Alþýðublaðið - 29.11.1986, Page 2
2
Laugardagur 29. nóvember 1986
ritstjQrnargrein .. ......
Var einhver að
hrópa á réttlæti?
Menn velta því ósjaldan fyrir sér hvaö verður
um þá miklu fjármuni, sem vinnandi hendur
skapa í undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinn-
ar, og hafa líklega aldrei verið meiri en einmitt
nú. Þessi verðmæti fara ekki í launaumslög
verkafólksins, heldur virðast þau renna eftir
einhverjum ósýnilegum og óbreytanlegum far-
vegi f sjóði fjármagnseigenda. Hin efnalega
stéttaskipting, sem nú blasir við, er ótvíræð
sönnun þessa neðanjarðar-hagkerfis.
Þá hefur það lengi verið vitað, að fjármagns-
eigendur og ýmsir atvinnurekendur hafa getað
spilaðágatslitiðog hálfónýtt skattkerfi aðvild.
Milljarða undandráttur á söluskatti hefur verið
staðfestur, og enn á ný hefur verið sýnt fram á
það, að þúsundir sjálfstæðra atvinnurekenda
greiða engan tekjuskatt. Ríkissjóður verður af
umtalsverðum tekjum og þarf fyrir bragðið að
seilast æ dýpra í vasa launafólks eftir aurum til
útgerðar hins opinbera.
m
I svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Jó-
hönnu Sigurðardóttur, sem dreift var á Alþingi
í fyrradag, um skattgreiðslur atvinnurekenda,
kemur m.a. fram, að tæpur helmingur þeirra,
sem töldu fram tekjur af sjálfstæðum atvinnu-
rekstri s.l. tvö ár, greiddu engan tekjuskatt.
Arið 1985 greiddu rúmlega 11 þúsund sjálf-
stæðir atvinnurekendur tekjuskatt af tekjum
ársins 1984, en tæplega 9.500 greiddu engan
tekjuskatt. Laun þeirra af atvinnurekstrinum
hafa því verið lægri en gengur og gerist hjá
fólki í láglaunastörfum, t.d. verkamönnum í
byggingavinnu, konum, sem skúra gólf eða
standa við fiskverkunarborð allan daginn svo
ekki sé nú talað um einhleypa foreldra í ýmsum
stéttum.
Og lítið hafa tekjurnar hækkað hjá einstak-
lingum í sjálfstæðum atvinnurekstri á síðasta
ári. Þá greiddu 13.500 einhvern tekjuskatt, en
rúmlega 8.600 höfðu greinilega svo lágar tekj-
ur, að þeir hafa verið undir fátæktarmörkum.
Þeir greiddu engan tekjuskatt.
Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa ekki að
stunda skattsvik til að sleppa við tekjuskatt.
Ætla má, að viðmiðunarreglur, sem embætti
ríkisskattstjóra notar til að ákvarða sjálfstæð-
um atvinnurekendum tekjur, séu fjarri öllum
veruleika. Vegna skattársins 1984 var þessi við-
miðun frá 176 þúsund krónum og upp í 528 þús-
und krónur. Undir þennan hæsta flokk féllu
m.a. lyfjafræðingar, lögfræðingar, verkfræð-
ingar og tannlæknar. Þegar viðmiðunin er svo
lág sem raun ber vitni, er það auðvitað freist-
andi fyrir hátekjumenn að láta áætla á sig.
Ef aftur er miðað við skattárið 1984 voru árs-
tekjur launþega, samkvæmt skattframtölum
351 þúsund krónur. Þetta sama ár voru meðal-
tekjur sjálfstæðra atvinnurekenda 214 þúsund
krónur.
*
I könnun, sem gerð var á ísafirði fyrir nokkru,
kom í Ijós, að 12 einstæðar mæður greiddu
samtals 986 þúsund krónur í tekjuskatta. Tólf
karlar, sem stunduðu sjálfstæðan atvinnu-
rekstur, voru með rösklega 41 þúsund krónur
samtals í tekjuskatta. Var einhver að hrópa á
réttlæti?
Þetta sýnir enn og aftur, að það ereitt af brýn-
ustu hagsmunamálum þessarar þjóðar, að
skattkerfið verði gert skilvirkt svo launþegar
þurfi ekki áfram að greiða skatta fyrir tekju-
hæstu hópa þjóðfélagsins.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar fyrir hönd bygg-
ingardeildar óskar eftir tilboöum (jarðvinnu við bygg-
ingu Reykjavlkurborgar að Vesturgötu 7.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi
3, Reykjavlk gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuö á sama staö þriðjudaginn 16. des.
n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar kennarastöður
Við Fjölbrautaskólann á Sauöárkróki er laus til um-
sóknar kennarastaða I stærðfræði og eölisfræði.
