Alþýðublaðið - 29.11.1986, Qupperneq 10
10
Laugardagur 29. nóvember 1986
Árni Gunnarsson á aðalfundi Landverndar:
íslendingar eru að tapa í
baráttunni gegn gróðureyðingu
Um 1000 hektarar á hverju ári — Landgrceðslan hefur ekki undan miðað við óbreytt fjárframlög.
Á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var um síðustu helgi,
flutti Árni Gunnarsson framsögu fyrir hönd Alþýðuflokksins um
efnið: „Stjórnmálaflokkarnir og umhverfismál“. Fulltrúar allra
flokka gerðu grein fyrir afstöðu flokkanna og urðu miklar umræð-
ur um málin. Erindi Árna Gunnarssonar fer hér á eftir:
Áður en ég kem að hinu eiginlega
umræðuefni, sem mér hefur verið
falið að gera hér nokkur skil, þ.e.
stefnu Alþýðuflokksins í umhverf-
ismálum, get ég ekki stillt mig um
að segja ykkur dulitla sögu. Sem
drengur var ég sjö sumur í sveit í
Næfurholti á Rangárvöllum, sem
nær stendur Heklu en nokkurt
byggt ból á landinu. Næsti bær við
Næfurholt heitir Hólar, og norður
og vestur af þeim bæ, voru birki-
skógartorfur. Ein var öðrum feg-
urri og hét Stóru-Flatir. Þarna voru
einnig rofabörð, sem enn má sjá
leifar af. Síðan ég kom þarna fyrst
eru liðin 39 ár. Eftir að sumarvist
minni lauk, hefi ég komið þarna
nokkrum sinnum á hverju sumri.
Nú er ekkert eftir af skógartorfun-
um; aðeins standa nokkrar svartar
kræklur, Stóru-Flatir eru ekki leng-
ur stórar. Sauðfé og vindar hafa
tekið sinn toll. Svipaða gróðureyð-
ingu má sjá víðar í Rangárvalla-
hreppi, þótt tekist hafi að stöðva
hana á stórum svæðum. — En í
huga mínum eru birkihríslurnar við
Háu-Flatir og örlög þeirra spegil-
mynd þeirrar ógnar, sem steðjar að
íslenskri náttúru og gróðurfari. —
Og sannleikurinn er sá, að þrátt fyr-
ir margvíslegar tilraunir, sem nú eru
gerðar til að stöðva eyðingu lands,
þá erum við að tapa orrustunni.
Þjóðargjöfin margfræga, sem
hafði þann megintilgang að skila
landinu aftur til þjóðarinnar, eins
og það var við landnámsöld, er lítið
annað en orðin tóm.
1000 hektarar
Það er ekki fjarri lagi, að á hverju
ári glötum við íslendingar um það
bil 3500 hekturum gróins lands.
Miðað við fjárframlög síðustu ára
til landgræðslu, vinnast aftur um
2.500 hektarar. Það eru því um 1000
hektarar, sem tapast á hverju ári. Á
síðustu árum, eða allt frá árinu
1977 hafa framlög hins opinbera til
landgræðslu farið stöðugt minnk-
andi. Þau náðu hámarki 1977, en
hafa stórminnkað síðan.
í opinberri nefnd um land-
græðsluáætlun, sem ég hefi átt sæti
í nokkur undanfarin ár, hafa verið
lagðir fram lauslegir útreikningar
um það, að á föstu verðlagi, miðað
við júní-mánuð sl. hafi raunfram-
lög til landgræðslu numið rösklega
100 milljónum króna árið 1977.
Sambærilegar tölur fyrir næsta ár,
1987, eru rösklega 25 milljónir
króna. Miðað við sama útreikning
fóru framlögin niður í 17,1 milljón
árið 1981 og hafa ekki farið upp fyr-
ir 26 milljónir síðan. Að vísu eru
skiptar skoðanir um það í nefnd-
inni hvaða vísitölu á að nota við
Árni Gunnarsson
þennan útreikning, en í megindrátt-
um tel ég hann réttan.
