Alþýðublaðið - 29.11.1986, Page 11
Laugardagur 29. nóvember 1986
11
Börnum einstæðra
foreldra mismunað
Fyrir nokkru var á Alþingi fjall-
að um breytingar á barnalög-
um. Jóhann Sigurðardóttir tók
þátt í þessum umræðum og
fjallaði um veikamikinn þátt í
barnauppeldi. Hún sagði m.a.:
Það frv. sem ég mæli fyrir hefur
það að markmiði að tryggja börn-
um, sem aðeins eiga annað foreldri
á lífi, sama rétt og löggjafinn hefur
þegar veitt börnum einstæðra for-
eldra sem leitað geta til meðlags-
skylds aðila með framlög vegna
menntunar barna sinna.
í fimm ár hafa verið í gildi þessi
ákvæði barnalaganna sem eru
heimildarákvæði þess efnis að hægt
er að ákveða framlag frá meðlags-
skyldum aðila til menntunar og
starfsþjálfunar barna til 20 ára ald-
urs. Hér er vissulega um mikilvægt
ákvæði í barnalögunum að ræða
sem getur haft verulega þýðingu og
kannske oft ráðið úrslitum um það
hvort börn einstæðra foreldra geta
lagt stund á framhaldsnám. En þeg-
ar þetta ákvæði barnalaganna var
samþykkt fyrir fimm árum var ekki
hugað að því að tryggja börnum
einstæðra foreldra, sem ekki geta
leitað til meðlagsskylds aðila, sama
rétt og barnalögin veittu öðrum
börnum einstæðra foreldra.
Fjöldi þeirra einstæðu foreldra,
sem ekki geta nýtt sér ákvæði
barnalaganna, er mikill. Það er stór
hópur, 1073 einstæðir foreldrar
með 1564 börn á framfæri sínu, sem
ekki getur leitað eftir þessu fram-
lagi vegna menntunar barna sinna
til 20 ára aldurs. Hér er því um mjög
stóran hóp að ræða og augljóst
ranglæti og mismunun i aðbúnaði
og kjörum einstæðra foreldra sem
með þessu frv. er leitast við að leið-
rétta.
í frv. er einnig lagt til að börn ör-
yrkja og ellilífeyrisþega, sem ekki
hafa annan framfærslueyri en bæt-
ur almannatrygginga, fái sama rétt.
Þar er einnig um stóran hóp að
ræða. Þar er samtals um að ræða
617 öryrkja og ellilífeyrisþega með
967 börn á framfæri sínu.
Þegar á heildina er Iitið gæfu
ákvæði þessa frv. 1690 einstæðum
foreldrum, öryrkjum og ellilífeyris-
þegum með samtals 2531 barn á
Gjafir til
Krabbameins-
félagsins
/ x.
Krabbameinsfélag Hvamms-
tangalæknishéraðs færði Krabba-
meinsfélagi íslands myndarlegt
fjárframlag, sem á að renna í sjóð
sem stofnaður hefur verið til kaupa
á brjóstaröntgenmyndatæki fyrir
landsbyggðina.
Starfsmannafélag Hafskips sam-
þykkti, áður en félagið var lagt nið-
ur, að gefa Krabbameinsfélaginu
það sem eftir yrði af eigum félags-
ins. Fyrrverandi formaður starfs-
mannafélagsins, ásamt nokkrum úr
stjórninni, afhentu Krabbameins-
félaginu svohljóðandi gjafabréf:
„Undirritaðir, f.h. Starfsmanna-
félags Hafskips hf., aflienda hér
með Krabbameinsfélagi íslands að
gjöf ávísun að upphæð kr.
224.594.00. Gefendur votta virð-
ingu og þakkir fyrir árangursrík
brautryðjendastörf á vegum
Krabbameinsfélags íslands á liðn-
um áratugum. Það er von gefenda
að gjöfin megi verða lóð á vogar-
skálar framtíðarstarfs félagsins".
Þessum sjóð verður varið til að
koma á fót aðstoð við krabba-
meinssjúklinga og fjölskyldur
þeirra. Þessi ráðgjafarþjónusta er í
þann veginn að hefjast á vegum fé-
lagsins og hafa verið ráðnir tveir
hjúkrunarfræðingar í hlutastarf til
að sinna þessu verkefni.
framfæri sínu möguleika á að Ieita
eftir framlagi til menntunar barna
sinna 18—20 ára. Það ber þó að
taka fram að að því er varðar þau
heimildarákvæði, sem fyrir hendi
eru nú í barnalögum, getur valds-
maður metið í hverju tilfelli að-
stæður hins meðlagsskylda aðila,
þar sem m.a. er tekið mið af efna-
hag og öðrum aðstæðum hans og
þess foreldris sem forsjá barns hef-
ur, þannig að ekki yrði í reynd um
að ræða eins stóran hóp og ég hef
hér nefnt sem fengi slík framlög
sem hér um ræðir.
