Alþýðublaðið - 29.11.1986, Side 7
Laugardagur 29. nóvember 1986
7
Ræður frambjóðenda í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík:
„Verum á verði
gagnvart ný-
frjalshyggjunni!"
Björgvin
Guömundsson:
Alþýðuflokkurinn er í sókn.
Jafnaðarstefnan er í sókn. Boð-
skapur jafnaðarmanna um réttlát-
ara þjóðfélag hefur náð eyrum ís-
lendinga.
Alþýðuflokkurinn hefur alla sína
tíð barist fyrir bættum kjörum ís-
lenskrar alþýðu, íslenskra launa-
manna. Hann hefur knúið fram
margvísleg umbótamál fyrir fólkið í
landinu. Og það er á engan hallað
þó sagt sé, að Alþýðuflokurinn hafi
átt stærstan þáttinn í að skapa það
velferðarríki, sem ísland er í dag.
Þess gerist ekki þörf í þennan hóp
að telja upp öll þau mörgu og marg-
víslegu umbótamál, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur komið fram á 70
ára starfsferli. Við þekkjum þau
hér.
En þrátt fyrir þetta hefur Al-
þýðuflokkurinn oft átt undir högg
að sækja varðandi atkvæðastyrk.
Það er eins og það hafi ekki alltaf
komist til skila, hvað Alþýðuflokk-
urinn hefur verið að gera fyrir al-
þýðu þessa lands — fyrir fólkið í
landinu.
En nú virðist breyting orðin á í
þessu efni; Alþýðuflokkurinn virð-
ist í dag ná eyrum fólksins. Það
virðist nú komast til skila það, sem
Alþýðuflokkurinn hefur gert og
það, sem hann vill gera til þess að
breyta islensku þjóðfélagi.
Hér eiga margir hlut að máli.
Þingmenn Alþýðuflokksins — og
þá ekki hvað sist þingmenn Alþýðu-
flokksins í Reykjavik hafa verið
skeleggir. Sveitarstjórnarmenn og
aðrir málsvarar flokksins hafa
einnig staðið sig vel. — Úrslit sveit-
arstjórnarkosninganna s.l. vor urðu
mikill sigur fyrir Alþýðuflokkinn.
Og ef marka má skoðanakannanir
virðist sókn Alþýðuflokksins halda
áfram.
Nú fara alþingiskosningar í hönd
snemma næsta vor og þá ríður á, að
Alþýðuflokkurinn fái sem mest
fylgi. Það er áríðandi, að Alþýðu-
flokkurinn fái svo sterka stöðu, að
hann geti haft forustu um myndun
ríkisstjórnar og hrundið í fram-
kvæmd þeim umbótamálum, sem
hann hefur kynnt og barist fyrir nú
síðustu árin.
Við, sem hér erum bjóðum okkur
fram til baráttu fyrir Alþýðuflokk-
inn í því stríði sem framundan er.
Við viljum hefja á loft fána jafnað-
arstefnunnar og skapa réttlátt þjóð-
félag, þar sem allir hafa atvinnu,
þar sem allir hafa mannsæmandi
laun. Við viljum launajafnrétti
karla og kvenna. Við viljum að fólk
geti eignast þak yfir höfuðið.
Það sem brennur heitast á fólki í
dag eru hin smánarlega lágu Iaun
verkafólks í lægstu launaflokkum
og húsnæðiskreppa unga fólksins,
sem ég vil kalla svo. Ungt fólk, sem
er að byrja búskap í dag getur ekki
eignast húsnæði. Til þess eru launin
of lág og lánsbyrði húsnæðislán-
anna of þung. Ég vil beita mér fyrir
leiðréttingu á þessu hvoru tveggja.
Alþýðuflokkurinn á að lagfæra
kjör láglaunafólksins í landinu. AI-
þýðuflokkurinn á að leysa húsnæð-
isvanda unga fólksins.
Auk þess vil ég beita mér fyrir
viðreisn atvinnulífsins í Reykjavík.
— Þegar félagshyggjuflokkarnir
fóru með völd í Reykjavik 1978—
1982 voru gerðar margvíslegar ráð-
stafanir til þess að efla atvinnulífið
í höfuðborginni. Fiskiskipastóll
Reykjavíkur var efldur. Reykjavík-
urborg keypti 2 nýja glæsilega tog-
ara, Jón Baldvinsson og Otto N.
Þorláksson til þess að treysta at-
vinnugrundvöll höfuðborgarinnar.
íhaldið í Reykjavík hefur nú afhent
einkafyrirtæki þessi glæsilegu skip.
— Á tímabilinu 1978—1982 var
einnig hafinn undirbúningur að
byggingu skipaverkstöðvar í
Reykjavík til þess að ná skipavið-
gerðum sem mest inn í landið, auka
atvinnu og spara gjaldeyri. íhaldið
í Reykjavík hefur nú drepið þetta
mál.
Ég vil, að mál þetta sé tekið upp
á Alþingi. Alþýðuflokkurinn á að
taka þetta mál upp á löggjafar-
samk. þjóðarinnar.
Það eru mikið fleiri mál Reykvík-
inga, sem Alþingi þarf að láta til sín
taka. Borgarfulltrúar Reykvíkinga
kynnast mörgum vandamálum,
sem unnt er að leysa á löggjafar-
þinginu. Það hefur oft gefist vel á
Alþingi að nýta sér reynslu sveitar-
stjórnarmanna.
