Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 26. mars 1987
RIT5TJ Q R NARG REIN; . ..
Höfum við náð árangri?
Þaö er almennt viöurkennt, aö hagstætt ár-
ferði, góður afli, lækkandi oliuverð og vextir í
heiminum og hagstætt útflutningsverð gerðu
það mögulegt að ná verðbólgunni niður f fyrra
um leið og jöfnuður náðist í viðskiptum við
önnurlönd. Hérskiptu mestu máli hófsamlegir
kjarasamningar sem gerðu það kleift að halda
genginu tiltölulega stööugu auk þess sem að-
gerðir stjórnvalda I skatta- og verðlagsmálum
greiddu fyrir þeirri kjarasátt sem náðist I febrú-
ar og nóvember á liðnu ári. Fyrir þetta á stjórn-
in að njóta sannmælis, en hinu má ekki
gleyma, að Alþýðuflokksmenn studdu þessar
lausnirdyggilega bæði á þingi og innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
tn þar sem stjórnin stýrir ein, eins og I ríkis-
fjármálum, er ástandið hins vegar ekki nógu
gott. Halli á fjárlögum, sem nemur 2.8 milljörð-
um króna I þvl þensluástandi, sem nú ríkir og
mikil lántökuáform rikisins spenna upp vext-
ina I landinu og gætu vakið upp nýja verð-
bólguöldu og valdið viðskiptahalla. Hættu-
merkin blasa nú við I góðærinu. Síðustu tölur
um ríkisfjármál, verðbreytingar, utanríkisvið-
skipti, vinnumarkað og þróun peningamála
benda því miðurtil þess að þenslan sé að fara
úrböndunum. Þettaerhættuleg þróun, þannig
glopra menn ávöxtum góðærisins úr höndum
sér. Það er nefnilega ekki nóg að tala um jafn-
vægisstjórn I efnahagsmálum, það þarf að
framkvæma hana lika. Það er oft sagt, að jafn-
vægisstjórn I efnahagsmálum sé eins og upp-
þvotturinn á heimilunum, ef vel er um hann
séð, tekur enginn eftir því — það er svo sjálf-
sagt mál — en ef hann ervanræktur, sést það
fljótt og veldur vandræðum og stundum deil-
um. í fyrra gekk uppvaskið vel á þjóðarbúinu af
þvl að við fengum góða gesti: Hjónin Metafla
og Viðskiptakjarabót, sem bæði lögðu ríku-
lega á borð með sér og vöskuðu svo upp eftir
matinn. Húsráðendur þurftu eiginlega ekkert
um þetta að hugsa, en finnst nú þetta allt vera
sérað þakka. En þessi hjón eru því miðurekki
árvissir gestir hjá okkur. Það er vissara að vera
vei undir það búinn að þurfa að standa undir
húshaldinu sjálfur án gjafmildra og verkfúsra
gesta.
Og jafnvægi er ekki nóg. Það þarf að huga að
fleiru en uppvaskinu, raekta garðinn, stækka
húsið, gera við þakið. Á undanförnum árum
hafa ýmis langtímahagsmunamál legið I lág-
inni. Við þurfum nýsköpun í efnahagsmálum,
nýja atvinnustefnu og umbætur i velferðarmál-
um almennt.
Kosningarnar25. apríl ættu fyrst og fremst að
snúast um það hvernig best sé að tryggja það,
að góðæri undanfarinna missera verði ekki
skammgóður vermir heldur verði undirstaða
framfaratil lengri tíma. í stjórnartfð núverandi
stjórnar hafa mörg mikilvæg framfaramál legið
( láginni. Öll orkan hefur farið í dægurþrasið.
Auk þess eru núverandi stjórnarflokkar ein-
faldlega svo fastbundnir rótgrónum sérhags-
munum og úreltum hugmyndum, sem standa í
vegi f ramfara, að þeir binda hver annars hendur
á víxl í málum, þar sem annar flokkurinn kynni
þó að hafaeinlægan umbótavilja. í þessu Ijósi
ersérstaðaAlþýðuflokksins — lykilstaðahans
( íslenskum stjórnmálum — skýrust. Hann er
óbundinn af kreddum og sérhagsmunum og
getur leitað bestu lausna í hverju máli. Leiðin
til að breyta landsstjórninni [ framfaraátt er því
að kjósa Alþýðuflokkinn.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita-
veitu Reykjavlkur óskar eftir tilboðum f steinullarein-
angrun fyrirdreifikerfi Hitaveitunnarog fyrir Nesjavelli.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 5. mal
n.k. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholl 878 — 101 Reykjavik
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita-
veitu Reykjavlkuróskareftirtilboðum í undirstöðurfyr-
ir vinnubúðir, lóð vinnubúða, gerð plana og aðstöðu fyr-
irverktaka, lagfæringu áaðalvegi um virkjunarsvæðið
á Nesjavöllum og lagningu veitukerfi (hitaveitu, frá-
rennslis, rafmagns og sima) ( vinnubúðum og aðstöðu
verktaka.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi
3, Reykjavik gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. apríl n.k. kl.
