Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. desember 1986 7 IER LOKIÐ smíðastöð og beið þar í tvær vikur eftir nýju stefni. Ætlunin var að lesta þarna olíuleiðslur og fara með til Mexico. Það varð hins vegar ekki úr því. Við sigldum síðan tómir til Bandaríkjanna, þar sem sam- keppnin í Atlantshafssiglingum var og er mikil. Tímaáætlanir fóru úr skorðum og við lágum við ósa Missisippi í um hálfan mánuð, og gerðum ekkert annað en dorga þar. Þarna þótti vænlegt að fá korn- flutning. Úr þessu fengum við túr til Venusuela og sigldum upp fljótið Rio Oriniko og sigldum þannig inn í landið í 18 tíma. Þetta er þriðja stærsta vatnsfall í heimi. Þarna kom nánast færiband út úr frum- skóginum. Allt í kring voru indíán- ar en hafnarsvæðið var sérstaklega varið og ekkert hægt að fara. Her- menn og vélbyssuhreiður á hafnar- bakkanum. Það var í 17 tíma verið að lesta skipið, 40 þúsund tonnum af málmgrýti. Það var fyrirtæki sem eflaust margir hafa heyrt nefnt, Betlehem steal, sem átti þarna námu. Við losuðum síðan farminn í Baltimore. Skipið var flatbotna sem og mörg önnur skip og þegar við vorum að sigla niður eftir var það látið ganga á fullum krafti, en þó gengum við ekki nema svona eina mílu, vegna þess að skipin skríða eftir drullug- um botninum. ísland — Það var ágætt að vera íslend- ingur. Þeir kölluðu mig flestir Is- land, nema skipstjórinn sem kallaði mig alltaf Valdimarsson. Hann var mjög formlegur. Við vorum á Persaflóanum á leiðinni frá íran til Indlands þegar fréttir bárust af Vestmannaeyjagos- inu. Þá kom brytinn hlaupandi út á dekk og kallaði: „ísland, ísland, ís- land er að sökkva" — Þá hafði hann heyrt einhverjar fréttir óljóst og ég gat náttúrlega ekki áttað mig á hvað maðurinn var að fara fyrr en ég heyrði fréttir síðar á BBC og komst að hinu sanna. — Jú, ég hugsa stundum til Norðmannanna, en þetta var auð- vitað bara tímabil sem maður hafði gott af og gerir ekki eftir að maður hefur eignast sína fjölskyldu. Ég var farinn að kunna norskuna vel og ná hreimnum ágætlega. Sem dæmi um það þegar ég var búinn að vera í tvö ár og kom í heimahús með kunningja mínum. Það var þar veisla mikil og menn voru ekki formlega kynntir. En pabbi félaga míns segist ekki þurfa að heyra hvaðan ég sé því hann heyri á máli mínu að ég sé frá Stavangri. Þetta hefur eflaust átt sínar skýringar í því að ég var fyrstu sex mánuðina á vakt með stýrimanni sem ættaður var frá Stavangri og þaðan hafa því áhrifin verið komin. Skírður á leið til Ástralíu — Ég fór einn súrálstúr til Ástralíu og þar voru m.a. skip sem voru að lesta til íslands, en við fór- um með okkar farm til Kanada. Þá var ég skírður þegar ég fór yfir mið- baug í fyrsta skipti. Það var mikil veisla, allir skírðir, sápubaðaðir um hausinn og látnir ganga plankann eins og gert var á sjóræningjaskip- um í gamla daga. Við vorum hins vegar með litla sundlaug um borð og það var látið duga. í kringum þetta var sérstök hirð, sem skipuð var þeim sem áður höfðu farið. Þarna var Neptúnus konungur og fleiri góðir menn. Um borð voru sérstakir búningar fyrir þessa at- höfn. Ég á því núna diplom um að ég hafi verið hreinsaður og skírður. 21 tegund af lyfjum við kláða á löpp — Nei, við sluppum við allar pestir. Ég varð aldrei veikur meðan á þessu stóð. Við vorum sprautaðir við öllum mögulegum og ómögu- legum pestum. Ég fékk þó einu sinni eitt ill- þyrmilegt exem á fætur og fór til skottulæknis í íran, sem dældi í mig 21 tegund af meðulum. Ég fór með reikninginn um borð og þar var allt sundurliðað. Þeir sögðu það um borð að þeir notfærðu sér það þeg- ar þeir þyrftu að losna við allan fjandann þá létu þeir erlend skipa- félög borga svona ónýt lyf fyrir sig. Ég át þetta allt og varð ekkert meint af, en bata fékk ég engan. Við fórum síðan frá íran til Ind- lands og þar komst ég til læknis sem hafði lært í Þýskalandi. Hann fann þetta út og setti mig á meðalakúr í tvær vikur og kláðinn hvarf. — Ég er hræddur um að fólki fyndist sér- kennilegt að fara á þvílíkar heilsu- gæslustöðvar sem ég fór á í íran, með moldargólfi og viðeigandi. Þarna voru veik börn og gamal- menni, en versta örbirgðin sem ég sá var í Indlandi. Þar hékk utan á manni þegar maður fór í land, las- burða fólk, útlimalausir og blindir. Ég sá hvergi neitt annað eins hrika- legt og þar. Eftir að Pétur kom heim vann hann fyrst á Sauðárkróki en fór síð- an Til Patreksfjarðar þar sem hann kynntist konu sinni og þau fluttu á Krókinn þar sem þau hafa nýverið flutt í nýtt hús með börn og bú. Pétur er eigandi málningavöru- og raftækjaverslunarinnar Hegra á Sauðárkróki. Hann rekur einnig í sama húsnæði einu fatahreinsunina á Norðurlandi Vestra. Pétur segist una hag sínum vel og segist enga út- þrá hafa lengur, því ágæta tímabili sé lokið. 6 metsölubækur loksins á ÍSLENSKU BOKAUTGÁFAN BREIDABUK Símar 91-687868 & 98-1195 Þriöja stúlkan efíir Agöthu Christie Hercule Poirot í essinu sínu. Þaö var morð í upp- siglingu eða var það þegar að baki? Verð kr. 1.080,00 Laun ástarinnar eftir Caroline Courtney Spennandi saga um ástir og ævintýri. Verð kr. 980,00 Snæfálkinn eftir Chraig Thomas Hvað verður um heimsfrið- inn? Frábær bók sem virð- ist ætla að ná gífurlegri útbreiðslu. Verð kr. 1.180,00 Drekabrúin eftir Etnmu Drummons Grípandi saga um ástir, hetjuskap og sársaukafull mannleg samskipti. Verð kr. 1.180,00 Dómari og böðull eftir Mickey Spillane Mike Hammers einka- spæjari framfylgir réttlæt- inu meðan lögreglan stendur ráðþrota. Verð kr. 1.080,00 Grímuklæddi riddarinn eftir Caroline Courtney Spennandi skáldsaga um ást og rómantík. Verð kr. 1.080,00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.