Alþýðublaðið - 29.11.1986, Side 8

Alþýðublaðið - 29.11.1986, Side 8
8 Laugardagur 29. nóvember 1986 Siðbótin, konurnar og syndin Nú eru 450 ár síðan siðbótin svo- kallaða var tekin upp í Danaveldi, eftir allharðar sviptingar milli kaþólsku kirkjunnar og hins Lúthersk-evangelíska siðar. Það var þó fjarri því að vera guðleg ákvörð- un. Kristján III Danakonungur taldi að það væri heppilegasta leið- in til að sameina ríki og kirkju og styrkja þar með ríkisheildina. Orðið „reformation" þýðir í rauninni ummyndun eða nýsköpun og venjulega er það talið merkja breytingar til hins betra. Víst er um það að breytingar urðu allmiklar og þær voru aðallega fólgnar í því að Heilög ritning varð e.k. andlegur æösti dómstóll í lífi einstaklingsins og túlkun rómversku kirkjunnar á henni var varpað fyrir róða. Aðrar breytingar sem urðu voru ýmist til hins betra eða hins verra, eftir því hvernig á það er litið. Séð „ofanfrá", frá sjónarhóli guðfræð- inganna var mikil bót að því að losna við alla þá spillingu sem sala aflátsbréfa hafði í för með sér og því að menn gætu snúið sér beint og milliliðalaust til guðs síns. Séð „neðanfrá", frá sjónarhóli almenn- ings, var tæpast um annað að tala en upplausn á því lífs- og skoðana- mynstri sem menn höfðu trúað á fram að því. Jafnframt gerði hið nýja skipu- lag allmiklar kröfur til einstaklings- ins um skyldur, ábyrgð og sakar- giftir, bæði gagnvart náunganum og guði. Áður hafði verið hægt að snúa sér til presta, dýrlinga eða jómfrú Maríu, sem voru milliliðir guðs og manna, en nú urðu menn að standa fjarlægum guði reikn- ingsskap gerða sinna og trúin ein gat forðað mönnurn frá eilífri út- skúfun. Á þessum tíma voru lífskjör manna afar bágborin og þar við bættust sjúkdómar, styrjaldir og fáfræði almennings. Það var því ekki að undra þótt fólki þætti sem fótunum hefði verið kippt undan allri tilveru þess þegar gamalkunn- ar aðferðir til að verjast áföllum voru frá því teknar. Áður var dýrk- un á helgum mönnum, sakrament- ið, skriftirnar og allir hinir marg- slungnu helgisiðir kaþólsku kirkj- unnar það sem fólk byggði tilveru sína á og þar var að finna útskýring- ar á öllum hlutum og aðferðir til að verjast skakkaföllum lífsins. Nátt- úruna umgengust menn eins og lif- andi veru og höfðu á henni ótta- blandna ást og átrúnað. Þessi blanda af heiðni og kristnum átrún- aði var fólkinu í blóð borið og part- ur af tilveru þess. Með siðbótinni riðlaðist þetta samhengi allt. Helgisiðir voru af- numdir og fordæmdir. Náttúran missti sinn guðlega kraft. Hann var hvergi að finna nema í Ritningunni. Þó var hjátrúin ekki úr sögunni, því enn gátu menn fallið í ónáð hjá máttarvöldunum, en litið á það sem guðlega refsingu og sjálfskaparvíti. Með þessum breyttu viðhorfum skapaðist þörfin fyrir blóraböggul og þann blóraböggul var auðvelt að finna. Það var nornin. Nornatrúin var í algleymingi við siðaskiptin og næstu 150 árin þar á eftir. Hún gegnsýrði allt þjóðfélagið og var þó útbreiddust meðal alþýðunnar. Kirkjuleg og veraldleg yfirvöld reyndu vissulega að draga úr því nornaæði sem gekk yfir alla Evrópu á þessu tímabili. Nornir voru þó ekkert nýtt fyrir- bæri í sögunni. Öldum saman hafði nornatrú verið við lýði og árið 1486 var t.d. gefið út páfabréf, „Norna- hamar“, sem var nokkurs konar leiðarvísir í nornaveiðum. Nokkur munur var þó milli evrópsku nornanna, sem almennt voru taldar innblásnar af djöflin- um, og þeirra dönsku. Danskar nornir voru jarðlægari, svo að segja og kraftur þeirra birtist gjarnan í sambandi við sjúkdóma og lækn- ingamátt. Nornatrú og ofsóknir gegn nornum tengdust yfir höfuð vandamálum hversdagslífsins og daglegu amstri í Danmörku. A þann hátt tók nornin við því sjálfs- varnarhlutverki og útskýringar- hlutverki sem helgir dómar höfðu áður haft. Þessi kvenímynd, sem grundvöll- urinn er Iagður að í „Nornahamri" deyr ekki með siðbótinni, þvert á móti magnast hún. Peter Palladius, einn þeirra sem vann hvað mest að siðbótinni og biskup á Sjálandi samdi vísitasíubók með góðum ráð- um og leiðbeiningum fyrir presta og lækna. Þar kemur það