Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 16. desember 1986 Heilaveltur og vangabrot 1 Hvað er athugavert við fyrir- sögnina? Svar: 2Þessi saga gæti sem best verið sönn — kannski er hún það: Auðmaður einn kom heim til sin og sagði við fjölskyldu sína: — Þvílík dæmalaus heppni sem kom yfir mig í dag. Ég hitti mann sem gerði mér svo fáránlega heimskulegt viðskiptatilboð að hann kemur til með að stórtapa á því en ég græði að sama skapi. Rík- ur var ég fyrir, en eftir þessi við- skipti kem ég svo sannarlega ekki til með að vita aura minna tal, — það er að segja ef þessi mannkjáni getur borgað mér þessar þrjár milljónir sem hann lofaði mér fyrir fáeina aura. — Hvað segirðu maður, sagði konan hans, ætlar þessi maður að borga þér fleiri milljónir fyrir fá- eina aura? — Já, sagði maðurinn. Þetta er allt saman sáraeinfalt. Tilboðið sem hann gerði mér var þannig að því var ekki hægt að hafna, enda tók ég hann á orðinu, — án þess að hugsa mig um. Hann bauðst til að koma hingað í heimsókn á hverjum degi í heilan mánuð og færa mér hundrað þúsund krónur í hvert sinn. — Og hvað vildi hann fá í stað- inn? spurði konan. — Ja, það var ekki mikið, svaraði maðurinn. Hann vildi fá einn eyri fyrsta daginn og svo tvo aura dag- inn eftir, þriðja daginn sagðist hann vilja fá fjóra aura fyrir hundrað- þúsundkallinn og átta aura fjórða daginn og þannig koll af kolli, — alltaf tvöfalt fleiri aura en daginn áður. — Og hugsaðu þér! — Svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Hann setti nefnilega eitt skilyrði. — Hvaða skilyrði var það? spurði konan. — Jú, hann setti það skilyrði að ég mætti ekki segja samningnum upp fyrr en mánuðurinn væri lið- inn. Eins og mér dytti í hug að segja upp þvílíkum samningi. Og nú er spurningin þessi: Hvor græddi á þessum viðskiptum? Svar: ___________________________ 3Maður nokkur var nýfluttur og var að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sinni. Meðal annarra muna átti hann í eigu sinni 15 for- láta styttur úr kínversku postulíni sem hann ákvað að koma fyrir í fimm hillum. Eftir nokkra umhugs- un ákvað hann að láta stytturnar mynda eins konar pýramída, með því að hafa eina styttu í efstu hill- unni, tvær í þeirri næstu, þrjár í miðhillunni, fjórar í næstneðstu og fimm í neðstu hillunni. Hann var tiltölulega fljótur að ákveða hvaða styttur hann ætlaði að hafa í hverri hillu. Hann byrjaði nú á því að koma þeirri styttu sem átti að vera í efstu hillunni fyrir. Næst þurfi hann að ákveða hvor styttan skyldi vera til hægri og hvor til vinstri í næstefstu hillunni. Þetta tók þó til- tölulega skamman tíma því mögu- leikarnir voru aðeins tveir. Þegar að þriðju hillunni kom vandaðist mál- ið nokkuð, því þar voru möguleik- arnir fleiri. Hann gat t.d. haft styttu A til vinstri, styttu B í miðjunni og styttu C lengst til hægri. En það var Iíka hægt að raða þeim öðru vísi; t.d. B—A—C, eða C—A—B, eða A—C—B, eða B—C—A, eða jafn- vel C—B—A. Samtals reyndust þetta vera sex möguleikar. Okkar maður var skipulagslega sinnaður og vildi ekki gera neitt af handahófi. Hann byrjaði því að skrá skipulega hjá sér alla mögu- leika og hófst síðan handa um að virða þessa möguleika fyrir sér. Ef við sleppum þeim tíma sem fór í að skrá alla möguleikana niður á blað og gerum ráð fyrir að það hafi tekið hann eina mínútu að raða styttun- um í samræmi við hvern möguleika og virða þessa uppstillingu fyrir sér, hversu Iengi var hann þá að raða styttunum í allar fimm hillurnar? Svar: _____________________________ — Skákþrautir Minev 1. Hvftur leikur og heldur jafn- tefli £ iibií ?