar röskun á högum og hafa vegna fráfalls maka eða af öðrum ástæðum lækkað svo í tekjum að þeir geti ekki haldið íbúðum sínum. Sameining lífeyrissjóðanna I ljósi þess sem á undan er komið má fullyrða að ekki eru öll kurl komin til grafar í sambandi við þetta nýja húsnæðislánakerfi. Spurning er hvort sameining lífeyr- issjóðanna sé mál sem ætti að hraða og framkvæma samhliða því að þetta kerfi tekur gildi. Það myndi minnka skriffinnskuna allmikið. Allavega er brýnt fyrir þá sem hyggja á fjárfestingu í íbúðarhús- næði að kynna sér möguleika sína vel áður en af stað er farið. Lúðueldi Framh. af bls. 6 Stærri Iúðurnar fara sömuleiðis í önnur þrjú ker með samsvarandi þéttleika. Lúðunum sem safnað var í vetur verður blandað saman við hinar ný- veiddu tii að reyna að láta þær kenna hinum síðarnefndu átið og þannig auka arðsemismöguleika í slíku eldi. Gert er ráð fyrir að hluti af nýveiddu lúðunum verði merkt- ur. Til að fylgjast með vexti verða lúðurnar lengdar- og þyngdar- mældar á þriggja mánaða fresti og á sama tíma verður slátrað úr kerj- unum til að viðhalda svipuðum þéttleika allt árið. Verða sýnishorn af þessari lúðu send á erlendan markað til að kanna hvaða verð fæst fyrir þessa framleiðslu og hvernig það breytist með stærð fisksins og árstíma" ,.Ég er að bræða það með mér" sagði nýbakaða kartaflan sem vildi | njóta samvistanna við smjörið sem lengst. <£> cn S f^ÝVERÐLÆKKUN: Stórt stykki af smjöri kostar tœpar 117 krónur, smjörklípan í kartöfluna 2-3 krónur. I LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR, ESCUDOS OG LÍRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Góða ferð. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.