Alþýðublaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 29. nóvember 1986
Líkamsrœktin í Kjörgarði 5 ára:
Hófleg áreynsla er
líkamanum nauðsynleg
Rœtt við Gústaf Agnarsson, líkamsrœktarstjóra
„Líkamsræktin hér í Kjörgarði
tók til starfa 31. október 1981 og
er því 5 ára um þessar mundir.
„Orkubót“ í Brautarholtinu hafði
opnað nokkru áður, en það má
segja að Líkamsræktin hér i Kjör-
garði hafi verið sú fyrsta sinnar
tegundar á íslandi, það er af þess-
um stóru sem bjóða upp á alhliða
þjónustu, æfingar í tækjum,
Ijósabekki, heitavatnsnuddpotta,
gufuböð, ráðleggingar um matar-
æði o.s.frv. Og um þetta leyti, árið
1981, varð sannköllluð bylting í
afstöðu almennings til líkams-
ræktar og bættrar heilsu al-
mennt,“ sagði Gústaf Agnarsson,
líkamsræktarstjóri i Líkamsrækt-
arstöðinni í Kjörgarði í samtali
við Alþýðublaðið.
Flóðbylgjan skall yfir
„Enda fór það svo að strax eftir
að við opnuðum skall flóðbylgjan
yfir okkur. Aðsóknin var svo mik-
il fyrstu mánuðina að við gátum
tæplega annað öllum þeim sem til
okkar leituðu! Margir héldu að
þetta væri aðeins bóla sem myndi
ná einhverju hámarki og springa
síðan með háum hvelli, en sú varð
ekki raunin. Margar Iíkamsrækt-
arstöðvar opnuðu skömmu síðar,
þannig að allur þessi fjöldi sem
vildu notfæra sér þessa þjónustu
og bæta líkamsástand sitt, dreifð-
ist á hina ýmsu staði. En eftir að
þetta jafnaðist út þá hefur að-
sóknin hjá okkur verið að aukast
hægt en örugglega.
Ljósaböð í sólarleysinu
Ein skýringin á þessum mikla
áhuga íslendinga á líkamsrækt er
líklega sú að þessi Iíkamsræktar-
aðferð hentar okkur mjög vel.
Sólarleysið á veturna er til dæmis
mjög gott að bæta upp með því að
stunda ljósabekkina. Eins eru
réttar æfingar í tækjunum sér-
staklega heilsubætandi.
Guðmundur Sigurðsson lyftinga-
maður hefur sýnilega haft gott af
œfingunum hjá Gústal
Fyrsta bylgjan, á meðan lík-
amsræktin var eins konar tísku-
fyrirbrigði, stóð í um það bil þrjá
mánuði. Síðan dofnaði áhuginn
nokkuð eftir að nýjabrumið fór af
þessu, en síðan fór áhuginn að
koma aftur og nú virðist aðsóknin
vera komin i jafnvægi og aukn-
ingin er hæg en nokkuð örugg.
Fjölbreytt þjónusta
Þess má geta að sumir koma
aðeins til þess að fá sér gott bað,
fara í heitavatnsnuddpottinn, í
gufubað og síðan í sturtu. Aðrir
notfæra sér alla þá þjónustu sem
Líkamsræktin hefur upp á að
bjóða og það eru þeir sem fá auð-
vitað mest út úr þessu. Aðalatrið-
ið er þó að fólk getur valið um
hvað það vill notfæra sér af þess-
ari fjölbreyttu þjónustu. Mat-
vælafræðingur er hér til staðar
fyrir þá sem vilja fá ráðleggingar
í þeim efnum.
Upphaflega vorum við sex eig-
endur að Líkamsræktinni, en
þetta hefur breyst í gegnum árin
og nú er ég og mín fjölskylda eig-
endur fyrirtækisins og höfum ver-
ið í um það bil fjögur ár.