Þegar til þess er litið, herra for-
seti, að fjárhagslegar og félagslegar
aðstæður þessara einstæðu for-
eldra, sem ekki geta leitað til með-
lagsskylds aðila og fá þess vegna
ekki þessi framlög vegna menntun-
ar barna sinna, geta verið eins, svip-
aðar eða jafnvel verri en foreldra
þeirra barna sem nú geta leitað eftir
framlögum vegna menntunar
barna sinna, þá er furðulegt að Al-
þingi skuli ekki hafa tekið af skarið
í þessu máli og veitt börnum þess-
Jóhanna Sigurðardóttir
ara einstæðu foreldra sama rétt og
börn annarra einstæðra foreldra
hafa. Og ég trúi því ekki að þriðja
þingið líði frá því að þetta frv. var
fyrst og lagt tram án þess að AI-
þingi samþykki það frv. sem hér
liggur fyrir. Ef það verður ekki gert
er ástæðan ekki sú að hér sér um
stóran útgjaldaauka fyrir ríkissjóð
að ræða ef þetta frv. verður að lög-
um.
í fskj. með frv. liggur fyrir um-
sögn Fjárlaga- og hagsýslustofnun-
ar um þetta frv. sem allshn. Nd.
fékk á siðasta þingi. Það er mat
Fjárlaga- og hagsýslustofnunar að
eingöngu sé um að ræða útgjalda-
auka upp á 4—5 millj. á ári verði
frv. þetta að lögum. Því tel ég, ef hv.
þm. þessarar deildar íhuga þetta
mál og velta fyrir sér í alvöru hvað
mikið óréttlæti felst í því að skilja
eftir stóran hóp barna einstæðra
foreldra án þess réttar sem löggjaf-
inn hefur þegar tryggt öðrum börn-
um einstæðra foreldra, þá hljóti AI-
þingi að geta fallist á að samþykkja
frv. sem ekki hefur meiri útgjalda-
auka í för með sér en ég hef hér lýst.
Helgi Hólm fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari í frjálsum íþróttum:
’Það þarf stefcir
taiigar í startíð.
Drekktu mjólk!'*
Viðbúnir.tilbúnir.bang! (viðbragðsstöðu fyrir hlaup er hver taug þanin til hins ítrasta. Þar ræöur
styrkur, jafnvægi og öryggi úrslitum. Helgi Hólm íþróttakennari og þjálfari veit lengra nefi sínu um
taugamar í startinu - og hvemig mjólk getur aukið andlegt og líkamlegt þrek.
Það þarf sterkar taugar i fleira en íþróttir. Yfitvegun og andleg vellíðan skiptir alla máli og rannsóknir
sýna að mataræði hefur ævinlega mikil áhrif á skaphöfn og geð. Að minnsta kosti 20 bætiefni, - vítam ín,
steinefni og aminósýrur - hafa margslungin áhrif á andlega líðan og skortur á þessum efnum bitnar oft
fyrst á taugakerfinu.
Mjólk er ein besta uppspretta bætiefna í daglegu fæði okkar. Úr mjólkurmat fáum við á milli
þriðjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-vítaminum auk kalks og steinefna sem hafa mikil áhrif á
taugakerfið. Þess vegna er mjólk góð fyrir svefninn - og á morgnana - og um miðjan daginn!
MJÓLKURDAGSNEFND
Aðalsteinn Bernharðsson, margfaldur
islandsmeistari og landsliðsmaður í
frjálsum íþróttum, drekkur mikið af
mjólk. Þannig styrkir hann taugar og
bein og rennir styrkum stoðum undir
afrek sin á hlaupabrautinni.
Áhrif B vítamínskorts eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Tegundir Bvitamína Einkenni á taugakerfi við skort á B vitamínum
Þíamín(B,) Kjarkleysi, þunglyndi, taugalömun
Ribóflavin (B,) Þunglyndi, skynvilla, vitfirring
Niasín Þunglyndi, skynvilla, vitfirrinq
Pantóbensvra Svefnlevsi.persónuleikabrevtinqar
BBvitamín Sinnuleysi, þunglyndi, svefnleysi
Eólasín Þunglyndi, rugl, minnistap
B12vítamin Sinnuleysi. mænu- og taugarýrnun, dauði
Bíotín Þunglyndi, sinnuleysi, svefnleysi
Eins og sjá má getur B-vítamínskortur valdiö ótrúleg-
ustu einkennum á taugakerfi. Sem betur fer er alvar-
leg B-vítamínvöntun úr sögunni á Islandi. En vægur
skortur er sennilega algengur. Úr mjólkurmat fáum viö
milli þriöjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-vita-
minunum. Auk þess hefur kalkið, og fleiri stemefni
áhrif á taugakerfið. Og hvaðan fáum viö 70%
kalksins? Gettu!
I