Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 6
Miðdikudagur 4. mars 1987
Pétur Óskarsson byggingameistari frá
Neskaupstað hefur frá unga aldri, þó enn
sé ungur, haft mikii afskipti af stjórnmál-
um þó svo hann hafi ekki verið þar í
fremstu víglínu. Hann hefur stutt fleiri en
tvo flokka og hvarvetna vakið athygli fyrir
ákafa og röggsemi þegar rætt hefur verið
um misréttið í þjóðfélaginu og spillingu
og hikar ekki við að taka upp hanskann
fyrir þá sem minna mega sín. Eins og
stendur er Pétar flokksbundinn sjálf-
stæðismaður, en hefur nú að öllum líkind-
um ákveðið að gefa Alþýðuflokknum at-
kvæði sitt í komandi kosningum.
Pétur Óskarsson,
byggingameistari í
Neskaupstað í opnu-
viðtali við Alþýðu-
blaðið á Austurlandi.
ER ENN FLOKKSBUNDINN
EN ÆTLAR AÐ KJÓSA AJ
Hann hefur ákveðnar skoðanir á
málum húsbyggjenda enda búinn
að standa í ströngu í mörg ár vegna
þeirra háu verðtrygginga og vaxta
sem eru af lánum til þeirra sem eru
að byggja.
En hvað er það sem veldur því að
hann ætlar ekki að kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn í þessum kosningum?
Ég heyri á fólki nú að það er til-
búið til að gefa Alþýðuflokknum
eitt tækifæri, ég er ekki einn um
það. Ég tel mig reyndar enn vera
flokksbundinn sjálfstæðismann,
en ég verð að segja eins og er að ég
er hundóánægður með þá í flokkn-
um því annars staðar eru ekki til
meiri kerfiskarlar en þar og ég er til-
búinn til að gefa Jóni Baldvin og
hans mönnum atkvæði mitt og
veita þeim brautargengi gcgn því að
það verði tekið á vandræðamálun-
um. Þar á ég við mál eins og vaxta-
mál, raforkumál á landsbyggðinni
og málefni Húsnæðisstofnunar,
þ.e. þau sem varða afkomu vinn-
andi fólks.
Mikið af því fólki sem er í Sjálf-
stæðisflokknum og þá sérstaklega
fyrir sunnan veit ekki hvers vegna
það er í flokknum. Þegar menn
ganga í pólitísk samtök verða þeir
að hafa einhverja hugsjón. Menn
mega ekki láta rétta upp í sig stóran
mola frá pabba og mömmu sem er
með þeim formerkjum að ,,þú gerir
það sama og ég, þú verður bara
hlýðinn og góður og svo kemur röð-
in að þér þegar þú hefur farið upp
öll þrepin í flokknum og kemst að
Iokum á toppinn" En málið er að
þeir menn sem eitthvað er varið í er
hrint úr stiganum og gleymast því
engu má breyta á leiðinni.
Mín hugsjón er búin að brenni-
merkja mig alveg þannig að þurfa
að basla svo að segja einn og
óstuddur, að vísu með dyggri að-
stoð dugnaðarmanns hér í bæ sem
á bestu þakkir skilið og hefur að
mörgu leyti breytt lífsviðhorfum
mínum, án hans hefði ég varla geta
barist áfram. Það setur á mann
ákveðnar rispur, en ég hef ekki
fundið það út ennþá hvar sé rými
fyrir mig eftir að ég var útskúfaður
þegar ég vildi bjóða mig fram á Iista
Sjálfstæðisflokksins í bæjar- og
sveitastjórnarkosningunum 1982.
Menn sem eru heiðarlegir, vilja
segja sannleikann og eru hrein-
skilnir eiga því miður ekki svo
heimangengt í pólitík á íslandi í
dag.
Vaxtamálin að sliga annað
hvert heimili
Þú nefndir vaxtamálin. Vextir og
verðbætur hafa leikið margan
grátt. Hvað telur þú að best sé að
gera til að betrumbæta ástandið í
þeim málum?
Það er nú svo að vaxtamálin eru
að sliga annað hvert heimili í dag,
en við verðum að átta okkur á því
að þó að Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagið hafi sett þessa
verðtryggingu lána á árið 1979 þá
var vissulega mikil þörf á slíku
vegna þess að það var búið að arð-
ræna sparifjáreigendur, krakka og
gamalmenni öllu sínu sparifé í
gegnum tíðina á meðan verðbólgan
geysaði og allt var óverðtryggt. En
það er alveg sama hvort það sé stol-
ið af gamla fólkinu eða þessari
kynslóð sem er að borga niður
þennan stuld sem áður var. Nú er
þetta bara lagt á herðar fárra ein-
staklinga í þjóðfélaginu og þeir eru
látnir gjalda þess sem hinir fengu
nánast ókeypis. Ég álít að þessi rík-
isstjórn sem stjórnað hefur síðustu
fjögur árin eigi að laga þetta verð-
tryggingamál. Eina afrek hennar til
að ná niður verðbólgunni var að
frysta verðbætur launa 1983. En
hún átti einnig lögum samkvæmt
að frysta verðbætur lána. Hún
hafði ekki manndóm í sér til að gera
það, þannig að nú er svo komið að
enginn getur borgað þessi lán. Eng-
in fjölskylda sem er að koma sér
upp húsi ræður við þennan ógn-
vald.