Líkamlegt ástand
kannað
Þegar kemur til mín einstakl-
ingur sem vill byrja að rækta lík-
ama sinn og stunda okkar æfinga-
dagskrá, þá byrja ég á því að
kynna mér líkamlegt ástand við-
komandi, t.d. hvort hann eða hún
hafi stundað svipaðar æfingar
eða íþróttir áður, hvort einhver
meiðsli séu til staðar og ef svo er
hvers eðlis þau séu. Ef um alvarleg
meiðsli er að ræða þá ráðlegg ég
viðkomandi að ráðfæra sig við
sjúkraþjálfara, því fyrsta boðorð-
ið er að taka aldrei neina áhættu
með heilsu fólksins.
Ef viðkomandi er hins vegar í
þokkalegu ástandi, þá læt ég hann
fara í gegnum létt prógramm og
kynni mér þrek hans og þol og tek
síðan ákvörðun í framhaldi af því
hvernig ég ráðlegg honum að
„sigla“ inn í æfingarnar. Þessi
regla gildir fyrir fyrsta mánuðinn
eða þar um bil. Eftir það kemur
þetta nokkuð af sjálfu sér og við-
komandi bætir við þyngdina
smám saman. Höfuðreglan er
samt alltaf sú að vera aldrei með
of þungt. Það er mjög áríðandi.
Menn eru ekki pískaðir út, það er
mikill misskilningur og má aldrei
gerast. Svo eru það ekki aðeins
vöðvarnir sem styrkjast. Sinar,
sinafestingar og bein styrkjast
einnig, — og i raun og veru allur
líkaminn.
Gústaf Agnarsson.
Að vakna til lífsins
Það eru mörg dæmi þess að
fólk hefur komið hingað í mjög
slæmu ástandi og náð undraverð-
um árangri. Ég man sérstaklega
eftir tveimur einstaklingum.
Eitt sinn kom til mín maður,
mjög illa á sig kominn greir.ilega.
Hann sagði mér að hann hefði
skömmu áður fengið hjartaáfall
og var næstum dáinn. En á fjór-
um til fimm mánuðum varð algjör
umbreyting á þessum manni, það
var í rauninni ómögulegt að
þekkja hann fyrir sama mann.
Það var ótrúleg breyting og mér
mjög minnistæð. Hann hafði að
vísu æft íþróttir löngu áður og
það hefur örugglega haft sitt að
segja. Það er eins og líkaminn
„muni“ slíkt. Þessi maður byggði
sig upp frá því að vera liðið lík og
upp í það að ná mjög góðu formi.
Langvarandi gigt hvarf
Hitt dæmið sem ég man sér-
staklega er af konu sem kom til
mín og var mjög illa haldin af
gigt. Hún hafði verið mjög kvalin
í mörg ár og þurft að ganga í
sprautur og annað slíkt. Hún fór
að æfa hjá okkur og ári síðar
sagði hún mér að hún hefði ekki í
langan tíma fundið fyrir neinni
gigt. Gigtin virtist sem sagt vera
gersamlega horfin og lífsútsýni
þessarar konu var orðið allt annað
og betra.
Við verðum að athuga að hæfi-
leg áreynsla er líkamanum bæði
eðlileg og nauðsynleg, — það er
engin spurningþ sagði Gústaf
Agnarsson, líkamsræktarstjóri í
Líkamsræktinni í Kjörgarði.
Málverkasýning:
Ragnar Lár sýnir
í M.Í.R. salnum
Myndir frá síðustu þremur árum
í dag opnar Ragnar Lár mál-
verkasýningu í MIR salnum að
Vatnsstíg 10 (fyrir neðan Hverfis-
götuna). Sýningin verður opin
virka daga frá kl. 15.00 til 20.00, en
frá kl. 14.00 til 21.00 helgidaga.
Sýningin stendur aðeins í rúma
viku, lýkur sunnudaginn 7. desem-
ber.
