Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. mars 1987 3 alþýðu- i n Umsjón: Jón Daníelsson AAUSTURLANDI Kambaröstin í sölutúr: Hluti aflans var dæmdur í gúanó! — Verðiö sem fékkst fyrir hinn hluta aflans hins vegar viðunandi. Verðlœkkun í Frakk- landi. Fiskflutningar frá Þýskalandi. Hluti aflasn var dæntdur í gúanó, þegar Kambaröstin frá Stöðvarfirði seldi afla sinn í Bologne í Frakk- landi á föstudag og laugardag. Fyrir meirihluta aflans fékkst hins vegar sæmilega viðunandi verð að sögn Steinars Guðmundssonar, útgerð- arstjóra hjá Hraðfrystihúsi Stöðv- arfjarðar. Að frátalinni þessari söluferð hafa báðir Stöðvarfjarðar- togararnir landað heima frá ára- mótum og hefur mikil atvinna verið á staðnum. Alls landaði Kambaröstin nærri 140 tonnum í Frakklandi og þar af fóru tæp 23 tonn í gúanó, en 116,5 tonn seldust á markaði fyrir að meðaltali 56,54 krónur kílóið. Sé gúanóhlutinn talinn með lækkar hins vegar meðalverð aflans niður í tæpar 48 krónur. Alls var söluverðmæti aflans ríf- lega sex og hálf milljón króna, sem er mun meira en fengist hefði fyrir aflann ef honum hefði verið landað hér heima. Hæsta verðið var greitt fyrir grálúðuna. Hún seldist fyrir allt upp í 90 krónur á hvert kíló. Að sögn Steinars Guðmundsson- ar, útgerðarstjóra, verður verðið sem fékkst fyrir aflann í heild að teljast viðunandi, jafnvel þótt verð- lækkun hafi orðið talsverð á mark- aðinum í Frakklandi í kjölfar verð- hrunsins sem varð í Þýskalandi fyr- ir skemmstu. Taldi Steinar það eng- um vafa undirorpið að fiskur, eink- um ufsi og karfi hefði verið fluttur frá Þýskalandi til Frakklands í kjöl- far verðfallsins. Atvinnuástand hefur verið mjög gott á Stöðvarfirði það sem af er þessu ári. Sagði Steinar Guð- mundsson að togararnir, Kamba- röst og Álftafell hefðu landað alls yfir 700 tonnum í heimahöfn frá áramótum auk þess afla sem borist hefði á land frá smærri bátum sem þarna eru gerðir út. Auk vinnunnar í frystihúsinu, hafa menn verið að Eskifjörður: VANTAR FLEIRA FÓLK Atvinnuástand á Eskifirði er nú þannig að þar mætti finna a.m.k. 40 lausar stöður í ýmsum atvinnu- greinum. Þetta fullyrti Haukur Björnsson, rekstrarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar, í samtali við Alþýðublaðið á Austurlandi. Fólk vantar til starfa í fiskvinnslu, á sjó og í iðnað svo nokkuð sé nefnt. Haukur sagði óhætt að fullyrða að til Eskifjarðar vantaði nú fólk í stórum stíl. Fyrir utan fiskvinnslu- fólk og sjómenn, nefndi hann eink- um iðnaðarmenn og þá sérstaklega járniðnaðarmenn, sem nú vantaði sárlega til ýmissar viðhaldsvinnu við fyrirtækin á staðnum. Sem dæmi um þetta nefndi hann að menn hefðu verið fengnir ofan af Egilsstöðum um tíma til slíkra starfa og þá væru einnig aðkomu- menn að störfum á vélaverkstæði hraðfrystihússins. Þótt næga atvinnu sé þannig að hafa á Eskifirði er ekki sömu sögu að segja af húsnæði. „En ef fólk vildi flytja hingað, myndi það auð- vitað knýja á um byggingu íbúðar- húsnæðis”, sagði Haukur. Hann A.m.k. 40 stö> laus. Hœgt að skaÁ atvinnu allt árið. Unnið ífiski alla laugardaga. Sárvan ar járn iðnaðarmem nefndi einnig í