Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 16. desember 1986
9
tryggja rekstrargrundvöll verk-
smiðjunnar.
Nú blasa við miklir rekstrarerfið-
leikar sem stafa fyrst og fremst af
því að veruleg raunlækkun á verði
húsaeinangrunar hefur orðið og
verksmiðjan hefur farið mjög illa út
úr háum vöxtum og gengistapi af
erlendum lánum.
Bæjarstjórn Sauðárkróks sam-
þykkti að standa við skuldbinding-
ar sínar varðandi aukningu hluta-
fjár um 60 milljónir, en Steinullar-
félagið á 28% í verksmiðjunni, svo
framarlega að aðrir hluthafar geri
slíkt hið sama og útvegað verði lán
til hlutafjáraukningarinnar.
Komiö að
skuldadögum
Hugmyndir bæjarstjórnar um
verkefni ársins 1987 hafa verið
kynntar fjárveitingarnefnd Alþing-
is. Þar var nefnd áframhaldandi
uppbygging Fjölbrautaskólans
bæði kennslubúnað og heimavist,
bygging dagheimilis, framkvæmdir
við smábátahöfn og gerð sjóvarnar-
garðs.
Á næstu dögum og vikum verður
farið i að vinna í fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir árið 1987. Það er erf-
ið ákvörðun fyrir pólitíkusa að
þurfa að draga saman og spara og
enn erfiðara er ef ákveða þarf
auknar álögur á bæjarbúa. Það
þarf að stoppa við — það verður að
hafa dug til að taka illa þokkaðar
ákvarðanir, en ekki aðeins þær sem
aflað geta vinsælda og atkvæða síð-
ar. Það er komið að skuldadögun-
um nú verður að draga saman segl-
in, hægja á ferðinni. Það er for-
gangs verkefni núverandi meiri-
hluta og að koma fjármálum bæj-
arins í viðunandi horf.
Alþýðuflokkurinn mun vinna að
framgangi og styðja öll þau mál
sem til hagsbóta er fyrir bæjarfé-
lagið okkar, hver svo sem fyrstur
vekur máls á þörfinni.
Það er stefna núverandi meiri-
hluta að við lok kjörtímabilsins
muni núverandi bæjarstjórn skila
af sér enn betri bæ en við var tekið.
Að lokum óska ég öllum gleðilegra
jóla og farsældar á komandi ári
með þökk fyrir það liðna.
Björn Sigurbjörnsson
14 BÍLAR
158 AÐRIR VINNINGAR
ALLIR DREGNIR ÚT
Atvinna
Starf umsjónarmanns sorphauga
er laust til umsóknar.
Viökomandi þarf helst aö geta haf-
iö störf um næstkomandi áramót.
Umsóknarfrestur er til 20. desemb-
er 1986. Upplýsingar veitir undirrit-
aður.
Bæjarstjórinn á Sauðárkróki
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Ákveöiö hefur verið að taka upp viðtalstíma bæjarfulltrúa. Verða
tímarnir í Safnahúsinu, niðri að norðan og standa frá kl. 17.30 til
19.30.
Viðtalstímar eftir áramót verða á þessum dögum og eftirtaldir
bæjarfulltrúar mæta:
Mánudagur 12. jan. 1987
Aðalheiður Arnórsdóttir
Jón Eðvald Friðriksson
Mánudagur 9 feb. 1987
Hörður Ingimarsson
Magnús Sigurjónsson
Mánudagur 9. mars 1987
Knútur Aadnegard
Pétur Pétursson
Mánudagur 13. apríl 1987
Þorbjörn Árnason
Anna Kristín Gunnarsdóttir
Bæjarbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma til
að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við bæjarfulltrúa.
Áframhald viðtalstímanna ræðst af því hverjar undirtektir verða.
Bæjarstjórinn á Sauðárkróki