14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik
HVAMMAR, B-reitur
kynningarfundur
í samræmi við skipulag er nú til sýnis á bæjar-
skrifstofum Hafnarfjarðar tillaga aö skipulagi
nýrrar íbúðarbyggðar við Fagrahvamm/Suður-
hvamm.
Lýst er eftir skriflegum athugasemdum fyrir 7.
maí 1987.
Kynningarfundur verður haldinn f félagsheimili
íþróttahússins þriðjudaginn 31. mars kl. 20.30.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Ríkisútvarpið:
Veitir
listamönnum
starfslaun
Ríkisútvarpiö mun árlega veita
listamanni eöa listamönnum starfs-
laun til aö vinna að verkum til
frumflutnings í Rikisútvarpinu.
Þeim fylgja ókeypis afnot af íbúð
Ríkisútvarpsins i Skjaldarvík í
Eyjafirði. Starfslaunin verða veitt
til sex mánaða hið lengsta.
Á fundi framkvæmdastjórnar
Ríkisútvarpsins í síðustu viku voru
samþykktar tillögur útvarpsstjóra
um starfslaun til listamanna og
reglur þar að lútandi. Starfslaunin
verða auglýst til umsóknar og skal
úthlutun þeirra að jafnaði fara
fram í júnímánuði en greiðslur
starfslauna hefjast 15. september
hvert ár. Fjárhæð þeirra á að fylgja
mánaðarlaunum samkvæmt 5.
þrepi 137. launafokks í kjarasamn-
ingi Bandalags háskólamanna og
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Listamenn, er hafa íslenzkan rík-
isborgararétt, koma til greina við
úthlutun starfslauna. Þeir munu
skuldbinda sig til að gegna ekki
fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta
starfslauna.
Framkvæmdastjórn Ríkisút-
varpsins velur listamennina eftir
umsóknum og að fenginni umsögn
deildarstjóra dagskrárdeilda Ríkis-
útvarpsins.
Starfslaunin verða auglýst í
fyrsta skipti í aprílmánuði næst-
komandi.
KOSNINGAMIÐSTÖÐ!
Höfum opnaö skrifstofu að Austurvegi 24, Selfossi.
Sunnlendingar lítið við og ræðið málin.
Opið á laugardögum frá kl. 14.00—19.00. Á virkum
dögum frá kl 17.00 — 22.00. Sími 1055.
ALÞÝÐUFLOKKURINN SUÐURLANDI.
i“ ( Þegar komið er af vegum með
bundnu slitlagi tekur tíma
að venjast breyttum aðstæðum
•riv: FÖRUM VARLEGA!
-- |JUMFEBÐAR
Áskrift hlutafjár í
Útvegsbanka íslands hf.
í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1987 gengst ríkis-
stjórnin fyrir stofnun hlutafélagsbanka um Útvegs-
banka íslands. Samkvæmt tillögu að samþykktum fyrir
hlutafélagsbankann, sem lagt er til að heiti Útvegs-
banki íslands hf., er lágmarkshlutur kr. 10.000.- en að
ööru leyti skiptist hlutafé I hluti að nafnverði kr.
100.000.-, kr. 1.000.000.-, kr. 10.000.000,- og kr. 100.000..
000,.
Áskriftaskrá ásamt tillögu að samþykktum fyrir Út-
vegsbanka íslands hf. liggur frammi i viðskiptaráðu-
neytinu, Arnarhvoli, Reykjavfk, ( Útvegsbanka íslands,
aðalbanka, 5. hæð við Austurstræti ( Reykjavik og i úti-
búum Útvegsbanka íslands.
Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé ( Útvegsbanka ís-
lands hf. stendurtil kl. 16.00 mánudaginn 30. mars n.k.
Hlutafé ber að greiða eigi slðar en hinn 30. apríl n.k.
Sé um að ræða kaup á stærri hlutum kemur lánafyrir-
greiðsla til greina. Nánari upplýsingar eru veittar af Út-
vegsbanka Islands, hjá ísak Erni Hringssyni skrifstofu-
stjóra, aðalbanka og útibússtjórum.
Stofnfundur Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn 7.
aprll 1987 að Hótel Sögu, sal A og hefst fundurinn kl.
15.00. Skrá yfir áskrifendur hlutafjár mun liggja frammi
til sýnis fyrir áskrifendur ( viðskiptaráðuneytinu I eina
viku fyrir stofnfund.
Viðskiptaráðuneytið, 25. mars 1987.