Alþýðublaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 1
Ný útvarpsstöð Hafnar eru tilraunaútsendingar á nýrri útvarpsstöð sem úvarpar kristilegu efni. Sendir hún út á FM-102,9. Útvarpsstöðin hefur hlotið nafnið ALFA og er kristileg útvarpsstöð. Útsendingar stöðvarinnar verða fyrst um sinn bundnar við Reykja- vík og nágrenni, en næst einnig til Keflavíkur og Akraness. Formleg opnun ALFA FM-102,9 verður á morgun 30. nóvember kl. 14.00. Fjármálaráðherra á Alþingi: 9500 sjálfstæðir atviimu- rekendur tekjuskattslausir! 9500 sjálfstæðir atvinnu- rekendur greiddu engan tekju- skatt á árinu 1985. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem dreift var á Al- þingi i fyrradag. 11000 sjálf- stæðir atvinnurekendur greiddu samtals 954 milljónir króna í tekjuskatt sama ár. I svari fjármálaráðherra kom einnig fram að sjálfstæðir at- vinnurekendur greiddu eina krónu á móti fjórum krónum sem aðrir einstaklingar greiddu í tekjuskatt. Vegna þessa hafði Alþýðu- blaðið samband við Jóhönnu Sigurðardóttur, og spurði hana nánar út í þetta mál. Kom ekki á óvart „Þær upplýsingar um að 9500 sjálfstæðir atvinnurekendur, eða þar urn bil, séu nánast tekjuskatts- lausir, koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Það eru margar smugur í skattkerfinu sem gera sjálfstæðum atvinnurekendum þ'etta mögulegt, án þess þó að það þúrfi að vera um bein skattsvik að ræða. Ég nefni sem dæmi og það segir sína sögu, að samkvæmt skattframtölum voru launþegar með að meðaltali 351 þúsund krónur í árstekjur, á sama tíma að skattframtöl sýndu að sjálfstæðir atvinnurekendur höfðu 214 þúsund krónur í árstekjur. Ég er þeirrar skoðunar að þær viðmiðunarreglur sem ríkisskatt- stjóri notar til að ákvarða sjálf- stæðum atvinnurekendum tekjur, sem síðan eru lagðar til grundvallar við ákvörðun skatta, þurfi að end- urskoða. Ég tel að þær séu í mörg- um tilfellum langt frá raunveruleik- Framh. á bls. 14 Laugardagur 29. nóvember 1986 231 tbl. 67. árg. BBaMmmmmM&mmKmBBBB&mamaBauBummmmaaaBmmaMaBmmmmmm Innfluttar tölvur og tölvubúnaður: 1 milliarður á síðasta ári — Miklar efasemdaradd- ir um arðsemi slíkra fjár- festinga. Samkvæmt upþlýsingum sem Al- þýöublaðió aflaði sér hjá Hagstofu Islands voru fluttar inn tölvur og tölvubúnaöur fyrir um 1 milljarð á síðasta ári, er hér átt við fob. verð. Fyrstu átta mánuði þessa árs hafði innflutningur numið um 750 mill- jónum þannig að reikna má með að innflutningur verði meiri í ár en í fyrra. í tonnum talið var innflutn- ingurinn á síðasta ári tæplega 400 tonn. í ár fram til september var bú- ið að flytja inn til landsins um 250 tonn. í Tölvumálum sem Skýrslu- tæknifélag íslands gefur út er vakin athygli á því að í Bandaríkjunum hafi fyrirtæki fjárfest í tölvubúnaði fyrir þúsundir milljarða króna á umliðnum árum en það hafi þó ekki haft merkjanleg áhrif á fram- leiðni fyrirtækjanna. Segir að þeirri skoðun vaxi nú fylgi, að sjálfvirkni hafi þegar á heildina er litið skilað mjög vafasömum ágóða. í septemberblaði Tölvumála var greint frá víðtækri könnun sem bandarískur hagfræðingur að nafni Stephen S. Roach vann úr upplýs- ingum sem safnað var um fram- leiðslu á öllum sviðum atvinnulífs á ve§um alríkisstjórnarinnar. í þessari athugun kemur m.a. fram, að þrjá fjórðu hluta af launa- kostnaði bandarískra fyrirtækja megi rekja til skrifstofumanna eða „hvítflibba“ eins og þeir eru stund- um nefndir á máli hagfræðinga. Mun meira hlutfall, eða 90% af öll- um tölvukostnaði megi rekja til starfa þessara sömu manna. í nýútkomnum Tölvumálum er aftur vakin athygli á þessu máli. Greinarhöfundur, Stefán Ingólfs- son deildarstjóri hjá Fasteignamati ríkisins, segir að tímabært sé fyrir íslenska tölvumenn rekstrarráð- gjafa og stjórnendur að átta sig á stöðu þessara mála hér á landi. Stefán vitnar til greinarinnar sem hann skrifaði í septemberblaðið og segir að því sé ekki að leyna að greinin hafi verið ólík að efni til þeim greinum sem birtast í tölvu- blöðum og blöðum sem fjalla um tölvumál hérlendis. Stefán segir: „Því miður séu allmargar greinar um þessi mál, eins og seljendur tölva og tölvubúnaðar hafi samið þær til að lýsa eigin framleiðslu. Stundum minni þær óneitanlega á strákinn, sem sagði í aðdáunartón um félaga sinn, sem þótti all sjálf- umglaður. „Mikið skratti er hann Tóti gáfaður" Þegar hann hefði síð- an verið inntur eftir því af hverju hann teldi félaga sinn gáfaðan hafi ekki staðið á svörum: „Nú hann segir það sjálfur“. Stefán segir, að því miður hafi ekki skapast umræða um málið. Telja megi víst að margir séu á önd- verðum meiði við þessi sjónarmið en engu að síður sé tímabært að menn ræði þessi mál. . ■ 0,«otltnS“ V\ 08 SftSíSlf ,iml. ívtsu Vtnnins. 'lnnandi V*. . , 000.000,««1 í'f A?> mionsta kornnat áUreiU. iava'. MUNDU EFTIR MILLJÓNINNI!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.