Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. desember 1986
5
ÍmHÍI
; I»
fj*] ff ■■■ i*, 1 flij ! , 'Áí'- ifi
Hverjir eiga jólin?
— Jólahug-
vekja eftir séra
Hjálmar Jóns-
son, prófast á
Sauðárkróki
Vítt um heimsbyggðina er verið að undir-
búa jól. Ihinum vestrœna heimi a.m.k., vex
viðbúnaðurinn með hverju árinu. En hverj-
ir eiga jól? Með þá spurningu þarf að fara
um alla heimsbyggðina.
Allt frá því í nóvember hefur orðið
,Jóla“ hljómað. Það er einkum notað sem
forskeyti til áherslu í auglýsingum. Boð
berast um það hvaðanæva, að jólséu í nánd
og hvatt er tilþess af mikilli hugkvæmni, að
menn hafi nokkurn viðbúnað af þessu til-
efni. Rásir og bylgjur fjölmiðlanna spila
jólapoppið og verslunargöturnar óma af
jólalögum til þess að það hendi engan eitt
augnablik að gleyma því að jólin eru alveg
að koma, — og sitthvað ókeypt ennþá.
Æ oftar kemur mér í hug ævintýrið um
það „þegar tröllið stal jólunum“. Af þeim
sökum raskaðist jólahaldið þótt allt færi
vel að lokum. Það liggur við að þarna sé
ekki ævintýrið eitt á ferðinni. Jólunum er
stolið löngu áður en að þeim kemur. Hvar-
vetna eru haldin „lítil jól“ og jólafundir.
Jólaguðspjallið er lesið, helgustu jóla-
sálmarnir sungnir og viðbúnaður allur
hafður eins og jól séu þegar komin og ekki
síður íþví sem varðar mat og glögg. Það er
svo í hæsta máta broslegt þegar fólk undr-
ast óþreyju barnanna, sem ganga þó sjald-
an lengra en að hrista jólapakkana.
Við höldum fyrirburðarjól. Viljum fá
hana strax, jólahátíðina, eins og allt annað,
sem við viljum. Við erum herrar jarðarinn-
ar, — eigum landið og lífið með öllum þess
gæðum. Þess vegna er óþarfi að bíða með
hátíðahöldin þangað til Jrelsari heimsins
fæddur er“. Hann kemur þó í fyllingu tím-
ans og gefur sjálf jólin og frelsar þar með
frá gervijólum aðventunnar.
„Sjá hann stendur við dyrnar og knýr á“,
sásem vill gefa hin sönnu og heilögu jól. Sá
sem vill rækta Guðs ríki innra með mönn-
unum og láta birtuna frá dýrð hans Ijóma
í hugum manna og lýsa í orðum þeirra og
störfum. Jesús er að sönnu alltaf á ferð og
leitast við að leiða mennina á guðsríkis-
braut. Best er hlustað á sjálfum jólunum,
vegnaþess að Guð hefur gert mönnum sér-
stakt jólatilboð. Orðið jól er sérstakt
áhersluorð hvað varðar kærleika Guðs.
Þetta eina og sanna jólatilboð er á hreint
ótrúlegu verði. Taka má tilboði Guðs án
fjárútláta og án verðleika. Jólatilboðið
byggist á því að mennirnir trúi á jólin og
þann sem gefur þau.
Það fer ekki eftir fjármunum eða vits-
munum hverjir eignast jól. Stétt eða staða
skiptir heldur engu máli. Það fer yfirleitt
ekki eftir neinu þekktu lögmáli hver heldur
sönn og gleðileg jól og hver ekki. Forsenda
jóla ersú að boðskapnum sé trúað og menn
viðurkenni þá leið, sem Drottinn hefur val-
ið þeim til hjálpræðis. Sjálfir setja menn
ekki skilyrðin ogþað sanna dæmin, að þeir
geta gert sig of breiða og mikilláta fyrir jól-
in. „Sælir eru hógværir því að þeir munu
landið erfa“ stendurþar. Þeirsem taka jól-
unum í auðmýkt hjarta síns og í þökk til
skapara síns og endurlausnara, þeireru bet-
ur viðbúnir jólum og að hlusta á það, sem
Drottinn vill viðþásegja með jóla-gjöfinni.
Þeir eiga jól í hjarta sínu, — hina einu
sönnu jólagleði.
Guð gefi þér og þínum heilög,
gleðileg jól, — í Jesú nafni
sr. Hjálmar Jónsson