Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 7
Miðdikudagur 4. mars 1987
7
SJÁLFSTÆÐISMAÐUR —
LÞÝÐUFLOKKINN í VOR!
Það er hrikalegt til þess að vita að
ungt og fullfrískt fólk víðs vegar
um landið fremur sjálfsvíg og er þá
kominn viss vendipunktur í þessu
þjóðfélagi.
Þú segir að fólk sem vinnur með
höndunum fari mest, illa út úr
þessu. En eru einhverjir sem hagn-
ast á efnahagsráðstöfunum stjórn-
arinnar?
Já, mikil ósköp. Það er ein
stétt manna sem ekki er látin borga
verðbólguna og þar á ég við kaup-
menn og heildsala. Þar eru stóru
innflutningsfyrirtækin ekki undan-
skilin. Það var ekki hróflað við
álagningarprósentunni hjá verslun-
inni, enda hefur ekki heyrst í þessari
stétt síðan myntbreytingin átti sér
stað fyrir sex árum. Það er tími til
kominn að þeir séu látnir borga
hluta af niðurgreiðslum á verðbólg-
unni. Auðvitað vilja allir hafa hana
sem lægsta, en ég sé enga ástæðu til
þess að hafa hana svona lága ef það
lendir á herðum vissra stétta að
borga hana, en ekki þeirra sem eiga
að gera það.
Málefni
Húsnæðisstofnunar
Nú er starfsfólk Húsnæðisstofn-
unar pappirum hlaðið enda mið-
punkturinn í þessu kerfi. Telur þú
að breytinga sé þörf á þeirri stofn-
un?
Já, ég álít að eitt þarfasta mál
hennar sé að leggja hana niður í
þeirri mynd eins og hún er nú og
færa hreinlega þjónustuna inn í
bankakerfið og reyna að einfalda
hlutina með því. Þá hefðu lands-
fjórðungarnir í eitthvert hús að
venda með sínar fyrirgreiðslur í
stað þess að menn séu endalaust í
símanum, en ástandið er orðið
þannig hjá stofnuninni að þar er
ekki svarað í símann vegna anna á
skrifstofunum.
Ég tel að þeim milljörðum, sem
vantar til að brúa þörf stofnunar-
innar, yrði betur komið þar fyrir í
stað þess að eyða þeim í vitleysur
eins og Þjóðarbókhlöðu og að ég
minnist ekki á stórhneykslið á Sel-
fossi, þ.e. hvernig fjármunum al-
mennings var sóað í byggingu Fjöl-
brautaskólans. Það ætti að loka
menn inni sem teikna og hanna
þannig byggingar.
Og úr því ég er að nefna skóla-
byggingar get ég nefnt annað dæmi
sem gefur góða mynd af hinu rotna
íslenska þjóðfélagi og þá sérstak-
lega hvernig hugsunarhátturinn er í
Reykjavík. Það er að aðalvandamál
Verslunarskólans nýja er að skortur
er á bílastæðum. Ég er ekki tals-
maður þess að fara að ausa pening-
um í þessa skóla þegar námsfólk er
að leika sér á fínum bílum og fer
kannski á fyllerí um hverja helgi á
skemmtistöðunum í Reykjavík og
úti í heimi. Svo er vandamál þessara
greyja að þá vantar bílastæði. Við
þurfum ekki að velta vöngum yfir
því hvernig standi á því að þjóðfé-
Iagið sé svona þegar krakkarnir eru
aldir þannig upp að þeir eru farnir
að keyra 17 ára gamlir í skólann á
ekki neinum slorbílum. Aðeins
þetta litla dæmi er bara spegilmynd
af íslenska þjóðfélaginu.
Nýja skattalöggjöfin
Nú liggur fyrir frumvarp um
staðgreiðslukerfi skatta. Er það
ekki eitthvað sem núverandi ríkis-
stjórn hefur gefið gott af sér?
Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn
sé að slá sig til riddara með því að
koma á þessu staðgreiðslukerfi,
sem að vissu leyti átti að vera komið
fyrir löngu, þá er ekkert annað en
pólitísk lykt af þessu máli, svona
rétt fyrir kosningar. Svona mál eru
það mikilvæg að þau þurfa að fara
í gegnum fleiri nálaraugu til þess að
fá fullnaðarafgreiðslu. En samtímis
hafa þingmenn ekki einu sinni tíma
til að sitja á þingi vegna kosninga-
baráttunnar. Þess vegna er ég
smeykur um að einhverjir lausir
endar verði í löggjöfinni sem hnýta
verður fasta þegar upp verður stað-
ið, þó svo að frumvarpið líti vel út á
pappírunum. Þetta er eitt dæmið
um það þegar allt er komið í þrot,
að þá er verið að finna eitthvað til
þess að geta hælt sér fyrir eitthvert
góðverk.