Framlög Iækka
Það mun láta nærri að árið 1985
hafi framlög til almennrar land-
græðslu lækkað um 29% miðað við
1984. Enn lækkuðu framlögin um
26 af hundraði árið 1986 frá árinu á
undan og í því fjárlagafrumvarpi,
sem nú liggur fyrir Alþingi er gert
ráð fyrir einni milljón króna lægri
fjárhæð en 1983. — Landgræðsla
ríkisins hefur nú í sinni umsjá 70
landgræðslugirðingar, sem eru
samtals 850 kílómetrar að lengd og
um 176 þúsund hektarar að stærð.
Til nauðsynlegra framkvæmda á
þessum svæðum eru ætlaðar 25
milljónir króna á næsta ári. Þessir
fjármunir fara til viðhalds girðinga
og sáningar en aðeins verður unnt
að bera á um 2% af flatarmáli allra
girðinganna. Aðeins tvö af þessum
70 landgræðslusvæðum eru í þeirri
landgræðslu- og landverndaráætl-
un, sem nú er unnið að fyrir árin
1987 til 1991.
Landgræðslan
mikilvægust
Þessar tölur nefni ég aðeins til að
það komi skýrt fram hve mikill
vandinn er. En við getum líka haft
á bak við eyrað, að talið er að við
landnám hafi um 60 þúsund fer-
kílómetrar af okkar 104 þúsund
ferkílómetra landi, verið gróið. Nú
eru 23 þúsund ferkílómetrar eftir af
grónu landi.
Ég geri mér fulla grein fyrir því,
að það er fleira landvernd en land-
græðsla. En á meðan við höfum
ekki undan að stöðva landeyðing-
una, hlýtur hin eiginlega land-
giæðsla að vega þyngst. Það hlýtur
öllum að vera ljóst, að ef ekki á að
stefna í hreinan voða, verður að
stuðla að þjóðarvakningu á þessu
sviði.
Ég nefndi áðan skógartorfu efst í
Rangárvallahreppi. Örlög hennar
minntu mig óhugnanlega mikið á
gífurlega stór landsvæði í norðan-
verðri Eþíópíu, sem ég fór um á síð-
asta ári. Þar höfðu þurrkar og lát-
laus ágangur búfénaðar breytt sam-
felldri gróðurvin í svarta eyðimörk.
— En nóg um það! Hvað vill Al-
þýðuflokkurinn gera?
Þjóðareign
Alþýðuflokkurinn hefur ekki,
fremur en aðrir flokkar, neinar ein-
faldar lausnir á þessum þætti vand-
ans. Hins vegar hefur landverndar-
þátturinn, af augljósum ástæðum,
ávallt verið nátengdur tillögum
flokksins um þjóðareign á landi.
Því verður ekkert leynt að oft
hafa landeigendur, sem m.a. eiga
hagsmuna að gæta á afréttum og
víðar, snúist öndverðið gegn til-
lögum, sem fram hafa komið um
aðgerðir til að draga úr gróðureyð-
ingu. Má þar m.a. nefna hugmyndir
um búskaparhætti í samræmi við
landshætti, ítölu, takmörkun
hrossabeitar og fleira. — í þessum
orðum mínum felst ekki ásökun,
heldur vil ég benda á, að menn hafa
mismunandi hugmyndir um það
hvað gróðureyðingu veldur og um
einstaka þætti hennar.
Alþýðuflokkurinn vill binda
þjóðareign Iandsins í stjórnar-
skránni. Hann vill að íslenska þjóð-
in öll, einn fyrir alla og allir fyrir
einn, eigi ísland allt, gögn þess og
gæði og að Alþingi fari með um-
ráðarétt yfir þessari eign. — Það
gefur auga leið, að ef þjóðareign á
landi væri orðin að veruleika, yrði
tilfinning einstaklinganna fyrir
landi sínu og þróun gróðurfars mun
ríkari en nú er.
í stefnuskrá Alþýðuflokksins
segir orðrétt: „Eins og þjóðin á
sameiginlegan rétt til lands síns og
gæða þess, svo ber henni sameigin-
lega skylda til að varðveita fjöl-
breytta náttúru landsins, auka
gróðurríki þess og halda mengun
innan þeirra marka, sem loft, land,
vatn og haf þola til frambúðar!1
Velferðarmál
gróðurríkisins
í stjórnmálaályktun síðasta
flokksþings Alþýðuflokksins segir
„Fertugasta og þriðja flokksþing
Um þessar mundir er staddur hér
á landi fyrsti sendiráðsritari í sendi-
ráði Nicaragua í Stokkhólmi, Uriel
Perez. Hingað kemur hann til að
greina frá gangi og stöðu mála í
Nicaragua. Hann mun einnig ræða
við ýmsa einstaklinga, sem láta sig
varða málefni þjóðar hans.