Við Menntaskólann á Egilsstöðum vantar stærðfræði-
kennara og frönskukennara I 2/3 hluta starf frá áramót-
um.
Við Menntaskólann á ísafiröi er laus staöa islensku-
kennara frá næstu áramótum eða frá 1. febrúar. í boði
er lltil íbúð. Upplýsingar veitir skólameistari I síma
94—3599 og 94—4119.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavlk fyrir 15. desember næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
Kosningaskrifstofa
Láru V.
Júlíusdóttur
Vegna prófkjörs Alþýðuflokksins
helgina 29. og 30. nóvember
er að Síðumúla 20 2. hæð (Gluggasmiðjan).
Símar 681080 — 681077 og 38220.
Víkurútgáfan:
Mannssonuriim
eftir Kahlil Gibran
— í þýðingu Gunnars Dal
Nú vandast málið. Hvað á svo
sem hann ég að segja um eina hug-
Ijúfustu bók sem skrifuð hefur ver-
ið á tuttugustu öld, svo ekki sé
kveðiö fastar að? Ef til vill væri mér
sæmast að þegja og segja ekki neitt,
þar sem ég hef það á tilfinningunni
að það sem ég kynni aö láta frá mér
fara á prenti um snilldarverk á borð
við Mannssoninn eftir Kahlil
Gibran, næði ekki þeim tilgangi
sínum að lýsa á nokkurn hátt svo
verðmætri bók. í hreinskilni: Það
vantar orð. Ég er þó ákveöinn í því
að reyna.
Ætli nokkurn tímann hafi verið
önnur eins þörf og núna fyrir þá
mannúð, kærleik manna í millum
og ást til alls sem lifir, sem er uppi-
staðan í bókinni Mannssonurinn.
Ég efast um það. Ég vil líka leyfa
mér að segja, að sá sem les þessa
bók verður ekki samur maður eftir.
Það er einnig skoðun mín að varla
sé til svo harðsvíruð sál að hún
blikni ekki við lestur bókarinnar. Á
tímum þegar argaþras er helsta af-
þreying mannanna, er það eins og
að leggja frá sér hundrað kílóa
poka, sem maður hefur burðast
með lengi, að fá slíka bók í hendur
og lesa hana. Frá fyrsta stafkrók til
hins síðasta er bókin hreinn unaður
aflestrar.
Kahlil Gibran er Líbani og er
Mannssonurinn önnur af hans
frægustu bókum. Hin er Spámað-
urinn eins og allir vita, en hún hefur
nú verið gefin út á íslensku í sjö út-
gáfum. Ætti það að segja allnokk-
uð um höfundinn og vinsældir
hans.
Og Mannssonurinn er að vissu
Ieyti hliðstæð Spámanninum á
ýmsan hátt. Hér er fjallað um líf
Krists, umsagnir samtíðarmanna
hans á honum, blandin heimspeki
og hinum gullnu reglum og leiðum
til lífshamingju. Einstæð bók að
gæðum. Gunnar Dal þýddi bókina
á þann veg að tæpast verður betur
gert. Tilvalin lesning um jólin.
Örn Bjarnason.
Alþýðuflokksfélag
Kópavogs
Aðalfundurverðurhaldinn mánudaginn l.desemberkl.
20.30.
Kjörfundur
vegna kosninga um 4. sætið
á lista Alþýðuflokksins í Reykjavtk vegna komandi al-
þingiskosninga, fer fram dagana 29. og 30. nóvember
1986 I félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu
8—10, kl. 13.00—18.00, báða dagana.
Rétt til þátttöku I prófkjörinu hafa þeir einir sem eru
flokksbundnir I Alþýðuflokknum, hafa náð 18 ára aldri
og eru búsettir í Reykjavlk.
Kjörstjórn.
Kvenfélag Alþýöuflokksins
í Hafnarfirði
heldursinn árlegajóla- og afmælisfund fimmtudaginn
4. des. n.k. kl. 8.30.
Fjölbreytt dagskrá I umsjón Báru Guöbjartsdóttur og
Ernu Frlðu Berg.
Mætum vel og stundvfslega og tökum með okkur gesti.
Hittumst hress.
Stjórnin.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða starfsmann I eina af trygginga-
deildum okkar til almennra skrifstofustarfa.
Æskilegt að umsækjendur hafi starfsreynslu og geti
hafið störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfsmanna-
haldi, Ármúla 3, slmi 681411.
Samvinnutryggingar g.t.