Alþýðublaðið - 16.12.1986, Síða 12

Alþýðublaðið - 16.12.1986, Síða 12
alþýðu- IH FT'Tf'M Þriöjudagur 16. desember 1986 Alþýöublaðió, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Öm Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson,1 Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Þess vegna eru sumir örvhentir Drengir eru oftar örvhentir en stúlkur. Því fylgja bæði kostir og gallar. Drengir eru oftar örvhentir en stúlkur. Þeirsem eru örvhentir hafa oftar lestrar- og skriftarörðugleika en rétthentir, en þeir hafa líka oftar snilligáfu og listræna hæfileika. Þar að auki hafa þeir oftar astma og ofnæmissjúkdóma. Nú hefur verið fundin skýring á þessu. Sam- kvæmt kenningu Bandaríkja- mannsins Norman Geschwind, þá er orsökina að finna í því að örv- hentir menn hafa fengið óvenjulega stóran skammt af hormóninu „testosteron" á fósturskeiði. Fyrir 20 árum uppgötvaði Bandaríkjamaðurinn Roger Sperry að heilahvelin tvö þjónuðu ólíkum tilgangi. Vinstra heilahvelið er mið- stöð rökréttrar hugsunar og reglu- festu og þar eru einnig alla jafna málstöðvarnar, sem m.a. stýra hæfileikanum til að lesa og skrifa. Hægra heilahvel er aftur miðstöð rúmlægrar eða óhlutbundinnar hugsunar, hæfileikans til að finna kerfi og heildarsamhengi. Hægra heilahvel er t.d. starfandi þegar menn reyna að koma fyrir sig and- liti sem þeir kannast við. Það hefur lengi verið vitað að vinstra heilahvel stýrir vöðvum hægra megin í likamanum og öfugt. Af því má ráða að venjuleg verka- skipting heilahvelanna hafi víxlast hjá þeim sem eru örvhentir. Þannig er það líka. Hjá mörgu örvhentu fólki eru málstöðvarnar staðsettar hægra megin í heilanum. Kynhormón Með hægra heilahveli má auð- veldlega leysa verkefni eins og það að lesa og skrifa. En þar sem texti er lesinn frá vinstri til hægri, þá er erfiðara að fylgja honum fyrir þá sem nota hægra heilahvelið. Það er vegna þess að hægra heilahvel stjórnar sjónsviði til vinstri og því draga þau orð sem þegar hafa verið lesin til sín meiri athygli en orðin til hægri og af því geta stafað lestrar- örðugleikar. Örvhent fólk á oftar við málerfiðleika að stríða en rétt- hent, málhelti eða stam, en einnig er meira um fólk með sköpunargáfu meðal örvhentra, sem ekki er að undra því sköpunargáfa liggur á sviði hægra heilahvels. Rannsóknir á hlutverkaskiptingu hægra og vinstra heilahvels hafa hlotið aukna athygli undanfarið, ekki síst fyrir tilverknað bandaríska vísindamannsins Normans Gesch- wind, sem lést árið 1984. Hann byrjaði á að kanna lestrarerfiðleika barna sem voru örvhent og komst fljótt að því að í þeim hópi voru nærri helmingi fleiri drengir en stúlkur. Tilgáta hans var sú að orsökina væri að finna í því að of stór skammtur af karl-kynhormóninu „testosteron" hefði hamlað þroska vinstra heilahvels á fósturskeiði og því hefði hægra heilahvel orðið að taka við hlutverki þess að nokkru leyti. Sú kenning skýrir það hvers vegna fleiri drengir eru örvhentir en sti lkur, því þetta hormón myndast í mun ríkara mæli hjá þeim á með- göngutímanum. Á síðustu árum hafa margar rannsóknir verið gerðar sem renna stoðum undir kenningu Gesch- winds og er hún nú almennt viður- kennd meðal vísindamanna. Það kemur einnig heim við þá