Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 4. mars 1987
Frambjódendur Alþýðu-
flokksins kynntir
4. sæti
GRETARJONSSON
sé í hávegum haft, þannig að þau
sjálfsögðu mannréttindi séu tryggð
að fólk geti ráðið sínum málefnum
sjálft. Núverandi ástand minnir
helst á einhvers konar nýlendu-
stefnu. Það getur ekki verið eðlilegt
að það sem við öflum hér á lands-
byggðinni, streymi fyrst í gegnum
eitthvert miðstýringarapparat í
Reykjavík. Það þarf að breyta pen-
ingastreyminu. Þetta álít ég vera
stærsta málið í dagí'
Kristján Grétar Jónsson er fœddur á Stöðvarfirði 16. júní 1945
og ólst þar upp. Hann lauk skyldunámi á heimaslóðum en hélt
síðan vestur í Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp þar sem hann
dvaldist nœstu vetur og tók gagnfræðapróf frá þeim skóla. Það-
an lá leiðin i iðnnám. Grétar hóf iðnnámið á Höfn í Hornafirði
en flutti sig heim á Stöðvarfjörð eftir fyrsta veturinn og var eftir
það í lœri hjá Ármanni Jóhannssyni rafvirkjameistara, en sat á
skólabekk í lðnskólanum í Reykjavík á veturna. Grétar lauk
sveinsprófi í rafvirkjun haustið 1968 og öðlaðist meistararéttindi
í faginu 1971. Fyrstu árin að námi loknu vann hann áfram hjá
meistara sínum, Armanni Jóhannssyni en árið 1970 skipti hann
um og gerðist rafveitustjóri á suðurfjörðum hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins og hefur gegnt því starfi síðan.
Það þarf að breyta
peningastreyminu
„Ætli það hafi ekki verið það,
hvað mér ofbauð að sjá hvað menn
geta stjórnað þessu landi illa,“ segir
Grétar Jónsson, sem skipar 4. sætið
á lista Alþýðuflokksins í Austur-
landskjördæmi, þegar hann er
spurður, hvað hafi fyrst vakið
áhuga hans á stjórnmálum. „Aula-
gangurinn í því sambandi er nánast
ótrúlegur," segir hann einnig.
„Annars má segja að jafnaðar-
stefnan hafa alltaf heillað mig og ég
hafði fyrst opinberlega afskipti af
stjórnmálum, þegar ég var í fyrsta
sæti á lista Bandalags jafnaðar-
manna hér 1 kjördæminu fyrir síð-
ustu kosningar"
Grétar segir að sér ofbjóði mið-
stjórnartilhneigingin í núverandi
stjórnkerfi. Hann kveðst vilja að
einstaklingurinn fái að njóta sín, án
þess að honum sé sífellt stjórnað af
einhverju apparati.
„Ég vil líka að vald sveitarstjórna
Hér skrifar HRANI
Það er satt — myndin
er alveg meingölluð!
Andstæðingar Alþýðuflokks-
ins á Austurlandi eru hræddir um
þessar mundir. Það sést afar vel á
skrifum þeirra bæði í héraðsblöð
austanlands og Reykjavíkurblöð-
in. Þeir hafa líka fulla ástæðu til
að óttast um hag sinn, því eftir
áratuga hlé, er nú aftur opinn
möguleiki fyrir því að Alþýðu-
flokksmenn kunni að fá mann
kjörinn á þing í Austurlandskjör-
dæmi.
Hræddir menn grípa til ýmissa
bragða og eru ekki alltaf vandir
að meðulum. Það er því ekki hægt
að búast við því af þeim að þeir
séu alltaf málefnalegir í málflutn-
ingi sínum. Allt eins má búast við
þvi að þeir grípi til annarra að-
ferða, þegar málefnin þrýtur.
HRANA langar til að gera hér
að umtalsefni í örstuttu máli, eina
mynd sem um daginn birtist í Al-
þýðublaðinu á Austurlandi og
virðist hafa farið fyrir brjóstið á
framsóknarmönnum, sem svo
vilja kalla sig, þótt mörgum þyki
stefna flokks þeirra ekki í sem
fyllstu samræmi við heitið.
Mynd sú sem hér um ræðir var
á sínum tíma tekin á Egilsstaða-
flugvelli. Framsóknarmenn þeir
sem standa að útgáfu Austra þótt-
ust hafa himin höndum tekið þeg-
ar þeir sáu þessa mynd, vegna þess
að hún var ekki ný, klipptu hana
út og birtu úrklippuna, að því er
virðist til að sanna fyrir lesendum
sinum áhugaleysi Alþýðuflokks-
ins fyrir málefnum Austurlands.
Fyrir neðan myndina birtist svo
þessi texti, sem HRANI leyfir sér
að birta í heild:
„Já, eins og sjá má af mynda-
safni Alþýðublaðsins, þá hafa Al-
þýðublaðsmenn ekki verið hér á
ferð frá tímum Viscount-vélanna.
Alþýðuflokkurinn hefur þó
sent okkur frambjóðendur fyrir
kosningar öðru hvoru og nú síðast
fyrrverandi BJ manninn Guð-
mund Einarsson þingmann Reyk-
nesinga. Og Guðmundur virðist
vera búinn að uppgötva þau sann-
indi að hann hafi látið Austurland
algerlega afskipt.
Þeir ættu nú að nota tímann til
að rifja upp aðstæður á Austur-
landi í sameiningu, Guðmundur
og Alþýðublaðsmenn, en þar sem
flugstöðin og flugvöllurinn á Eg-
ilsstöðum eiga enn eftir að taka
breytingum frá því ljósmyndari
AljDýðublaðsins var siðast á ferð,
þá tekur því ekkert að endurnýja
myndasafnið fyrr en þeim breyt-
ingum er lokið"
Út af fyrir sig gæti verið gaman
að kryfja þennan framsóknar-
texta til mcrgjar út frá því sjónar-
miði hversu málefnalegt innlegg
hann er í kosningabaráttuna.
HRANI vill hins vegar biðja les-
endur að taka eftir því, á hverju
þeir Austramenn sjá að myndin
var gömul en ekki ný. Jú þeir
þekkja það á flugvélinni sem sjá
mátti á myndinni.
Og þetta er kannski aðalatriðið
í málinu. Egilsstaðaflugvöllur
hefur því miður ekki breyst á und-
anförnum árum. Þar er enn iðu-
lega ófært vegna aurbleytu þótt
ekkert sé að veðri. Þrátt fyrir, eða
kannski vegna hárrar þingmanna-
tölu Framsóknarflokksins í kjör-
dæminu, er þessi margumtalaða
mynd, enn birtingarhæf. Ef þing-
menn kjördæmisins hefðu staðið
sig betur á undanförnum árum og
áratugum, væri hún það kannski
ekki.
Og þar með lætur HRANI út-
rætt um gömlu myndina af Egils-
staðaflugvelli. Hann vill hins veg-
ar nota tækifærið til að stinga því
að lesendum, hvort ekki væri rétt
að þeir legðu sitt af mörkum til að
blessuð myndin megi úreldast sem
allra fyrst, t.d. með því að skipta
um einhverja þingmenn.
Gallinn við myndina er ekki sá að hún sé gömul, — heldur hitt að hún skuli enn ekki vera úrelt. HRANI
stingur upp á að á því verði ráðin bót — með því að skipta um þingmenn.
Alþýöublaðið á Austurlandi fer inn á
hvert heimiii í kjördæminu. Auglýsing
þin kemur því fyrir sjónir allra íbúa
Austurlands ef hún birtist í Alþýðubiað-
inu.