||||||||| 1 1 11 11 1 i i iii AIIIIIIIIIIM ? 1111 Hl 111 111 II IBI i II 111 III iiiiiiii 11 111 g llllll II iiiini & bara sá að skipta borðinu í 64 reiti með sem fæstum skurðum. Svar:___________________________ 7Stór indíáni og lítill indíáni gengu saman eftir götu. Litli indíáninn var sonur stóra indíánans en stóri indíáninn var ekki faðir litla indíánans. Hvað var stóri indíáninn þá? Svar: 8 Bættu einni tölu við þessa talnaseríu: 4 16 36 64 Svar: Hvernig getur helmingurinn af ellefu verið sex? Svar: 10 Hvar er þetta að finna? 4Hvernig má skipta hálfmán- anum á myndinni í 6 hluta með því að draga tvær beinar línur í gegnum hann? 5Eldspýturnar á myndinni eru lagðar þannig að þær mynda kross. Flatarmál krossins er jafn mikið og í fimm eldspýtnaferning- um (fjórum eldspýtum raðað horn- rétt hverri á aðra). Geturðu raðað þessum 12 eldspýtum þannig upp að þær myndi form sem er jafnt fjórum eldspýtnaferningum að flatarmáli? 6Skákborð er 64 reitir svo sem kunnugt er. Setjum svo að við vildum skera skákborð í sundur þannig að hver reitur yrði sér. Allir skurðir þurfa að vera beinir, en eftir að búið er að skera einu sinni, má leggja hlutana hvorn ofan á annan og skera í gegnum báða í einu og þannig koll af kolli. Galdurinn er NONDOL DADRIM RINLEB_ ANURIK Vegleg bóka- yerðlaun Fyrir réttar lausnir á þessum þrautum verða veitt vegleg bóka- verðlaun frá Bókaútgáfunni Breiðabliki. Sá sem leysir rétt all- ar þrautir á síðunni, — bœði skákþrautir og heiiabrot, fœr í verðlaun matreiðslubókina „Um- hverfis jörðina á 80réttum“. Fyrir flestar rétt leystar skákþrautir verður verðlaunað með bókinni „Dómari og böðull“ eftir Mickey Spillane, önnur verðlaun eru „Þriðja stúlkan“ eftir Agatha Christie og þriðju verðlaun eru „Drekabrúin“ eftir Emmu Drummond. Fyrstu verðlaun fyrir heilabrot er bókin „Snæfálkinn“, eftir Craig Thomas, önnur verðlaun „Grímuklœddi riddarinn“ eftir Caroline Courtney og þriðju verðlaun „Laun ástarinnar“ eftir sama höfund. Athugið að til að fá matreiðslu- bókina, þurfa allar þrautirnar að vera rétt leystar, en um hinar þrautirnar gildir að sá sem leysir flestar rétt, fœr verðlaunin. Hikið því ekki við að senda okkur svör- in, þótt ekki séu allar þrautirnar leystar. Heppnin getur verið með þér engu að síður. Lausnir . sendist til Alþýðu- blaðsins, Armúla 38, 108 Reykja- vík. Skrifið „skák“, „heilabrot“ eða „skák + heilabrot“ á umslag- ið, eftir því sem við á. Skilafrestur er til 10. janúar 1987og miðast við að umslagið sé póststimplað í síðasta lagi þann dag. Berist margar jafngóðar lausn- ir verður dregið um verðlaunin. W. Smyslov 4. Hvltur leikur og vinnur A. Andersen 7. Hvltur mátar í fjórða leik A.J. Fink 8. Hvltur mátar I þriðja leik UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 RÉTTUM AjP " jj K ■ & Verðlauna- bækurnar £ Új'N*. ifif* ■ ■ ■ "s P&rg* ; ... i Sr him. . W,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.