En það er ekki ríkisstjórninni
einni að kenna eða þakka hvernig
efnahagsástandið er. Það eru aðrir
og meiri kraftar sem ráða hér ríkj-
um, en það er þessi embættis-
mannalýður sem ræður Iífskjörum
fólks og öll spilling viðgengst hjá
þessum mönnum. Ef við lítum á
mál eins og Hafskipsmálið og
kaffibaunamálið. Ég bara spyr,
hvernig ætii hafi verið dæmt í þess-
um málum ef þau hefðu verið rann-
sökuð með almennilegri smásjá?
Hvernig er með þessa menn á
toppnum með allar þessar tölvur.
Það trúir engin heilvita manneskja
að hægt sé að fara framhjá þessum
mönnum með 200 milljónir króna
án þess að þeir taki eftir því. Hvergi
annars staðar í heiminum en hér á
Iandi eru svona hlutir ekki látnir
viðgangast.
Ef þetta væri alvöru ríkisstjórn
væri búið að reka alla toppana í
banka- og ríkiskerfinu og ekki sist
þá sem stjórna Seðlabankanum. Og
ef menn eins og Albert hefðu heil-
brigða skynsemi væri hann löngu
búinn að draga sig í hlé, en ekki
haga sér eins og hann hefur gert og
vera þjóðinni og sjálfum sér til
skammar.
Fólksflótti frá
landsbyggðinni
Fólksflótti hefur verið mikill síð-
ustu árin, sérstaklega hefur hann
bitnað á Austfjörðum. Hverjar eru
helstu ástæður hans?
Það er margt sem spilar þar inn í.
Unt þessar mundir eru milli 40 og
60 manns að flytja frá Neskaup-
stað. Það segir heilmikla sögu urn
það hverskonar misvægi það er að
búa úti á Iandi. Margt af þessu fólki
er orðið þreytt á því að vera hérna.
Hér er einhæft atvinnulíf og kaupið
er lágt miðað við það sem tíðkast i
þjónustustörfum í Reykjavík. Mað-
ur sem fer suður í langskólanám
sest ekki hér að aftur. Hvernig end-
ar þetta eiginlega ef allir ætla í lang-
skólanám? Hvar ætlar fólkið að
vinna ef það ætlar ekki að byrja í
undirstöðuatvinnuvegunum? Og
það nennir því ekki einu sinni með-
an það er að vinna á sumrin fyrir
náminu.
Annað atriði er raforkuverðið.
Það er að þvælast hér fyrir fólki á
tveggja mánaða fresti, frá 10 upp í
15 þús. kr. Okur úti á landsbyggð-
inni er næg ástæða til þess að fólk
flytur suður til Reykjavíkur. Þessi
lífskjaramismunur, þ.e. miklu
hærra raforkuverð er ekki upp-
byggilegt að mínu mati.
Og svo kemur upp stórvandamál
þegar fólk flýr héðan. En það er
þegar selja á eignir sínar. Fasteigna-
verð í Reykjavík hefur hækkað um
40%, en á sama tíma er hús hér á
Neskaupstað, sem er brunabóta-
metið á 5,1 milljón selt á rúmar 3,2
milljónir. Fyrir þetta hús fengi
maður tæplega 10 manna tjald í
Reykjavík.
Það er því skömm frá því aft
segja, en það er orðið þannig að
þegar fólk flytur héðan getur það
ekki selt eignir sínar nema á 50—
60% af kostnaðarverði eða negla
fyrir gluggana og fara. Síðan er
bara að byrja með tvær hendur
tómar fyrir sunnan.
Austfirðingar!
Nú er tækifæriö til að bóka sig
fyrir sumarferðalagið með alla
fjölskylduna á eigin bíl
Vikuáætlun Smyril Line 1987
Áfangastaðir Vikudagar Staðartími koma brottf. 1 Siglingavikur og dagar 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
Hanstholm Laugard. 16.00 20.00 30.05 06.06 13.06 20.06 27.06 04.07 11.07 18.07 25.07 01.08 08.08 15.08 22.08 29.08
Þórshöfn Mánud. 06.00 09.00 01.06 08.06 15.06 22.06 29.06 06.07 13.07 20.07 27.07 03.08 10.08 17.08 24.08 31.08
Leirvík Mánud. 22.00 23.00 01.06 08.06 15.06 22.06 29.06 06.07 13.07 20.07 27:07 03.08 10.08 17.08 24.08 31.08
Bergen Þriðjud. 12.00 15.00 02.06 09.06 16.06 23.06 30.06 07.07 14.07 21.07 28.07 04.08 11.08 18.08 25.08 01.09
Leirvlk Miðvikud. 01.00 02.00 03.06 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.08 02.09
Pórshöfn Miðvikud. 15.00 17.00 03.06 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.08 02.09
Seyðisfjörður Fimmtud. 08.00 12.00 04.06 11.06 18.06 25.06 02.07 09.07 16.07 23.07 30.07 06.08 13.08 20.08 27.08 03.09
Þórshöfn Föstud. 06.00 09.00 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08 04.09
FRI
AUSTFAR HF.
Öldugötu 14
Seyöisfirði ® 2111