Alþýðublaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. nóvember 1986 5 Ræður frambjódenda í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík: Jón Bragi Bjarnason: „Við sjáum dögun í ísl. stjórnmálum“ Ágætu félagar og aðrir gestir. Við sjáum dögun í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum dögun og á þeim nýja degi, sem senn mun rísa verður Al- þýðuflokkurinn leiðandi afl í ís- lenskum stjórnmálum. Hann verð- ur leiðandi afl á þeim nýja degi vegna þess að hann einn vill leiða okkur út úr ógöngum þess svart- nættis valdahroka, græðgi og óheftra hagsmunaárekstra, sem leg- ið hefur eins og mara á stjórnmála- lífi okkar að undanförnu. Alþýðuflokkurinn er nýr flokk- ur, sem verður leiðandi afl vegna þess að hann hefur nýjar hugmynd- ir til lausnar, sem munu duga, og hann hefur nýtt fólk, sem þorir, og vill og mun berjast fyrir þessum hugmyndum. En Alþýðuflokkurinn er líka gamall flokkur, sem stendur á gömlum merg frelsis, jafnréttis og bræðralags, sem stendur vörð um velferð allra þegna þessa lands, sem metur mannleg verðmæti langtum ofar mammons glingri. Það er þessi geislandi samsetning hinnar gömlu og rótgrónu jafnað- arstefnu, sem hefur fært okkur það velferðarríki, sem við nú búum við og hinnar nýju jafnaðarstefnu, sem mun færa okkur bætt siðferði í stjórnsýslu, valddreifingu til þegn- anna, jafnrétti í kosningum frelsi til athafna, öryggi í húsnæðismálum og sanngirni í skattamálum; það er þessi samsetning hins gamla og hins nýja, sem mun færa Alþýðuflokkn- um sinn stærsta sigur í þingkosn- ingum til þessa og þjóðinni meiri velferð í andlegum og veraldlegum skilningi en nokkru sinni fyrr í sög- unni. í umræðu minni í dag mun ég tala mest um hina nýju jafnaðar- stefnu, ekki vegna þess að ég vilji leggja meiri áherslu á þá hlið máls- ins, heldur hins að við þekkjum og skiljum þá hlið miklu síður en hina hefðbundnu jafnaðarstefnu. Við skulum þó vera minnug þess að þessar stefnur eru óaðskiljanlegar eins og tvær hliðar sama krónupen- ings. Nú er hins vegar kominn tími til að líta svolítið nánar á hina hlið- ina. Ég hef verið spurður um það all- oft á undanförnum dögum hvort ég ætli nú að fara að skíta mig út á stjórnmálum. Ég hafði nú einmitt hugsað mér að moka flórinn en ekki að leggjast í hann. En í þessari spurningu: „Ætlarðu nú að fara að skíta þig út á stjórnmálum"? felst grundvallar misskilningur. Stjórn- mál eru ekki í eðli sínu skítug, ein- hver óhrein mál, sem við leyfum eingöngu skíthælum að fást við. Stjórnmál fjalla um líf okkar og til- veru, afkomu okkar og öryggi. Þannig eru stjórnmál í eðli sínu ekki skítug, en hætt er við, að ýmsir stjórnmálamenn séu orðnir ansi út- bíaðir. Á undanförnum áratug hefur farið fram mjög merk umræða inn- an Alþýðuflokksins um siðferði í stjórnmálum. Svo virðist, sem fáir utan okkar raða hafi skilið hana. Og nú blasa afleiðingarnar við. Mörg hundruð milljónir ef ekki miljarðar króna af okkar peningum í vaskinn eftir gjaldþrot Hafskips, útbíaðir stjórnmálamenn og allt í subbuskap. En það frábærasta við allt saman er það að enginn ber ábyrgð — enginn ber ábyrgð, nema ef vera skyldi fréttamennirnir, sem kjöftuðu frá, líklega samkvæmt kenningunni að, ef enginn veit, þá er allt í lagi. Er einhver hér inni bú- inn að fá nóg af þessu? En hver er ástæðan fyrir þessu? Hvers vegna er enginn ábyrgur? Ástæðan er sú að við höfum ekki beitt okkur þeim aga að gera skýran greinarmun á valdsviðum í stjórn- sýslu íslenska lýðveldisins. Við höf- um ekki aðgreint og afmarkað lög- gjafarvaldið. Þ.e. Alþingi, fram- kvæmdavaldið þ.e. ríkisstjórn, og dómsvaldið þ.e. dómsstólana. í sem stystu máli: Alþingi á að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra en ekki að taka þátt í fram- kvæmdinni. Ríkisvaldið á að fram- kvæma samkvæmt lögunum og að bera ábyrgð, ég endurtek bera ábyrgð á framkvæmdinni. Og dómsvaldið á að dæma samkvæmt lögunum. Á þeim bæ víkja dómar- ar úr sæti, ef hugsanlega getur verið um hagsmunaárekstra að ræða. Við sáum þá Matta Bjarna og Albert sitja fyrir svörum í sjónvarpinu um daginn og það var ljóst að þeir skildu hvorki upp né niður í þessu. Það er þó deginum ljósara að Al- þingi getur ekki haft eftirlit með framkvæmdavaldinu, ef það er sjálft á kafi í því. Ef þú ert að byggja hús þá biður þú ekki bygg- ingarmeistarann að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Ef þú ert að spila fótbolta þá viltu ekki að dóm- arinn spili með öðru liðinu. Jafnvel Albert gæti áttað sig á þessu. Svo dæmi sé tekið af Útvegs- bankamálinu, þá er það deginum ljósara að Alþingi á ekki að skipa í bankaráðin m.a. vegna þess að Ai- þingi á ekki að bera ábyrgð á rekstri ríkisbankanna. Það að Alþingi beri ábyrgðina þýðir í raun að enginn ber ábyrgðina. Þetta höfum við fengið að sjá að undanförnu og það er kallað samtrygging. Hver á þá að skipa í bankaráðin og bera ábyrgðina? Jú Ríkisstjórn íslands á að gera það. Og hún má skipa hvaða flokksmenn sem er, bara ekki alþingismenn og ekki Framh. á bls. 15 TROMPIÐ ER TRYGGING Það er góð trygging í TROMP reikningnum, hann er verðtryggður, óbundinn og hefur auk þess grunnvexti. Pú getur alltaf lagt inn, alltaf tekið út. Vextir eru lagðir við höfuðstól 2var á ári. Treystu TROMP reikningnum, hann er góð trygging. TROMP reikningurinn er einungis í Sparisjóðnum. * SPARISJÓÐIRNIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.