Alþýðublaðið - 04.03.1987, Page 2

Alþýðublaðið - 04.03.1987, Page 2
2 Miövikudagur 4. mars 1987 RIT$TJ QRN A.RGREI N ' . Nýr flokkur gegn miöstýringu Cnn einn smáflokkurinn hefurverið stofnað- ur. Nefnist sá Þjóðarflokkurinn og á rætur sín- ar að rekja til einstaklinga innan samtaka um jafnrétti milli landshluta. Megin markmið flokksins eru — likt og samtakanna — að stefna að auknu jafnrétti milli landshluta, draga úr miðstýringu og fá fram aukna stjórn- málalega og rekstrarlega ábyrgð í þjóðfélag- inu. En likt og smáflokkar dregur Þjóðarflokk- urinn dám af einsmálsflokki, þ.e. flokki sem stofnaður er kringum einn málaflokk. Önnur stefnumál flokksins eru ómótuð eða klisju- kennd slagorð. Hugmyndafræðilegur grunnur er að sjálfsögðu enginn. Þótt meginmarkmið flokksins — jafnrétti milli landshluta — sé verðugt í sjálfu sér, er það engin ný stefna (íslenskri pólitík. Alþýðu- flokkurinn hefur löngum lagt mikla áherslu á eflingu sveitarfélaga og valddreifingu gegn vaxandi miðstýringu ríkisvaldsins. Á undan- förnum árum, og sérstaklega í tíð núverandi rlkisstjórnar, hafa verkefni og valdsvið verið flutt frá sveitarfélögum til rlkis. Það er hins vegar stefna Alþýðuflokksins að miða að virk- ara lýðræði og auknum áhrifum þegnanna á málefni heimabyggðanna. Meginreglan á vitaskuld að vera sú, að sveit- arfélögin hafi I höndum þau verkefni sem eink- um ráðast af staðbundnum þörfum og viðhorf- um. Það liggur i augum uppi að þekking á að- stæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiðir til betri þjónustu fyrir þegnana. Miðstýring og forræði ríkisvalds hefur hins vegar þveröfug áhrif. Þróun byggðar I landinu hefur leitt til þess að 90% landsmanna búa nú I 65 þéttbýlissveitar- féiögum. Fámenn sveitarfélög megna ekki að veita Ibúum sínum þá þjónustu sem kröfur eru gerðar um I nútlmasveitarfélagi. Þetta hefur m.a. orðið til þess að fólk flýr sveitirnar og sækir I þéttbýli þar sem þjónustan er betri. Umræða hefur farið fram um stofnun þriðja stjórnsýslustigs. Eðlilegt verður að teljast að ákvörðun I því efni sé I höndum kjósenda, þannig að fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1990 liggi fyrirskýrirvalkostirum fyrirkomulag þriðja stjórnsýslustigsins, þ.e. fylkja eða um- dæma þannig að fólkið I landinu hafi úrslita- vald um það hvort stjórnsýslustigum verði fjölgað. Samhliða fækkun og stækkun sveitarfélaga og hugsanlegri stofnun þriðjastjórnsýslustigs er eðlilegt að gerðar verði breytingar á stjórn- sýslu rlkisins I héraði. Æskilegt er að dóms- vald verði aðskilið frá embættum sýslumanna og falið sérstökum héraðsdómurum. Sýslu- menn verði áfram yfirmenn löggæslu og al- mannavarna I sínu umdæmi en umdæmaskipt- ingin verði endurskoðuð. Þessarog aðrar hugmyndir Alþýðuflokksins I málefnum sveitarfélaga hafa þótt byltingar- kenndar. Það liggur nú Ijóst fyrir að hugmyndir þessar áttu miklu fylgi að fagna, sérstaklega á landsbyggðinni sem lengi hefur þurft að búa við valdhroka og miðstýringu þéttbýlisins. Hugmyndir Alþýðuflokksins um stærri sveitar- stjórnarumdæmi eru vænleg á margan máta, ekki sfst með tilliti til sameiningar byggða landsins I framfarasókn og vegna þess að þær stuðla að skynsamlegri nýtingu fjármuna. Offramleiðslu- og miðstýringarflokkarnir með Framsóknarflokkinn I fararbroddi hafa hins vegar brugðist illa við þessum hugmynd- um. Framsóknarflokkurinn skelfist stofnun hins nýja flokks og mátti sjá þess merki f Tlm- anum I gær, bæði I leiðara og öðrum skrifum I blaðinu. Það er ekki nema von, þvl stöðnuð stefna flokksins I landbúnaðar- og byggðar- málum hefur ekki aðeins valdið flótta úr flokknum heldur einnig uppreisnar sem hve skýrast kemurfram I stofnun Þjóðarflokksins. Steingrímur til Kaupmannahafnar í dag: Námsmenn efna til mótmæla í tilefni af komu Steingríms til Kaupmannahafnar í dag, munu Hermannssonar, forsætisráðherra, námsmenn hafa í frammi mótmæli F.h. Innkaupanefndar sjúkrahúsa óskum vér eftir tilboðum I skurðstofuhanska. Magn: ca. 680.000 pör. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri fyrir kr. 300,- per sett. Tilboö verða opn- uð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 24. mars n.k. kl. 11:00 f.h. I viðurvist viöstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS Borgartuni 7, simi 25844 Lausar stöður sérfræðinga við Raunvísindadeild Háskólans Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastööur við Raunvlsindastofnun Háskólans sem veittar eru til 1—3 ára. a) Tvær stöður sérfræðinga við Reiknifræðistofu. Starfssvið Reiknifræðistofu er einkum I aðgerða- greiningu, tölfræði, tölulegri greiningu og tölvunar- fræöi. b) Ein staða sérfræðings við Stærðfræðistofu, en á Stærðfræðistofu fara fram rannsóknir I stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Fastráðning kemur til greina I þessa stöðu. Stöðurnar verða veittar frá 1. september n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Um- sækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvar- andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rann- sóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennslaþeirravið Háskólaíslandserháösamkomulagi milli deildarráðs raunvlsindadeildar og stjórnar Raun- vlsindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a. ákveöiö, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkom- andi starfsmanns. Umsóknir, ásamt itarlegri greinargerð og skilrlkjum um menntun og vlsindaleg störf og rannsóknaáætlun skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavlk, fyrir 31. mars n.k. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dóm- bærum mönnum á vlsindasviði umskjanda um mennt- un hans og vlsindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera I lokuöu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið. 2. mars 1987. á Ráöhústorginu fimmtudaginn 5. mars, kl. 12 á hádegi, vegna skerð- inga á námslánum. I frétt frá FÍNK og SÍNE segir að skerðing námslána sé 17% í dag og hamingjan megi vita hnvað hún verði á morgun. Einnig er bent á að lágmarkslaun á íslandi séu nú 26.000 krónur, en námslánin séu 22.000 krónur. Þá er ennfremur sagt að góðæri sé í efnahagslífi á íslandi en hins vegar fimbulvetur hjá námsmönnum. í fréttatilkynningunni frá Síne segir: Eins og sést á meðfylgjandi fund- arboði sem dreift hefur verið á meðal námsmanna í Kaupmanna- höfn, hyggst SÍNE deildin þar efna til mótmæla vegna skerðingar námslána þegar forsætisráðherra verður í opinberri heimsókn í Dan- mörku i þessari viku. Námslán hafa verið skert um ca. 17% í tíð núverandi ríkisstjórnar og forsætisráðherra staðfesti það á fundi með námsmönnum í París þann 21. þessa mánaðar að skerð- ingin yrði ekki bætt fyrir kosningar. Námslán fyrir barnlausan einstakl- ing í Danmörku er nú DKK 4.207r Mótmæli þessi fara fram með samþykki og í samráði við stjórn SÍNE á íslandi og aðrar SINE- deildir. Opal til Ameríku í lok febrúar 1986 var undirritað- ur samningur milli Opals hf. og Nu- Breath inc., San Diego, U.S.A. um að Opal framleiddi sælgæti undir merki Nu-Breaths. Síöan þá hefur verið unnið að markaðsgreiningu og annarri markaðsvinnu í Banda- ríkjunum, og voru tvær vöruteg- undir, Rauður Opal og piparmynt- ur, valdar sem ákjósanlegastar. Fyrsti gámurinn sem er prufu- sending fer af stað um mánaðamót- in. Þessi sending er u.þ.b. 5 tonn af sælgæti eða nálægt 150.000 pakkar. Þó ekki sé um að ræða annað en prufusendingu er um búbót að ræða þegar einna rólegast er í þess- um iðnaði. Fyrirtækið Nu-Breath inc. er i góðum tengslum við öflugt mark- aðsfyrirtæki og mun þessi sending fara á tvö markaðssvæði, annað í New York og hitt á vestur strönd Bandaríkjanna. Laus staða. Við Háskóla íslands er laus til umsóknar staða deildar- stjóra I sameiginlegri skrifstofu verkfræðideildar og raunvlsindadeildar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, hafa gott vald á Islenskri og enskri tungu og geta nýtt sér tölvur við almenna stjórnsýslu, skrán- ingu gagna og notkun þeirra. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður V. Frið- þjófsson, deildarstjóri, Háskóla íslands (slmi 25695). Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk, fyrir 1. april n.k. ásamt gögnum um menntun og störf. Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1987. Styrkir til háskólanáms í Kína og ferðastyrkir til náms á Norður- löndum. 1. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Klna bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms I Klna skólaárið 1987—88. Styrkirnir eru ætlaðir til náms I klnverskri tungu og bókmenntum. 2. Boöinn hefur verið fram Ákerrén-ferðastyrkurinn svonefndi fyrir árið 1987. Styrkurinn, sem nemur 2.000 s.kr., er ætlaöur íslendingi sem ætlar til náms á Norðurlöndunum. — Umsóknum um styrkina skal komið til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavðk, fyrir 15. apríl n.k. og fylgi staðfest afrit prófsklrteina ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1987 Laust embætti er forseti íslands veitir. Prófessorsembætti I kennilegri eðlisfræði (Theoretical physics) við eðlisfræðiskor raunvlsindadeildar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendurskulu látafylgjaumsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmlð- ar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Meö umsókninni skulu send eintök af vfsindalegum ritum og ritgeröum umsækjanda, prentuðum og óprentuð- um. Ennfremureróskaðeftirgreinargerö um rannsókn- ir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Þáer umsækjandi beðinn að bendaá þrjáaðila sem væru reiðubúnirað gefa umsögn um störf hans ef eftir væri leitað. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk. Menntamálaráðuneytið. 2. mars 1987

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.