Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 1
alþýðu-
IH FT'Tf'M
Miðvikudagur 4. mars 1987 43. tbl. 68. árg.
Háskólamenntaðir hjúkrunarfrœðingar hjá ríkinu:
„Bilið er breitt“
segir Hildur Einarsdóttir, formaður kjaranefndar.
„Kröfur okkar eru fyrst og
fremst þær aö fá leiöréttingu á þeim
mismun sem er á launum háskóla-
menntaðra hjúkrunarfraeðinga,
annars vegar hjá ríki og hins vegar
á almennum markaöi. Einnig að fá
inn í samninginn verðtryggingar-
Bjarni P. Magnússon hefur tekið
við störfum sem stjórnandi kosn-
ingamiðstöðvar Alþýðuflokksins.
Bjarni mun verða ábyrgur fyrir
stjórnun og daglegum rekstri kosn-
ingamiðstöðvarinnar. Ámundi
Ámundason sem stjórnað hefur
kosningaundirbúningi Alþýðu-
flokksins mun vinna áfram að sér-
stökum verkefnum svo sem fjáröfl-
un og skipulagningu.
Kosningamiðstöð Alþýðuflokks-
ins er til húsa að Síðumúla 12 í
Reykjavík. Síminn er 68 93 70.
ákvæði eins og eru í ASI/VSÍ sam-
komulaginu,“ sagði Hildur Einars-
dóttir, formaður kjaranefndar í Fé-
lagi háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræöinga, í samtali við blaöið í gær.
„Billið á milli almenna markað-
arins og ríkisstarfsmanna hjá há-
skólamenntuðum hjúkrunarfræð-
ingum er líklega 60—100% í dag.
Okkar viðsemjendur hafa boðið
3,5% launahækkun og verðtrygg-
ingarákvæðin úr ASl/VSÍ sam-
komulaginu, þannig að bilið er ansi
breitt. Hvort að hægt er að brúa
það veit ég ekki, þetta eru stórar töl-
ur í prósentum sem ber á milli.
Ég skal ekkert segja um það
hvort hægt verður að brúa þetta án
verkfalls, en við verðum að reyna
það. Við munum gera okkar ítrasta
til að leysa málið áður en til verk-
falls kemur, en það er engu hægt
um þetta að spá.
Hér er aðeins um að ræða há-
skólamenntaða hjúkrunarfræð-
inga á ríkisspítulunum, þannig að
hugsanlegt verkfall næði aðeins til
þeirra, en ástandið yrði sjálfsagt
ekki gott á ýmsum deildum ríkis-
spítalanna. Einnig myndi hugsan-
legt verkfall ná til Heilsugæslu-
stöðvaþ sagði Hildur Einarsdóttir.
Þess má geta, að komi til verk-
falls, mun það ná ti! 89 háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga hjá
ríkinu.
Frá Fáskrúðsfirði. Þar opnar A-listinn kosningaskrifstofu á föstudaginn ífélagsheimilinu Skrúð. Nánarum það
og ýmislegt annað í Austurlandshluta Alþýðublaðsins í dag.
62 sóttu um 11 verkamannahústaði:
„Hræðsla við nýja
húsnæðislánakerfið”
— segir Sævar Frímannsson, formaður Einingar á Akureyri.
„Það virðist vera að fólk leyti
fyrst eftir því hvort það fær íbúð í
gegnum þetta kerfi áður en það fer
út á hinn frjálsa markað. Það er
eins og menn séu eitthvaö hræddir
við þetta nýja húsnæðislánakerfi,"
sagði Sævar Frímannsson, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Einingar á
Akureyri, í samtali við Alþýðublað-
ið í gær. Stjórn verkamannabú-
staða á Akureyri auglýsti nýverið
eftir umsækjendum um 11 íbúðir á
þeirra vegum og sóttu 62 um.
Fyrir jól úthlutaði stjórn Verka-
mannabústaðaeinnig 11 íbúðumog
var svipaður fjöldí umsækjenda.
„Við héldum að aðsóknin minnk-
aði, en hún hefur frekar aukist
heldur en hitt“
Sævar benti á að á sama tíma og
þessi mikli fjöldi sækir um hjá
Verkamannabústöðum, væri hreyf-
ing lítil á frjálsa markaðnum á
svæðinu.
Kjaradeilur HÍK og ríkisins
MIKIÐ BER Á MILLI
„Menn eru við verkfalli búnir,” segir Kristján Thorlacius, formaður
HÍK. — „Er hvorki bjartsýnn né svartsýnn,” segir Ingólfur Þorláks-
son formaður samninganefndar fjármálaráðuneytisins.
„Við væntum þess auðvitað, að
ekki þurfi að koma til verkfalls.
Menn eru hins vegar við því búnir
að svo geti orðiö,” sagði Kristján
Thorlacius, formaður Hins ís-
lenska kennarafélags, í samtali
við Alþýðublaðið í gær. Félagið
hefur boöað til vcrkfalls 16. mars
n.k. hafi samningar ekki tekist. —
„Ég er hvorki bjartsýnn né svart-
sýnn. Málið er ekki komið á þaö
stig,” sagði Indriði Þorláksson,
formaður samninganefndar fjár-
málaráðuneytisins.