Alþýðuflokkurinn samþykkti á
síðasta flokksþingi sínu í Hvera-
gerði róttæka stefnu í öllum helstu
þáttum innanlandsmála. Þar var
samþykkt að Ieggja höfuðáherslu á
eftirfarandi mál í væntanlegri kosn-
ingabaráttu vegna alþingiskosning-
anna:
Nýtt skattakerfi, sem feli í sér af-
nám tekjuskatts af almennum
launatekjum. Samþykkt var og að
leggja bæri á stighækkandi stór-
eignaskatt og að taka bæri upp
virðisaukaskatt í stað söluskatts.
Þetta eru róttækar aðgerðir í
skattamálum. Alþýðuflokkurinn
hefur haft forystu fyrir því að berj-
ast fyrir afnámi tekjuskatts af al-
mennum launatekjum. Fái flokkur-
inn afl til mun hann framkvæma
það stefnumál sitt. — Hinn al-
menni launamaður er í dag að
kikna undan þungri skattbyrði.
Þetta á ekki aðeins við um verka-
fólk í hinni gömlu merkingu þess
orðs heldur einnig opinbera starfs-
menn og annað skrifstofufólk. Það
er lítið eftir þegar búið er að draga
af laununum fyrir skattinum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
reynt að gera það stefnumál Al-
þýðuflokksins tortryggilegt að vilja
leggja á stóreignaskatt. íhaldið hef-
ur sagt, að Alþýðuflokkurinn vildi
hækka skatta á venjulegum íbúðum
fólks. Það er rangt. Alþýðuflokkur-
inn vill aðeins að stóreignamenn
leggi meira til samneyslunnar. Og
að sjálfsögðu mun álagning stór-
eignaskatts auðvelda afnám tekju-
skatts af almennum launatekjum.
Annað aðal baráttumál Alþýðu-
flokksins í væntanlegri kosninga-
baráttu er að komið verði á nýju
húsnæðislánakerfi. Það kerfi á að
byggjast á traustum fjárhagsgrunni
og fullnægja eðlilegri lánaþörf á
húsnæðismarkaðnum. Alþýðu-
flokkurinn vill auka framlag til fé-
lagslegra íbúða.
Með félagslegum íbúðum á Al-
þýðuflokkurinn við verkamanna-
bústaði — aðrar íbúðir, sem sveitar-
félög reisa , þar á meðal kaupleigu-
íbúðir og íbúðir á samvinnugrund-
velli. Alþýðuflokkurinn vill að fólk
geti valið um það, hvort það vill búa
í eignaríbúð eða leiguíbúð. En Ijóst
er, að húsnæðisvandinn verður
aldrei leystur til fulls nema byggðar
verði margar leigu- og kaupleigu-
íbúðir. — Nýleg könnun Húsnæð-
isstofnunar leiðir í ljós, að það
vantar 2000—2500 nýjar leiguíbúð-
ir til þess að fullnægja eftirspurn.
Þessi niðurstaða sýnir glöggt hvert
vandræðaástand ríkir í húsnæðis-
málum. Ljóst er, að það þarf að
gera stórátak í þessum málum. Það
jsarf að bæta aðstöðuna til kaupa á
nýjum og notuðum íbúðum. Einnig
þarf að byggja mikinn fjölda leigu-
íbúða og kaupleiguíbúða.
Þriðja stórmálið, sem Alþýðu-
flokkurinn berst fyrir í væntanlegri
kosningabaráttu er sameiginlegur
lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn.
Stefna Alþýðuflokksins er sú, að í
stað hundrað sérsjóða, sem nú
starfa, komi einn sameiginlegur líf-
eyrissjóður fyrir alla. Hér er um
stórmál að ræða. Mikið misrétti
ríkir i dag í lífeyrissjóðamálunum.
Margir eru alveg afskiptir.
Alþýðuflokkurinn vill leiðrétta
þetta misrétti.
Fjórða málið, sem Alþýðuflokk-
urinn berst fyrir í væntanlegum
kosningum er ný atvinnustefna.
Þar er lögð áhersla á að byggja upp
nýjar atvinnugreinar í landbúnaði
og sjávarútvegi. Auk þess er lögð
áhersla á margvíslegan nýtækni-
iðnað.
Og fimmta stórmálið sem A1
þýðuflokkurinn leggur áherslu á i
væntanlegum kosningum er sam-
ræmd launastefna og kjarasátt-
máli.
Alþýðuflokkurinn bendir á, að
samræmd launastefna er forsenda
árangurs í baráttunni við verðbólg-
una. Tryggja þarf að ávinningur
síðustu kjarasamninga verði ekki
stundarsigur heldur undirstaða var-
anlegrar sóknar til bættra lífskjara
og aukins réttlætis í launamálum.
Þannig og á þann hátt einan er unnt
að skapa grundvöll fyrir þeim
kjarasáttmála, sem Alþýðuflokkur-
inn hefur árum saman barist fyrir.
Alþýðuflokkurinn vill, að launa-
fólk fái lífvænleg laun fyrir átta
stunda vinnu.
Framh. á bls. 15
Auglýsing um innlausn
happdrættísskuldabréfa
rOdssjóðs
I. flokkur 1976
Hinn 1. desember nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í I. flokki 1976, (litur: bleikur).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000,00, nú kr. 20,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á
lánskjaravísitölu frá útgáfudegi á árinu 1976 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 715,40
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á,
að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka fslands.
Hafnarstræti 10. Revkjavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu
Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða
hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar lánskjaravísitölu
Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 30. nóvember 1986.
Reykjavík, nóvember 1986
SEÐLABANKJ ÍSLANDS