Á sýningunni eru 32 verk, olíu-
málverk, vatnslitamyndir og gvass-
myndir málaðar á síðustu þremur
árum. Ragnar Lár hélt sína fyrstu
sýningu í Ásmundarsal fyrir réttum
30 árum að loknu námi í Handíða-
og myndlistarskólanum. Ragnar
Lár naut handleiðslu Gunnars heit-
ins Gunnarssonar, Iistmálara, um
margra ára skeið. Hann sýndi síðast
í Reykjavík haustið 1984 í Gallerí
Lækjartorg.
Kvótakerfið:
Neyðarráðstöfun sem
á ekki lengur við
— segir m.a. í ályktun bœjarstjórnar Isafjarðar um nú-
gildandi fiskveiðistefnu.
Á fundi bæjarstjórnar ísafjarðar
20. nóvember s.l. var eftirfarandi
tillaga að ályktun bæjarstjórnar
ísafjarðar um stjórn fiskveiða
ásamt greinargerð samþykkt:
„Bæjarstjórn ísafjarðar lýsir al-
gjörri andstöðu við fram komnar
hugmyndir um framlengingu gild-
andi laga um stjórn fiskveiða til árs-
ins 1990.
Bæjarstjórnin tekur undir álykt-
un 45. fjórðungsþings Fiskideild-
anna á Vestfjörðum, sem haldið var
á ísafirði 19. okt. 1985, um fisk-
veiðistefnu til 5 ára“
í greinargerð með ályktuninni
segir:
„Núverandi kvótakerfi var sett á
sem neyðarráðstöfun, þegar þorsk-
stofninn var í lægð og nauðsynlegt
var talið að takmarka ársaflann af
þorski við 200 þús. lestir.
Þar sem leyfilegur hámarksafli er
nú mun hærri, eða um 350 þús. lest-
ir, og fer að líkindum hækkandi, er
ljóst að neyðarráðstafanir eiga ekki
lengur við.
Fiskveiðistefna sem mörkuð er til
langs tíma þarf að gegna þríþættu
hlutverki:
1. að tryggja æskilega sókn í ein-
staka fiskistofna,
2. að tryggja atvinnuöryggi fisk-
vinnslufólks og sjómanna,
3. að tryggja jafnt framboð á
helstu fiskmörkuðum okkar.
Algjör uppstokkun á núverandi
kvótakerfi er forsenda þess að hægt
sé að ná þessum markmiðum.
Þorskveiðar eru og verða undir-
staða byggðar á Vestfjörðum. Und-
anfarin ár hefur hlutdeild Vestfirð-
inga í þorskafla landsmanna lækk-
að úr 15,3% árið 1980 niður í 13,7%
árið 1985. Þessi þróun kemur ekki
síst fram á ísafirði, þar sem hlut-
deild í þorskafla hefur verið frá
3,5% og upp í rúm 4% en var á ár-
inu 1985 komin niður í 2,8% af
heildar þorskafla landsmanna.
Vestfirðir hafa sérstöðu meðal
kjördæma landsins. Á Vestfjörðum
eru engar aðrar auðlindir en fiski-
miðin undan ströndinni. Aðrir
landshlutar hafa blómleg landbún-
aðarhéruð, heitt vatn úr iðrum jarð-
ar og virkjanlegt vatnsafl. Slíku er
ekki til að dreifa á Vestfjörðum.
Vestfirðingar hljóta að gera þá
kröfu til Alþingis að það taki sér-
stakt tillit til sérstöðu fjórðungsins
við ákvörðun á stjórnunar aðferð-
um fiskveiða!1
Bifreiðastjórafélagið
Sleipnir:
r
Oánægja
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir,
hélt aðalfund sinn á Hótel Esju
fimmtudaginn 30. október 1986.
Fundarsókn var góð.
Fundarmenn lýstu yfir óánægju
sinni á úrskurði gerðadóms sem
kom seint og síðarmeir við síðustu
kjarasamninga. Fannst þeim ekki
vera lagt mat á störf þeirra bifreiða-
stjóra er annast fólksflutninga við
ýmsar aðstæður. Ákváðu þeir að
beita sér af alefli við að ná fram
betri kjörum við gerð komandi
kjarasamninga.