staðreynd að örvhentir eru helmingi oftar en aðrir haldnir kvillum sem rekja má til þess að ónæmiskerfi líkamans vinnur ekki sem skyldi. Þar má nefna astma, ofnæmissjúkdóma, ýmsa magakvilla o.fl. „Testosteron" í miklum mæli getur sem sé haft lamandi áhrif á líffæri sem eru þýð- ingarmikil fyrir náttúrulegar varnir líkamans. Þessi kenning skýrir einnig ýmislegt sem menn hafa tek- ið eftir, en ekki vitað hvað olli. Til dæmis það að börn með lestrar- og skriftarerfiðleika þjást óvanalega oft af migreni og ýmsum ofnæmis- sjúkdómum og algengt að þau stami. Kynjamunur-1 Tord Dahlbom við uppeldis- fræðistofnun Uppsalaháskóla hef- ur unnið lengi að rannsóknum á því hvaða þættir það eru sem ákvarða lestrar- og skriftarhæfni hjá 10 ára börnum. Við nákvæma greiningu á úrlausnum barnanna kom i ljós að drengir og stúlkur leystu verkefni sín oft með ólíkum hætti. Athyglisverðustu niðurstöðurnar voru þær að stúlkum gekk betur að leysa verkefni sem reyndu á virkni vinstra heilahvels. Hins vegar voru drengirnir þeim fremri við að leysa þrautir sem reyndu á heilastöðvar hægra heilahvels. Stúlkurnar notuðu gjarnan vinstra heilahvelið, einnig við að Ieysa þau verkefni sem kröfðust ímyndunarafls og sköpunargáfu. Þær komust að.réttri niðurstöðu með því að beita rökrænum aðferð- um. Það er í sjálfu sér eðlilegt að fólk noti þær aðferðir sem henta því best, segir Dahlbom, sem einnig komst að því að munurinn milli kynja er enn greinilegri hjá börnum með lestrar- og skriftarerfiðleika. Það geta verið áhöld um hvort kenna eigi örvhentum börnum að skrifa með hægri eða vinstri hendi. Það byggist m.a. á því hvort heila- stöðvarnar hafa algerlega færst um set eða aðeins að hluta. í slíkum til- vikum eiga börnin gjarnan í erfið- leikum með allar fínni og nákvæm- ari handahreyfingar og getur þurft að veita þeim sérstaka þjálfun. Þótt örvhent fólk eigi oftar í ýms- um smáerfiðleikum en aðrir, þá hefur það einnig sína kosti að vera örvhentur. Virkni hægra heilahvels er gjarnan meiri en hjá öðru fólki, sem þýðir t.d. að hæfileikinn til að Frjálst framtak: Ótrúlegt en satt Frjálst framtak hefur sent frá sér bókina ÓTRÚLEGT EN SATT eft- ir Tim Healy í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar og Karls Birgis- sonar. 3ókin fjallar um ýmsa ótrú- lega atburði — en sanna — sem fjölmiðlar hafa greint frá á ýmsum tímum og kemur þar fram að sann- leikurinn er oft öllum skáldskap og skreytni ótrúlegri. Skiptist bókin í níu kafla og segja kaflaheitin nokkra sögu um efni bókarinnar. Kaflarnir heita: Dýralíf; Undarleg hegðun; Einfarar; Bellibrögð; Trú og sannindi; Undur vísindanna; Fyrirbæri; Dauði og greftrun og Hið blábera bann. Svo sem fram kemur fjallar bókin ekki aðeins um sjá samhengi hlutanna og hafa heildaryfirsýn styrkist. Óvenjulega margir hæfileikamenn meðal lista- manna og vísindamanna hafa verið örvhentir. Þar má t.d. nefna Leon- ardo da Vinci, afburðamanninn sem málaði myndina Mona Lisa og fann upp flugvélina á undan öllum öðrum, eða strax á 16. öld. Bert- rand Russel, breskur heimsDekine ur og stærðfræðingur, var einnig örvhentur og sömuleiðis Winston Churchill, forsætisráðherra Bret- lands á tímum heimsstyrjaldarinn- ar siðari. fólk og atvik sem hendir það