Meginkröfur HÍK eru, að sögn
Kristjáns, um 45 þúsund króna
lágmarkslaun og að þeir kennarar
sem fengið hafa löggilt starfsheiti
fái sérstaka þóknun eða álag. Fé-
lagið hefur einnig lengi barist fyr-
ir launakröfum með tilliti til
menntunar.
BHMR ákvað í byrjun febrúar,
eftir árangurslausar viðræður við
ríkisvaldið, að samningaviðræður
yrðu í höndum félaganna. Fjár-
málaráðuneytið hafnaði öllum
meginkröfum launamálaráðs
BHMR í þeim viðræðum sem áttu
sér stað. — Má búast við því að
einhver frekari árangur náist þeg-
ar hvert og eitt félag fer fram með
sínar kröfur?
„Það er náttúrlega erfitt að
segja nokkuð til með það! Störf
og eðli þessara hópa er mjög mis-
munandi, en auðvitað gerir hvert
félag samninga með sínum hætti á
endanumj’ sagði Kristján. „Við
stöndum nú frammi fyrir því í
fyrsta skipti í langan tíma, að gera
samninga sem eingöngu á við
kennara. Við erum ekki háðir
neinum aðalkjarasamningi eins
og áður. Ég tel vel koma til greina
að breyta samningunum. Samn-
ingsréttur og verkfallsrétturinn er
í höndum hvers félags og ég tel að
þau geti þannig þrýst á um sínar
kröfur!’
í yfirlýsingu frá BHM eftir að
ákveðið var að viðræðunefnd
BHMR hætti viðræðum við rikis-
valdið og þær yrðu í höndum fé-
laganna, kom fram að krafan um
ákveðin lágmarkslaun yrði gegn-
um gangandi. „Þetta er sameigin-
leg krafa allra’’ sagði Kristján.
„Hvert félag er þó með málin í
sínum höndum. Við höfum með
okkur samráð þótt launamálaráð
hafi ekki samningsrétt. Launa-
málaráð er nokkurs konar sam-
starfsvettvangur!’
„Við viljum nálgast þetta með
öðrum hættij’ sagði Indriði Þor-
láksson aðspurður um kröfuna
um lágmarkslaun. „Við höfum
verið að bjóða þeim upp á breyt-
ingar á launatöflunni sem hækk-
uðu byrjunarlaunin mest. — Ég
vona að þær tillögur séu í skoðun
ennþá. Tillögur bandalagsins i
heild þýða i raun, að efri launin
verði hækkuð hlutfallslega mun
meira en þau lægri.”
— Nú setur HIK mikinn þrýst-
ing á um að samið verði fyrir 16.
mars n.k. Þetta er stuttur tími.
Eru menn bjartsýnir um að takist
að semja fyrir þann tíma?
„Við þurfum að semja við marga
aðila og ég býst við að við reynum
að semja án tillits til þess hvort
einn aðili eða annar beiti þrýst-
ingsaðgerðumsagði Indriði
Þorláksson, formaður samninga-
nefndar fjáramálaráðuneytisins.
„Ég vil engu spá um þaðj’ sagði
Indriði. „Við þurfum að semja við
marga aðila og ég býst við að við
reynum að semja án tillits til þess
hvort einn aðili eða annar beiti
þrýstingsaðgerðum!’ Bent hefur
verið á að kjarabaráttan síð-
ustu mánuði beri nokkuð merki
kosningatitrings. Indriði sagði að
auðvitað væri þetta val HÍK,
hvernig að málum væri staðið.
Hann sagði að kröfur HÍK væru
verulega meiri en almennt hefur
verið samið um. „Ég vil ekki segja
hvaða ástæður liggja að baki. Mér
skilst að HÍK hafi tekið ákvörðun
um boðun verkfalls áður en
nokkrar viðræður áttu sér stað
við það sjálft. Mér skilst að þeir
hafi tekið ákvörðun 28. janúar, en
þeirra ósk um viðræður er í bréfi
dagsettu annan febrúar!’
I atkvæðagreiðslunni hjá HÍK
um boðun verkfalls 16. mars sam-
þykktu 651 félagsmaður boðun-
ina. Það eru um 65% félags-
manna. 42 tóku ekki afstöðu og
skiluðu auðu. við spurðum Kristj-
án hvort þetta væri nægilegur
stuðningur fyrir stjórninni til
harðra aðgerða:
„Það er auðvitað túlkunaratr-
iði. Þátttakan var mjög mikil
miðað við stuttan aðdraganda.
Næstum tveir þriðju sent greiddu
atkvæði sögðu já. Ég tel því að
stuðningurinn sé mjög góður!’
sagði Kristján Thorlacius.
A AUSTURLANDI
í Alþýðublaðinu eru í dag 8 síður
helgaðar Austurlandi og er blaðinu
dreift inn á hvert heimili á
Austurlandi.