Alþýðublaðið - 04.03.1987, Page 4

Alþýðublaðið - 04.03.1987, Page 4
4 Miðvikudagur 4. mars 1987 Framsóknarflokk- urinn hefur lafað með í pólitík vegna þess að hann hefur kallað sig sérstakan málsvara og brjóst- vörn íslenskra bænda. Þennan málflutning hefur margt bænda- fólkið tekið trúanleg- an. Nú hlýtur efinn hins vegar að læðast að mörgum. Eftir FULLVIRÐISRÉTTUR — ÁVÍSUN Á ÖRBIRGÐ Um land- búnaðar- stefnu: samfellda stjórnarsetu Framsóknar í meir en áratug er byggð á ís- landi og landbúnaður í einhverju mesta uppnámi sem um get- ur. í iok kjörtímabils Jóns Helga- sonar landbúnaðarráðherra rísa bændur um allt land til uppreisnar. Þeir halda fjölmennustu fundi, sem haldnir eru á íslandi. Þeir sitja ekki og hlusta þar á Ómar Ragnarsson og Ladda. Hins vegar sitja þeir þar svo klukkustundum skiptir og ræða um stjórnmál, horfna trú á fram- tíðina, og krefjast hreinskilinnar þátttöku stjórnmálamannanna í þessari örlagaríku umræðu. En Framsókn er ekki ein um að hafa brugðist heitstrengingunni um brjóstvörn og baráttu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur staðið lengst af við hlið Framsóknar í þessum mál- um og ber fulla ábyrgð. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á þessu kjörtíma- bili gengið ótrauður fram í að skera niður lífsþrótt og kjör fólksins í sveitunum. Þegar Alþýðubanda- lagið hefur átt þess kost að koma nálægt stjórnvölnum hefur það án ágreinings slegist í þessa heljarför. Nú sjást afleiðingarnar af þeirri landbúnaðarstefnu, sem flokkarnir þrír hér að framan hafa rekið sam- eiginlega. • Fólksflótti er frá dreifbýli. • Bændur hafa verið hvattir til fjár- festingar og stækkunar búa en eru nú sviptir möguleikum til að standa undir skuldbindingum sínum. Þeir eru sviptir því, sem hverjum manni er dýrmætast, en það er sjálfsvirðingin. Þetta eru brot á mannréttindum. • Ekkert samband er á milli bænda og neytenda. Þar hafa skotið sér inn tölvubændurnir við Haga- torg, vinnsluaðilar og aðrir milli- liðir. Afleiðingin er hækkandi til- kostnaður, minnkandi sala og vaxandi óánægja neytenda og skattgreiðenda í þéttbýli. • Svar framsóknarmanna í fram- sóknarflokkunum þremur við kreppunni er að beita kvótanum, sem sker afkomu bænda án tillits til búmennsku, dugnaðar eða framtaks. Jafnaðarmenn hafna aðferðum sem þessum því þær hafa sýnt og sannað að þær skila engu öðru en í lok kjörtímabils Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra rísa bændur um allt land til uppreisnar. Bœndur hafa verið hvattir til fjárfest- ingar og stœkkunar búa en eru nú sviptir möguleikum til að standa undir skuldbindingum sínum. Framsókn, Sjálfstœðisflokkur og Al- þýðubandalag hafa lagt blessun sína yf- ir ríkjandi ástand og vilja framlengingu þess. Alþýðuflokkurinn vill breyta því. SKVGGMSr UNPm WMFIZBOfZPtP Elnn llður í þeirri þjónustu Hampiðjunnar að mlðla upplýsingum um eiginleika og notkun veiðarfæra, er útvegun og dreifing myndbanda. Nú bjóðum við sjö áhugaverð myndbönd á kostnaðarverði. 1. I TllMUMAIMUaNUM 2. FtSKUK íTROLU 3. fíSKAP MBP PMGMUT 4. POMSMMBT 5. TOGVGIMMF/GKIP 6. ÚMUUOMM VIPALASM ?. HUMAtt- OG NSKfTHOU. Nánari upplýsingar veitir söludeild Hampiðjunnar. HAMPIÐJAN Box 5136, 125 Reykjavík, sími28533 versnandi afkomu og hækkandi vöruverði. Kvótastefnan er ávísun á örbirgð. • Jafnaðarmenn telja að ríkisvald- ið eigi að beita aðgerðum til að greiða fyrir aðlögun að markaðs- aðstæðum og landkostum. • Það þarf að taka upp svæða- skipulag í landbúnaði jjannig að landkostir séu nýttir rétt, gróður- eyðing stöðvuð og mjólkurfram- leiðsla fari fram í grennd við þétt- býli. • Það þarf að taka upp grimmar aðgerðir í sölumálum bæði innan lands og utan. Það er ekkert nátt- úrulögmál að dilkakjötsfram- leiðsla dragist saman. Ef hætt væri að reyna að neyða feitt kjöt og gaddfreðið í risastór- um pakkningum ofan í fólk, er öruggt mál að fleiri myndu kaupa. Hvers vegna er það aðeins nautakjöt, kjúklingar og fiskur, sem hægt er að kaupa tilbúið á pönnuna eða ofninn í Reykjavík? Hvar eru tilbúnu kindakjötsrétt- irnir, sem hægt er að setja í ör- bylgjuofninn? • íslendingar eiga stóra möguleika til að selja dilkakjöt erlendis. Framleiðsla okkar er svo lítil á heimsvísu að við þurfum ekki að stefna að alheimssölukerfi eins og Danir gera í beikoninu og Ný- sjálendingar í kjötinu. Okkur nægði að íbúar í einni stórborg í Ameríku tækju upp á að éta ís- lenskt lambakjöt öðru hvoru. • Við þurfum að setja upp tilrauna- eldhús til að þróa nýja kjötrétti og eldunaraðferðir. • Við þurfum rannsóknir um upp- byggingu nýrra búgreina. • Við þurfum að veita bændum ráðgjöf um rekstur, fjármál og hagræðingu búa sinna. • Við þurfum auknar aðgerðir í landvernd og uppgræðslu lands- ins, því allri byggð, bæði í borg og sveit, er ógnað af eyðingu lands- ins. • Við þurfum harðar aðgerðir til að lækka framleiðsluverð. Það ger- ist með því að gera búin hag- kvæmari og auka samkeppni um þjónustu og sölu á rekstrarvörum til landbúnaðar. • Við þurfum að lækka milliliða- kostnað með því að rjúfa einok- un, sem hefur gilt um slátrun, geymslu og vinnslu kjöts. Núver- andi slátur- og heildsölukerfi kostar einfaldlega allt of mikið. Það sprengir upp kjötverðið, sem aftur hamlar sölu þess og neyslu. En þessar breytingar verða ekki gerðar nema hagsmunavarsla stjórnmálaflokka, stéttarsamtaka og söluaðila verði rofin. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag hafa lagt blessun sína yfir ríkjandi ástand og vilja framleng- ingu þess. Alþýðuflokkurinn vill breyta því. — Er ekki, bóndi góður, kominn tími til að brjóta ^af sér hlekkina? Guðmundur Einarsson, alþm.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.