heldur einnig ýmsar furður náttúrunnar. Höfundur bendir á það í inn- gangsorðum bókarinnar að allt frá bernsku dagblaðaútgáfu í heimin- um hafi „hið æðri“ málefni fengið mesta umfjöllun en síður blaðanna hafi einnig að geyma margar furðu- legar frásagnir sem sannar reyndust og eru þær rifjaðar upp í bókinni. „Stundum er það umfangsmikið og hryllilegt en oft einnig látlaust og einfalt. Blaðamaðurinn John B. Bogart reyndi eitt sinn að greina muninn á því sem er fréttnæmt og hinu sem ekki er áhugavert. Skil- greining hans er jafngóð þeirri sem að ofan greinir: „Það telst ekki fréttir þegar hundur bítur mann“, sagði hann. „En það eru hins vegar fréttir þegar maður bítur hund“ Verðkönnun á matvöru á póstsvæði 108: Mikill verðmtmur á Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis og aðildarfélög ASÍ og BSRB létu gera sína síöustu könnun á árinu 4. desember s.l. Könnunin náði til verðs á ýmsum daglegum neysluvörum í níu verslunum á grænmeti póstsvæði 108 í Reykjavík. í Ijós kom m.a. mikill verömunur á græn- meti. Verðmunur var mestur á blóm- káli. Þar sem það var dýrast kostaði það 124 krónur kg, en var ódýrast á 79 kr. kg. VerðmunUr er 45r kr., eða 57%. Næst mesti verðmunur var á gul- rófum. Þær voru dýrastar á 52,50 kr. kg en ódýraslar á 34,70 kr. Verð- munur því 17,80 kr. eða 51,3%. Á myndinni er lægsta verð merkt með stjörnu. VönaoBindir Áskjör Ásgarói 22 Grensáskjör Grensásv.46 Grirasbær Efstal. 26 Hagkaup Skeifunni 15 Hólmgaróur Hólmgarói 34 Kjöthöllin Háal.br.58 KPDN Tunguvegi 19 SS Háal.br. 68 Starrnýri Stannýri Misraunur hæs Kr: ver ta og lægsta ós. %: Hakkadkindafaöt nýtt 1 kg 268,00 272,00 305,00 250,00 295,00 290,00 249,00 ★ 56,00 22,5 HanrdSilrrf íbfrr nmh 1 kc 1.134,00 1.134,00 1.090,00 1.0-13,00 1.092,50 1.134,00 1.013,00 1,134,00 1.128,00 121,00 11,9 UmfaaKik í tós.umb. t kg 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 0,00 0,0 Fukbcfcr. OnEO g 105.70 98.70 90.80 ★ 108.90 101.05 106.00 102,70 106.60 18.10 20,0 FUbéÍBmrQtaÖXI? 163,50 163,50 148,10 136,20 * 163,50 153,30 159,00 154,10 160,00 27,30 20,0 RcrkláU.EAl kg 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 0,00 0,0 Gulm. nýixEke 90,00 112,50 82,80 87,00 102,00 81,00 if 97,50 84,00 31,50 38,9 Gutrtfcnyjar Ikt 49,00 52,50 34,70Tár 39,00 51,00 46,00 43,00 44,20 48,00 17,80 51,3 Blóœfcinýtt Ih 118,00 103,35 124,00 79,00 93,00 B975I5 9B715Ö 45,00 57;o— Maurtrc. Fró»rcniul. 1 pk 70,70 69,90 70,65 60,50 ★ 70,70 70,65 69,00 64,00 69,10 10,20 16,9 Hohafax Booócn vanillu l pk 57,25 • 56,00 ★ 57,30 1,30 2,3 CnnUs. Krfas 375 e 112,90 112,20 101,20 96,20 ★ 108,00 111,65 109,00 101,90 16,70 17,4 AUBoaKcto 131,60 122,50 128,90 107,80 ★ 123,70 122,00 112,00 23,80 22,1 Grznarbaumr.Ora 450 g 37.60 38.70 37.60 29.90 ★ 37.60 34,85 36.50 32.90 34,00 8,80 29,4 Tómaaá&a. Litóvs 340 gr 44,90 45,20 40,90 35,90 ★ 45,20 45,15 44,00 39,30 44,50 9,30 25,9 ÁvaxfisaiU Rócabl. 500 g Banom Becdiáextir nut 27.6 e 23,50 21,85 20,40 21,65 21,50 21,45 3,10 1,5 UppþtJugur.tfainol pr. 0.51 51,80 51,80 51,00 45,50 51,00 43,50 51,00 46,80 49,60 8,30 19,1 Handsaea.Lux85e 19-60 2.0...5P 20.15 17.90 ★ 19,30 19,30 20,00 19,90 2,60 14,5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.