Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 4
4
Þriöjudagur 16. desember 1986
Gleðileg jól!
Við sendum íbúum Norðurlands vestra, starfsfólki okkar;
viðskiptavinum og landsmönnum öllum, okkar bestu óskir
um gleðileg jól og árnum þeim farsœldar á komandi ári.
Útgerðarfélag Skagfirðinga hf Sauðárkróki Húsgagnaverslunin Hátún Sæmundargötu 7 Sauðárkróki Verslunarfélagið Aldan Sjálfsbjargarhúsinu, Sæmundargötu Sauðárkróki
Trésmiðjan Borg hf’ Borgarmýri 1 Sauðárkróki Verslunin Tindastóll Hólavegi 16 Sauðárkróki Verslunin Hegri Sauðárkróki
Verkamannafélagið Fram Sæmundargötu 7A Sauðárkróki Rafsjá Sauðárkróki Ábœr Sauðárkróki
Byggingafélagið Hlynur hf Sæmundargötu Sauðárkróki Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki — Varmahlíð — Hofsósi — Ketilási
Bókabúð Brynjars Skagfirðingabraut 9A Sauðárkróki
Orðsending frá Lífeyrissjóði
stéttarfélaga í Skagafirði
um auknar iðgjaldagreiðslur
Samkvæmt kjarasamningum frá 26.
febrúar 1986 aukast greiðslur til lífeyris-
sjóðsins þannig að launþegar greiða 1%
og atvinnurekendur 1,5% af yfirvinnu,
ákvæðisvinnu, bónus og öðrum þeim
launagreiðslum sem ekki hefurverið greitt
af til þessa.
SAL
SAMBAND ALMENNRA
LÍFEVRISSJÓDA
Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafiröi
Sæmundargötu 7A
Sauðárkróki
Jólahappdrœtti SÁA:
r r
SAA reynir nýja leið
Nú um nokkurt skeiö hafa líkn-
arfélög á íslandi treyst einna mest á
happdrætti til fjáröflunar. Velvild
almennings hefur verið aflgjafi
þeirrar starfsemi, sem hvert félag
hefur haft með höndum. Hefur þá
verið farið að reglum, sem dóms-
málaráðuneytið hefur sett. Megin-
reglan er sú, að heildarverðmæti
vinninga skuli nema sjötta hluta
verðmætis útgefinna miða. Þegar
upp er staðið hefur selst ákveðinn
hluti miða og vinningar þar af leið-
andi dregist út í svipuðu eða sama
hlutfalli. Til dæmis ef selst hefur
fjórðungur miða, þá dregst út um
fjórðungur vinninga.
Þetta fyrirkomulag hefur sætt
gagnrýni, sem er skiljanleg. Hefur
umræða í samfélaginu verið nokk-
uð neikvæð og viðbrögð á þann
veg, að þessi fjáröflunarleið hefur
ekki verið líknarfélögunum eins
gjöful og áður.
SÁÁ vill nú í jólahappdrætti sínu
koma til móts við fram komin sjón-
armið og langar um leið að eyða
tortryggni, sem uppi hefur verið.
SÁÁ fór þess á leit við dóms-
málaráðuneytið, að það heimilaði
að dregið yrði úr seldum miðum
eingöngu. Var það leyft að nýjum
skilyrðum uppfylltum.
SÁÁ dregur því eingöngu úr seld-
um miðum í jólahappdrætti 1986.
Vinningar eru þó engu að síður
glæsilegir sem fyrr:
1 Daihatsu Rocky jeppabifreiö a'ö
verðm. 567.700 kr.
3 Daihatsu Charade fólksbifr. aö
verðm. 322.200 kr. pr. stk.
10 Daihatsu Cuore fólksbifreiö aö
verðm. 269.600 kr. pr. stk.
8 JVC videotökuvélar GR 7C aö
verðm. 125.900 kr. pr. stk.
75 JVC tvöf. kassettuútvarpst. að
verðm. 11.750 kr. pr. stk.
75 BMX luxus reiðhjól að verðm.
9.900 kr. pr. stk.
Heildarverðmæti vinninga er því
6.861.250r krónur.
Þar sem eingöngu er dregið úr
seldum miðum má sjá að samtökin
taka hér vissulega mikla áhættu.
Mikilvægt er að greiða heim-
senda miða fyrir kl. 12 á hádegi á
aðfangadag. Síðan verður dregið úr
seldum miðum i beinni útsendingu
á Rás II milli kl. eitt og þrjú e.h. á
gamlársdag.
Stuðningur þjóðarinnar hefur
allt frá stofnun SÁÁ verið styrkur
samtakanna. SÁÁ reiðir sig enn á
þennan stuðning um leið og SÁÁ
kemur til móts við gagnrýni og at-
hugasemdir með nýju fyrirkomu-
lagi happdrættisins. Vonandi til
endurnýjunar trausts og til hags-
bóta beggja.
SÁÁ nefnir happdrættið nú
„Jólagjöf SÁÁ“ og hefur það tví-
þætta merkingu. Við teljum stuðn-
ing fólksins í landinu vera jólagjöf
til SÁÁ og þeir, sem hreppa ein-
hvern hinna 172 vinninga fá jóla-
gjöf frá SÁÁ. Vinningar fara allir,
því eins og fyrr segir er aðeins dreg-
ið úr seldum miðum. Vinningarnir
eru auk þess skattfrjálsir.