Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 5
Miövikudagur 25. mars 1987 5 Ólafsvík: Aukin þjónusta fyrir ferðamenn Ólsarar hyggjast í framtíðinni leggja mjög aukna áherslu á ferða- mannaþjónustu af ýmsu tagi en verið hefur. Nú á afmælisárinu verður af hálfu bæjarins gert mynd- arlegt átak í þessu efni og hefur bærinn m.a. gerst aðili að ferða- skrifstofunni Ferðabæ, ásamt ýms- um öðrum sveitarfélögum víðs veg- ar um landið. Jökullinn hefur löngum þótt bæði fagur og heillandi og nú er unnið að því að leggja veg upp að jökulröndinni og í sumar verður ferðamönnum sem koma til Ólafs- víkur boðið upp á sex tíma jökul- ferðir. Verður þá ekið upp að jökul- röndinni, en þar _ taka snjósleðar við og flytja ferðalangana alla leið upp á topp jökulsins. I Ólafsvík er nú ennfremur unnið að endurbótum á gamla pakkhús- inu og hefur bærinn veitt 1350 þús- undum til þeirra endurbóta, en í þessu húsi er áformað að upplýs- ingaþjónusta fyrir ferðamenn verði til húsa. Snæfellsnes hefur frá náttúrunn- ar hendi upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn og er ætlunin að auð- velda ferðamönnum að njóta þess með aukinni þjónustu í sumar. Nefna má að ferðamönnum sem til Ólafsvíkur koma verður boðið upp á bátsferðir og sjóstangaveiði og í tilefni afmælisársins verður reynd- ar haldið sérstakt sjóstangaveiði- mót í sumar. Hestaleigur eru til víðs vegar á Snæfellsnesi og í sumar verða ferðamenn sem þess óska sóttir til Ólafsvíkur í hestaferðir sem yfir- leitt munu taka um þrjá tíma. Sérstakir 1T farmiðar fást nú til Ólafsvíkur í fyrsta sinn. í þessum miðum er innifalin gisting á hóteli í Ólafsvík svo og framhaldsfarmiði milli staða á Snæfellsnesi. FráRifi og Hellis- sandi Á Hellissandi eru í smíðum fjór- ar íbúðir í verkamannabústöðum, og er ætlunin að afhenda tvær þeirra fljótlega væntanlega um næstu mánaðamót, seinni tvær íbúðirnar á að afhenda í ágúst á þessu ári. Stjórn verkamannabústaða samdi við Bæring Sæmundsson byggingarmeistara um byggingu þessara íbúða, og munu þær að nokkru bæta úr brýnni þörf fyrir íbúðarhúsnæði í hreppnum. Á veg-. um einstaklinga eru nokkrar íbúðir í smíðum, og von er á að hafnar verði byggingar á þrem til fimm íbúðum nú í vor. * Það sem af er vetrarvertíðar hafa aflabrögð verið með lakara móti, og mun minni afli hefur borist á land á Rifi en á sama tíma og í fyrra, fjöldi báta sem róa frá Rifi er þó hinn sami fimmtán til tuttugu bátar, auk nokkurra aðkomubáta sem komið hafa á vertíð hingað. * Á Rifi er verið að byggja þjón- Verkamannabústaðir í byggingu á Hellissandi. ustumiðstöð, þar sem verður versl- un, sjómannastofa, gistiaðstaða og aðstaða til matsölu, það eru eigend- ur söluskálans Traðar sem eru að byggja þetta hús, og er vonast til að starfsemi í því geti hafist síðar á þessu ári. Neshreppingar hafa eignast sína eigin sjónvarpsstöð, sem hóf út- sendingar um miðjan febrúar, ein- göngu er endurvarpað efni stöðvar tvö, en útsending stöðvar sést þar sem sjónvarpsstöð Neshrepps var reist, íbúar Neshrepps geta því valið um hvort sem þeir vilja heldur, horfa á Ríkissjónvarpið eða stöð tvö. * Samkvæmt framlagðri tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Neshrepp, verða helstu framkvæmdir á vegum hreppsins næsta sumar, væntanlega mestar við gatnagerð, þá er samkv. þessari tillögu áætlað að kaupa áhaldahús fyrir hreppinn, svo og að gera endurbætur á félagsheimilinu. DAGSKRÁ — hátíðahaldanna í Ólafsvík í kvöld kl. 20.00 Hátíðarfundur Bœjarstjórnar 1. mál. Tillaga Afmœlisnefndar að hátíðarhöldum ársins. 2. mál. Tilnefning heiðursborgara Ólafsvíkurkaupstaðar. Fundi slitið. kl. 20.30 DAGSKRÁ AFMÆLISNEFNDAR Flutt erindi um Ólafsvík (Helgi Kristjánsson). kl. 21.00 Forseti Bœjarstjórnar tekur við há- tíðarpeningi frá Rotaryklúbb Ólafs- víkur. kl. 21.10 Formaður Afmcelisnefndar afhendir verðlaun vegna afmœlismerkis. kl. 21.20 Kirkjukór Ólafsvíkur og félagar frumflytja tvö sönglög eftir Elías Davíðsson við texta eftir Ottó Árna- son og Jón Arngrímsson. kl. 21.45 Sögusýning Grunnskóla Ólafsvíkur opnuð formlega. kl. 22. Bœjarstjórn býður öllum bœjarbúum í kaffi. Kosningaskrifstofan á Akranesi Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins á Akranesi er opin virka daga frá kl. 16—19. Á laugardögum er opið kl. 14— 19, en á sunnudögum er lokað. Þessir opnunartímar gilda til að byrja með en þegar nær dregur kosningunum verður opnunartíminn lengdur. Starfsmaður kosningaskrif- stofunnar og kosningastjóri er Sigurbjörn Guðmundsson. Að sjálfsögðu er jafnan heitt á könnunni fyrir þá sem líta inn til að leggja hönd á plóginn, eða bara til að spjalla Sigurbjörn Guðmundsson saman. Líttu inn á kosninga- skrifstofuna, — þú er velkom- in(n). AKRANESKAUPSTAÐUR KIRKJUBRAUT78 - SÍMI 1211 OC 1320 Frá innheimtu Akraneskaupstaðar Þeir síöustu geta orðið fyrstir. Dráttar- vextir reiknast 15. hvers mánaðar. Innheimta Akraneskaupstaðar alþýöu- i n ftt.it. SKAGINN — VESTURLAND Það er ekki nóg að auglýsa það er líka nauð- synlegt að sjá til þess að auglýsingin sé lesin — helst af sem flestum. Þessu blaði er dreift inn á hvert heimili í kjördæminu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.