1 dag, laugardag, klukkan 14 seg-
Alþýðuflokksins hvetur íslensku
þjóðina til að vernda og varðveita
þau ómetanlegu auðæfi er felast í
óspilltri náttúru. Vaxandi mengun
lofts, láðs og lagar ógnar nú mann-
kyni. íslendigum ber að taka virkari
þátt í baráttunni fyrir aukinni nátt-
úruvernd og berjast gegn mengun
og landeyðingu!* Á þessu flokks-
þingi var samþykkt að kjósa fimm
manna nefnd til að fjalla um um-
hverfismál og er henni ætlað að
skila fyrir næsta flokksþing ítarleg-
um drögum að nýrri stefnu flokks-
ins í umhverfismálum.
En þótt orð séu til alls fyrst, þarf
meira að koma til. Alþýðuflokkur-
inn, eins og aðrir stjórnmálaflokk-
ar verða að gera sér betur grein fyrir
þeirri ábyrgð, sem á honum hvílir,
ef það er ætlun okkar kynslóðar að
gefa ekki eftir í baráttunni við gróð-
ureyðinguna og skila landinu til
næstu kynslóðar ögn gróðurríkara
en það nú er, a.m.k. ekki lakara. —
Hér er ekki á ferðinni neitt flokks
pólitískt mál, heldur velferðarmál
gróðurríkis íslands og lífsspursmál
þjóðarinnar í heild. — Það er ein-
læg von mín að við vöknum af þeim
Þyrnirósarsvefni, sem á okkur féll
eftir þjóðargjöfina, þegar flestir
héldu að nú væri allt klappað og
klárt og ástæðulaust að hafa frekari
áhyggjur. — En að glata 1000 hekt-
urum gróðurlands á hverju ári er
ekki í anda þjóðargjafar. Þess
vegna er rétt að fara að vakna og
vekja aðra um leið.
ir hann frá ástandinu í Nicaragua á
fundi á Hótel Borg. Þar greinir
hann frá skemmdarverkum
Contra-skæruliða og fjárstuðningi
Bandaríkjastjórnar við þá. Fyrir-
spurnum verður svarað og frásögn
Uriels verður þýdd á íslensku.
í byrjun fundar mun Torfi Hjart-
arson sýna og útskýra nokkrar lit-
skyggnur frá Nicaragua.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Starfsfólk óskast I heimilishjálp. Heilsdags- og hluta-
störf. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk, sem hafa
tlma aflögu.
Vinsamlegast hafið samband við heimilisþjónustu Fé-
lagsmálastofnunar, Tjarnargötu 11, slmi 18800.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
Verkfræðingur
Laust er starf forstööumanns hönnunardeildar
við embætti bæjarverkfræðings I Hafnarfirði.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf skulu
berast bæjarskrifstofunum I Hafnarfirði eigi síðar
en 4. des. n.k.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir afi og langafi.
Halldór Símonarson
Barónstíg 78.
verður jarðsunginn frá Frlkirkjunni I Reykjavlk þriðju-
daginn 2. des. kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuö.
Óla Guðrún Magnúsdóttir
Margrét Halldórsdóttir Axel Jónsson
Bergljót Halldórsdóttir Leifur ísleifsson
Asdís Halldórsdóttir Kristján Eyjólfsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Símaskráin 1987
Tilkynning til símnotenda
Breytingar I símaskrá 1987 þurfa að berast fyrir 15.
desember n.k.
Breytingar á heimilisfangi frá seinustu símaskrá
þarf ekki að tilkynna sérstaklega.
Ritstjóri símaskrár.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
:l REYKJAVÍKURBORG
Staða umsjónarfóstru við dagvistunarheimili Reykja-
vlkurborgar, framhaldsmenntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 15 desember. Upplýsingar veitir
framkvæmdastjóri Dagvista, I slma 27277.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
vfkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum er þar fást.
Æíf
Ræðir um Nicaragua
á fundi á Hótel Borg