Sem byggingameistari veit ég
alveg nákvæmlega hvað er að ger-
ast. Fjöldinn allur af þeim sem ég
vinn fyrir borgar ekki eina einustu
krónu af eigin fé, þetta er allt sam-
an tekið að láni. Þeir sem taka hús-
næðislán upp á 1,5—2 milljónir
króna vita alveg hverju þeir eiga
von á.
— láta eina stétt borga
verðbólguna
Það er einkennilegt að á íslandi
sé ekki hægt að hafa sama kerfi og
á hinum Norðurlöndunum. Sam-
kvæmt lögum á það að vera þannig,
en þeir breyttu þeiin þessir höfð-
ingjar þegar þeir tóku við fyrir fjór-
um árum. í rauninni er þarna verið
að láta eina stétt manna, þ.e. þá sem
vinna fyrir sér með höndunum,
borga verðbólguna. Auðvitað á það
að vera þannig þegar maður byggir
eða kaupir hús að borgað sé aðeins
í hlutfalli við það sem maður hefur
I kaup hvort sem það er hátt eða
lágt, og aldrei meira en það.
Ég get nefnt dæmi um sjálfan
mig. Fyrir 12 árum fékk ég 70 þús.
kr. úr Iðnlánasjóði. Ég hef borgað
af því sexfalt og stendur það nú í
125 þús. kr. Ég borga nú 10 þús. í
hvert skipti og er þeirri upphæð
skipt þannig að afborganir af lán-
inu eru 2400 kr. vextir 1400 og verð-
bætur tæpar 6000. Þetta er klikkun
og það er einmitt þetta sem þeir í
ríkisstjórninni vilja ekki sjá.
Ég hef alltaf haldið því fram að
einhvers staðar verði að vera jafn-
vægi í þessu, þ.e. að þeir sem Ieggja
peninga í banka eigi að fá þá vexti
sem þeir eiga rétt á, þannig að pen-
ingarnir rýrni ekki. Fólk verður að
átta sig á því að þegar talað er um
vexti, að það er mikill munur á því
að fá vexti og þurfa að greiða þá.
Hann er stórkostlegur og liggur í
því að þeir finna fyrir því sem þurfa
að punga út úr buddum sínum, en
það sem gildir hjá hinum eru spari-
sjóðsbækurnar.
Bankarnir fitna á
vanskilum
Ég sé ekki fram á að komið verði
jafnvægi á þetta nema ríkissjóður
hætti að standa í yfirboðum með
lánsfé. Menn verða einnig að átta
sig á því að bankarnir eiga ekki
þessa peninga, þeir borga ekkert frá
sér. Þeir fitna bara á vanskilum hjá
fólki og öllum þessum þóknunum
sem þeir eru með og það bitnar á
þeim sem þarf að borga af láninu.
Ég segi bara fyrir sjálfan mig að
þegar ég vakna á morgnana, þreytt-
ur eftir 10 tíma vinnu daginn áður
og átta mig ekki alveg á því hvers
vegna maður er í þessu basli, hvers
vegna maður er yfirleitt að vera til.
Refahus
á góðu verði
Smlöum stálgrindahús fyrir refa, minka og laxaeldi,
tilbúin til uppsetningar á sökkul.
Boltuö saman í mœni.
Stœröir eftir pöntun.
Eigum á lager 10,8 — 13 og 14 m breiö hús.
Tökuyn einnig aö okkur alla almenna járnsmiöi.
Leitiö tilboöa.
Smiðjuvegi 28 — simi: 7 85 90
Pósthólf 504 — Kópavogi
... og ég er tilbúinn að gefa Jóni Baldv-
in og hans mönnum atkvœði mitt og
veita þeim brautargengi gegn því að
það verði tekið á vandrœðamálunum.
Eina afrek hennar til að ná niður verð-
bólgunni var að frysta verðbœtur launa
1983. En hún átti líka lögum sam-
kvœmt að frysta verðbœtur lána.
... hvernig fjármunum almennings var
sóað í byggingu fjölbrautaskólans. Það
ætti að loka menn inni sem teikna og
hanna þannig byggingar.
... eða negla fyrir gluggana og fara.
Síðan er bara að byrja með tvœr hend-
ur tómar fyrir sunnan.