því sambandi að það hefði oftar en einu sinni komið til tals að Hraðfrystihúsið tæki á ein- hvern hátt þátt í byggingu íbúðar- húsnæðis á staðnum og taldi það koma sterklega til greina. Þótt mörg þeirra starfa sem Haukur sagði að fólk vantaði í, væru í eðli sinu tímabundin, taldi hann ekkert vafamál að hægt væri að skapa fleira fólki, jafnvel um 40 manns atvinnu allt árið, ef til kæmi. Á Eskifirði er nú mikil vinna í fiskvinnslu og sagði Haukur að í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar væri nú unnið alla laugardaga. vinna í saltfiskpökkun og við að undirbúa síld til útflutnings. Sagði Steinar að það væri nánast regla að unnið væri á laugardögum og það kæmi fyrir að unnið væri til hádegis á sunnudögum líka. Við þessa vinnu bætast svo fisk- vinnslunámskeið sem nú standa yf- ir á Stöðvarfirði eins og víða annars staðar á landinu. kamuarost Kambaröstin við bryggju á Stöðvarfirði. 23 tonnfóru í gúanó þegar skipið seldi afla sinn í Frakklandi um síðustu helgi. Nefnd á vegum Eskifjarðarbcejar: Kannar möguleika á fiskmarkaði Styst á Evrópu- markaði. Nálœgðin við vœntanlega flug- braut á Egi/sstöðum verulegur kostur. í byrjun þessa árs var á Eskifirði sett á laggirnar nefnd til að athuga framtíðarmöguleika á fiskmarkaði á staðnum. Nefndin hefur þegar haldið einn fund og verður trúlega annar haldinn í þessari viku, en at- hugunin er enn á frumstigi. Að sögn Bjarna Stefánssonar, bæjarstjóra á Eskifirði er ýmislegt sem mælir með því að fiskmarkað- ur á Austfjörðum yrði staðsettur á Eskifirði. Bjarni nefndi í því sam- bandi t.d. að styst væri frá Eskifirði til Egilsstaða, þegar þar væri kom- inn flugvöllur sem bæri millilanda- vélar. Ef til þess kæmi að flogið yrði með ferskan fisk frá íslandi til markaða í Evrópu yrði styst að fljúga frá Egilsstöðum. Bjarni taldi rétt að huga tíman- lega að aðstæðum fyrir fiskmarkað á Eskifirði. „Við gætum þurft að horfa á eftir skipum sem hafa verið á veiðum hér fyrir austan, með fisk á aðra markaði, jafnvel alla leið til Reykjavíkur”, sagði hann. Þá sagði Bjarni að fiskmarkaður á Eskifirði gæti hugsanlega keypt afla skipa sem nú sigia með aflann til að landa honum erlendis. Formaður nefndarinnar sem nú er að kanna þessi mál, er Haukur Björnsson, rekstrarstjóri hjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Haukur sagði í samtali við Alþýðublaðið á Austurlandi að nefndin hefði þegar komið einu sinni saman og yrði sennilega haldinn annar fundur í nefndinni í þessari viku. Hann sagði að nefndin myndi í fyrsta.lagi rannsaka hvort grund- völlur kynni að verða fyrir fisk- markaði á Eskifirði og þá hvers konar markaði, en í því sambandi kæmi ýmislegt til greina. Haukur sagði að nefndinni hefðu ekki verið sett nein tímamörk og enn væri allt of snemmt að segja til um hvenær niðurstöður hennar í málinu myndu liggja fyrir. í þessu efni væru margar spurningar, sagði Haukur og langflestum þeirra ósvarað enn. • n I i l i • Á AUSTURLANDI Alþýðublaðið á Austurlandi er borið í hvert hús. Auglýsing þín í Alþýðublað- inu nær því tilætluðum árangri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.