greinilega fram að nornir eru í hans augum út- sendarar Satans og þær þarf að uppræta á sama hátt og allt sem minnir á páfadóm. Enn meiri at- hygli vekur afstaða hans gagnvart þeim konum sem fengust við ljós- móðurstörf og gagnvart meðgöngu og barnsfæðingum. Allt sem á ein- hvern hátt tengist þesskonar athæfi var merkt syndinni að hans áliti og það var ekki fyrr en skírnin var af- staðin sem búið var að koma mál- unum í tryggt horf. Tímabilið frá getnaði til skírnar var greinilega það tímabil í ævi mannsins sem Palladius og margir fleiri töldu sig ekki geta haft stjórn á og þeir voru haldnir ótta, eða að minnsta kosti óöryggi gagnvart því sérsviði konunnar að ganga með börn og ala þau. Úr Biblíunni fengu menn þá vitneskju að konan bæri ábyrgð á erfðasyndinni og hvað lá þá beinna við en að ljósmæður, sér- fræðingar í fæðingarhjálp og öðru sem viðkom þessari dularfullu einkareynslu konunnar væru við- 25. þing SÍBS, var haldið að Reykjalundi 25—26. október s.l. Þingið sátu 65 fulltrúar víðsvegar af landinu. Auk venjulegra þingstarfa flutti Arne Heimdal framkvæmdastjóri fyrirlestur um starfsemi Norsku Astma og ofnæmissamtakanna. Forsetar þingsins voru: Oddur Ólafsson, Davið Gíslason og Rann- veig Löve, Þingritar voru: Skúli Jensson og Ingibjörg Friðriksdótt- ir. Ymsar samþykktir voru gerðar á þessu 25. þingi SÍBS, flestar er lutu að forvarnarstarfi í lungnasjúk- dómum og að efla þá sérstöku þjónustu við lungnasjúklinga, sem tekin var upp fyrir nokkrum árum, er sérfræðingur í lungnasjúkdóm- um var ráðinn að VINNUEHIMIL- INU REYKJALUNÐI. Þingið sjálsgripir og sennilega göldróttar. Það þarf engan að undra að í ritum Palladius er hvergi minnst á galdra- karla. Afstaðan til kvenna breyttist ekki til hins betra með siðbótinni, hún versnaði til muna, sérstaklega hvað galdrakonur áhrærir. Þeir sem sak- aðir voru um galdur í Danmörku voru í 80—90% tilvikum konur. Þess vegna urðu konurnar blóra- bögglar fyrir alit það öryggisleysi og ótta sem fylgdi í kjölfar siða- skiptanna og fólk gat ekki tekist á við af eigin rammleik. Þær urðu þolendur vegna óttans við guð og djöfulinn og hið óþekkta og óút- skýranlega. Það var handhæg lausn að skella skuldinni á galdra hvenær sem eitthvað fór úrskeiðis og galdrabrennur fullnægðu réttlætis- þörf fólksins að verulegu leyti í langan tíma eða til ársins 1693, þeg- ar síðasta galdrabrennan var í Dan- mörku. Þá var meiri stöðugleiki kominn á í samfélaginu, þörfin fyr- ir galdrafólk ekki jafn brýn. En það var ekki fyrr en hulunni var svipt af leyndardómnum um barneignir með vísindalegum rann- sóknum, að verulega tók að rofa til. fagnaði sérstaklega tveim nýjum SIBS-deildum, sem stofnaðar voru á þessu ári og fól þingið stjórn SÍBS, að vinna markvisst að eflingu félagsstarfs innan SÍBS. Stjórn SÍBS er þannig skipuó Kjartan Guðnason formaður Björn Ólafur Hallgrímsson Davíð Gislason Garðar P. Jónsson Guðmundur Guðmundarson Hjörtþór Ágústsson Rannveig Löve. Skrifstofa SÍBS, er í Suðurgötu 10, Reykjavík og er opin eftir há- degi á mánudögum og miðvikudög- um kl. 2—4. Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlega hafið samband í sima 22150 við fulltrúar stjórnar SÍBS. 25. þing S.I.B.S.: Efla þarf forvarnarstarf gegn lungnasjúkdómum 3É St 7,25% fastir ársvextir unifrani visitöiu ailan binditímann 100 ára Afmætisreikningur Landsbankans er yfirburða ávöxtunarleið. Hann er verðtryggður og gefur að auki fasta 7,25% ársvexti. Samt er hann aðeins bundinn í 15 mánuði. Til dæmis samsvaraði ársávöxtunin frá afmælisdegi bankans 1. júlí sl., til septemberloka 19,9%. Stofnaðu Afmæiisreikning fyrir áramót Afmælisreikningurinn er bundinn við 100 ára afmæli Landsbank- ans. Þess vegna þarf að stofna hann áður en afmælisárinu lýkur um næstu áramót. Afmælisreikningurinn er innlánsform sem allir peningamenn geta mælt með. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár Afmælisreikningur Verötryggöur sparii Verðtryggður sparireikn. meö 6 mánaöa bindingu Verðtryggður sparireikn. meö 3ja mánaöa bindingu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.